Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 19
MENNING
ÞAÐ er aðdáun-
arvert hvernig
Toshiki Toma
hefur náð að
temja sér tungu-
tak okkar Ís-
lendinga ef
marka má ljóða-
bók hans
Fimmtu árstíð-
ina. Að sönnu
hefur hann fengið aðstoð margra
mætra einstaklinga við frágang
bókarinnar ef marka má þakkir
hans í lok hennar. En margt í
henni er með þeim hætti að sér-
hverju íslensku skáldi væri sómi
af. Toshiki Toma er fæddur í Tok-
ýó í Japan og bera ljóð hans upp-
runanum vitni. En hann tekst
einnig á við íslenskan veruleika og
kannski ekki síst íslenska náttúru.
Trúin er honum mikilvæg og lífið.
Bókin hverfist um árstíðirnar og
kannski ekki síst þá fimmtu sem
hann líkir við blóm innra með sér
sem teygir sig upp, opnar sig til
að taka á móti „skini frá sólinni /
og bjarma frá jörðinni.“
Styrkur Toshiki Toma er mest-
ur í knöppu hæku-líku ljóðformi
þar sem andstæðum er teflt fram í
þéttu náttúrumyndmáli:
Á titrandi mósaíkmynd
á gárum Tjarnarinnar
hvílir haustdagur
Toshiki Toma er næmur á hina
smágervu veröld í kringum okkur
en hann spyr líka spurninga og
bendir á margt í mannlegri
breytni sem verður okkur til um-
hugsunar eins og í kvæðinu Sann-
leikur.
Sannleikurinn er
eins og bolti í ruðningsleik
Þeim er hrósað
sem láta boltann ganga
á milli sín
Þeim sem vilja halda fast í hann
troðið í svaðið
Ljóðabók Toshiki Toma,
Fimmta árstíðin, er fremur hug-
ljúf bók þar sem fegurð lífsins er
dásömuð. Ljóðin einkennast þegar
best lætur af knappri og mark-
vissri myndbyggingu og útgáfa
hennar hlýtur að teljast nokkurt
afreksverk.
Blómið
innra með
okkur
Skafti Þ. Halldórsson
BÆKUR
Ljóð
Eftir Toshiki Toma. Nykur. 2007 – 69 bls.
Fimmta árstíðin
Toshiki Toma
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Innihaldið skiptir máli
Espressó-kaffivélar,
bjóðum upp á mikið úrval.
Tilvalin jólagjöf handa
heimilisfólkinu.
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
Í
Fyrir jólin
Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali.
Gæðaryksugur frá Siemens.
Virkilega þrífandi hrífandi.
Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn.
Er ekki upplagt
að fá sér ný ljós
fyrir jólin?
A
T
A
R
N
A
/
K
M
I
/
F
ÍT
Jólaþrifin verða leikur einn.
jafnvægi fyrir líkama og sál • heilsugjafavörur • gjafabréf
S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s