Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 29 Höfuðborgarsvæðið Um 150 hjálparbeiðnir bárust lögreglu og Slysavarnafélaginu Lands- björg. Fyrstu beiðnirnar bárust um miðnætti og fjölgaði ört. Meðal verkefna voru fjúkandi ruslatunnur, oltnir gámar, brotn- ar rúður, laus þök, fallnar girð- ingar og brotnir staurar. Einnig fuku hjólhýsi til. Meðal þess sem fauk voru þrjár höggmyndir Hallsteins Sig- urðssonar sem voru í Gufunesi. Myndirnar fuku marga tugi metra og segir Hallsteinn að það sé undarlegt í ljósi þess að þær taki ekki á sig vind, séu í sjálfu sér járnrimlar. Hann er með 24 höggmyndir á svæðinu. Suðurnes Ein af vélum Iceland Express skemmdist nokkuð þeg- ar togbíll IGS-flugþjónustunnar fauk á skrokk hennar á Kefla- víkurflugvelli. Um er að ræða milljónatjón, en flugáætlun rask- aðist ekki mikið vegna óhapps- ins. Af öryggisástæðum var vélin tekin úr umferð og fengin auka- vél. Borgarnes Hluti húsþaks við Eg- ilsgötu fauk og skemmdir urðu á ellefu bifreiðum við sömu götu. Vinnupallar fuku frá nýbyggingu og þakið á Bónus var farið að losna, en björgunarsveit- armönnum tókst að fergja það. Þá eyðilagðist helmingur fjár- húsa á bænum Munaðarnesi í Stafholtstungum. Hætt var að nota fjárhúsin en þau voru byggð um miðja síðustu öld. Akranes Bárujárnsplötur fuku víðsvegar og aðrir lausamunir, s.s. fiskikör og ruslafötur. Um tvöleytið fauk söluskúr ÍA og skemmdist mikið. Um fjögur- leytið splundraðist kerrugeymsla við verslun Krónunnar og skilti fauk af verslun BT. Við hest- húsin við Æðarodda hafði hluti þaks eins hússins fokið af og hluti af öðru var laus. Vestfirðir Á bænum Melum I í Árneshreppi losnaði þakklæðn- ing og þakjárn rifnaði af nánast öllum öðrum helmingi þaksins. Skepnur sem inni voru sakaði ekki. Á Ísafirði fuku fiskikör til og laus aftanívagn fauk um 500 metra áður en hann endaði á ljósastaur. Einnig fauk til bygg- ingarefni og -pallar. Þá fauk skúta sem var á kerru við Sunda- höfn, fannst hún síðar í Skutuls- firði. Ýmis verk- efni björg- unarsveita Í tilkynn- gir að kl. hamralína ingum að stöðinni í auk þess í einum firði. Tal- num hafi ur komst fum tíma 220 kV rn í Þyr- Hvalfirði, num. Við rðuráli og ar vélar í Að sögn darstjóra andsneti, ð að gera það var u raforku ldum landi Morgunblaðið/Júlíus æjarskóla. Bifreiðin undir er hins vegar ónýt. laðið/Golli aði eið. tíma.“ völl yfir m til onum nd/Hróar óveðrið. MIKLAR annir eru hjá starfsfólki Vinnumálastofnunar við að gefa út vottorð um áunninn atvinnuleysis- bótarétt erlendra verkamanna sem nú eru að ljúka vinnu hér og snúa aftur til síns heimalands. Þannig kom í fyrradag fullur pappakassi með umsóknum frá starfsfólki Bectel sem er að ljúka frágangi við álver Alcoa. Það sem af er ári eru komnar meira en fjórfalt fleiri um- sóknir en verið hefur og er meira en helmingur þeirra óafgreiddur. Starfsfólkið sem er að snúa heim óskar gjarnan eftir staðfestingu Vinnumálastofnunar á áunnum réttindum hér, til dæmis til þess að geta fengið aukinn rétt til atvinnu- leysisbóta í heimalandi sínu, ef á þarf að halda. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að slíkar beiðnir komi í stórum bunkum þessa dagana og aðeins sé farið að safnast upp. Töluverð handavinna sé við afgreiðsluna. Til dæmis þurfi að fá staðfestingu frá skattyfirvöldum um tímafjölda og fleira. Betra ástand í Póllandi Að sögn Jóngeirs Hlinasonar hjá Vinnumálastofnun voru gefin út 900 vottorð fyrstu ellefu mánuði ársins, eða um tvöfalt fleiri vottorð en gef- in hafa verið út á ári síðustu árin. 1100-1200 umsóknir til viðbótar eru óafgreiddar, þar af 700 umsóknir úr kassanum frá Bectel. Verið er að setja fleira fólk í þetta verk hjá Vinnumálastofnun en ljóst er að það tekur einhverjar vikur að ljúka útgáfu vottorðanna. Erlenda verkafólkið fær vottorðin í pósti. Margir Pólverjar hafa verið við vinnu við Kárahnjúka og í Reyðar- firði en einnig fólk frá fjölda ann- arra landa. Gissur segir að auk þess sem verkum sé að ljúka við fram- kvæmdirnar fyrir austan hafi margir pólskir verkamenn og iðn- aðarmenn í byggingariðnaði þann háttinn á að taka sér langt frí um jól og áramót og komi ekki aftur hing- að til vinnu fyrr en undir lok janúar. Ekki er að sjá að þeir Pólverjar sem hér eru að ljúka verkefnum þurfi að örvænta um sinn hag því efnahagur Póllands hefur verið á miklu skriði. Margir Pólverjar hafa sótt vinnu til annarra Evrópu- landa og er nú svo komið að heima- fyrir er skortur á vinnuafli í ýms- um greinum og mismunur á launum þar og í öðrum löndum hef- ur minnkað. Hafa ekki undan að gefa út evrópsk atvinnuvottorð Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Verklok Hverjum verkþættinum á fætur öðrum lýkur við framkvæmd- irnar á Austurlandi og tiltölulega fáir menn eftir miðað við það sem var. Í HNOTSKURN »Vinnumálastofnun gefur útsamevrópsk vottorð, E-301, um réttindi sem erlent verka- fólk hefur áunnið sér hér á landi. Geta réttindin nýst því til viðbótarréttinda við atvinnu- leysi í heimalandi þess. »Vinnumálastofnun hefurgefið út 370 til 500 vottorð á ári. Það sem af er þessu ári hafa verið gefin út 900 vottorð og annar eins fjöldi umsókna og ríflega það er óafgreiddur. »Ekki þurfa nærri allir aðnota vottorðin enda hefur atvinnuástandið farið batnandi í Póllandi. FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is FARI svo að Ísland taki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna starfsárin 2009-2010 liggur fyrir að Íslendingar yrðu með formennsku í ráðinu strax í janúar 2009, á fyrsta mánuði setu okkar þar. Þetta er heilmikið verkefni, enda fellur í skaut formennskuríkisins að stýra fundum ráðsins og taka þátt í undirbúningi dagskrár þess. Formennska í öryggisráðinu skiptist milli ríkjanna fimmtán sem sitja í öryggisráðinu á hverjum tíma og sinna þau verkefninu mán- uð í senn. Formennskan færist á milli í stafrófsröð og ef sú dagskrá er skoðuð fram í tímann og ef Ís- landi tækist að tryggja sér annað af tveimur sætum í ráðinu, sem kosið verður um í október á næsta ári, er ljóst að Ísland færi með for- mennsku í janúar 2009, sem fyrr segir. Þetta þýðir að menn þurfa að undirbúa sig vel á þeim tveimur mánuðum rúmum sem líða frá því að kosið er í október og þar til starfsárið 2009 hefst. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, segir að utan- ríkisþjónustan muni á þessum tíma – og raunar allan þann tíma sem Ís- land ætti sæti í öryggisráðinu – þurfa að sýna sveigjanleika, allir muni þurfa að leggja sitt af mörk- um og átta sig á því að áherslur ut- anríkisþjónustunnar hafi breyst tímabundið, dregið verði úr um- svifum á öðrum sviðum. Ekki svartsýnn á möguleikana Ríkið sem fer með formennsku í ör- yggisráðinu fær raunar aðstoð embættismanna SÞ og Grétar Már segir því ekki ástæðu til að kvíða verkefninu. Þvert á móti verði það afar spennandi. Fyrst þurfi þó að ná settu marki, þ.e. tryggja Íslandi sætið í ráðinu en Íslendingar etja kappi við Austurríki og Tyrkland um tvö sæti, sem í boði eru. Fram kom í Morgunblaðinu í vor að meira en 100 ríki hefðu þegar heitið Íslandi stuðningi í atkvæða- greiðslu vegna kosninganna, en hún fer fram í allsherjarþingi SÞ þar sem öll 192 aðildarríkin hafa at- kvæðisrétt. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að loforðum um stuðning hafi fjölgað töluvert. Stuðning tveggja þriðju aðildar- ríkja SÞ þarf til að ná kjöri, oftast er miðað við atkvæðatöluna 128 í þessum efnum en sú tala er þó ekki heilög því að ekki er alltaf öruggt að allir taki þátt í atkvæðagreiðsl- unni og það kann að hafa áhrif á hversu mörg atkvæði menn þurfa á kjördag til að ná kjöri. Hitt er þó mikilvægara, að reynslan af fyrri atkvæðagreiðslum vegna kjörs í öryggisráðið sýnir að brottfall er jafnan mikið, gjarnan á bilinu 20–30%; þ.e.a.s. öllum er full- ljóst að ekki er á endanum staðið við öll fyrirheit, ekki öll atkvæði skila sér í kassann á kjördag. Af þeim sökum hætta menn ekki að reyna að afla framboði stuðnings þó að 128 loforða markinu sé náð. Grétar Már segist ekki vera svartsýnn, Ísland eigi möguleika í þessari baráttu. Róðurinn verði þó klárlega afar erfiður, Austurríki og Tyrkland séu mjög öflugir keppi- nautar, hafi víðtækt net sem komi þeim til góða. Framundan sé strembin barátta og menn muni ekki unna sér hvíldar fyrr en yfir lýkur. Framboðsmálin verða helsta viðfangsefnið á árlegri sendiherra- stefnu hér heima á Íslandi nú um jólin. „Íslensk utanríkisþjónusta er að stilla saman strengi sína eins og hún getur. Það er metnaðarmál allra í utanríkisþjónustunni að vel takist til í þessum efnum,“ segir Kristín A. Árnadóttir, sem stýrir kosningabaráttu Íslendinga. Yrðum í forsæti öryggis- ráðsins strax í upphafi AP Lykilhlutverk Öryggisráðið ber meginábyrgð á því skv. stofnsáttmála SÞ að friður og öryggi ríki í heimi hér. Í HNOTSKURN »Ísland sækist eftir sæti í ör-yggisráðinu starfsárin 2009- 2010. Tvö sæti eru í boði í þeim ríkjahópi sem Ísland tilheyrir hjá SÞ og keppa þrjú lönd um þau, Ísland, Austurríki og Tyrk- land. »Fimmtán ríki eiga sæti í ör-yggisráðinu á hverjum tíma, tíu ríki sem kjörin eru til tveggja ára setu í senn og svo fimm fasta- ríki; Kína, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. »Ísland hefur aldrei áður sósteftir sæti í öryggisráðinu. Ákvörðun um að bjóða fram var hins vegar tekin 1998 og njótum við stuðnings Norðurlandaþjóð- anna í baráttunni, um norrænt framboð er að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.