Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 35 einhvern veginn fannst öllum í fjöl- skyldunni sjálfsagt að Maja veldi þá braut í lífi og starfi sem hæfileikar hennar og metnaður stóðu til. Hjónaband Maju og Sigurjóns var mjög farsælt. Þótt ég minnist þess ekki að Maja væri sérstök úti- vistarkona á yngri árum fór hún vítt og breitt um landið með Sigurjóni og hafði mikla ánægju af. En fyrst og fremst var hún fjölskyldukona, sem lagði sig fram um að hugsa vel um dætur sínar og eiginmann og síðar barnabörn. Jafnframt var hún til margra ára kennari í viðskipta- greinum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, sem var eigi allfjarri in- dælu heimili þeirra við Skriðustekk. Er ég þess fullviss að margir nem- endur hugsa til hennar með miklu þakklæti fyrir þá uppfræðslu sem þeir nutu frá hendi óvenju vel menntaðs kennara með mikla starfsreynslu og hæfileika í mann- legum samskiptum. Gengin er góð kona, sem ruddi nýja braut í málefnum kvenna og lagði mikið til samfélagsins á sinn hógværa en ákveðna hátt. Ég vil á kveðjustund þakka Maju alla þá miklu velvild, sem hún sýndi mér og síðar fjölskyldu minni á langri veg- ferð. Við Anna vottum Rannveigu, Bergljótu og fjölskyldum þeirra samúð okkar á þessari skilnaðar- stund. Minningin um góða og vammlausa konu mun lifa með okk- ur. Þorgeir Pálsson. Bekkjarsystir og góð vinkona, María frá Bergi við Suðurlands- braut, er látin eftir alllöng og erfið veikindi – Parkinsonsjúkdóm. Síðustu 2-3 ár reyndust henni erf- ið en fram að því gat hún verið heima og sinnt sínu undir vökulum augum dætra sinna og systkina- barna, sem áttu því að venjast frá blautu barnsbeini að hjálpa þar sem hjálpar var þörf. Barnabörnin voru augasteinar hennar og þegar minnst var á þau ljómuðu augu Maríu þótt helsjúk væri. Vinátta Maríu var heil og sönn. Við vorum bekkjarsystur í MR og næsta vor eru 60 ár frá því er við brautskráðumst þaðan vorið 1948. Samband okkar hefur aldrei rofnað þótt heiðar og fjöll hafi verið á milli okkar. Við vorum nokkrar bekkjarsystur sem mynduðum eins konar sauma- klúbb á skólaárunum og höfum reynt fram á þennan dag að hittast um það bil einu sinni í mánuði. Síð- ustu árin hefur María ekki getað komið en þá höfum við litið við hjá henni í staðinn. Vinátta mín og Maríu hefur verið á þann veg að þar eru allar stundir sólskinsstundir. Þegar þau hjón, María og Sigurjón, litu til okkar Benedikts að Laugarvatni þá ríkti þar gleðin ein. María var í eðli sínu hlédræg kona og alls ekki allra – brosti ekki við hverjum sem var. En sá sem eignaðist vináttu Maríu stóð aldrei einn, hvort heldur var í gleði eða sorg. Ég sakna einlægrar tryggðar og vináttu Maríu minnar, en að hafa átt hana að vini í hátt á sjöunda áratug er huggun í söknuði. Við bekkjarsysturnar hittumst eftir andlát hennar og hugir okkar allra eru fullir af söknuði, en um leið þakklæti fyrir að hafa átt hana að samferðakonu og vini. Adda Geirsdóttir. Fyrstu minningar okkar eru gjarnan tengdar því fullorðna fólki sem við umgöngumst sem börn. Það fólk mótar að miklu leyti þann heim sem við lifum og hrærumst í og hef- ur áhrif á okkur til frambúðar. Hún Maja, móðursystir mín, var ein þeirra fullorðnu einstaklinga sem mótuðu þann heim sem ég lifði og hrærðist í sem barn. Fyrstu minningarnar eru teiknaðar skýrum dráttum barnshugans og þar er Maja í íbúðinni á Hjarðarhaganum með sinn smitandi hlátur og stund- um skondin uppátæki sem enn sitja í hugskotinu. Ein slík sýnir Maju biðja okkur að skrúfa frá krana á vegg, sem reynist vera tómt plat, plastkrani festur með sogskál keyptur í útlöndum. Í annað sinn er verið að kasta fram gátum og þá kemur ein frá Maju: „Hvað er það í hellum fjalla sem tengir saman kalla?“ Eftir miklar vangaveltur hinna kemur hún með lausnina; „Það er ekkert!“ Hversdagslegir at- burðir sem sitja ef til vill fastar í hugskotinu vegna gleðinnar og létt- leikans sem þeim fylgdi. Síðar, er fjölskyldur okkar flutt- ust í návígi hver við aðra í Breið- holtinu, varð samgangurinn enn meiri og minnkaði ekki þegar við Rannveig dóttir hennar urðum bekkjarsystkin í Breiðholtsskólan- um. Á unglingsárunum var oft setið löngum stundum á Skriðustekknum og ómetanlegt að finna að þangað var maður alltaf velkominn. Jóla- boð, ferðalög, afmæli, sumarbú- staðaferðir, allt kemur þetta upp í hugann nú þegar komið er að leið- arlokum hjá Maju. Margar eru stundirnar sem hefðu orðið tómlegri án hennar. Síðustu árin var allnokkuð af Maju dregið vegna veikinda hennar. Ætíð mátti þó finna hversu mjög hún mat þær stundir er stórfjöl- skyldan kom saman. Hún kom úr stórum hópi fimmtán systkina frá Bergi. Þó nú séu aðeins þrjú af þeim eftir á lífi eru fjölskylduböndin sterk og ár hvert er haldið jólaball þar sem afkomendur hjónanna frá Bergi koma saman. Senn líður að því að það verði haldið í enn eitt sinn. Þar verður Maju sárt saknað um leið og ljúfu stundirnar sem við höfum átt með henni lifa áfram í huga okkar. Ég og systur mínar, Þuríður og Sigurveig, þökkum Maju samfylgd- ina og allar þær góðu minningar sem hún skilur eftir sig. Pétur Eggerz. María mín. Dýrmæt er vinátta þín. Þakka þér sameiginlegar gleði- stundirnar. Þakka þér kærleikshótin, er tímar voru erfiðari, á okkar lífs- hlaupi. Þakka þér greind þína og stað- festu, réttsýni og tryggð. Þakka þér dvöl mína á Bergi, þessu menningarheimili foreldra þinna. Þakka þér kynnin við Sigurjón. Hittumst brátt, elskulega vina mín. Högna Sigurðardóttir. Kveðja frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands María Sigurðardóttir var braut- ryðjandi í menntun íslenskra kvenna. Hún var fyrsta konan, sem útskrifaðist með próf í viðskipta- fræðum frá Háskóla Íslands. Það var árið 1953. Í tilefni af 60 ára kennslu í viðskiptafræðum við Há- skóla Íslands var María heiðruð fyr- ir að brjóta ísinn fyrir íslenskar konur. Á þeirri hálfu öld, sem liðin er frá því María útskrifaðist, hefur mikið vatn runnið til sjávar og eru nú konur í meirihluta meðal nem- enda í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. María vann sín störf af hógværð og í kyrrþey, með- al annars sem kennari í viðskipta- greinum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Að auki kom hún dætr- um sínum til þeirra mennta, sem hugur þeirra stóð til. Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands kveður nemanda sinn og brautryðjanda með þökk og auð- mýkt. Megi minning Maríu Sigurð- ardóttur varðveitast í hugum okkar sem eftir lifum. Fyrir hönd starfsfólks Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Ís- lands, Ingjaldur Hannibalsson, deildarforseti. Kveðja frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti María hóf kennslu við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti þegar skólinn hóf starfsemi sína haustið 1975 og kenndi viðskiptagreinar. Hún var ein af svokölluðum „postulum“ en það virðingarheiti fengu þeir kenn- arar sem kenndu við skólann frá upphafi. María tók virkan þátt í mótun skólans og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var umsjónar- kennari, deildarstjóri og sviðsstjóri. Hún var vinsæll kennari, lét sér annt um nemendur sína og hvatti þá til dáða. Öll störf í þágu skólans rækti hún af samviskusemi. Hún var ljúf í allri umgengni, hafði ríka réttlætiskennd og var frábitin öllu tildri og hégómaskap. María lét af störfum við skólann vegna aldurs 1996. Við í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti vottum fjölskyldu hennar sam- úð okkar. Blessuð sé minning Maríu Sig- urðardóttur Kristín Arnalds. Elsku pabbi. Hinn 2. desember sl. hefðir þú orðið 64 ára. Hinn 9. febrúar sl. var lífi þínu lok- ið á þessum stað en við trúum því að þér líði betur núna þar sem síðustu árin voru þér erfið. Það var erfitt að sjá hvað þér hrakaði mikið á þessum níu árum frá því þú lentir í þessu hræðilega slysi, en þau gáfu okkur mikið og ekki síst Eiríkur Marteinsson ✝ Eiríkur Mar-teinsson fæddist í Ási í Nesjum í Hornafirði 2. des- ember 1943. Hann lést á heimili sínu föstudaginn 9. febr- úar síðastliðinn. Úför Eiríks var gerð frá Hafnar- kirkju 17. febrúar 2007. barnabörnunum sem voru líf þitt og yndi. Oftast sástu ljósa punktinn í lífinu og sérstaklega með börn- unum sem nutu hlýju þinnar. Við sitjum hér og rifjum upp alla góðu tímana sem við áttum saman, því við eigum svo margar góðar minningar sem eftir sitja. Við gátum alltaf treyst á þig hvað sem bjátaði á elsku pabbi og þau voru ófá skiptin sem við leit- uðum til þín. Við vitum að þú fylgist með okkur þótt þú sért farinn. Guð geymi þig. Stelpurnar þínar, Hafdís, Kristbjörg, Ásta Huld og Íris Sif. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLING ROALD MAGNÚSSON, fyrrv. forstjóri og skipstjóri, til heimilis að hjúkrunarheimilinu Eir (áður Bleikjukvísl 15, Reykjavík), lést laugardaginn 8. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Eir. Maríe Öen Magnússon, Rögnvald Erlingsson, Helena Kristjánsdóttir, Erling Erlingsson, Ásdís Bjarnadóttir, Baldur P. Erlingsson, Bryndís Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir mín og móðursystir, GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR ljósmóðir frá Kárstöðum, Helgafellssveit, lést á Hrafnistu við Brúnaveg 2. desember 2007. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 14. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent Orgelsjóð Stykkishólmskirkju. Reikningur 309 18 930076, kt. 630269-0839. Minningarkort fást í Heimahorninu, sími 438 1110. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGMUNDUR ÞRÁINN JÓNSSON lést 11. desember síðastliðinn. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Útför verður gerð frá Egilsstaðakirkju þann 19. desember nk. kl. 14.00. Ingveldur Anna Pálsdóttir, Jón Þráinsson, Íris M. Þráinsdóttir, Sigríður Sigmundsdóttir, Þór Ragnarsson, Anna Birna Þráinsdóttir, Sigurður J. Jónsson, Þórhalla Sigmundsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langaafi, SIGURÐUR VALDIMARSSON, fyrrverandi skipstjóri, útgerðarmaður og veitingarmaður, frá Ólafsvík, lést á krabbameinsdeild Landsspítalans 12. desember. Jarðarför verður auglýst síðar. Guðrún Sigurðardóttir, Una Jóna Sigurðardóttir, Níels Kirschberg, Guðlaugur Kr. Sigurðsson, Anna María Jónsdóttir, Kristín Guðbjörg Sigurðardóttir, Bjarni Arnarson, Valdimar G. Sigurðsson, Rannveig H. Kristinsdóttir, Níels Pétur Sigurðsson, Hrefna Kristmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR sjávarlíffræðingur, Ljósheimum 18 a, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 11. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. desember kl. 15:00. Katrín Didriksen, Einar Oddsson, Xu Wen, Elín Þórunn Didriksen, Oddur Xu Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.