Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 17 MENNING ÞÆR fjórar stæðilegu sögur sem hér birtast eftir Ívan Túrgenev (sú lengsta er um 80 bls.) eiga sitthvað sameiginlegt, bæði hvað efnistök og form varðar. Allar snúast sögurnar um ástina enda þótt ein þeirra, „Múmú“, sé pólitískari og alþýðlegri en hinar þrjár og kannski sú sem sker sig hvað skýrast úr safninu sem eins konar táknsaga. Í prýðilegum inn- gangi bendir Árni Bergmann reyndar á að á því umbyltingaskeiði sem Túrgenev starfaði áttu sögurnar allar á hættu að vera lesnar sem táknsög- ur, túlkaðar eftir róttækri pólitískri forskrift sem sýndi bókmenntum sem slíkum lítinn skilning. Um þetta nefn- ir Árni nokkur dæmi og bendir reynd- ar líka á að tregða Túrgenevs til að fella veruleikann í kerfi í verkum sínum, auk hóf- stillingar í stíl- brögðum, kunni síðar meir að hafa valdið því að hann féll í skuggann af ýmsum öðrum samtímahöfundum. „Hófstillingu“ höfundar mætti einnig lesa sem ákveðið raunsæislegt mótvægi við rómantískan ofsann sem annars ligg- ur sumum sögunum til grundvallar, einkum þeim tveimur síðustu, „Asja“ og „Fyrsta ástin“, en þar er fjallað um átök karla við hamslausar hvatir – hvatir sem birtast þeim í líki kvenna sem standa til hliðar við samfélags- gerðina. Þetta eru harmrænar sögur sem vísa sterkt til þjóðlegra sem og alþjóðlegra bókmenntaminna (á ein- um stað deila persónur um hvort sé meira skáld, Byron eða Hugo) en hafa þó til að bera ljúfsáran efa og ríkjandi tilfinning þeirra er von- brigðaþungi þegar litið er um öxl og ævin skoðuð. Ein eftirtektarverðasta sagan er þó sú fyrsta, „Dagbók óþarfs manns“, en í grunnatriðum munu efnisþættirnir hljóma kunn- uglega fyrir lesendum rússneskra bókmennta, að hluta vegna þess að sagan átti eftir að hafa mikil áhrif. Fjölmörg smáatriði og óvæntar við- bætur eru þó einmitt til vitnis um ígrundaða fjarlægð höfundar, jafnvel leikandi íróníu hans, og gera söguna afskaplega eftirminnilega og á köfl- um bráðfyndna, þótt einnig megi hér greina ljúfsáran tón undirniðri. Sög- urnar eru vel samræmdar milli þriggja þýðenda, og allar eru þær á afskaplega fallegu og góðu máli. Há- vallaútgáfan og þýðendur þessir eiga nú að baki öflugt starf við þýðingu sí- gildra rússneskra bókmennta. Von- andi verður framhald þar á. Rómantík og raunsæi Björn Þór Vilhjálmsson BÆKUR Þýddar sögur Eftir Ívan Túrgenev. Aðalgeir Kristjánsson, Áslaug Agnars- dóttir og Þórarinn Kristjánsson þýddu. Hávallaútgáfan. 2007. 266 bls. Fjórar sögur Ívan Turgenev TILGANGUR samtalsbókar um listamann er að draga upp mynd af lífi hans og færa lesendum skilning á verkum hans og samtíma. Í sam- talsbók Hjálmars Sveinssonar við skáldið Elías Mar, Nýjum penna í nýju lýðveldi, er þeim tilgangi full- komlega náð. Hjálmar var heimilis- vinur hjá Elíasi, aðstoðaði hann í ell- inni við ýmsar útréttingar og hélt honum selskap. Þeir sátu með gulan matarbakka, hlustuðu á gamlar plöt- ur og skeggræddu. Markmið sam- veru þeirra var að setja saman bók um skáldið og reisa það úr óverð- skulduðu dái gleymskunnar. Elías Mar fær að hafa orðið að mestu í bókinni en hann er hafsjór af sögum og launfyndinn. Á milli fjallar Hjálmar um tíðarandann, kalda stríð- ið og æskulýðsmenninguna og túlkar bækur Elíasar af innsæi og ástríðu. Efnistökin einkennast af djúpri virð- ingu fyrir skáldinu og verkum þess. Í bókinni fer fram bæði fróðleg og skemmtileg umræða og vel ígrunduð samfélags- og bókmenntagreining. Elías Mar skrifaði skáldsögurnar Vögguvísu og Sóleyjarsögu sem báð- ar eru samtímasögur frá miðri síð- ustu öld og Man ég þig löngum, fyrstu „hinsegin skáldsögu“ lýðveld- isins (14) auk ljóða, smásagnasafns og þýðinga. Hér má lesa um hvernig Elías reyndi að vísa leið út úr „Laxness–kerf- inu“ (bls. 17), Vögguvísa er bor- in saman við Rebel without a Cause og Bjarg- vættinn í grasinu og pælt í tengslum verka hans við ís- lenska lýðveldið. Þá segir frá því að Elías var í ungskáldafélagi á dögum formbyltingarinnar, furðufuglinum Þórði Sigtryggssyni sem upphaflega var fyrirmynd organistans í Atóm- stöð Laxness er lýst og brugðið upp mynd af Ragnari í Smára. Verk Elíasar Marar eru ekki í hill- um bókabúðanna. Áhugaleysi á verk- um hans hefur skapað eyðu í bók- menntasögunni og í bókinni er grafist fyrir um ástæður þess. Sjálfur segir Elías: „En það er nú eitt að vera dauður rithöfundur og gleymdur, það er verra að vera lifandi og gleymdur“ (18). Viðtal við Elías og dramatískar ljósmyndir af honum eru í Sköpunar- sögum, nýrri samtalsbók við nokkur skáld sem tilnefnd er til bókmennta- verðlauna 2007. Fyllri, sannari og dýpri mynd er af Elíasi og verkum hans í Nýjum penna í nýju lýðveldi sem gefin er út af nýju og forvitnilegu forlagi. Elías Mar lést fyrr á þessu ári. Honum auðnaðist nú ekki að sjá þessar bækur á prenti. Dauður og gleymdur Steinunn Inga Óttarsdóttir BÆKUR Samtalsbók Eftir Hjálmar Sveinsson. Ondurman. 2007. 190 s. Elías Mar: Nýr penni í nýju lýðveldi. Hjálmar Sveinsson MAÐUR hrekkur óneitanlega við, þegar maður lítur á bakhlið þess- arar bókar og horfir framan í svip- hreinan og skælbrosandi höfund hennar, sem maður veit, að loknum lestri bókarinnar, að hefur drepið tugi eða hundruð manna. Ekki einu sinni hörðustu krimmar rússneskra undirheima eða asískra gengja komast með tærnar þar sem þessi drengur hefur hælana. Hann hefur skotið fólk í höfuðið af stuttu færi, skorið menn á háls, sært fólk til að láta það þjást langtímum saman áður en hann batt enda á líf þess og svo má áfram telja. Þrátt fyrir þetta er aldrei neinn vafi hvar samúð lesandans liggur. Ishmael Beah er í hópi þeirra sem ungir að árum voru þvingaðir til að taka þátt í hernaði. Barnaher- mennska hefur á síðustu árum ver- ið vaxandi þáttur í borgarastríðum sumra Afríkuríkja. Þetta á ekki síst við um Sierra Leone sem er sögu- sviðið í þessari bók, en saga Ishma- els er um leið saga borgarastríðsins þar sem stóð meira og minna frá 1991 til 2002. Það má fyllilega taka undir þrástef þeirra sem sjá um endurhæfingu Ishmaels og hans líka eftir að þeim er bjargað úr hermennskunni: Það sem gerðist er ekki þér að kenna – þú átt ekki sök á því hvernig fór. Um langan veg er vel skrif- uð bók og ótrú- lega blátt áfram þegar miðað er við efnið. Fyrri hlutinn fjallar um hvernig Ishmael verður viðskila við fjöl- skyldu sína og svo vini og lendir á vergangi eftir að uppreisnarmenn leggja þorp hans í rúst. Hann segir frá því hvernig hann fær herþjálfun tæp- lega 13 ára gamall og eyðir svo tveimur árum sem hermaður í stjórnarhernum og síðasti hluti bókarinnar fjallar um endur- hæfingu hans og loks flótta frá Sierra Leone. Ishmael Beah er óvenjulegur maður og sennilega fáir sem geta risið upp og lifað eðlilegu lífi með þá fortíð sem hann á að baki. Bók hans sýnir í senn hve botnlaus grimmdin getur orðið í stríði eins og því sem háð var í Sierra Leone þar sem menn drepa hvern annan eins og pöddur, og hitt að það eng- inn sekkur svo djúpt að honum sé ekki viðbjargandi. Þó að frásögnin sé opinská finn- ur lesandinn líka fyrir því á köflum að margt er ósagt. En það gerir kannski ekkert til. Það sem sagt er hér dugir – og alveg rúmlega það. Og það er vissulega hægt að taka undir með hinum fjölmörgu ritdóm- urum bókarinnar sem vitnað er í á kápu íslensku útgáfunnar: Sem flestir ættu að lesa þessa bók. Fjöldamorðingi segir sögu sína Jón Ólafsson BÆKUR Reynslusaga Eftir Ishmael Beah, 287 bls., þýðandi Sigurður Jónsson. JPV. 2007. Um langan veg. Frásögn herdrengs Ishmael Beah EITT knappasta ljóð sem ég hef lesið er eftir Björn Håkanson og heitir Ritgerð um eilífðina. Það hljómar svona: Núna. Þýðingin birtist í nýrri ljóðabók eftir Gunnar Randversson, Fingur þínir og myrkrið, en hún inniheldur átta frumsamin ljóð og sautján þýdd eftir færeysk, sænsk og norsk ljóðskáld. Þýddu ljóðin eru mörg afar knöpp, einkum ljóð Håkansons um lífið, tím- ann og eilífðina. En einnig má nefna ljóð eftir Ann Kavli, til dæmis þetta sem heitir Ef þú hefur ekki tíma: Ef þú hefur ekki tíma, hvað hefurðu þá? Augljóst er af vali Gunnars á ljóð- um að hann hrífst af einföldu og hversdagslegu ljóðmáli. Prósaljóð sem hann þýðir hafa einnig þessi ein- kenni, eru blátt áfram og laus við alla upphafningu og prjál í stíl. Hið sama á við um frumsamin ljóð hans sjálfs. Stíll þeirra er tilgerðar- laus, myndir eru beinar og umfjöll- unarefnið er hvunndagurinn og lífs- afstaða skáldsins sem einkennist af miklu æðruleysi eins og ljóðmálið: Það er kominn tími til að spýta í lófana og segja skilið við bernskuna. löngu tímabært að fyrirgefa fávitunum sem lögðu þig í einelti. kominn tími til að finna keim af nýjum og ferskum dögum og upplifa nýtt líf undir nýjum stjörnum Það er ákveðinn frískleiki yfir þessari bók en knappleikinn heftir flug hennar. Knappt Þröstur Helgason BÆKUR Ljóð Eftir Gunnar Randversson, Háskólaprent. 2007. 34 s. Fingur þínir og myrkrið Gunnar Randversson HEIMSMYNDIRNAR fimm sem vísað er til í titli bókarinnar má líta á sem þroskastig mannsand- ans, eða jafnvel hvers einstaklings, segir Gunnar Dal í formála. Fyrsta heimsmyndin, eða þroskastigið, er hin listræna. Þegar sú næsta tekur við er hinni fyrstu ekki hafnað heldur er hún útvíkkuð, eða upp- hafin, og er því hluti af þeirri næstu. Síðan koll af kolli uns hinni víð- tækustu heimsmynd er náð, en það er heimsmynd sagnfræðinnar, sem er næst fyrir ofan heimsmynd vís- indanna. En hin sögulega heims- mynd er líklega sú víðtækasta, eða efsta, vegna þess að hún felur í sér vitund um þessa sögubundnu þró- un mannsandans, og í tilviki einstaklingsins felur hún í sér vit- und um og sátt við að veröldin á sér margar hlið- ar, og að það er ekkert vit í að líta á allan heim- inn frá einni hliðinn, en hafna öllum hinum. „Sannleikurinn er fólginn í heildarmyndinni,“ eins og Hegel orðaði það. Formálinn er að mörgu leyti það skemmtilegasta og forvitnilegasta við þessa bók. Gallinn er bara sá, að þegar honum sleppir tekur ekki við nánari og dýpri útlistun á þeirri skyndimynd sem dregin er upp í honum. Megintexti bókar- innar er afar víðtæk, og þar af leiðandi fremur yfirborðskennd, hugmyndasaga. Á heildina litið er bókin því einskonar hugmynda- söguþættir. Þessir þættir eru vissulega hinir fróðlegustu, en reyndar ekki alltaf vel skiljanlegir, og stundum finnst lesandanum eins og þættirnir hafi valist saman svolítið af handahófi, eða einfaldlega samkvæmt áhuga- sviðum höfundarins. Úr verður þá hugmyndasaga Gunnars Dal. Við þetta bætist svo túlkun Gunnars – oft mjög skáldleg – á hinum ýmsu viðburðum í þessari sögu. Og svo er sagan allt í einu búin, skyndilega og að því er virðist fyrirvaralaust, og lesandinn er litlu nær um það hvers vegna henni lýkur þar sem henni lýkur. Ein- hverskonar eftirmáli eða sam- antekt í lokin hefði gert bókina notendavænni, einkum í ljósi þeirra fyrirheita sem gefin eru í formálanum. Einnig hefði það hjálpað lesand- anum ef í meginmálinu væru ein- hverjar skírskotanir í þá megin- hugmynd sem öllum textanum er væntanlega ætlað að koma til skila. En af megintexta bókarinnar verður ekki ráðið að hann miði að neinni meginhugmynd. Þættir úr hugmyndasögu Kristján G. Arngrímsson BÆKUR Heimspeki Eftir Gunnar Dal. Bókafélagið Ugla. 2007. 400 s. Einn heimur – fimm heimsmyndir Gunnar Dal AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.