Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ALÞJÓÐANEFND Rauða kross-
ins, ICRC, segir að ástandið á her-
numdu svæðunum í Palestínu sé
nú orðið svo slæmt að alþjóðleg
mannúðarhjálp nægi ekki, finna
verði tafarlaust pólitíska lausn.
Vefsíða BBC bendir á að um sé að
ræða brot á hefðum nefndarinnar
sem að jafnaði forðast að blanda
sér í stjórnmáladeilur en lætur
nægja að rekja staðreyndir.
Segir ICRC að vegna aðgerða
Ísraela sé Palestínumönnum
meinað að lifa eðlilegu lífi með
fullri reisn.Yfirlýsingin er birt
nokkrum dögum fyrir alþjóðaráð-
stefnu aðila er aðstoða Palestínu-
menn en hún verður haldin í Par-
ís.
„Hvers vegna við hvetjum til
aðgerða? Það er vegna þess að við
trúum því ekki í reynd að mann-
úðaraðstoð geti leyst vandann,“
sagði Beatrice Megevand Roggo,
yfirmaður ICRC í Mið-Austurlönd-
um. „Verið er að kyrkja efnahag
alls Gaza-svæðisins. Líf fólksins
þar er orðið martröð.“
Reuters
Kvaddur Syrgjendur við útför her-
skás Palestínumanns á Gaza.
Krefjast póli-
tískra lausna
EVRÓPURÍKI hótuðu í gær að sniðganga viðræður, sem
Bandaríkjastjórn hyggst standa fyrir um loftslagsmál í
næsta mánuði, ef hún gæfi ekki eftir í deilunni um
hvernig draga ætti úr losun gróðurhúsalofttegunda sem
eru taldar stuðla að loftslagsbreytingum í heiminum.
Al Gore, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrver-
andi varaforseti Bandaríkjanna, flutti ræðu á alþjóðlegu
loftslagsráðstefnunni á Balí í gær og gagnrýndi stefnu
stjórnar George W. Bush forseta í málinu, sakaði hana
um hindra samkomulag á ráðstefnunni. Hann skoraði á
önnur ríki að halda baráttunni gegn loftslagsbreyting-
um áfram án Bandaríkjanna.
Talsmaður Bush forseta neitaði því að bandaríska stjórnin hindraði sam-
komulag um að hefja viðræður um nýjan samning sem kæmi í staðinn fyrir
Kyoto-bókunina þegar hún fellur úr gildi árið 2012.
Gore gagnrýndi Bush á Balí
Al Gore, fyrrver-
andi varaforseti.
VLADÍMÍR Zhírínovskí, litríkur
leiðtogi rússneskra þjóðernissinna,
tilkynnti gær að hann yrði í fram-
boði í forsetakosningunum í Rúss-
landi 2. mars.
Býður sig fram
SJÓNVARPSSTÖÐ í Kenýa hefur
lagt fram formlega kæru eftir að
yfirvöld létu eyða myndbands-
upptöku þar sem forsetafrú lands-
ins sást löðrunga embættismann.
Honum hafði orðið það á að ávarpa
frúna með nafni konu sem hermt er
að sé önnur eiginkona forsetans.
Frúnni laus höndin
VEGNA slæms veðurs var ekki
hægt að hreinsa um 3.360 tonn af
olíu sem láku úr norskum borpalli í
Norðursjó í fyrradag. Norsk yfir-
völd sögðu að um 80% olíubrákar-
innar myndu leysast upp innan
tveggja daga og um 16% gufa upp.
Olían dreifðist um 23 ferkílómetra
svæði og brákin færðist í norð-
austur. Talið var ólíklegt að hún
bærist að strönd Noregs.
Brákin leysist upp
STJÓRNARFLOKKUR Zimbabve
samþykkti í gær að Robert Mugabe,
83 ára forseti landsins, sæktist eftir
endurkjöri til fimm ára á næsta ári.
Hann hefur verið við völd frá 1980.
Fimm ár í viðbót
Þaulsætinn Mugabe í Harare.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
ÞAÐ er orðið opinbert: algert fát
hefur gripið um sig meðal starfsliðs
Hillary Clinton, öldungadeildarþing-
manns frá New York, eftir að skoð-
anakannanir í Iowa og New Hamp-
shire sýndu að Barack Obama,
öldungadeildarþingmaður frá Ill-
inois, hefur unnið upp forskot for-
setafrúarinnar fyrrverandi í ríkjun-
um tveimur. Fyrstu forkosningar
vegna forsetakosninganna á næsta
ári fara fram í Iowa 3. janúar og í
New Hampshire 8. janúar og því
skipta þær hlutfallslega miklu máli –
þrátt fyrir að um lítil og fámenn ríki
sé að ræða – fyrir frambjóðendur í
þessari baráttu. Takist Obama
nefnilega að bera sigur úr býtum í
öðru ríkjanna, jafnvel báðum, gæti
það haft í för með sér að það örugga
forskot sem Clinton hefur enn á
landsvísu skv. skoðanakönnunum
hyrfi á einni nóttu.
Þannig er eðli forkosninga stóru
flokkanna í Bandaríkjunum, það
ætti Clinton raunar að vita betur en
margur annar. Bóndi hennar, Bill
Clinton, var ekki til stórræðanna í
forkosningunum 1992 eftir að frétt-
ist af framhjáhaldi hans og hvernig
hann komst hjá hermennsku í Víet-
namstríðinu. En með einni ræðu í
New Hampshire snemma árs 1992
tókst honum að snúa taflinu við,
tryggja sér annað sæti í forkosning-
unum þar og síðan sigur í nokkrum
ríkjum í kjölfarið. Spurningin er sú
hvort Obama takist að sigra í Iowa
og New Hampshire og nota þann ár-
angur sem stökkbretti að sigri á
landsvísu.
Yfirburðir Clinton voru miklir allt
þar í nóvember, en þá breytti
Obama um taktík, tók að berja harð-
ar frá sér í baráttunni og tryggði sér
síðan stuðning Opruh Winfrey,
þeirrar áhrifamiklu sjónvarpskonu,
en hún kom fram með Obama um
liðna helgi.
Samkvæmt nýjum könnunum hef-
ur forskot Clinton í Iowa gufað upp,
hún, Obama og John Edwards njóta
nú í reynd jafn mikils fylgis í ríkinu
og í New Hampshire sýna kannanir
lítinn mun á þeim Obama og Clinton,
ein sýnir að Clinton haldi þar naumri
forystu, önnur að Obama sé kominn
fram úr.
Fátið sem gripið hefur um sig
meðal stuðningsmanna Clintons sást
best í fyrrakvöld þegar einn ráðgjafa
hennar, Bill Shaheen, sagði í viðtali
að demókratar ættu að rifja upp
játningar Obamas, sem fram koma í
endurminningabók hans, Dreams
from My Father, að hann hafi notað
eiturlyf er hann var yngri (marí-
júana, áfengi og Obama viðurkennir
jafnvel að hafa fiktað við kókaín).
Sagði Shaheen að svona hlutir gætu
nýst repúblikönum í forsetakosning-
unum sjálfum í nóvember nk.
Shaheen bar ummæli sín síðar til
baka og tók skýrt fram að enginn úr
starfsliði Clintons hefði átt hlut að
máli – en allt þykir þetta staðfesta
að mikill ótti hefur gripið um sig í
herbúðum forsetafrúarinnar. Er nú
jafnvel pískrað um að stokkað verði
upp í starfsliði Clinton og The New
York Daily News fullyrti að Bill
Clinton væri potturinn og pannan í
þeim bollaleggingum. Talskona
Clinton bar fréttirnar þó til baka.
Obama sækir hart
að Hillary Clinton
Reuters
Dregur saman Lengi hefur virst langlíkegast að Hillary Clinton yrði valin
forsetaefni demókrata en Barack Obama sækir nú verulega á í könnunum.
Í HNOTSKURN
»Síðustu kappræður demó-krata fyrir forvalið í Iowa 3.
janúar nk. fóru fram í gærkvöldi.
» Clinton og Obama tókust þám.a. á um hvort þeirra væri
betur til þess fallið að koma á
nauðsynlegum breytingum í
Bandaríkjunum. Clinton hét því
að endurskoða viðskiptasamn-
inga sem taldir eru ósanngjarnir
fyrir bandaríska launþega og
stuðla að atvinnuleysi vestra.
Stofnfjáraukning hjá Byr sparisjóði.
Útboðinu lýkur föstudaginn
14. desember kl. 16.00
Nú stendur yfir aukning stofnfjár um kr. 23.726.114.700 með útboði þar sem
stofnfjáreigendum er boðið að skrá sig fyrir nýju stofnfé. Nafnverð nýs stofnfjár í
útboðinu er kr. 12.200.000.000 og er verð hvers stofnfjárhlutar kr. 1,94476350.
Útboðslýsing er aðgengileg á vef sparisjóðsins, www.byr.is, og í útibúum
sparisjóðsins.
Áskriftartímabilinu lýkur föstudaginn 14. desember 2007 kl. 16.00.
Stofnfjáreigendur eiga kost á að skrá sig rafrænt fyrir nýju stofnfé, á vef spari-
sjóðsins undir slóðinni www.byr.is. Stofnfjáreigendum gefst einnig kostur á að skrá
sig fyrir nýju stofnfé með því að fylla út áskriftarblað og skila því undirrituðu í útibú
Byrs áður en áskriftartímabilinu lýkur, kl. 16.00 föstudaginn 14. desember 2007.
Áskriftir sem sendar verða til Byrs í pósti verða ekki teknar gildar í útboðinu.
Ef stofnfjáreigandi nýtir að engu leyti rétt sinn til kaupa á nýju stofnfé í útboðinu
mun eignarhlutur hans í sparisjóðnum þynnast um 86,20% að því gefnu að allt
stofnfé sem boðið er til sölu í útboðinu seljist. Eindagi áskrifta er 21. desember 2007.