Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ María Sigurð-ardóttir við-
skiptafræðingur
fæddist að Bergi við
Suðurlandsbraut í
Reykjavík 18. jan-
úar 1928. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
á Vífilsstöðum 5.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Þuríður Péturs-
dóttir húsfreyja, f. á
Brúsastöðum í
Þingvallasveit 22.
júní 1886, d. 15. desember 1949,
og Sigurður Árnason vélstjóri, f. í
Vestur-Botni í Patreksfirði 29.
nóvember 1877, d. 18. apríl 1952.
Þau hjónin áttu 15 börn. Systkini
Maríu eru: 1) Ingveldur, f. 1905,
d. 1994, 2) Ingibjörg, f. 1907, d.
1992, 3) Helga, f. 1909, d. 1985, 4)
Bryndís, f. 1911, d. 1998, 5) Elísa-
bet, f. 1912, d. 1999, 6) Árni, f.
1915, d. 2001, 7) Þuríður, f. 1917,
d. 1994, 8) Emelía, f. 1917, d.
1987, 9) Pétur, f. 1918, d. 1990,
10) Erlendur, f. 1919, 11) Sigurð-
ur, f. 1921, d. 2000, 12) Haraldur
Örn, f. 1924, 13) Valur, f. 1925, d.
2001, og 14) Bergljót, f. 1931.
María lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1948
og varð Cand.Oecon. (viðskipta-
fræðingur) frá Háskóla Íslands
1953. Á árunum 1955-1956 dvaldi
hún á vegum Rotary Foundation
Fellow í Heidelberg í Þýskalandi.
María var starfsmaður Útvegs-
banka Íslands 1950-1963 og þar af
árin 1956-1963 sem deildarstjóri.
María var kennari við Mennta-
skólann í Reykjavík veturinn
1963-1964 og starfaði fyrir Ís-
lensku landsnefndina IHD (al-
þjóðlegu vatnafræðinefndina)
1965-1974. Að síðustu var hún
kennari við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti í rúm tuttugu ár, eða
frá stofnun hans 1975 og fram til
ársins 1996. Þar gegndi hún stöðu
deildarstjóra um árabil sem og
stöðu kennslustjóra á við-
skiptasviði frá 1984 til 1990. Auk
þessa gegndi María félags- og
trúnaðarstörfum, var gjaldkeri
Minningargjafasjóðs Landspítala
Íslands árin 1972-1985 og formað-
ur Soroptimistaklúbbs Reykjavík-
ur III 1980-1982. Maríu var árið
2001 veitt viðurkenning Við-
skiptadeildar Háskóla Íslands fyr-
ir að vera fyrsta konan til að út-
skrifast með próf í viðskiptafræði
frá deildinni.
María verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
María giftist 2.
ágúst 1962 Sigurjóni
Rist vatnamælinga-
manni, f. á Akureyri
29. ágúst 1917, d. 15.
október 1994. For-
eldrar hans voru
Margrét Sigurjóns-
dóttir húsfreyja, f.
1888, d. 1921, og
Lárus J. Rist, fim-
leika- og sundkenn-
ari, f. 1879, d. 1964.
Dætur þeirra eru: 1)
Rannveig Rist, for-
stjóri, f. 9. maí 1961,
gift Jóni Heiðari Ríkharðssyni
framkvæmdastjóra, f. 9. apríl
1961, börn þeirra eru: a) Guð-
björg Rist, nemi, f. 22. júlí 1989,
b) María Rist, f. 25. febrúar 1993,
c) Guðbjartur Rist, fæddur og dá-
inn 13. apríl 1999, d) Hólmfríður
Vigdís Rist, f. 13. nóvember 2000,
og e) Óskar Rist, fæddur og dáinn
13. nóvember 2000. 2) Bergljót
Rist, f. 28. febrúar 1966, starfar á
Dýraspítalanum í Víðidal, gift
Sveini Atla Gunnarssyni, f. 15.
febrúar 1973. Dætur þeirra eru
tvær: a) Hekla Rist, f. 4. apríl
2002, og b) Kolka Rist, f. 6. maí
2004.
Nú hefur hún elsku mamma mín
fengið hvíld. Hún var yndislega góð
manneskja.
Mamma hafði dálæti á mjög
mörgu og var alltaf dugleg að
hreyfa sig og stundaði leikfimi og
synti mikið, fór í göngutúra og
dedúaði við garðinn. Hún hafði
gaman af tónlist og tungumálum og
kunni ógrynni af lögum og textum.
Við sungum mikið saman, á hinum
ýmsu tungumálum.
Það var gott að vera lítið barn og
alast upp hjá mömmu og pabba.
Mamma var bæði góð mamma og
skemmtilegur félagi. Hún hafði góð-
an húmor og var oft til í smá fífla-
gang. Við hlógum mikið saman.
Þegar ég flutti til útlanda heimsótti
hún mig oft, bæði til Parísar og Kö-
ben. Við höfðum það alltaf notalegt
saman og vorum góðir vinir.
Mömmu þótti mjög vænt um fjöl-
skyldu sína. Það sýndi hún á marg-
víslegan hátt, með hlýju, þátttöku
og hreinni væntumþykju. Í gegnum
löng og ströng veikindi pabba stóð
mamma alltaf eins og klettur og
studdi við hann. Í heimsóknum
hennar til Köben var hennar mik-
ilvægasta verkefni ævinlega að
finna eitthvað fallegt handa ömmu-
stelpunum á Íslandi . Hún var sann-
arlega Amma – með stórum staf.
Það sýndi hún líka þegar við Sveinn
eignuðumst okkar dætur, Heklu og
Kolku. Það var auðfundið hvað hún
hafði mikla ánægju af stelpunum og
sú ánægja var gagnkvæm. Í dag er
ég óendanlega fegin að við ákváðum
að koma til Íslands til að vera með
mömmu. Að við svo ílengdumst hér
var alger aukavinningur sem gladdi
bæði okkur og mömmu og varð til
þess að stelpurnar kynntust ömmu
sinni mjög vel og hún þeim. Það er
líka notalegt til þess að hugsa að við
létum til skarar skríða og keyptum
æskuheimilið, húsið sem mamma og
pabbi byggðu. Mamma var alltaf
svo ánægð með allar framkvæmdir
og breytingar sem við gerðum á
húsinu og í garðinum, það var
greinilegt að henni þótti vænt um
þetta.
Að lokum langar mig að þakka
frændfólki og vinum sem reyndust
mömmu svo vel. Það er ótrúlega
gott að eiga ykkur að. Einnig vil ég
þakka starfsfólki Vífilsstaða fyrir að
annast mömmu mína svo fallega og
vel sem ykkur einum er lagið. Þið
eruð alveg einstakar.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Bergljót Rist.
Ég kveð tengdamóður mína með
söknuði og hlýhug. Mér var tekið
opnum örmum á heimili tengdafor-
eldra minna frá fyrsta degi og fann
fyrir miklum velvilja í minn garð.
Síðan eru liðin hartnær 22 ár en á
þeim tíma hefur María tengdamóðir
mín, eða Mæja eins og hún var oft-
ast kölluð, skipað stóran sess í mínu
lífi.
Hún hefur verið vinur og félagi
sem gott hefur verið að leita til.
Skipti þá litlu hvort um var að ræða
hversdagslega hluti svo sem mat-
aruppskriftir eða alvarlegri ákvarð-
anir sem tengdust heill og framtíð
fjölskyldu okkar Rannveigar. Hún
var góður ráðgjafi sem greindi mál-
in ætíð á sinn raunsæja hátt og var
alls óhrædd við að gefa ráð sem
voru e.t.v. ekki alltaf í takti við ósk-
hyggju augnabliksins en reyndust
oftar en ekki gulls ígildi þegar á
reyndi.
Mæja fylgdist ætíð vel með þjóð-
málaumræðu, stjórnmálum og efna-
hagsmálum og hafði ákveðnar skoð-
anir í þeim efnum. Hafði ég mikið
yndi af að rökræða við hana og
kryfja til mergjar „nýjustu aðgerðir
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál-
um“ en það var nú sígilt umræðu-
efni á tímum verðbólgudrauga og
atvinnuvofa. Við vorum ekkert endi-
lega alltaf sammála í þessum rök-
ræðum en í því fólst nú einmitt
skemmtunin.
Eitt sameiginleg áhugamál áttum
við en það var ráðning þrautakross-
gátunnar í Sunnudagsmogganum.
Varð oft úr því hinn skemmtilegasti
samkvæmisleikur sem hægt var að
una við heilu kvöldin eða þá að
hringt var á milli þegar einhver
þrautin leystist eftir mikla yfirlegu
og jafnvel rannsóknarvinnu.
Ég minnist Mæju sem dugnaðar-
forks sem var afskaplega stolt af því
að vera Íslendingur og hafði í heiðri
ýmis þau grunngildi sameinar okk-
ur sem þjóð. Hún var skipulögð í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur og
gerði ríkar kröfur til sjálfrar sín
ekki síður en samferðamanna. Það
var hins vegar alltaf stutt í glað-
værðina og smitandi hláturinn sem
var í senn töfrandi og hrífandi og
eitt af hennar helstu persónuein-
kennum sem lifir í minningunni.
Að lokum vil ég þakka Maríu
tengdamóður minni fyrir allan þann
stuðning sem hún hefur veitt mér
og fjölskyldu minni síðustu tvo ára-
tugi. Hún hefur verið ómetanleg
amma dætra okkar Rannveigar.
Tekið þátt í hversdagspúsli nútíma-
fjölskyldunnar ekki síður en að vera
stoð og stytta þegar áföll hafa steðj-
að að. Ef til vill eru þó þessi hvers-
dagslegu smáatriði dýrmætust og
þakkarverðust þegar öllu er á botn-
inn hvolft.
Guð blessi minningu hennar.
Jón Heiðar Ríkharðsson.
„Hún amma er góð,“ sagði
þriggja ára dóttir mín um daginn.
Þetta er hárrétt hjá henni. Maja,
tengdamamma mín, reyndist fjöl-
skyldu okkar vel. Hún var alltaf góð
við stelpurnar okkar og okkur hjón-
in. Ég kynntist henni fyrst eftir að
hún var orðin veik af parkinson, en
ég fann alltaf fyrir þeirri orku og
vilja sem henni fylgdi. Hún var
ákveðin í því að reyna að koma eins
oft og hún gat að heimsækja okkur
þegar við bjuggum í Danmörku, og
gerði það eins lengi og henni var
unnt. Í hvert skipti sem hún kom til
okkar upplifði ég hlýju hennar og
húmor. Hún vildi ferðast og skoða
heiminn. Hún hafði mikið dálæti á
gróðri og garðyrkju. Við fórum í
marga göngutúra í Danmörku þar
sem við Maja skemmtum okkur við
að stúdera alls konar trjágróður.
Einnig er mér minnisstæð ferð þar
sem við fjölskyldan fórum ásamt
Maju um Sjáland, Lolland og Fals-
ter. Það var þægilegt að ferðast
með henni og við skemmtum okkur
vel saman.
Sjúkdómurinn sagði alltaf meira
til sín þannig að við fjölskyldan
fluttum til Íslands, til hennar, þar
sem við aðstoðuðum hana við dagleg
verk og lyfjagjöf. Hún var þá orðin
það veik að hún þurfti á hjálp að
halda. Hér sá ég enn betur hversu
dugleg og mögnuð kona Maja var.
Þrátt fyrir veikindin vildi hún halda
áfram að upplifa lífið, t.d. með því að
fara í gönguferðir, sinna garðinum
og gera ýmis húsverk. Hún gekk
mikið og hélt sér í formi, þetta gerði
hún eins lengi og henni var unnt og
það hefur hjálpað henni í veikindum
hennar. Við áttum saman nokkrar
ánægjulegar stundir bara tvö sam-
an. Sérstaklega man ég eftir því
þegar við sátum saman tvö og hlust-
uðum á þátt í útvarpinu. Þátturinn
fjallaði um Sigurð Árnason, föður
Maju. Það var góð stund, þar sem
við nutum þess að hlusta og tala
saman um gamla daga. Ég veit að
Hekla og Kolka eiga góðar minn-
ingar um ömmu sína. En ég er alveg
viss um að Maju langaði til að gera
meira með barnabörnum sínum en
hún gat síðustu árin.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast Maju, hún var
góð manneskja.
Sveinn Atli Gunnarsson.
Amma er farin. Það er rosalega
erfitt, hún hefur alltaf verið hluti af
heimsmyndinni minni, en núna er
hún farin af þeirri mynd.
Hún amma var yndisleg kona.
Hún var alltaf svo góð og til í að
hjálpa manni og hlusta á mann. Ég
gleymi aldrei öllum dögunum sem
við vorum úti í garði. Ég sat uppi í
tré og við lékum Dýrin í Hálsaskógi.
Hún varð aldrei þreytt á leikjunum
okkar og tókst einhvern veginn að
bæta inn fróðleik í allt sem við gerð-
um. Hún kenndi mér þannig að fall-
beygja þegar ég var pínupons. Ég
að klifra í trjánum og hún kallaði
upp til mín: ,,Hér er læknir... hvað
kemur svo?“. Svona lærði ég líka
margföldunartöfluna. Ef við vorum
ekki úti í garði eða í göngutúr í El-
liðaárdalnum, þá vorum við inni að
bardúsa. Amma bakaði mikið og
leyfði mér alltaf að vera með, sama
þótt ég subbaði allt út. Það var líka
mikið föndrað, gerðum margra
metra músastiga fyrir jólin. Sér-
staklega man ég eftir því þegar ég
var lítil og var að föndra með
glimmeri; húsið varð auðvitað eitt
allsherjar glimmer, en amma var
ekkert að velta sér uppúr því, svo
lengi sem við skemmtum okkur.
Heima hjá ömmu var alltaf gaman
og nóg að gera. Útvarpið var alltaf í
gangi, ég að hlusta á barnaleikrit,
spilaður Mozart eða hlustað á fram-
haldsleikrit og morgunleikfimi á
Rás 1. Allra seinustu árin hafa verið
henni ömmu og öllum í kringum
hana erfið, þá var amma veik og lífið
hjá henni oft erfitt. Það var samt
stuttur tími miðað við allan þann
tíma sem amma var hress og kát.
Ég vil að allir muni hana þannig,
hvernig hún var góð og hjálpsöm.
Nú skiljast leiðir að sinni en eins og
Ía litla segir, þá hittum við ömmu
hjá Guði þegar þar að kemur.
Guðbjörg Rist Jónsdóttir.
Það var skrítin tilfinning að halda
í höndina hennar elsku ömmu minn-
ar þar sem hún lá á dánarbeðnum
og vita að það yrði hinsta kveðja. Ég
vona þó að þessi texti hefði hlýjað
henni um hjartarætur. Ég man að
þegar ég var lítil átti hún heima í
stóru og fallegu húsi með flottasta
og best hirta garði sem ég hef geng-
ið inn í, enda var útivera og garð-
yrkja hennar líf og yndi. Ég man
aldrei eftir að hafa setið aðgerðar-
laus í heimsóknum mínum til ömmu.
Ætíð vorum við að bardúsa eitt-
hvað, hvort sem það var að baka,
föndra, syngja, snyrta garðinn eða
fara í göngutúr. Ekki má gleyma
Mozart á fóninum. Skemmtilegasti
atburður virku daganna var þegar
hún sótti mig í Hofsstaðaskóla og
við fórum saman í bakaríið að kaupa
okkur snúða. Amma var afskaplega
kát, brosmild, hlý og skemmtileg
manneskja sem tók mér ávallt opn-
um örmum.
Ég vil þakka henni fyrir óteljandi
dýrmætar minningar sem ég mun
seint gleyma. Ég elska ömmu mína
af öllu hjarta.
María Rist Jónsdóttir (Mæja).
Hún Maja móðursystir mín og
vinkona lést á Vífilsstöðum 6. des-
ember eftir erfiðan sjúkdóm. Þótt
auðséð væri að hverju dró síðustu
vikurnar er missirinn mikill. Hún
var mér miklu meira en móðursyst-
ir, því hún var líka vinkona. Maja
var sex árum eldri en ég, en hún var
næstyngst systkinanna 15 á Bergi
við Suðurlandsbraut, en mamma
var 4. elst. Ég átti heima í nokkur ár
í næsta húsi við Berg, og var ég þá
meira og minna þar, næstum eins
og eitt af systkinunum. Þetta var
mjög skemmtilegt heimili, mikil
glaðværð, mikið sungið og verið í
leikjum, bæði inni og úti, og þá einn-
ig með öðrum krökkum í Kringlu-
mýrinni. Maja var þá dugleg að
dröslast með litlu frænku með sér.
Ég leit alltaf mikið upp til Maju
frænku minnar og var stolt af henni.
Hún var svo falleg og líka dugleg
við allt sem hún tók sér fyrir hendur
og mín fyrirmynd í öllu og ekki síst
þegar hún fór í Menntaskólann og
varð stúdent og síðar viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla Íslands, fyrst ís-
lenskra kvenna. Að námi loknu
réðst hún til starfa í Útvegsbank-
anum. Þar lágu leiðir okkar saman í
starfi, þegar ég hafði lokið stúdents-
prófi, og unnum við saman í spari-
sjóðnum næstu árin fyrir utan eitt
skólaár, sem hún var í framhalds-
námi í Þýskalandi. Hún varð fljót-
lega deildarstjóri sparisjóðsins og
var ekki aðeins mjög fær í því starfi,
heldur líka réttlát og góður félagi.
Þetta var skemmtilegur tími, en
mjög góður starfsandi var í bank-
anum og félagslíf mikið.
Maja hafði ekki bundist neinum á
þessum tíma, þótt margir karlmenn
renndu til hennar hýru auga, enda
var hún bæði glæsileg og vel gefin,
en þegar hún kynntist Sigurjóni
Rist fann hún sinn lífsförunaut. Þau
stofnuðu fyrst heimili á Hjarðar-
haga, en byggðu sér eftir nokkur ár
hús í Breiðholti, þar sem þau
bjuggu þar til Sigurjón andaðist, og
Maja síðan þar til fyrir hálfu öðru
ári. Þau eignuðust tvær dætur, sem
eru á sama reki og börnin okkar
Braga, og var alltaf mikill samgang-
ur milli heimilanna og vinátta milli
barnanna. Það var að áeggjan
þeirra að við byggðum í sama
hverfi, og var því stutt að fara á
milli. Maja og Sigurjón voru alltaf
okkar nánasta vinafólk, og áttum
við margar góðar stundir með þeim.
Við fórum í leikhús, þar sem við vor-
um saman með áskriftarmiða. Einn-
ig fórum við í ógleymanleg ferðalög,
en fáir þekktu landið betur en Sig-
urjón, sem var alltaf fús að miðla
öðrum af þekkingu sinni. Maja hafði
mikinn áhuga á útivist og ferðalög-
um og fór margar ferðir með Sig-
urjóni um landið.
Maja hafði hætt í Útvegsbankan-
um 1963, en sinnti ýmsum störfum á
sínu sviði ásamt húsmóðurstörfum
næstu árin. Þegar undirbúningur
hófst að stofnun Fjölbrautaskólans í
Breiðholti árið 1975, tók hún frá
upphafi þátt í mótun viðskiptasviðs
og varð fastur kennari við skólann,
og því starfi gegndi hún til árisins
1996. Í skólanum lágu leiðir okkar
aftur saman í starfi, en ég hóf þar
störf fáum árum á eftir henni. Maja
var mjög vel liðin af nemendum og
kennurum og áttum við ánægjulega
samveru þar. Eftir starflok hennar
var samband okkar áfram náið og
áttum við saman yndislegar stundir.
Við fórum í leikhús og sóttum tón-
leika, en hún var alltaf mikill unn-
andi klassískrar tónlistar.
Elsku Maja mín. Ég þakka þér
fyrir að hafa fengið að vera sam-
ferða þér alveg frá því ég man fyrst
eftir mér. Guð geymi þig.
Erla.
María móðursystir mín, eða Maja
eins og hún var jafnan kölluð í fjöl-
skyldunni, var mjög sérstök og vel
gerð kona. Hún var næstyngst
fimmtán systkina, sem oft hafa ver-
ið kennd við húsið Berg við Suður-
landsbraut. Þar var hún alin upp á
miklu menningarheimili í faðmi
stórrar og samhentrar fjölskyldu.
Maja var þrettán árum eldri en sá,
sem þetta ritar, og lenti því stund-
um í því hlutverki að líta til með
ungum frænda sínum. Má segja að
frá fyrsta degi hafi myndast miklir
kærleikar með okkur enda hafði
Maja einstaklega létta lund, geislaði
af lífsgleði og hafði ótrúlega góða
návist.
Maja móðursystir var skarp-
greind og mikill námsmaður. Lá því
beint við að hún færi menntaveginn,
þótt slíkt hafi engan veginn verið
sjálfsagt fyrir unga konu á fimmta
áratug7 tuttugustu aldarinnar. Að
loknu stúdentsprófi hóf hún nám í
viðskiptafræði og varð fyrst ís-
lenskra kvenna til að útskrifast sem
viðskiptafræðingur frá Háskóla Ís-
lands. Við tók starf deildarstjóra í
Útvegsbanka Íslands þar sem hún
starfaði um langt árbil við góðan
orðstír. Hún gaf sér þó tíma til að
fara til framhaldsnáms í Þýskalandi
og naut til þess styrks frá Rotarý-
hreyfingunni. Hún var því sannar-
lega einn af brautryðjendum á sviði
kvennabaráttunnar og fyrirmynd
kvenna sem leitað hafa æðri mennt-
unar, sem nú þykir sem betur fer
sjálfsagður hlutur. Hún setti því
dætrum sínum og Sigurjóns Rists
vatnamælingamanns, þeim Rann-
veigu og Bergljótu, gott fordæmi.
Þó man ég aldrei eftir að hún hafi
rökrætt um réttindamál kvenna og
María Sigurðardóttir
Elsku amma, ég ætla að
þakka þér fyrir hvað það var
gaman að vera með þér. Þar
sem það var allt skemmti-
legt. Það var alltaf hægt að
gera það sem manni datt í
hug.
Hólmfríður Vigdís Rist
Jónsdóttir (Ía).
HINSTA KVEÐJA