Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ HEFUR verið ákveðið að
byggja skuli 2+2 vegi út frá höf-
uðborgarsvæðinu annars vegar til
Selfoss og hins vegar til Borgarness.
Ég skil þá málið þannig að þetta sé
eindreginn vilji rík-
isstjórnar, þingmanna
og sveitarstjórn-
armanna á Suðurlandi
og á Vesturlandi ásamt
mörgum öðrum sem
vilja bætt umferðarör-
yggi. Það er vel skilj-
anlegt að fólk vilji taf-
arlausar úrbætur á
þessum vegum vegna
þeirra tíðu slysa sem
hafa orðið á þeim. Þessi
ákvörðun er þó í blóra
við tillögur Vegagerð-
arinnar sem hefur lagt
til að byggður verði 2+1 vegur og
hefur nú þegar látið hanna sjö kíló-
metra kafla í Svínahrauni sem 2+1
veg. Nú er fyrirséð að kasta þarf
þessari hönnun. Vegagerðin er sjálfri
sér samkvæm því framkvæmdir í
vegagerð eiga samkvæmt mark-
miðum samgönguáætlunar að byggj-
ast á arðsemi þar sem tekið er tillit til
alls vegakerfisins. Sé einnig litið til
umferðaröryggisáætlunar stjórn-
valda er eitt af markmiðum hennar að
fjármagn sé nýtt þannig að það skili
sem mestri arðsemi hvað varðar
fækkun slysa. Hér verður ekki annað
séð er þessi tvö markmið séu þver-
brotin og samgönguráðuneytið ætli
sér að ráðstafa miklu fjármagni í
beinni þversögn við þau markmið
sem það sjálft stendur fyrir. En hvers
vegna taka stjórnvöld ákvörð-
unarvaldið af Vegagerðinni sem á að
taka alla tæknilegar ákvarðanir. Því
er erfitt að svara og er rétt að þau séu
spurð að því og rökstyðji þessa
ákvörðun sína.
Það virðist sem tvær ástæður liggi
að baki þeirri ákvörðun að byggja
2+2 vegi. Í fyrsta lagi bætt umferð-
aröryggi og í öðru lagi aukin afkasta-
geta.
Lítum þá fyrst á um-
ferðaröryggið. Sýnt
hefur verið fram á að
umferðaröryggi 2+1
veganna er næstum því
jafngott og 2+2 veg-
anna Framkvæmdatími
við gerð 2+2 veganna
er mjög langur og þar
er bæði um að ræða
langan undirbúnings-
tíma og framkvæmda-
tíma. Það þarf að fara
með þessar fram-
kvæmdir í umhverf-
ismat og kaupa upp dýr
lönd undir vegina. Framkvæmdatími
2+1 veganna er mun skemmri og
undirbúningstími er stuttur þar sem
ekki þarf að gera umhverfismat og
ekki þarf að kaupa lönd. Hægt væri
að bjóða strax út fyrstu fram-
kvæmdir við Suðurlandsveg. Laus-
lega má gera ráð fyrir því að fram-
kvæmdatími 2+2 veganna verði
minnst tvisvar sinnum lengri ef ekki
þrisvar sinnum. Sé gert ráð fyrir að
framkvæmdatími 2+2 veganna verði
12 ár en 2+1 veganna 6 ár væri hægt
að koma í veg fyrir allt að 20 mjög al-
varleg slys eða banaslys með því að
byggja 2+1 vegi. Hvað varðar af-
kastagetu hefur verið sýnt fram á það
að 2+1 vegur nægir umferðinni mjög
vel næstu 25-30 árin.
Sé litið til kostnaðar við þessar
framkvæmdir mætti líklega spara um
15 milljarða sem mætti þá nota í önn-
ur brýn verkefni í vegakerfinu næstu
12 árin. Þannig mætti styrkja og
breikka umferðarmestu vegi lands-
ins, setja upp vegrið og laga umhverfi
þeirra. Það er því með ólíkindum að
stjórnvöld hafi tekið þessa ákvörðun
þar sem hún mun hafa það í för með
sér að fleiri munu slasast og látast en
ef tekin hefði verið sú ákvörðun að
byggja 2+1 vegi. Það er að vísu lúxus
að aka 2+2 veg með aðeins 6.000 bíla
að meðaltali á dag sem að því er ég
best veit finnst hvergi í öðru landi en
þá má spyrja, hvort kjósum við held-
ur lúxusinn eða 20 færri alvarlega
slasaða eða látna.
Að lokum óska ég eftir því að sam-
gönguráðuneytið upplýsi eftirfarandi:
1. Hvaða ástæður mæla með því að
byggja 2+2 vegi í stað 2+1 vegi til
Selfoss og Borgarness?
2. Telur ráðuneytið það réttlæt-
anlegt að fresta framkvæmdum með
því að byggja 2+2 vegi í stað 2+1
vegi?
3. Hvaða röksemdir eru fyrir því að
setja svona mikla fjármuni í 2+2 vegi
í staðinn fyrir 2+1 vegi þegar vega-
kerfið er að stórum hluta ófullkomið
hvað varðar m.a. breidd vega, burð-
arþol, umferðaröryggi o.fl.? Einnig er
hálkuvörn veganna mjög ófullnægj-
andi og veitir ekki af stórauknum
framlögum til þeirra mála.
2+2 vegir – lúxus sem kostar fórnir
Rögnvaldur Jónsson skrifar um
2+2 vegi til Selfoss og Borg-
arness
» Það er að vísu lúxusað aka 2+2 vegi með
aðeins 6.000 bíla/dag og
þá hvort við kjósum
heldur lúxusinn eða 20
færri alvarlega slasaða
eða látna
Rögnvaldur Jónsson
Höfundur er verkfræðingur.
SKAMMT er liðið frá því að utan-
ríkisráðherra fullyrti í frétt í Frétta-
blaðinu að Ísland væri ekki lengur á
hinum alræmda lista þeirra þjóða
sem studdu ólöglega
innrás ríkisstjórnar
Bandaríkjanna á Írak –
lista hinna vígfúsu
þjóða. Var sú fullyrðing
fagnaðarefni enda var
um óverjandi gjörning
að ræða þegar nafn
landsins var sett á
listann.
Í könnun Capacent í
ársbyrjun 2005 mældist
andstaðan við ákvörð-
unina vera 84%. Virðist
sú megna andstaða
endurspegla hversu
röng ákvörðun stuðn-
ingurinn var en eins og
Össur Skarphéðinsson
benti á í ágætri ræðu
þegar hann sat í stjórn-
arandstöðu þá var um
„að ræða einhvern
svartasta blettinn á ut-
anríkisstefnu íslenska
lýðveldisins og án efa er
það sá gerningur sem
mun lifa í minningu
þjóðarinnar og verða að
neðanmálsgrein í
mannkynssögunni um
þessa ríkisstjórn.“
Það voru því nokkur vonbrigði þeg-
ar í ljós kom að utanríkisráðherra fór
með staðlausa stafi. Engin formleg
beiðni hafði komið frá ráðherranum
um að fjarlægja nafn Íslands af list-
anum. Ísland er enn á listanum yfir
stuðningsaðila Íraksstríðs. Hvers
vegna ráðherrann fullyrti að Ísland
væri ekki lengur á listanum hefur
aldrei fengist útskýrt þrátt fyrir
beiðni um slíkar útskýringar m.a. frá
undirrituðum í grein í Fréttablaðinu
skömmu eftir yfirlýsingu Ingibjargar
Sólrúnar. Nú má vera að einhver mis-
skilningur hafa átt sér stað í þessu
máli. Til að mynda gæti verið að
blaðamaður Fréttablaðsins á þessum
tíma hefði misskilið ráðherrann um
stöðu málsins. Hver veit?
Slík útskýring verður samt því
ósennilegri í ljósi nýjustu yfirlýsinga
utanríkisráðherra um svokallað
fangaflug. Fyrir þá sem ekki þekkja
til málsins hefur komið í ljós að
Bandaríkjastjórn hefur flutt fanga í
leynifangelsi til landa þar sem réttar-
far er veikt og ekki þykir tiltökumál
þótt þeir séu pyntaðir. Allt er þetta
réttlætt með tilvísun í hið seinþreytta
orðfæri „stríðið gegn hryðjuverkum“.
Í því stríði gilda ekki lengur grund-
vallarréttindi manna og alþjóðasamn-
ingar sem eru brjóstvörn slíkra rétt-
inda eins og Genfarsáttmálinn eru
hundsaðir. Þetta og fleira var m.a. af-
hjúpað af laga- og mannréttinda-
nefnd Evrópuráðsins á dögunum
undir forystu svissneska þingmanns-
ins Dick Marty.
Í ljósi þessara ískyggilegu upplýs-
inga hafa ríkisstjórnir
ýmissa ríkja endur-
skoðað leyfi til lendinga
flugvéla Bandaríkja-
hers á sínu landsvæði
án þess að fullvíst sé að
ekki sé verið að flytja
fanga í fyrrnefnd leyni-
fangelsi. Á Alþingi
spurði formaður
Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs um
tilhögun slíkra mála hér
á landi enda hefur her
Bandaríkjastjórnar
lendingarleyfi hér. Í
svari sínu sagði utanrík-
isráðherra að „pynt-
ingar eru mjög alvar-
legur glæpur og ég hef
því í hyggju að láta
skoða með hvaða hætti
er hægt að auka eftirlit
með loftförum sem hér
millilenda, horfa sem
sagt til framtíðar í
þessu máli. Utanrík-
isráðuneytið hefur þeg-
ar tekið frumkvæði að
því að þetta mál verði
skoðað af hlutaðeigandi
ráðuneytum og farið
inn í þær vélar sem bera þessi flug-
númer þegar þær lenda hér.“
Stuttu síðar birtist fréttatilkynning
á vefsíðu utanríkisráðuneytisins þess
efnis að nákvæm leit hefði farið fram í
flugvél á vegum ríkisstjórnar Banda-
ríkjanna og í ljós hefði komið að ekki
hefði verið um fangaflug að ræða. Í
fréttatilkynningunni segir svo:
„Fram er komið og staðfestist í til-
viki vélarinnar N5025, að íslensk
stjórnvöld sýna sérstaka árvekni við
leit í flugvélum sem bera tiltekin
þekkt flugnúmer eða eru á annan hátt
sambærilegar þeim vélum sem meint
er að hafi verið notaðar til að flytja
fanga með hætti sem stríðir gegn al-
þjóðlegum mannréttindalögum. Ut-
anríkisráðuneytið mun áfram fylgjast
með starfi alþjóðastofnana eða ein-
stakra ríkja til að upplýsa meint ólög-
mætt fangaflug. Samráði sem þegar
er hafið við dómsmálaráðuneyti og
samgönguráðuneyti verður haldið
áfram eftir því sem efni reynast til.“
Ekki leið sólarhringur þangað til
samstarfsmaður Ingibjargar Sól-
rúnar í ríkisstjórn leiðrétti efni þess-
arar fréttatilkynningar. Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra sagði
að samstarf vegna fangaflugs hefði
ekki átt sér stað milli dómsmálaráðu-
neytis og utanríkisráðuneytis, að leit-
að hefði verið í flugvélinni vegna þess
að hún hefði verið að koma frá svæði
utan Schengen-svæðisins og því væri
um hefðbundið eftirlit að ræða og
loks að eftirlit með fangaflugi væri
óbreytti – semsé ekki neitt. Þessar
skýringar dómsmálaráðherrans voru
svo staðfestar af Jóni H.B. Snorra-
syni, aðstoðarlögreglustjóra höf-
uðborgarsvæðisins, og Karenu
Bragadóttur, forstöðumanns tolla-
sviðs hjá Tollstjóranum í Reykjavík, í
fréttum RÚV. Á heimasíðu dóms-
málaráðherra var síðan hnykkt á því
að „[u]tanríkisráðuneytið á raunar
ekki aðild að landamæravörslu heldur
embættismenn á vegum dóms- og
kirkjumálaráðuneytis og fjár-
málaráðuneytis.“
Hvers vegna Ingibjörg Sólrún kýs
að senda út fréttatilkynningar sem í
reynist alvarlegar rangfærslur um
jafn ógeðfellda hluti og stríðsyfirlýs-
ingar, fangaflug og pyntingar er ráð-
gáta. Það er allavega von undirritaðs
að einhver útskýring reynist á því
önnur en að um pólitískt spunaleikrit
sé að ræða.
Fangaflug og utan-
ríkisráðherra
Huginn Freyr Þorsteinsson
skrifar um fangaflug og misvís-
andi yfirlýsingar ráðherra
» Í ljósi þess-ara ískyggi-
legu upplýsinga
hafa ríkisstjórn-
ir ýmissa ríkja
endurskoðað
leyfi til lendinga
flugvéla Banda-
ríkjahers á sínu
landsvæði …
Huginn Freyr
Þorsteinsson
Höfundur er heimspekingur.
Setjið aldrei servéttu
utan á kerti
Munið að slökkva
á kertunum
i l
Slökkvilið Höfuðborgar-
svæðisins