Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 25 fettu fyrst fingur út í raflínurnar, voru þeir léttvægir fundnir með því einu að benda á kostnaðinn sem var sagður óheyrilegur, ef grafa ætti línur í jörð. Auk þess skáru þær ekki í augun, heldur þóttu beinlínis merki um framfarir og vel- sæld eins og segir í greinargerð með til- lögunni á Alþingi. Nú þykja þær hins vegar umhverfislýti og kostnaður við að leggja línur í jörð hef- ur lækkað á undanförnum árum. Víkverji bindur vonir við að Alþingi taki nú á honum stóra sínum og sjái til þess að raflínur hverfi ofan í jörðina. x x x Talandi um rafmagn. Sá skiln-ingur fer vaxandi, að rafmagn geti veikt fólk og rafóþol leikið það grátt. Í eina tíð varð talsverð um- ræða um sjúk hús í þessu sam- bandi, þegar fólk taldi raf-/ rafsegulmengun á heimilum og/eða vinnustað valda sér óþægindum og beinlínis sjúkleika. Sums staðar hefur verið gripið til ráðstafana og veit Víkverji ekki betur en að þær hafi borið tilætlaðan árangur í betri líðan. Einhverju sinni var lagt til á Al- þingi að fram færi rannsókn á áhrifum rafmagns, háspennulína og spennuvirkja á umhverfi sitt. Vík- verja er ekki kunnugt um það, hvort þessi rannsókn fór fram og þá hverjar niðurstöðurnar urðu. Hins vegar hefur málið verið rann- sakað víða erlendis og ber þar allt að sama brunni; að ekki er hægt að horfa fram hjá rafmengun og áhrif- um hennar. Svo mikilvægt sem rafmagnið er í okkar daglega lífi er þeim mun meiri ástæða til þess að þekkja áhrif þess til fulls. Víkverji getur ekkiannað en glaðzt við þingsályktun- artillögu allra þing- manna umhverfis- nefndar Alþingis um að nefnd móti stefnu um hvernig megi leggja þær raflínur sem eru ofanjarðar í jörð á næstu árum. Satt að segja hafa raf- línur víða farið í fín- ustu taugar Víkverja, m.a. við Gullfoss og á hálendinu þar sem sjá má möstur og línur í fjarska. Þegar menn         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is muldum pipar og grófmuldum eini- berjum. Svínafitan er soðin með kjötinu í potti. Gott er að setja smá lauk og þrjú lárviðarlauf með í soðið. Kjötið er hakkað gróft og geymt þar til síðast. Svínalifur og soðin fita hökkuð og látin í matvinnsluvél. Salti, undanrennu- dufti og hveiti bætt við og unnið sam- an. Hrært þar til góð binding hefur náðst. Þá er kryddblöndunni og pipar- num bætt við. Soðinu er hellt hægt út í og hrært vel. Að lokum er koníaki og grófhökkuðu kjötinu bætt út í og blandað saman með sleif. Form er klætt að innan með smjördegi og bak- að með farsinu í um 30 mínútur við 220°C. Kælt vel í forminu. Hlaup er útbúið úr 5 dl af vatni og 1 dl af rifs- berjasaft. Einnig má nota aðra berja- saft eða púrtvín. Níu blöð af matarlími eru brædd og vökvanum bætt í. Hellt yfir patéið og látið stífna. Grafin gæsabringa gæsabringa gróft salt rósmarín majoran timjan anís Saltinu er nuddað á bringuna. Öðru kryddi er blandað saman og nuddað yfir vöðvann. Plasti er vafið utan um hann og hann er geymdur í kæli í 4-6 daga. Til að fá fallegar, þunnar sneiðar er gott að skera bringuna hálffrosna. Berið fram með ristuðu brauði, salat- blöðum og villiberjasósu Gallerí kjöts. Grafinn svartfugl 4 svartfuglsbringur 1 dl Kaj P’s orginal-olía 1 msk. hunang 1 tsk. sojasósa timjan dill sinnepsfræ svartur pipar Mikilvægt er að svartfuglinn sé hamflettur áður en hann er orðinn kaldur. Fjarlægja skal ystu himnuna á bringunum. Bringurnar eru nudd- aðar með grófu salti og þær látnar liggja í kæli í 3 klst. Bringurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar stífar viðkomu. Þurrkið þá saltið af þeim án þess að skola það af. Blandið olíu, hunangi, sojasósu og kryddinu saman og látið bringurnar liggja í leginum yfir nótt í kæli. Bringurnar eru skornar mjög þunnt og borðaðar með snittubrauði, salatblaði og ediksósu. Ediksósa Tæp matskeið rauðvínsedik salt sykur sítrónusafi 1 msk. dill 1 msk. extra virgin ólífuolía Hrærið saman ediki, dilli og olíu með smávegis af salti, sykri og sí- trónusafa. Smyrjið snittubrauðið með ediksósunni, leggið salatblað yf- ir og raðið þunnum sneiðum af svart- fuglinum á. join@mbl.is axandi Komið, veljið og höggvið ykkar eigið jólatré! Laugardaginn 15. desember klukkan 11 opnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri jólaskóginn í Hjalladal í Heiðmörk og heggur jólatré með fjölskyldu sinni. Það verður varðeldur og heitt kakó handa öllum og jólasveinarnir eru á staðnum og hjálpa til. Verð á jólatrjám er 4900 kr. óháð stærð. Jólaskógurinn verður opinn helgarnar 15. og 16. desember og 22. og 23. desember klukkan 11 - 16. Ekið er inn í Heiðmörk frá Rauðhólum af Suðurlandsvegi eða Vifilsstaðahlíð í Hafnarfirði og skilti vísa leiðina í Hjalladal. Komið við á jólamarkaðinum á Elliðavatnsbæ Skógræktarfélag Reykjavíkur Jólaskógurinn í Heiðmörk Elliðavatn Jólamarkaður Jólaskógur Hjalladalur Vífilsstaðavatn Vífilsstaðir Vífilsstaðahlíð Hj all ab ra ut Rauðhólar Suðurlandsvegur Jólaskógurinn í Heiðmörk www.heidmork.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.