Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
ÚR VERINU
Eftir Hafþór Hreiðarsson
Húsavík | Þriðja nýsmíðin á þessu
ári bættist í flota Húsvíkinga á dög-
unum þegar Karólína ÞH 100 kom í
fyrsta skipti til heimahafnar. Fyrr á
árinu höfðu Háey II ÞH 275 og Sig-
rún Hrönn ÞH 36 komið til Húsavík-
ur. Allt eru þetta 15 brúttótonna
yfirbyggðir línubátar, útbúnir Mus-
tad-beitningavélum um borð.
Karólína, líkt og Háey II, er af
gerðinni Víkingur 1200 og smíðuð
hjá bátasmiðjunni Samtaki í Hafn-
arfirði. Hún er tæpir 12 metrar að
lengd og rúmir fjórir metrar á
breidd. Í lest bátsins er pláss fyrir
28 460 lítra fiskikör og aðalvél hans
er 710 hestafla Yanmar-vél.
Breiðari og stöðugri
Beitningavélin er eins og áður
segir af Mustad-gerð frá Sjóvélum
og er um 20 þúsund króka. Svefn-
pláss er fyrir fjóra í lúkar, þar er
einnig salerni og vel búið eldhús. Í
brú er matsalur fyrir sex auk fiski-
leitar- og siglingatækja sem koma
frá Brimrúnu.
Það er Dodda ehf. sem á og gerir
Karólínu út og kemur hún í stað
eldri báts með sama nafni sem seld-
ur var til Bolungarvíkur. Að sögn
Hauks Eiðssonar skipstjóra reynd-
ist báturinn vel á heimleiðinni.
Reyndar þurftu þeir að leita hafnar
á Flateyri vegna veðurs og bíða
færis til heimsiglingar. Haukur
segir tilganginn með bátaskiptun-
um vera þann að fá breiðari og von-
andi stöðugri bát. „Nýi báturinn er
með kjöl sem við vonum að geri það
að verkum að hann reki minna og sé
stöðugri en sá gamli sem reyndist
okkur ákaflega vel. Við fengum hann
nýjan frá Trefjum í Hafnarfirði í
nóvember 2005 og fiskuðum yfir
1000 tonn á ári, bæði árin. Við sett-
um reyndar met í maí 2006, sem
sennilega verður seint slegið, og
fiskuðum þá 185 tonn,“ sagði Hauk-
ur skipstjóri.
Þriðja nýsmíðin á árinu bætist í flotann
Ný Karólína ÞH
komin til heima-
hafnar á Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Nýr bátur Eigendur Karólínu við bátinn, f.v.: Gunnlaugur Karl Hreinsson,
Örn Arngrímsson, Haukur Eiðsson og Jóhann Gunnar Sigurðsson.
Í HNOTSKURN
»Frá Húsavík eru nú gerðir útí smábátakerfinu fjórir yfir-
byggðir línubátar með beitinga-
vélar. Það eru Háey II og Lágey
sem GPG fiskverkun ehf. gerir
út og Sigrún Hrönn sem Barmur
ehf. gerir út auk Karólínu.
Sigling Karólína ÞH 100 á siglingu á Skjálfanda. Báturinn er breiðari en
fyrri bátur útgerðarinnar og vonast skipstjórin til að hann verði stöðugri.
ÞETTA HELST ...
Ekki enn í frí
Starfsáætlun Alþingis gekk ekki al-
veg eftir en til stóð að ljúka störfum
í gær. Nú er allt kapp lagt á að klára
þau mál sem liggja fyrir og umræða
stóð vel fram á nótt í gær sem og í
fyrradag.
Fjárlög fyrir árið 2008 voru sam-
þykkt í gær og jafnframt urðu sjö
önnur frumvörp að lögum, þ.m.t.
frumvarp félagsmálaráðherra um
greiðslur til foreldra langveikra og
alvarlega fatlaðra barna.
Vilja þögn
Þingskapafrumvarpið sveif yfir vötn-
um allan gærdaginn en Vinstri
græn óskuðu eftir því að beðið væri
með umræðuna fram eftir degi svo
það næðist að leggja fram minni-
hlutaálit. Ögmundur Jónasson var
ekkert sérstaklega hrifinn af því
sem VG hafa kallað hinn nýja þing-
skapameirihluta. „Framsókn virðist
helst vilja þögn á þingi um óþægileg
mál. Hvað vakir fyrir Frjálslyndum
þekki ég ekki nema hvað þing-
flokksformaðurinn [Kristinn H.
Gunnarsson] virðist jafnan skipa
sér með stjórnarandstöðu þegar
flokkur hans er í ríkisstjórn en í
ríkisstjórn þegar flokkur hans að
forminu til er utan stjórnar,“ sagði
Ögmundur og sótti jafnframt að
Samfylkingunni og Sjálfstæðis-
flokki og sagði þann síðarnefnda
agnarsmáan fyrir að beita valdi sínu
og yfirburðastöðu.
Misnota frelsið
Jón Magnússon, Frjálslyndum,
sagði þingskapameirihlutann hins
vegar vera til kominn vegna þess að
verið væri að flytja skynsamlegar til-
lögur og Sigurður Kári Kristjánsson,
Sjálfstæðisflokki, spurði hvort það
væri eðlilegt að níu þingmenn af 63
gætu komið í veg fyrir breytingar
sem allir væru sammála um. Guðni
Ágústsson,
Framsókn, var
heldur ekki hrif-
inn af málflutn-
ingi VG: „Þeir
misnota frelsið
og eyðileggja oft
nútímalega um-
ræðu með sví-
virðilega löngum
ræðum,“ sagði
Guðni.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag og
m.a. er áætlað að klára þriðju um-
ræðu um tilfærslu verkefna innan
Stjórnarráðsins.
Guðni
Ágústsson
skiptu máli. Sjónarmið sem kannski
væru einhver vatnaskil í eða eitthvað
nýtt í þessari umræðu. En það var
ekkert,“ sagði Lúðvík.
Siv Friðleifsdóttir, þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins, sagði
mörg tækifæri hafa gefist til að
semja um þingsköpin. „Allir flokkar
hafa tekið þátt í málamiðlunum hér
nema Vinstri grænir og það er alveg
ljóst að þeir hafa ekki ætlað að vera
með frá upphafi,“ sagði Siv og taldi
núverandi fyrirkomulag ekki í takt
við tímann. „Eftir nokkur ár held ég
að við munum hlæja að þessu fyr-
irkomulagi.“
Vinnubrögðin kalla
á óvandaða löggjöf
Þingskapafrumvarpið verður líklega að lögum fyrir jól
Morgunblaðið/Ómar
Langt verður stutt Hver fer að verða síðastur að hlýða á langar ræður á
Alþingi enda áætlað að ný þingskapalög taki gildi um áramót.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„AF HVERJU liggur svona á? Af
hverju er ástæða til að slíta friðinn?“
spurði Atli Gíslason, þingmaður
Vinstri grænna, í annarri umræðu
um þingskapafrumvarp forseta Al-
þingis á þingi í gær. Frumvarpið var
afgreitt út úr allsherjarnefnd í fyrra-
dag í óþökk VG en flokkurinn vildi
m.a. að beðið væri með afgreiðslu
þess fram yfir áramót. Til stendur að
frumvarpið verði að lögum áður en
þingmenn halda í jólafrí.
Atli sagði vinnubrögðin óviðun-
andi og til þess fallin að varpa rýrð á
Alþingi. „Það var ekki af heilum hug
leitað samkomulags,“ sagði Atli og
taldi vinnubrögðin kalla á óvandaða
löggjöf.
Munum hlæja að þessu
Birgir Ármannsson, formaður
allsherjarnefndar, vísaði fullyrðing-
um Atla á bug og sagði eina ágrein-
inginn hafa verið um ræðutíma. „Var
alla þessa mánuði raunverulegur
samningsvilji um ræðutímann?“
sagði Birgir og vísaði til þess að
frumvarpið hefði verið lengi í
vinnslu.
Lúðvík Bergvinsson, þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar, gaf
heldur ekki mikið fyrir málflutning
Atla. „Ég átti von á því […] að inn í
þessa umræðu kæmu sjónarmið sem
Í HNOTSKURN
» Þingskapafrumvarpið erlagt fram af forseta Al-
þingis og formönnum allra
þingflokka nema VG.
» Meirihluti allsherjar-nefndar hefur lagt til að-
eins rýmkaðri ræðutíma, m.a.
til að koma til móts við sjón-
armið VG.
STÖRFUM á
vegum ríkisins
hefur fjölgað um-
talsvert á sl. tíu
árum. Ársverk í
dagvinnu voru
tæplega 12.500
árið 1997 en voru
komin yfir sex-
tán þúsund árið
2006. Aukningin
nemur því ríf-
lega 30%.
Þetta kemur fram í skriflegu
svari fjármálaráðherra við fyrir-
spurn Ármanns Kr. Ólafssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokks.
Mest fjölgun hefur orðið á störf-
um hjá heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneyti en að því er fram
kemur í svarinu má rekja það til
verkefna sem fluttust frá Reykja-
víkurborg til ríkisins við samein-
ingu Borgarspítala og Landspítala
árið 2001.
Iðnaðarráðuneytið er eina ráðu-
neytið þar sem störfum hefur
fækkað; úr 225 í 185 á tímabilinu.
Ríkisstörfum
fjölgaði
um 30%
á tíu árum
Ármann Kr.
Ólafsson
ATLI Gíslason og Grétar Mar Jóns-
son hafa lagt fram þingsályktunar-
tillögu þess efnis að kosin verði
rannsóknarnefnd sem fari ofan í
saumana á sölu Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar á fasteignum
á varnarliðssvæðinu sem og kaup-
um félagsins á þjónustu, vörum og
verkefnum.
Atli og Grétar vilja að Alþingi
kjósi nefndina og að hún fari jafn-
framt yfir samskipti ráðuneyta og
Þróunarfélagsins, tengsl málsaðila,
mögulega hagsmunaárekstra og
spurningar um vanhæfi.
Rannsókn
í Keflavík
TIL stendur að
fella niður veiði-
gjald á þorski og
rækju fyrir yfir-
standandi og
næsta fiskveiðiár
en að auki hefur
meirihluti sjáv-
arútvegs- og
landbúnaðar-
nefndar Alþingis
lagt til að veiði-
gjald sem útgerðir greiða vegna
annarra tegunda verði lækkað um
tæpan helming.
Önnur umræða um breytingar á
umræddum lögum fór fram í gær
en í máli Arnbjargar Sveinsdóttur,
formanns nefndarinnar, kom fram
að vegna mikils samdráttar í út-
hlutun á veiðiheimildum á þorski
þyrfti að lækka veiðigjald sem út-
gerðir greiddu enn frekar þannig
að álagningarhlutfallið yrði 4,8%
fram til 2009.
Atli Gíslason, VG, vill ganga
lengra og fella veiðigjald á sjávar-
útveginn alfarið niður í ákveðinn
tíma og bíða í þrjú fiskveiðiár áður
en ný ákvörðun er tekin.
Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki,
tekur í svipaðan streng en hann
hefur lagt fram breytingartillögu
þess efnis að alfarið verði hætt að
innheimta veiðigjald. Árni sagði í
umræðunum í gær að veiðileyfa-
gjald á sjávarútveginn væri gróft
brot á jafnræðisreglu í innheimtu
skatta auk þess sem landsbyggðin
greiði 85% af skattinum á móti 15%
höfuðborgarsvæðisins.
Grétar Mar Jónsson, þingmaður
Frjálslyndra, telur hins vegar að
taka þurfi veiðigjaldskerfið allt til
heildarendurskoðunar. „Útgerð-
armenn kveinka sér undan gjaldi
sem er um tvær krónur á kíló og
verður enn lægra ef tillögur meiri-
hlutans ná fram að ganga. Á sama
tíma geta þeir framleigt öðrum
kvótann fyrir 220-240 kr. fyrir
hvert kíló,“ sagði Grétar og vildi að
veiðigjaldið rynni til sjómanna og
fiskvinnslufólks.
Veiðigjald lækkað um helming
Arnbjörg
Sveinsdóttir
TRYGGVI Gunnarsson var kjörinn
umboðsmaður Alþingis til næstu
fjögurra ára með öllum greiddum
atkvæðum á Alþingi í gær. Embætt-
inu var komið á fót árið 1988 en
Tryggvi hefur gegnt því í níu ár.
Tryggvi kjörinn
umboðsmaður