Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚT ER komin bókin Aðgerð Pólstjarna eftir Ragnhildi Sverrisdóttur blaða- mann. Bókin fjallar um þann atburð sem varð síðla sumars, þegar lög- reglan gómaði fíkniefnasmyglara þegar þeir hugðust smygla miklu magni fíkniefna með skútu, sem lagðist að bryggju á Fáskrúðsfirði. Þessi aðgerð var afrakstur umfangsmikillar vinnu lögreglunnar, sem staðið hafði yfir mánuðum saman. Er þessu máli ítarlega lýst í bókinni. Það var því við hæfi að Ragnhildur afhenti Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra höfuðborgarsvæð- isins fyrsta eintak bókarinnar á lögreglustöðinni í gærmorgun. Morgunblaðið/Júlíus Stjórinn fékk fyrsta eintakið FJÖLDI lista- manna mun koma fram á jólatónleikum í Skálholti laug- ardaginn 15. des- ember kl. 16:00. Einsöngvararnir Raggi Bjarna og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran syngja einsöng og dúetta ásamt Kammerkór Suðurlands, Kammerkór Biskupstungna og Árna Þór Lárussyni 12 ára sem syngur dúett með Ragga Bjarna. Gunnar Þórðarson og fjórtán manna hljómsveit leikur með. Þetta er í fyrsta skipti sem Raggi Bjarna syngur í Skálholtskirkju á sínum langa ferli sem söngvari. Ís- lensk og erlend jólalög verða á efn- isskránni auk margra fallegra jóla- laga eftir Gunnar Þórðarson af nýrri jólaplötu Ragnars. Miðasala er við innganginn. Jólatónleikar í Skálholti Ragnar Bjarnason DAGATAL Eimskips fyrir árið 2008 er komið úr prent- un og að þessu sinni prýða myndir Ragnars Axelssonar ljósmyndara dagatalið. Dagatalinu verður dreift til hlut- hafa félagsins en þeir eru um 22.000 talsins. Aðrir geta nálgast dagatalið á skrifstofum Eimskips. „Myndir Ragnars Axelssonar eru hreinasta listaverk og eiga það allar sammerkt að vera teknar úr lofti. Ein- stök sýn Ragnars eða RAXA eins og hann er gjarnan kallaður gerir dagatalið að einstakri upplifun. Myndir hans endurspegla allar árstíðir og fanga listaverk nátt- úru Íslands með undraverðum hætti,“ segir í frétt frá Eimskip. Áhugi fyrir dagatalinu er ekki einungis mikill hér á Íslandi því á ári hverju eru nokkur þúsund eintök send vítt og breitt um heiminn. Mest- ur er þó áhuginn í Kanada, þar sem félagið átti sterkar rætur í árdaga. Þessi áhugi er enn til staðar en upphaflega voru yfir 30% hluthafa Hf. Eim- skipafélags Íslands Vestur-Íslendingar. Dagatal Eimskips komið út Ragnar Axelsson TRYGGVI Gunnarsson var endur- kjörinn umboðsmaður Alþingis til ársloka 2011 í skriflegri atkvæða- greiðslu á þingfundi í gær. Tryggvi, sem verið hefur umboðs- maður Alþingis frá árinu 1999, fékk 55 samhljóða atkvæði. Tryggvi kosinn MENNIRNIR tveir sem slösuðust alvarlega í bílslysi á Reykjanes- braut við Straumsvík á föstudag í síðustu viku eru á batavegi að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu- deild Landspítalans. Annar þeirra er ennþá hafður í öndunarvél en hinn þarfnast hennar ekki lengur. Á batavegi FRÁ og með næsta ári fellir Íbúða- lánasjóður niður sinn hluta seð- ilgjalds viðskiptavina sinna. Seðil- gjald var áður 195 kr. Eftir stendur að viðskiptavinir þurfa að greiða 75 kr. greiðslugjald sem rennur til banka og sparisjóða sem taka við afborgunum að lánum Íbúðalána- sjóðs. Minna seðilgjald STUTT „VIÐ erum af- skaplega ánægð með niðurstöð- una þar sem rekstrarafgang- urinn er yfir 2 milljörðum króna, þrátt fyrir að við lækkum hér þjónustu- gjöld,“ segir Gunnar I. Birgis- son, bæjarstjóri Kópavogs, um fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Hann segir mikla áherslu verða lagða á að treysta betur innviði bæjarins. Framkvæmdir verði miklar á árinu og að til þeirra verði varið yf- ir 6 milljörðum króna. „Við erum að brjóta ný lönd í Vatnsendahlíð og þetta verður líklega stærsta árið okkar í gatnagerð frá upphafi,“ seg- ir Gunnar. Ný hverfi verði malbikuð auk þess sem gengið verði frá gang- stéttum og opnum svæðum. Farið verði í framkvæmdir við Nýbýlaveg til að stuðla að bættu umferðarör- yggi, undirgöng gerð undir Reykja- nesbraut til að tengja Digranesveg og Lindir og að byrjað verði á nýj- um Arnarnesvegi. Stefnt er á að hefjast handa við að byggja hjúkrunar- og þjónustu- íbúðir fyrir aldraða í Boðaþingi. Rúmur milljarður verði settur í byggingu íþróttamannvirkja, en til standi að 3 nýir innanhúsvellir fyrir handbolta og körfubolta verði byggðir á árinu. Vonir standi einnig til að hefja byggingu á nýju óp- eruhúsi. „Við höldum svo að sjálfsögðu áfram að byggja upp grunnskóla og leikskóla eftir því sem bærinn byggist, en við gerum ráð fyrir að Kópavogsbúar verði orðnir 30.000 talsins að ári, fjölgunin hefur und- anfarið verið 3-4% á ári,“ segir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri. Fjárfest fyrir 6,9 milljarða Í fréttatilkynningu frá Kópa- vogsbæ kemur fram að á nýrri fjár- hagsáætlun er gert ráð fyrir ríflega 2,2 milljarða króna rekstrarafgangi, meira en 17 milljörðum króna í tekjur og fjárfestingum fyrir 6,9 milljarða. Heildarfjárfestingar á árinu 2008 verða 6,9 milljarðar króna. 1,3 millj- arðar fara til byggingar íþrótta- mannvirkja, tæpur milljarður til bygginga skóla og leikskóla og hafa rekstrarframlög til leik- og grunn- skólamála aukist um meira en 700 milljónir á milli ára. Rúmar 600 milljónir eru ætlaðar til þjónustu- miðstöðvar aldraðra í Boðaþingi, um 2,4 milljarðar í gatnafram- kvæmdir og 1 milljarður í kaup á lóðum og húsnæði fyrir húsnæðis- nefnd Kópavogs. Varðandi helstu breytingar á gjaldskrám lækkar grunngjald leik- skóla um 15% árið 2008, fæðisgjald hækkar um 5% en gjaldskrá dægra- dvalar helst óbreytt. Heimgreiðslur til foreldra aukast um 5.000 krónur á barn á mánuði og verða 35.000 krónur. Bæjarstjórnin hyggst auka fram- lag til liðveislu aldraðra og vill verða fyrsta bæjarfélagið til að veita þá þjónustu, sem einnig geti nýst geðfötluðum. Gert er ráð fyrir þremur viðbótarstöðugildum í fé- lagsþjónustu bæjarins vegna heima- þjónustu og eins vegna barnavernd- ar. Vatnsskattur í Kópavogi lækkar um 10% á næsta ári með tilkomu Vatnsveitu Kópavogs, sem nú hefur tekið í notkun eigið vatnsból í Vatnsendakrikum. Eiginfjárhlutfall Kópavogsbæjar er áætlað 55% á árinu 2008 og hefur hækkað úr 33% frá árinu 2002. Morgunblaðið/RAX Uppbygging Miklar gatnaframkvæmdir verða í Kópavogi á næsta ári. Áætlað að treysta innviði Kópavogs á næsta ári Í HNOTSKURN »Heildartekjur Kópavogs árið2008 eru áætlaðar rúmir 17 milljarðar króna eða um 2 millj- örðum hærri en tekjurnar í ár. »Útsvar helst óbreytt, eða13,03%. »Vinna við gatnagerð árið2008 verður sú mesta frá upphafi. »Gert er ráð fyrir að Kópa-vogsbúar verði orðnir 30.000 að ári liðnu. Gunnar I. Birgisson Gatnaframkvæmdir verða í forgrunni SÍMAATIÐ sem Vífill Atlason, 16 ára Skagamaður og prakkari, gerði í Hvíta húsinu í byrjun mánaðarins var tekið fyrir á blaðamannafundi í Washington á mánudaginn var. Reuter-fréttastofan hefur eftir tals- manni Hvíta hússins að Vífill hafi hringt í venjulegt símanúmer sem öllum er frjálst að nota. Jón Bjart- marz yfirlögregluþjónn segir að ís- lenska lögreglan hafi ekki haft samskipti við þá bandarísku vegna málsins og neitar að segja hvernig lögreglan frétti af símaatinu. Ekki leyninúmer HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann í 170 þúsund króna sekt og svipt hann ökurétt- indum í 18 mánuði en sannað þótti að maðurinn hefði ekið bíl, sem lenti á umferðarmerki við hring- torg í Hveragerði í júní í sumar. Lögregla stöðvaði manninn á Eyrarbakkavegi nokkru síðar og reyndist áfengismagn í blóði hans þá vera 1,72‰. Maðurinn játaði upphaflega sekt sína fyrir dómi en dró játninguna síðan til baka. Dóm- inum þótti hins vegar sannað að maðurinn hefði ekið undir áhrifum áfengis. Ók fullur á umferðarmerki NOTKUN rafmagns á höfuðborg- arsvæðinu náði nýjum hæðum á mánudaginn. Þá fór aflið í fyrsta skipti yfir 200 megavött. Umfangs- mikil jólalýsing ásamt hefðbundinni notkun í atvinnulífinu eru ástæður þessarar miklu notkunar. Fyrri álagstoppur var 18. desember 2006 þannig að búast má við að nýtt met verði slegið fyrir jól, sérstaklega ef kólnar í veðri. Á árum áður var reglan sú að álagstoppurinn var á aðfangadagskvöld. Mörg ár eru frá því það mynstur breyttist. Rafmagnsmet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.