Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HETJULEG BARÁTTA
Auður Guðjónsdóttir, hjúkrun-arfræðingur, hefur háð hetju-lega baráttu í mörg ár í þágu
þeirra, sem hafa orðið fyrir mænu-
skaða. Þetta hefur ekki verið barátta,
sem hefur takmarkast við Ísland eitt
heldur í raun snert allt fólk, hvar sem
er í heiminum, sem hefur orðið fyrir
mænuskaða.
Auður Guðjónsdóttir hefur átt á
brattann að sækja í þessari baráttu
og ekki alltaf notið skilnings á þeirri
vegferð. Nú er það að breytast.
Sl. þriðjudag var Mænuskaða-
stofnun Íslands stofnuð. Að stofnun
hennar standa, Auður og dóttir henn-
ar Hrafnhildur Thoroddsen, sem
hlaut mænuskaða fyrir mörgum ár-
um, heilbrigðisráðuneytið, Seltjarn-
arnesbær og tvö fyrirtæki, Exista og
FL Group.
Helzti tilgangur Mænuskaðastofn-
unar Íslands er skv. frásögn Morgun-
blaðsins sl. miðvikudag að afla fjár
innanlands og utan til að styðja við
brautryðjendur í leit að lækningu á
mænuskaða og kosta tilraunaaðgerð-
ir á mænusköðuðum. Í samtali við
Morgunblaðið þann dag sagði Auður
Guðjónsdóttir, að lækningar á mænu-
sköðum hefðu ekki tekið neinum
framförum að ráði undanfarna ára-
tugi.
Vigdís Finnbogadóttir, sem er
verndari Mænuskaðastofnunar Ís-
lands segir að þessi stofnun hafi stór-
kostlega þýðingu.
Við stofnun Mænuskaðastofnunar
Íslands sagði Guðlaugur Þór Þórðar-
son heilbrigðisráðherra m.a.: „Ísland
getur með þessu orðið leiðandi í
þeirri þróun að vestræn ríki taki
ákveðin baráttumál í heilbrigðismál-
um í nokkurs konar fóstur – safni fé
og nýti til rannsókna og upplýsinga-
gjafar á alþjóðavísu.“
Það er ljóst að stefnubreyting hef-
ur orðið í heilbrigðisráðuneytinu
gagnvart baráttumáli Auðar Guð-
jónsdóttur.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem
fyrir liggja má telja, að um fjórar
milljónir manna í heiminum séu með
skaða á mænu vegna slysa. Á undan-
förnum áratugum hafa 2-3 hlotið
mænuskaða árlega á Íslandi en á síð-
asta ári fjölgaði þeim í 16, sem urðu
fyrir mænuskaða það ár. Hér er fyrst
og fremst um ungt fólk að ræða.
Athyglisvert var að lesa ummæli
Rúnars Björns Þorkelssonar, nem-
anda í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti, sl. miðvikudag. Rúnar Björn
sagði:
„Ég fékk mænuskaða 21 árs gam-
all. Það var áramótadjamm og fífla-
gangur. Ég klifraði upp í ljósastaur
og kom öfugt niður … Ég áttaði mig
strax á, að eitthvað var að. Ég gat
ekki hreyft mig.“
Vigdís Finnbogadóttir hafði orð
um að hún hefði fylgzt með baráttu
Auðar Guðjónsdóttur frá upphafi.
Þeir sem það hafa gert hljóta að dást
að þrautseigju þessarar konu, sem
hefur haft óbilandi trú á því, sem hún
hefur verið að berjast fyrir, þótt hún
hafi komið að lokuðum dyrum hvað
eftir annað. Það er ástæða til að óska
móður og dóttur til hamingju.
NÝ VIÐHORF Á ALÞINGI
Nýir tímar eru að ganga í garð áAlþingi. Töluverður hópur af
ungu fólki kom inn á þing í síðustu
kosningum og bættist þar við hóp
jafnaldra, sem fyrir voru. Nú vill þetta
unga fólk í öllum flokkum láta til sín
taka.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
gerði Illugi Gunnarsson, einn af hin-
um yngri þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins, afgreiðslu fjárlaga m.a. að
umtalsefni og benti á, að frá því að
fjárlagafrumvarpið væri lagt fram í
byrjun október og þangað til það væri
samþykkt á þingi liðu um tveir og
hálfur mánuður. Illugi spyr hvað ger-
ist á þeim tíma og segir:
„Gerðar eru umtalsverðar breyt-
ingar á því í formi nýrra fjárbeiðna og
bróðurparturinn af þeirri hækkun
kemur frá framkvæmdavaldinu.
Menn eru ekki bara að gera breyting-
ar á frumvarpinu milli fyrstu og ann-
arrar umræðu í þinginu heldur líka
núna milli annarrar og þriðju um-
ræðu. Þegar menn gera ráð fyrir af-
gangi á fjárlögum nota hinir ýmsu
ráðherrar tækifærið til að fara fram á
hækkun til síns málaflokks. Þetta
vinnulag hvetur beinlínis til hækkun-
ar ríkisútgjalda. Þarf þetta að vera
svona?“
Síðan segir hinn ungi þingmaður:
„Ég legg til að framkvæmdavaldinu
verði gert að leggja fram endanlegt
fjárlagafrumvarp í upphafi þings.
Vilji það koma til þingsins með breyt-
ingar á útgjöldum eftir það verði að
rökstyðja þær alveg sérstaklega. Það
sé með öðrum orðum undantekning en
ekki vinnuregla hér í þinginu að
breytingar séu gerðar á fjárlagafrum-
varpinu af hálfu framkvæmdavaldsins
eftir að það hefur verið lagt fram.
Þessi takmörkun á þó ekki við aðlög-
un, sem þarf að gera vegna breytinga
á tekjuhlið frumvarpsins, það eru út-
gjöldin, sem ég hef áhyggjur af.“
Af þessum orðum Illuga Gunnars-
sonar er ljóst, að þingmaðurinn er
ekki bara að tala um vinnubrögð á Al-
þingi. Hann er ekki síður að tala um
samskipti framkvæmdavalds og lög-
gjafarvalds. Í áratugi hefur mönnum
þótt halla á löggjafarvaldið, þótt síð-
ustu tuttugu árin eða svo hafi hver
forseti Alþingis á fætur öðrum reynt
að jafna þar metin.
Nú er nokkuð ljóst, að ungir þing-
menn eru ekki tilbúnir til að sætta sig
við, að þingið fylgi framkvæmdavald-
inu eftir í einu og öllu heldur vilja þeir,
að löggjafarvaldið sé sjálfstæðara í
störfum sínum en verið hefur. Að
þingið komi fram sem fjárveitinga-
vald en ekki sem afgreiðslustofnun
fyrir ríkisstjórn hverju sinni.
Þetta er að sjálfsögðu heilbrigð af-
staða og vonandi að þingið hafi erindi
sem erfiði. Það eru meiri líkur á því nú
en áður, m.a. vegna þess, að það er
ljóst, að hinir yngri þingmenn eru
ekki tilbúnir til að vinna eins og af-
greiðslumenn embættismanna.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Björgunarsveitir á suðvest-urhorni landsins stóðu íströngu í fyrrinótt við aðbjarga verðmætum og
afstýra slysum en þá geisaði mikið
óveður. Á fjórða hundrað hjálpar-
beiðnir bárust björgunarsveitum
en þar af voru 150 á höfuðborg-
arsvæðinu. Fjúkandi hjólhýsi,
fjaðradýnur og gámar voru meðal
þess sem björgunarsveitarmenn
þurftu að elta og festa niður. Þá
fuku um 300 fermetrar af þaki
Austurbæjarskóla og hafnaði brak
m.a. á bíl sem stóð við Vitastíg.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá tryggingafélögunum
Sjóvá, VÍS og Tryggingamiðstöð-
inni var mun meira um tilkynn-
ingar í gær en eftir veðurofsann á
mánudagskvöld og aðfaranótt
þriðjudags. Tjónadeild TM höfðu
borist á milli 150 og 200 tilkynn-
ingar vegna eignaskemmda vegna
veðursins, um áttatíu foktjón voru
tilkynnt til Sjóvá og hjá VÍS var
ekki búið að telja saman tilkynn-
ingarnar en talið að þær væru vart
innan við eitthundrað. Einnig var
að heyra á forsvarsmönnum félag-
anna að mun meira eignartjón
væri í hverju tilviki heldur en á
þriðjudag. Þar sem búist er við
stormi á ný í dag er ljóst að vikan
verður tryggingafélögunum dýr.
Tré rifnuðu upp með rótum
Í gærdag var unnið að því hörð-
um höndum að loka sárum á þaki
Austurbæjarskóla en um fjórðung-
ur af þaki skólans, yfir miðálm-
unni, fauk. Plöturnar eru úr kopar
og voru lagðar 1947.
Mikil mildi var að enginn skyldi
slasast þegar þakið fauk af en
skemmdir urðu á tveimur bílum.
Annar þeirra er gjörónýtur eftir að
brak beinlínis lagðist yfir hann.
Á Fjólugötu í Reykjavík hafði
tré rifnað upp með rótum og lá
þvert yfir veginn þegar íbúar
vöknuðu í gærmorgun. Fleiri dæmi
eru um að tré hafi látið undan síga
í óveðrinu, en í Norðurmýri rifnaði
70 ára gamalt tré upp.
Að sögn Ólafar Snæhólm Bald-
ursdóttur, upplýsingafulltrúa
Landsbjargar, var allt tiltækt lið á
höfuðborgarsvæðinu kallað út og
verkefnin af ýmsum toga. Mikið
var um brotnar rúður vegna að-
skotahluta sem höfðu fokið á þær,
laus þök og fallnar girðingar voru
einnig meðal þess sem björgunar-
sveitarmenn þurftu að glíma við.
Verst var ástandið í efri byggðum
borgarinnar og í Kópavogi.
Á Akranesi var einnig mikill erill
og komst vindur upp í 60 metra á
sekúndu í hviðum undir Hafnar-
fjalli. Innanbæjar fuku bárujárns-
plötur og fiskikör auk þess sem
anir urðu hjá Landsneti. Í
ingu frá fyrirtækinu seg
1.40 hafi 132 kV Vatnsh
slegið út með þeim afleiði
spennir fór út í aðveitus
Laxárvatni við Blönduós
sem straumlaust varð
skála Fjarðaáls á Reyðarf
ið er að um samslátt á lí
verið að ræða en straumu
aftur á línuna einum hálf
síðar.
Alvarleg bilun varð í
Brennimelslínu þegar tur
ilsnesi, í innanverðum H
brotnaði undan veðurofsa
það fór út skáli 2 hjá Nor
einnig fóru úr rekstri alla
virkjun OR á Hellisheiði.
Nils Gústavssonar, deild
kerfisstjórnunar hjá L
var í gærkvöldi ekki búið
við línuna en þrátt fyrir
engin röskun á afgreiðslu
til viðskiptavina.
bátar urðu fyrir tjóni. Þá fauk
söluskúr ÍA á Jaðarsbökkum til,
hreinlega tókst á loft í einni hvið-
unni og fór þrjár veltur áður en
hann staðnæmdist og björgunar-
sveitarmenn gátu fest hann niður.
Þrjú hundruð fermetra skemma
tókst jafnframt á loft og lenti
harkalega á vinnusvæði við Vest-
urgötu á Akranesi. Hún er gjör-
ónýt.
Á Ísafirði fauk lítil skúta sem
var á kerru við Sundahöfn. Þegar
að henni var gætt í gærmorgun
sáust engin ummerki um skútuna
og hófst þegar víðtæk leit. Um há-
degisbil fannst skútan svo í Skut-
ulsfirðinum og hafði því fokið all-
langa leið. Stefnt var að því að hífa
hana upp fyrir kvöldið.
Bilanir hjá Landsneti
Veðrið olli ekki aðeins vand-
kvæðum vegna foks lausamuna því
alvarlega bilanir og rekstrartrufl-
Mikið tjón af völ
veðurofsa á SV-l
Fauk Mildi þykir að enginn slasaðist þegar þak fauk af Austurbæ
Morgunbl
Fallið Tré rifnuðu upp með rótum í óveðrinu, m.a. þetta sem loka
Fjólugötunni í gærmorgun. Það var fjarlægt áður en langt um le
FJÖLMARGAR tilkynningar bárust lögreglu í fyrri-
nótt um lausamuni sem fuku til og frá. Ein tilkynn-
ingin kom frá hjólhýsiseiganda í Grafarholti sem fann
hjólhýsi sitt vafið utan um ljósastaur. Hann telur að
það hafi fokið um 60 metra áður en það hafnaði á
staurnum.
Eiginkona Hróars Björnssonar vakti hann á þriðja
tímanum með þeim fréttum að hjólhýsið væri horfið.
Hún hafði vaknað við að kista sem innihélt fjaðra-
dýnu fjölskyldunnar fauk yfir sólpallinn og yfir í
næsta garð. „Þá sér hún að hjólhýsið er horfið og kall-
ar á mig. Ég hélt fyrst að því hefði verið stolið því það
voru engin ummerki. Það var ekki fyrr en ég fór út á
bílaplan að ég sá að það hafði fokið á ljósastaurinn,“
segir Hróar sem var í þrjá og hálfan tíma að hreinsa
upp brakið en það dreifðist víða. „Björgunarsveitin
var kölluð til og það voru á milli tíu og tuttugu menn
sem aðstoðuðu mig með stærstu bitanna, sem settir
voru upp á vörubílspall. Ég sá svo um að klára hreins-
unina, svo að skólastarf gæti hafist á réttum t
Hjólhýsið hafnaði á ljósastaur við körfuboltav
Ingunnarskóla, tættist í sundur og dreifðist y
skólalóðina. Hróar segir að skólakrökkum sem
hans sáu í gærmorgun hafi verið skemmt – ho
ekki.
Hélt að hjólhýsinu
hefði verið stolið
Ljósmyn
Undirvagn Lítið var eftir af hjólhýsinu eftir ó