Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 46
Ég myndi helst vilja
leika í rómantískri
gamanmynd sem gerist í
kringum 1600-1700… 48
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
FYRSTU plötu Hjaltalíns hefur ver-
ið vel tekið, og fékk hún glimrandi
dóma bæði í þessu blaði og í Frétta-
blaðinu. Platan var lengi í vinnslu og
vandað var til verka í hvívetna, og var
umslagið þar í engu undanskilið. Það
prýðir verk eftir hinn kunna blóma-
málara, Eggert Pétursson.
„Þetta er í eina skiptið sem hann
hefur leyft að nota málverkin sín á
plötuumslag,“ segir Högni Egilsson,
gítarleikari, söngvari og lagahöf-
undur sveitarinnar. „Eggert er mjög
mikill tónlistargrúskari og er sér-
legur áhugamaður um japanska noise
tónlist. Honum fannst gaman að taka
þátt í þessu og bað sérstaklega um að
einhver myndi taka við verkinu sínu
og „misnota“ það eins og hann orðaði
það.“
Um þann gjörning sá svo hönn-
uðurinn Sigurður Oddsson, sem einn-
ig er þekktur sem bassaleikari Mínus
og söngvari Future Future, en Sig-
urður klippti málverkið til fyrir um-
slagið.
Tveggja laga
niðurhals-smáskífa
Útgáfufyrirtæki Hjaltalíns, hið ak-
ureyrska kimi records, gaf þá út
tveggja laga smáskífu með Hjaltalín í
gær sem eingöngu er hægt að nálg-
ast á netinu. Hana prýðir lagið „Traf-
fic Music“ en á „b-hliðinni“ er jólalag-
ið „Mamma kveikir kertaljós“.
Skífuna er hægt að nálgast í gegnum
vefverslun kimi records (kim-
irecords.net). Kimi leggur sérstaka
áherslu á vefverslunina, og býður þar
betri kjör en út úr búð að sögn sögn
Baldvins Esra framkvæmdastjóra
útgáfunnar. Á vefnum er nefnilega
hægt að velja milli þess að fá plötuna
á 990 krónur á rafrænan hátt eða á
1.799 krónur fyrir bæði rafrænt ein-
tak og eintak sent heim að dyrum án
nokkurs sendingarkostnaðar.
Umslagið er listaverk
Misnotað Til vinstri er verk Eggerts á umslagi breiðskífu Hjaltalín, Sleep-
drunk Sessions, en til hægri er sama verk notað á smáskífu sveitarinnar.
Málverk eftir Eggert Pétursson prýðir umslög Hjaltalíns
Það verður ef-
laust mikið um
dýrðir þegar fjór-
ar gullplötur
verða afhentar í
beinni útsendingu
í Íslandi í dag á
Stöð 2 í kvöld. Til þess að fá gull-
plötu þarf plata að seljast í 5.000
eintökum og er talið að fjórir flytj-
endur hafi nú þegar náð þessum ár-
angri. Þetta eru Sprengjuhöllin
með plötuna Tímarnir okkar, Mug-
ison með Mugiboogie, Páll Óskar
með Allt fyrir ástina og þau Guðrún
Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar
með Ég skemmti mér um jólin. Þess
ber þó að geta að þótt þessar plötur
muni hljóta gullplötu í kvöld er
ekki þar með sagt að þær seljist í
5.000 eintökum þegar allt er tekið
saman því eftir hver jól er miklu
magni af plötum skilað, og þess eru
fordæmi að plötur hafi dottið niður
fyrir 5.000 platna markið aftur.
Þessum tölum skal því tekið með
fyrirvara.
Fjórar gullplötur
afhentar í kvöld
Nú þegar Næturvaktin hefur
runnið sitt skeið á Stöð 2 þyrstir
áhorfendur eflaust í meira leikið ís-
lenskt sjónvarpsefni. Þeir þurfa
ekki að bíða lengi því hinn 30. des-
ember næstkomandi verður Pressa
frumsýnd á Stöð 2. Um er að ræða
spennuþáttaröð í sex hlutum, en að-
alsögusviðið er ritstjórn dagblaðs-
ins Póstsins á Grensásveginum. Á
ritstjórn Póstsins er aldrei dauður
tími og blaðamennirnir svífast
einskis til að þefa uppi sannleikann.
Spilltir stjórnmálamenn, manns-
hvörf, manndráp, kynferðisleg mis-
notkun, sjálfsmorð, einelti og kaffi-
vélin biluð. Aðalhöfundar þáttanna
eru Óskar Jónasson og Sigurjón
Kjartansson en með aðalhlutverk
fara Kjartan Guðjónsson, Þorsteinn
Bachmann, Stefán Hallur Stef-
ánsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og
Nanna Kristín Magnúsdóttir.
Pressa á pressu
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ erum bara að ramma inn okkar samstarf í
gegnum tíðina,“ segir Margeir Steinar Ingólfs-
son plötusnúður, sem hefur stofnað nýtt fyr-
irtæki ásamt félögum sínum, þeim Stephani
Stephensen (President Bongo) og Jóni Atla
Helgasyni (Hairdoctor, Sexy Lazer). Fyrirtækið
heitir því rammíslenska nafni Jón Jónsson og
sér það um veisluhald, tónleika, plötuútgáfu og
margt fleira í þeim dúr. Til að fagna stofnun
fyrirtækisins hefur verið boðað til mikillar
veislu á B5 annað kvöld, en þar mun þýski tón-
listarmaðurinn Patrick Chardronnet meðal ann-
ars koma fram.
„Hann átti mikinn „hittara“ í elektrónísku
senunni á síðasta ári, lagið „Eve by Day“, og er
mjög virtur í þessum jaðargeira. Hann er mjög
skemmtilegur og spennandi,“ segir Margeir um
Þjóðverjann. „Annars erum við allir miklir
aðdáendur Þýskalands, við spilum mikið þar og
kaupum oft tónlist þaðan. Þannig að við segjum
bara: guði sé lof fyrir Þýskaland.“
Stórafmæli, eða þannig…
Auk Chardronnets munu þeir Stephan, Jón
Atli og Margeir auðvitað spila í partíinu, en sá
síðastnefndi kemur fram undir nafninu Jack
Schidt. „Mig vantaði einhverja grímu, því maður
er með einhvern svona fíflagang af og til, en er
samt að reyna að vera virðulegur hugbún-
aðarsérfræðingur á daginn. Þannig að það var
pólitísk ákvörðun að finna annað nafn á þetta,
auk þess sem Margeir er ekki mjög þjált í út-
löndum,“ segir Margeir sem notar sitt eigið nafn
þó öðru hvoru, en hann sendi til að mynda frá
sér skífuna Blue Lagoon Soundtrack fyrir ekki
svo löngu síðan. „Svo er að koma diskur sem ég
gerði fyrir Vox á Nordica Hilton-hótelinu. Þar
verða bara skandinavískir listamenn, þar á með-
al nokkrir íslenskir, til dæmis GusGus, Jóhann
Jóhannsson og Barði Jóhannsson.“
Auk þess að fagna stofnun fyrirtækisins ann-
að kvöld fagnar Margeir mjög sérstökum tíma-
mótum, en á morgun verður hann 33 ára og 4
mánaða gamall, eða 33 og 1/3 ára. „Ég er búinn
að bíða lengi eftir þessum tímamótum. Það kom
til dæmis ekki til greina að halda upp á þrítugs-
afmælið,“ segir Margeir, en ástæða þess að hann
heldur upp á þessi tímamót er sú að 33 og 1⁄3 er
almennur snúningshraði á vínylplötum. „Ég
held að þetta sé ekki heppni, ég held að þetta
hafi verið ákveðið fyrirfram,“ segir Margeir um
þá staðreynd að dagurinn er laugardagur, en
hann fæddist 15. ágúst árið 1974 og því passar
þetta fullkomlega. „Ég vissi að þessi tímamót
voru væntanleg í desember, svo settum við
partíið niður 15. desember og fórum svo að
reikna, og þá urðum við ánægðir. Þetta kom
ekki í ljós fyrr en eftir á,“ segir hann og hlær.
Aðspurður segist hann ekki vera búinn að
reikna út hvenær hann verður 45 ára, en 45 er
snúningshraðinn á smáskífum, svokölluðum tólf
tommum. „Við ætlum að klára þetta, svo förum
við að plana það.“
Jón Jónsson og 33 1⁄3
Plötusnúðurinn Margeir hefur tvöfalda ástæðu til að fagna á B5 annað kvöld
Plötusnúðarnir þrír President Bongo, Jack Schidt og Sexy Lazer. Herlegheitin hefjast klukkan 22 annað kvöld og standa fram eftir nóttu.