Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Góður próteingjafi fyrir unga sem aldna. Wheat grass Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SVIFRYK hefur mælst yfir heilsu- verndarmörkum 28 daga á þessu ári á Akureyri, en skv. reglum má svif- ryk í mesta lagi fara yfir þau mörk í 23 daga á árinu. Ástandið var við- unandi í september og október en síðan seig mjög á ógæfuhliðina. Svifryk hefur síðustu ár verið meira vandamál á Akureyri en í Reykjavík. Allt árið 2006 fór það t.d. 29 daga yfir heilsuverndarmörk í höfbuðborginni, nákvæmlega jafn- marga daga og leyfilegt var skv. reglugerð Evrópusambandsins. Á Akureyri var einungis mælt í níu mánuði af tólf en engu að síður fór svifrykið þar 48 daga yfir umrædd mörk í fyrra. Reglugerð ESB hefur breyst síð- an og mun raunar breytast árlega á næstunni; dögum fækkar sem svif- rykið má fara yfir heilsuverndar- mörk. Árið 2010 verður leyfilegur hámarksfjöldi kominn niður í sjö daga auk þess sem leyfilegt hámark ársmeðaltals verður lækkað mikið. Heilsuverndarmörkin miðast við 50 míkrógrömm svifryks á rúm- metra að meðaltali yfir sólarhring; það hæsta sem mældist á Akureyri í nóvember var 238 og næsthæsta tal- an var 190. Meginástæður svifryks er útblást- ur frá bifreiðum og malbik og notkun nagladekkja, sem er mun meiri á Ak- ureyri en syðra. Það liggur í hlut- arins eðli að mengun er mun minni en ella þegar snjór hylur jörð; þegar snjólétt er og margir bílar á negldum hjólbörðum er ástandið ekki gott. Forráðamenn bæjarins reyna að draga úr mengun og þess ber að geta að ástandið í ár en töluvert betra en í fyrra; á sama tíma á síðasta ári hafði svifryk mælst yfir heilsuverndar- mörkum 41 dag, en 28 nú. Jón Birgir Gunnlaugsson, verk- efnastjóri umhverfismála hjá Akur- eyrarbæ, segir reynt að draga úr sandburði eins og hægt er um þessar mundir, en í klakatíð sé það erfitt. Jón Birgir segir að í raun hafi verið búist við verri niðurstöðu úr nýjustu svifryksmælingum, en stóraukinn þvottur á götum hafi hugsanlega orðið til þess að ekki fór verr. „Okkar vinnubrögð í dag eru þau að stórauka gatnahreinsun, að draga úr sandburði eins og mögulegt er ásamt því að prófa saltblandaðan sand,“ segir Jón Birgir. Svifrykskvótinn búinn og vel það Morgunblaðið/Skapti Í HNOTSKURN »Svifryk er örsmáar agnir íandrúmsloftinu. Það er að mestu leyti til komið vegna út- blásturs frá bifreiðum og mal- biks sem spænist upp vegna akst- urs á nagladekkjum. Svifryk getur haft slæm áhrif á fólk með öndunarfæra- eða hjarta- sjúkdóma, eldri borgara og börn. Rykið jókst mikið með nagladekkjunum ILMANDI pönnukökulykt lagði um verslun Pennans í göngugötunni í fyrradag þegar Álftagerðisbræður sungu þar. Sævar Sigurðsson versl- unarstjóri stóð við pönnuna og bak- aði í gríð og erg og fórst það vel úr hendi. Brimar Jörvi, 6 ára, var einn þeirra sem þáðu pönnsu en hún var dálítið heit, þannig að Ósk Jórunn, móðir hans, kom stráksa til hjálpar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ilmandi Pennapönnsur LÖGREGLA fann töluvert magn af efni, sem talið er steratöflur, við húsleit hjá ungum manni á Akureyri í fyrradag. Í vikunni hefur einnig fundist nokkuð af fíkniefnum í bæn- um. Bifreið var stöðvuð í úthverfi bæj- arins aðfaranótt þriðjudags vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þrír pilt- ar um tvítugt voru í bifreiðinni og við leit í henni og á þeim kom í ljós að tveir þeirra voru með nokkur grömm af kannabisefnum í fórum sínum auk tækja og tóla til fíkniefna- neyslu. Þremenningarnir voru hand- teknir og færðir til yfirheyrslu og látnir lausir að því loknu og telst málið upplýst. Á miðvikudag var svo ungur mað- ur handtekinn með 16 grömm af ætl- uðu amfetamíni í fórum sínum. Í framhaldi af því var gerð leit á heim- ili hans og fundust þar 458 ætlaðar steratöflur og þrjár ambúlur; sterar í fljótandi formi. Fundu fíkniefni og stera SJÓPRÓF vegna óhappsins þegar flutningskipið Axel strandaði við Hornafjörð um daginn fer fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í dag. Þá hefur verið ákveðið, að sögn Bjarna Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Dregg Shipping, sem gerir Axel út, að gert verði við skipið í Slippnum Akureyri ehf. Hann reiknar með að verkið taki einn og hálfan mánuð. Sjópróf vegna Axels í dag Egilsstaðir | Bæjarstjórn Fljóts- dalshéraðs hefur samþykkt fjár- hagsáætlun fyrir árið 2008. Áætl- unina einkennir að útsvarstekjur lækka þar sem starfsmenn við Kárahnjúka flytjast úr sveitarfé- laginu, auk þess sem miklar fjár- festingar verða í sveitarfélaginu á árinu. Gert er ráð fyrir að útsvar- stekjur næsta árs verði rúmlega 1200 milljónir og nemur sam- dráttur um 200 milljónum. Þar hefur íbúaþróun sitt að segja enda reiknað með að með þeim fækki frá 4644 manns í lok síðasta árs í um 3750 nú í árslok. Útsvarstekjur Fljótsdalshéraðs um 1200 milljónir AUSTURLAND Reyðarfjörður | Bechtel hefur nú lokið byggingu álversins á Haga í Reyðarfirði og afhenti Alcoa Fjarðaáli það með formlegum hætti í gær. Áætlaður framkvæmdatími stóðst og kostnaðaráætlun hefur haldið. Bechtel og íslenska verk- fræðisamsteypan HRV hönnuðu og reistu álverið og er það stærsta einkaframkvæmd á Íslandi til þessa. Skóflustunga var tekin að framkvæmdinni 8. júlí árið 2004 og framkvæmdir hófust í október. Ál- verið hóf framleiðslu í apríl sl. og það var formlega vígt í júní. Donald Cameron, byggingar- stjóri Bechtel, og Warren McKen- zie, verkefnisstjóri f.h. Alcoa, sögðu við afhendingu álversins í gær að vel heppnuð framkvæmdin væri því dugmikla fólki sem kom að verk- efninu að þakka. „Þetta hefur verið mikið verkefni og stór áskorun, ekki síst í hinu íslenska landslagi og uppskeran ríkuleg.“ Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarða- áls, segir væntingar bæði Alcoa og Bechtel hafa verið miklar til örygg- is- og umhverfisþátta við fram- kvæmdina og þær hafi að fullu gengið eftir. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Að skilnaði Tómas Már Sigurðsson gaf þeim Donald Cameron og Warren McKenzie að skilnaði ljósmynd af álverinu og bók um list Kjarvals. Álverinu skilað til réttra eigenda Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Verklok Byggingaraðilar glöddust yfir verklokum við álver Alcoa. Egilsstaðir | Í gær afhenti Skóg- ræktarstöðin Barri Jóni Loftssyni skógræktarstjóra ársgamlar sitka- greniplöntur, sem verða þær fyrstu til að fara í nýja og fullkomna 4000 rúmmetra frystigeymslu fyrirtæk- isins í nýrri aðstöðu fyrirtækisins skammt utan við Fellabæ á Fljóts- dalshéraði. Skógræktarstjóri mun sækja plöntukassann í frysti- geymsluna í vor og gróðursetja græðlingana. Síðustu plöntunum var plantað í gróðurhúsi Barra á Egilsstöðum í mars sl., en nú flyst öll starfsemin yfir Lagarfljót þar sem aðstaðan verður mjög fullkom- in. Búið er að reisa þar tvö 2000 fermetra gróðurhús, frysti- og kæligeymslu, aðstöðuhús, pökkun- ar- og sáningaraðstöðu og skrif- stofu- og starfsmannahús. Þrjú rúmlega 2000 fermetra útisvæði, hvert, eru á svæði Barra, þar af eitt með nýtísku skyggingar- og frostvarnarbúnaði. Því er hægt að breiða yfir plöntur með hægu móti til að varna skemmdum og segir Skúli Björnsson, framkvæmda- stjóri Barra, allan búnað vera af fullkomnustu gerð og aðstöðu Barra nú þá bestu í greininni hér- lendis og þó víðar væri leitað. Barri er nú stærsta ræktunarstöð landsins. Að frysta plöntur í kassa sem hægt er að planta beint úr er nýlunda og meiningin að geyma allt að 2 milljónum plantna í frosti á hverjum tíma. Fullkomnasta skóg- ræktarstöð landsins Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Plöntur í frost Skúli Björnsson og Jón Loftsson í frystigeymslu Barra. Reyðarfjörður | Bechtel og Alcoa af- hentu sl. mánudag Slökkviliði Fjarðabyggðar búnað af ýmsu tagi sem mun koma sér vel fyrir nýtt at- vinnuslökkvilið Fjarðabyggð- ar. Það er nú að koma sér fyrir í nýrri öryggismiðstöð við Mjóeyr- arhöfn. Húsið er tæplega 1100 fer- metrar, nánast fullbúið og verið að ganga frá síðustu innréttingum, síma- og tölvukerfum. Reglulegar vaktir hófust í apríl á þessu ári og þjálfun starfsmanna er í fullum gangi. Alls eru 14 slökkviliðsmenn í atvinnuliðinu en í slökkviliði Fjarða- byggðar eru alls 70 menn. Auk þess eru svo 50 menn í hlutastarfi hjá slökkviliði Alcoa Fjarðaáls en þeir fá sína þjálfun hjá Slökkviliði Fjarða- byggðar. Náin samvinna er á milli þessara liða skv. sérstökum samn- ingi sem undirritaður var á árinu. Alcoa og Bechtel afhenda atvinnuslökkviliði búnað ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.