Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 13 FRÉTTIR BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, tók í gær fyr- stuskóflustungu að nýju skólahúsi fyrir Sæmundarskóla í Grafarholti. Hann naut liðsinnis skólabarnanna sem hingað til hafa stundað nám sitt í bráðabirgðahúsnæði skólans. Nú stunda 192 börn nám í skól- anum en nýja byggingin gerir ráð fyrir 420 nemendum og er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin í árs- byrjun 2010. Byggingin verður staðsett þannig á skólalóðinni að nemendur hafa gott útsýni til fjalla og yfir Reynisvatn. Morgunblaðið/RAX Nýtt skólahús Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is TIL stendur að ganga frá kaupum Skeljungs hf. á gömlu NATO-olíu- birgðastöðinni í Hvalfirði á næstu dögum, skv. bréfi sem barst sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveitar frá Skelj- ungi fyrir skömmu. Í bréfinu óskar Skeljungur eftir samstarfi við gerð skipulagsáætlana og vonar að sam- staða náist með sveitarfélaginu um nýtingu landsins undir olíubirgða- stöð, enda sé það grundvallarfor- senda fyrir kaupum fyrirtækisins á eignunum. Samkvæmt upplýsingum Einars Thorlacius sveitarstjóra Hvalfjarðar- sveitar hefur ekkert erindi borist sveitarstjórninni frá fjármálaráðu- neyti, utanríkisráðuneyti, Skeljungi eða öðrum varðandi væntanlega landnýtingu á svæðinu, ábyrgð vegna kaupanna sé að öllu leyti á höndum Skeljungs, þar sem ekkert loforð liggi fyrir frá Hvalfjarðarsveit. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann sæi engin rök fyrir gagnrýni sveitarfélagsins og að ekki væri þörf á að ræða hana frekar. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur undanfarið gagnrýnt vinnu- brögð Ríkiskaupa og fjármálaráðu- neytisins við sölu eignanna og jafn- framt sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þess efnis. Ekkert erindi borist um Olíu- stöðina ELDING, félag smábátasjómanna á Vestfjörðum, leggur til að þorsk- kvótinn verði þegar í stað aukinn í 220 þúsund tonn og skorar á sjávar- útvegsráðherra að standa við fyrri yfirlýsingar um að óráðlagt sé að þorskkvótinn fari niður fyrir 200 þúsund tonn. Í grein Gunnlaugs Finnbogasonar, formanns félagsins, á fréttavefnum bb.is er vitnað í skrif á heimasíðu Einars Guðfinnssonar 2. nóvember 2002 um þetta efni. Stjórn Eldingar kom saman til fundar og var tilefnið það „myrkur sem skollið er á í sjávarútvegi á Vest- fjörðum“. Í lok fundar var ályktunin samþykkt, að því er fram kemur á vefnum smabatar.is. Elding mótmælir því harðlega að Hafrannsóknastofnunin áætli stofn- stærð þorsks fimm ár fram í tímann. Hafró geti ekki metið stofnstærð af neinu viti og stofnstærðarmatið ekki í samræmi við reynslu sjómanna. Elding mótmælir því að gámaálag hafi verið tekið af. Rannsóknir hafi sýnt að fiskurinn léttist um 7% á leið- inni til Evrópu og í raun sé þetta því 7% gámaívilnun sem sé til stórskaða fyrir atvinnu og byggð í landinu. Þorskkvóti verði aukinn Enginn asi ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 0 34 3 12 /0 7 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 2 Kópavogur Sími: 570-5070 Hraðþjónusta Toyota Kópavogi - svo þú getir tekið því rólega Núna er rétti tíminn til að græja bílinn fyrir veturinn. Láttu fagmenn Toyota skipta um olíu, mæla frostlöginn, skipta út lélegum eða ónýtum perum og sjá um annað sem betur mætti fara í bílnum. Bjóðum hágæða rafgeyma fyrir flestar tegundir bíla – frí ísetning og þriggja ára ábyrgð. Tilboð út desember: 15% afsláttur af þurrkublöðum og Optibright-perum en þær gefa helmingi meiri birtu en venjulegar perur. Andaðu rólega og láttu okkur spara þér tíma – komdu í Hraðþjónustu Toyota Kópavogi og við sinnum bílnum þínum hratt og örugglega. Hraðþjónusta Toyota - ekið inn að ofanverðu, Dalbrekkumegin Hraðþjónusta 1 2 3 www.toyota.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.