Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 43
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30,
vinnustofa opin 9-16.30, jóga kl. 9,
verslunarferð í Bónus kl. 10, hádeg-
ismatur kl. 12, kaffi kl. 15 og söng-
stund við píanóið kl. 15.30. Bingó sem
vera átti í dag, fellur niður.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin
smíðastofa kl. 9-16.30, jólabingó kl.
13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Aðventuhelg-
istund með sr. Hans Markúsi kl. 10.
Hárgreiðsla, böðun, almenn handa-
vinna, fótaaðgerð, kertaskreyting,
kaffi. Jólaljósaferð um Reykjanes frá
Bólstaðarhlíð 19. des. kl. 15.30. Kaffi-
veitingar á Garðskaga. Verð 2.900 kr.
Skráning í s. 535-2760.
Félagsheimilið Gjábakki | Boccia,
málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl.
10.50. Morgunverðarhlaðborð með
aðventuívafi kl. 10, á dagskrá verður
söngur ungra nemenda úr Kópavogs-
skóla, ávarp félagsmálastjóra, Að-
alsteins Sigfússonar og nemendur
frá Kópasteini syngja aðventu-
söngva. Félagsvist kl. 20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10,
leikfimi kl. 10.30, hádegisverður kl.
11.40, bingó kl. 14 .
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 12, námskeið í ull-
arþæfingu kl. 13. Aðventustemning í
Jónshúsi hefst með línudanssýningu
kl. 14, Þórarinn Eldjárn les upp úr
nýrri bók sinni kl. 14.30, vöfflukaffi
o.fl. Opið í Jónshúsi til kl. 17.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustof-
ur opnar kl. 9-16.30, m.a. bókband.
Prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, fjöl-
breytt leikfimi í ÍR-heimilinu v/
Skógarsel kl. 10.30, á eftir er kaffi og
spjall. Frá hádegi er spilasalur opinn.
Gerðubergskór fer í heimsókn á
Hjúkrunarheimilið Víðines kl. 14.20.
S. 575-7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við
böðun kl. 9, smíðar og útskurður.
Jólabingó kl. 14 og kaffiveitingar kl.
15.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi
kl. 11.30, brids kl. 13, boccia kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Frjáls aðgangur
að opinni vinnustofu kl. 9-12, postu-
línsmálning. Böðun fyrir hádegi. Há-
degisverður kl. 11.30, bíó kl. 13.30,
sýnd verður myndbandið “Hvít jól“
með Bing Crosby o.fl. Í hléi verður
selt kaffi og meðlæti.
Hæðargarður 31 | Jólahlaðborð 14.
des., húsið opnað kl. 17, barnakór
syngur jólalögin, Sigurður Skúlason
leikari les jólasögu, Danshópur Ingu,
Draumadísir og draumaprinsar,
Soffíuhópur les, Hljómsveit Hjördísar
Geirs leikur fyrir dansi og veislustjóri
er Guðný Helgadóttir leikari. Uppl.
568-3132.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi-blaðaklúbbur kl. 10, létt leik-
fimi kl. 11, opið hús, spilað á spil kl. 13,
kaffiveitingar kl. 14.30.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin og
vinnustofan í handmennt opin kl. 9-
16. Myndlistarnámskeið kl. 9-12, m/
leiðb. Hafdís, leikfimi, Janick, kl. 13,
guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukaffi.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta-
aðgerðir kl 9.15-14.30, handavinna kl
10.15, spænska – byrjendur kl. 11.45,
hádegisverður kl. 13.30, sungið v/
flygilinn kl. 14.30, kaffiveitingar kl.
14.30, dansað í Aðalsal.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
leirmótun kl. 9, morgunstund kl.
9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30.
Uppl. í síma 411-9430.
Kirkjustarf
Aðventkirkjan í Árnesi | Eyravegi
67, Selfossi. Biblíurannsókn verður
15. des. kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Eric
Guðmundsson formaður aðventista á
Íslandi prédikar.
Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíu-
rannsókn kl. 11. Umræðuhópar á ís-
lensku og ensku. Barna- og unglinga-
dagskrá. Kl. 12 hefst guðþjónusta.
Ræðumaður verður Gavin Anthony.
Aðventkirkjan á Suðurnesjum | Bibl-
íurannsókn 15. des. kl. 11 þar sem rætt
verður um langlyndi og þjáningu.
Guðsþjónustan hefst kl. 12. Jóhann
Þorvaldsson sem prédika. Matur eftir
samkomu.
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum |
Biblíurannsókn og barnastarf kl.
10.30 á morgun, á Brekastíg 17.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði |
Samkoman hefst kl. 11. Adam Ramdin
prédikari af íslenskum ættum verður
í heimsókn. Biblíurannsókn og ung-
linga- og barnadeildir. Heitt kakó eftir
samkomuna.
Akureyrarkirkja | Sr. Jón Aðalsteinn
Baldvinsson vígslubiskup Hólastiftis
mun vígja kapellu Sjúkrahússins á
Akureyri kl. 10. Athöfnin er öllum op-
in. Kapellan er öllum opin og ætluð
sem athvarf þeim sem vilja draga sig
í hlé frá erli dagsins, biðja fyrir sér
og/eða sínum eða njóta kyrrðar.
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður
með stólajóga og bæn á Dalbraut 27,
kl. 10.15.
Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
dagbók
Í dag er föstudagur 14. desember, 348. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.)
Kraftganga er fyrirtækifjögurra kvenna sem hef-ur það að markmiði aðefla alhliða líkamsrækt
og forvarnir. Þær skipuleggja
heilsubætandi gönguferðir um
Öskjuhlíðina, og arkar frækinn hóp-
ur um náttúru hlíðarinnar hvern
dag.
Árný Helgadóttir hjúkrunarfræð-
ingur er stofnandi Kraftgöngu:
„Hópurinn kemur saman samkvæmt
tímatöflu, eftir vinnu á virkum dög-
um og einnig um helgar. Við teygj-
um og hitum upp í anddyri Perl-
unnar, og því næst er haldið út,
gengið á góðum hraða um hlíðina og
gerðar æfingar, en hver ganga varir
í um klukkustund,“ segir Árný.
„Líkja má þessu við venjulegan leik-
fimtíma, nema við stundum hreyf-
inguna utandyra.“
Auk þess að bjóða upp á kraft-
gönguferðir um Öskjuhlíð stendur
hópurinn reglulega fyrir lengri
gönguferðum um áhugaverðar nátt-
úruperlur: „Meðal annars höfum við
gengið á Hvannadalshnúk og Fimm-
vörðuháls, Hornstrandir og Snæfell,
og eitt sinn gerðum við okkur ferð til
Grænlands til að ganga,“ segir Árný.
„Göngutímum í Öskjuhlíð er skipt
niður eftir mismunandi erfiðleika-
stigi. A-tímar henta byrjendum og
þeim sem ekki hafa hreyft sig mikið.
Þar leitumst við við að byggja upp
styrk og þol og auka teygjanleika. B-
tímar eru meðalþungir og eru ætl-
aðir þeim sem stundað hafa ein-
hverja hreyfingu, og loks eru C-
tímar ætlaðir fólki í ágætu formi.“
Árný segir Kraftgöngu vera
skemmtilegan valkost til heilsurækt-
ar: „Um er að ræða góða hreyfingu í
skemmtilegum félagsskap,“ segir
hún. „Sumir óttast að væsi um þá á
göngunni, en þá gildir að klæða sig í
samræmi við aðstæður. Þegar
klæðnaðurinn er í lagi verka smá
skúrir, snjór eða vindur aðeins til að
hressa líkamann og skýra kollinn.“
Heimasíða hópsins er www.kraft-
ganga.is, og má þar sjá tímatöflu
gönguhópa.
Æskilegt er að þeir sem áhuga
hafa á að taka þátt í göngutíma hafi
samband með tölvupósti á kraft-
ganga@kraftganga.is. Leiðbein-
endur, auk Árnýjar, eru Helen
Traustadóttir, Anna Henriksdóttir
og Hjördís María Ólafsdóttir.
Heilsa | Kraftganga skipuleggur styrkjandi gönguferðir um Öskjuhlíð
Arkað til heilsubótar
Árný Helga-
dóttir fæddist á
Höfn í Horna-
firði 1957. Hún
útskrifaðist frá
Hjúkrunarskól-
anum 1982, lauk
BS-gráðu í
hjúkrunarfræði
frá Háskóla Ís-
lands 1996 og námi frá Leiðsögu-
skóla Íslands 2002. Hún er stofnandi
Kraftgöngu og hefur starfað sem
leikfimiþjálfari í rúma tvo áratugi
og sem hjúkrunarfræðingur. Hún er
nú hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli. Árný er gift Magnúsi
Leópoldssyni, lögg. fasteignasala, og
eiga þau þrjár dætur.
Tónlist
Fríkirkjan í Hafnarfirði | Fríkirkjukórinn í
Hafnarfirði heldur jólatónleika. Flutt verða
létt jólalög og hátíðlegir jólasálmar. Hljóm-
sveit og einsöngvarar stíga á stokk. For-
sala í gallerí Thors við Thors-plan, miðar
kosta 1.000 kr. eða 1.500 kr. við inngang.
Myndlist
Café Mílanó | Erla Magna Alexandersdóttir
heldur málverkasýningu í desember. Til
sýnis eru olíumálverk og acryl myndir.
Myndirnar eru til sölu.
Skemmtanir
Austurbær | Jólagleði Kramhússins verð-
ur 15. des. kl. 20.30. Hversdagsstjörnur
stíga á stokk, alþjóðlegur menning-
arblanda að hætti hússins. Kynnir er Kol-
brún Halldórsdóttir. Eftir formlega
skemmtun verður dansinn stiginn í anddyri
hússins undir stjórn DJ Mokka litla.
Fréttir og tilkynningar
AA-samtökin | Neyðarsími AA-
samtakanna er 895-1050.
Börn
Dimmuborgir | Jólasveinarnir taka á móti
gestum á Hallarflöt í Dimmuborgum í Mý-
vatnssveit alla daga í desember milli kl. 13-
15.
MEÐFERÐARSTOFA var opnuð í
nýju sundlauginni í Mosfellsbæ,
Lágafellslaug, 1. desember síðast-
liðinn.
Lilja Steingrímsdóttir, Sigrún
Rafnsdóttir og Ingrid Juhala opn-
uðu þar heilunar-, höfuðbeina- og
spjaldhryggjarmeðferðar- og nudd-
stofu. Sundlaugin var opnuð fyrr á
árinu og er mjög vinsæl meðal Mos-
fellinga. Í sundlauginni verður
þann 15 desember opnuð heilsu-
rækt hjá World Class. Stofan er op-
in eftir umtali og eru tímapantanir í
Lágafellslaug. Hægt er að kaupa
gjafabréf hjá þeim stöllum og
stinga með í jólapakkann í ár, segir
í fréttatilkynningu.
Meðferðarstofa
og heilsurækt
í Mosfellsbæ
Meðferð í Lágafellslaug Lilja
Steingrímsdóttir, Sigrún Rafns-
dóttir og Ingrid Juhala.
TEKIN hefur verið ákvörðun um að
ráðast í fimm ára þróunarverkefni í
Níkaragva til að styðja við þekk-
ingu og þjálfun á vegum ráðuneyta
orku- og umhverfismála.
Í fréttatilkynningu segir að vís-
indamenn frá Íslenskum orkurann-
sóknum (ÍSOR) muni að mestu leyti
veita sérfræðiþekkinguna. Undir-
búningur verkefnisins hefur staðið
yfir frá árinu 2005.
Kostnaður við verkið í heild er
metinn á rúmar fjórar milljónir
Bandaríkjadala.
Þróunarverkefni
í Níkaragva
DR. TERRY Gunnell flytur fyrir-
lestur í Þjóðminjasafni Íslands um
gömlu íslensku jólin laugardaginn
15. desember kl. 13.
Fyrirlesturinn er fluttur á ensku
og nefnist „The Icelandic Yule: An
illustrated presentation in English
reviewing the beliefs and traditions
of Icelandic Christmas past and
present, from pagan gods to practi-
cal joking Christmas Lads“.
Í fréttatilkynningu segir að fyr-
irlesturinn fjalli um trú og siði
kringum íslensku jólin í aldanna
rás, frá heiðnum goðum til gárunga
og hrekkjóttra íslenskra jólasveina.
Í nútímanum eru jólin sérstak-
lega tengd fæðingu Krists en eiga
sér þó ævafornar rætur sem teygja
sig langt aftur fyrir tíma kristni.
Terry Gunnell er dósent í þjóð-
fræði við Háskóla Íslands og býr
ekki aðeins yfir mikilli þekkingu
heldur einstakri frásagnargáfu.
Þar eð Terry mælir fram á ensku
gefst þarna gott tækifæri fyrir
gesti frá öðrum löndum og þá sem
eru nýfluttir til landsins til að fræð-
ast um gömlu íslensku jólin, segir í
fréttatilkynningu. Þjóðlegur fróð-
leikur um jólasiði á þó líka erindi til
Íslendinga.
Ekkert kostar inn og allir eru
velkomnir. Terry flytur fyrirlestur-
inn aftur laugardaginn 22. desem-
ber kl. 13.
Fyrirlestur
um gömlu
íslensku jólin
Hurðarskellir Einn jólasveinanna.
FRÉTTIR
Skólar og námskeið
Glæsilegur blaðauki um menntun, skóla og námskeið
fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 5. janúar.
Meðal efnis er:
• Háskólanám og endurmenntun
• Fjarnám á háskólastigi
• Listanám af ýmsu tagi
• Námsráðgjöf og nám erlendis
• Endurmenntun hjá fyrirtækjum
• Tómstundanámskeið
- hvað er í boði?
• Verklegt nám og iðnnám
• Lánamöguleikar til náms
og margt fleira.
Allar nánari uppl. veitir Katrín
Theódórsdóttir í síma 569 1105
eða kata@mbl.is
Auglýsendur!
Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 17. desember.