Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Geir HelgiGeirsson yfir-
vélstjóri fæddist í
Reykjavík 18. des-
ember 1953. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi 1.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
hans eru Geir Jó-
hann Geirsson, f.
31. október 1917,
d. 2. ágúst 2005, og
Eybjörg Sigurðar-
dóttir, f. 10. apríl
1926. Systkini
Geirs eru Nína, f. 1. maí 1946,
Þorvaldur, f. 13. október 1952,
Lovísa, f. 21. janúar 1956 og
Valgerður, f. 16. maí 1962.
Geir kvæntist 6. nóvember
1982 Helgu Guðjónsdóttur, f. 25.
desember 1959. Helga er dóttir
Guðjóns Haraldssonar, f. 29.
mars 1938, og Nínu Schjetne, f.
27. september 1942. Börn Geirs
og Helgu eru: 1) Guðjón Reyr
Þorsteinsson, f. 18. september
1978, 2) Eybjörg Geirsdóttir, f.
5. mars 1982, sam-
býlismaður Tómas
Haukur Richards-
son, f. 19. mars
1976, sonur þeirra
er Alexander Aron,
f. 10. apríl 2004, 3)
Nína Björk Geirs-
dóttir, f. 4. október
1983, sambýlis-
maður Pétur Óskar
Sigurðsson, f. 8.
ágúst 1979, 4) Geir
Jóhann Geirsson, f.
20. ágúst 1993.
Geir gekk í Mela-
skóla og Hagaskóla og loks í
Vélskóla Íslands þar sem hann
útskrifaðist sem vélstjóri árið
1975. Hann stundaði verknám í
vélsmiðjunni á Þingeyri og vann
síðan lengst af sem vélstjóri hjá
Eimskip fyrst í sumarafleys-
ingum frá 1972 og síðan sem
fastráðinn starfsmaður frá
1976.
Útför Geirs verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Elsku pabbi.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar.
Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn.
Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund.
Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var.
Æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson)
Synir þínir.
Elsku pabbi minn, aldrei hefði ég
trúað að þetta hefði átt eftir að koma
fyrir þig, hvað þá að þú ættir eftir
svona stuttan tíma með okkur. En ég
vil trúa því að afi hafi þurft meira á
þér að halda en við hin. Ég sé ykkur
fyrir mér sitja og spjalla því þið vor-
uð svo líkir á allan hátt.
Elsku pabbi, ég er svo þakklát fyr-
ir að hafa fengið að vera hjá þér þeg-
ar þú kvaddir þennan heim, að hafa
fengið að strjúka þér um höfuðið og
finna fyrir kyrrðinni í herberginu
þegar þú þurftir ekki að berjast
lengur og varst ekki kvalinn.
Þú ert yndislegur pabbi, sem
hjálpaðir mér með svo margt og
kenndir mér ótal margt. Ég er svo
þakklát fyrir allar minningarnar sem
ég ber í brjósti mér og sem ég mun
getað hlýjað mér við.
Elsku pabbi, þakka þér fyrir að
vera svona góður afi, litli afastrák-
urinn þinn spyr um þig á hverjum
degi og ég mun sjá til þess að hann
gleymi þér aldrei. Við munum halda
áfram að kveikja upp í fallega arn-
inum þínum eins og þið tveir gerðuð
svo oft saman.
Elsku pabbi minn, ég veit að þú
ert hjá okkur og munt halda áfram
að hugsa um okkur eins og þú hefur
alltaf gert svo ólýsanlega vel.
Þín dóttir
Eybjörg.
Elsku pabbi minn.
Ekki átti ég von á því að þurfa að
kveðja þig svona snemma. Ég trúði
því allan tímann sem þú varst veikur
að þér myndi batna og þú barðist svo
vel og af svo mikilli hörku en maður
ræður víst ekki gangi lífsins og í dag
er ég fegin því að þú þurftir ekki að
þjást lengur.
Þú varst svo yndislegur og góður
pabbi, alltaf tilbúinn að gera allt fyr-
ir mig, hvort sem það var að laga bíl-
inn fyrir mig eða tengja nýju upp-
þvottavélina mína, þá komstu alltaf
strax og reddaðir hlutunum, enda
kunnirðu held ég nánast allt. Svo
varstu líka alltaf svo stoltur af mér
og af okkur öllum og ég er svo ánægð
að sumarið mitt gekk svona vel því
þú gast verið hérna til að njóta þess
með mér.
Ég sé það núna að allt sem ég
vann og gerði í sumar, það gerði ég
fyrir þig, pabbi.
Okkar yndislegustu og bestu
stundir saman voru fyrir hver jól
þegar við tvö vorum úti í garði að
hengja upp ljósin í aspirnar bakvið
hús og á þakskeggið. Þegar þú
hékkst utan í trjánum eða utan á
húsinu eins og brjálæðingur og ég
hló og hló að þér þegar þú flæktir þig
í seríunum eða varst nærri dottinn
úr trjánum.
Síðasta stund okkar saman áður
en þú fórst svo fljótt frá okkur, var
þegar ég, Eybí, Guðjón og Geir Jó-
hann hengdum upp fallegu jólaljósin
þín.
Þú varst orðinn of veikur til að
hengja þau upp sjálfur en samt sast
þú inni í stofu í stólnum þínum og
sagðir okkur hvaða sería átti að fara
hvert og hvernig við áttum að hengja
þær upp. Þú varst svo ánægður með
okkur þennan laugardag og ég er svo
glöð að við gátum átt þennan dag
saman og að þú fékkst að sjá fallega
garðinn þinn, sem þú varst svo stolt-
ur af, fullskreyttan og tilbúinn fyrir
jólin.
Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú
gafst mér og kenndir mér og eins og
stendur svo fallega á krossinum þín-
um, þá er minning þín ljósið í lífi okk-
ar allra.
Þín dóttir,
Nína Björk.
Elsku afi minn ég sakna þín
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þinn afastrákur
Alexander Aron Tómasson.
Geir Helgi Geirsson mágur minn
er látinn eftir stutta en snarpa bar-
áttu við krabbamein. Þetta voru ekki
úrslitin sem hann stefndi að, hann
ætlaði sér að sigrast á þessu meini
og halda áfram farmennsku með
skipsfélögum sínum á Dettifossi. En
það fór á annan veg og nú syrgjum
við öll góðan dreng.
Ég kynntist Geir fyrir fimmtán ár-
um þegar við Vala systir hans hófum
sambúð. Fljótlega varð mér ljóst að
þar var ekki aðeins einn mágur á
ferð heldur stór og samheldin fjöl-
skylda í Mosfellsbæ sem Geir hafði
kvænst inn í löngu fyrr. Fjölskylda
Geirs skiptist í Vesturbæjarhlutann,
þar sem voru foreldrar hans, systk-
ini, systkinabörn og frænkur, og svo
stóra og kraftmikla tengdafólkið í
Mosfellsbænum sem tók öllum vel
sem bættust í hópinn.
Geir Helgi var vélstjóri á skipum
Eimskipafélagsins lengst af á sínum
starfsferli eins og Geir heitinn faðir
hans. Líf farmannsins er ekki auð-
velt, hann er löngum stundum fjarri
fjölskyldunni í erfiðu og krefjandi
starfi. En svo voru góð frí á milli og
þau notaði Geir til að koma upp húsi í
Leirutanganum fyrir sig og fjöl-
skylduna. Og síðan var stöðugt verið
að dytta að og bæta. Það eina sem
tafði hann frá þeim verkefnum var
þegar hann missti sig í púsluspil af
stærri gerðinni.
Mig grunar að menn, eins og Geir,
sem eru langdvölum fjarri fjölskyldu
sinni, kunni betur að meta það sem
þeir eiga en við hinir sem tökum það
sem sjálfsagðan hlut að vakna á
hverjum morgni með konu okkar og
börnum. Geir var líka ákaflega stolt-
ur af öllum börnunum sínum. Þau
eru Guðjón Reyr sem Helga lagði
með sér í búið þegar þau tóku sam-
an, Geir Jóhann sem fermdist sl. vor,
Eybjörg sem hafði gefið honum
barnabarnið, hann Alexander Aron,
og Nína Björk sem er langt komin í
lögfræðinámi og varð Íslandsmeist-
ari í golfi sl. sumar. Ég sat með Geir
heima hjá Lovísu systur hans daginn
þegar síðasti hringurinn var leikinn í
Íslandsmótinu. Helga var á vellinum
að draga golfkerruna fyrir Nínu en
Geir var lasburða vegna lyfjameð-
ferðar og fannst betra að fylgjast
með í sjónvarpinu ásamt Vesturbæj-
arhluta fjölskyldunnar. Þetta voru
spennandi klukkustundir, Nína hafði
góða stöðu en fékk harða keppni frá
snjöllustu golfkonum landsins. Ég
gleymi ekki svipnum á föðurnum
þegar ljóst varð að titillinn var í höfn
á 18. holu, þreytan virtist horfin og
gamalkunnugt brosið ljómaði á and-
litinu.
Við Geir ræddum oft landsins
gagn og nauðsynjar, hann hafði
áhuga á samgöngum á sjó og landi og
ég þurfti að setja hann inn í nýjustu
tíðindi af vegamálum. Hann vildi
frekar hlusta og spyrja en að segja
sjálfur frá sínum högum. Ég man
þegar ég var að reyna að tosa upp úr
honum frásögn hans á því þegar
Dettifoss missti stýrið úti fyrir Aust-
fjörðum í janúar 2005 og þetta risa-
stóra skip var stjórnlaust þar til að-
stoð barst. Sú saga var eiginlega
afgreidd með tveimur stuttum setn-
ingum.
Missir okkar allra er mikill en
mestur þó þeirra Helgu konu hans
og Eybjargar móður hans. Það verð-
ur því verkefni okkar hinna að halda
utan um þær nú á erfiðum stundum.
Viktor Arnar Ingólfsson.
Í dag kveð ég góðan mann, hann
Geir Helga mág minn.
Ég kynntist Geir þegar ég var um
7 ára gamall, fyrir um 28 árum, þeg-
ar hann og Helga systir voru að
byrja saman. Hann bjó þá í Breið-
holtinu og var vélstjóri hjá Eimskip,
sem hann vann alla sína ævi hjá. Þau
Helga byrjuðu svo að búa í Mark-
holti 17 og svo byggðu þau sitt fal-
lega hús í Leirutanganum. Geir gat
gert allt, hvort heldur það var að
smíða, mála, eitthvað í sambandi við
rafmagn, það vafðist ekkert fyrir
honum. Bara að lesa „manualinn“ og
svo var byrjað.
Geir var alltaf heima þegar hann
var í landi, maður gat alltaf komið og
hitt hann heima. Fjölskyldan, heim-
ilið og garðurinn voru hans líf og
yndi. Á sumrin var hann með börn-
um sínum, ófáar stundir á golfvell-
inum, að draga fyrir þau og hvetja,
svo fór hann og bar út póstinn með
Helgu þegar hún vann þar, eða þá að
hann kom til okkar niður á verkstæði
að laga einhvern fjölskyldubílinn,
eða að smíða kerru, eða að safna eldi-
við í arininn. Hann var alltaf að gera
eitthvað þegar hann var heima og
svo núna seinni árin, eftir að afa-
strákurinn hans hann Alexander Ar-
on fæddist, þá voru þeir mikið saman
og miklir félagar.
Hann kom og fylgdist með mér við
húsbyggingu mína núna síðasta árið,
síðast bara nú í október, þá var hann
orðinn töluvert veikur. Hann barðist
við veikindi sín síðan nú í apríl, þá
nýbúinn að ferma son sinn, hann
Geir Jóhann.
Elsku Helga systir, Guðjón Reyr,
Eybí, Nína og Geir Jóhann, Guð gefi
ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
Einhvern tímann var sagt að þeir
dæju ungir sem guðirnir elska og
það á svo sannarlega um þig, Geir
minn.
Þinn mágur
Leifur Guðjónsson.
Okkur langar með nokkrum orð-
um að minnast elskulegs frænda
okkar, Geirs Helga. Fjölskyldan af
Hagamelnum hefur verið órjúfan-
legur hluti af tilveru okkar. Mikill
samgangur fjölskyldnanna skýrist af
veru ömmu Lovísu á heimili okkar
og daglegum samskiptum ömmu,
Eybíar og fjölskyldnanna beggja,
samskiptum sem enn í dag eru reglu-
leg og mikil.
Systkinin á Hagamelnum voru
samheldinn hópur og pössuðu upp á
hvert annað og gera enn. Snemma
beygðist krókurinn hjá Geir og strax
á unglingsárum var sjórinn farinn að
heilla hann. Í kjallaranum hjá afa og
ömmu á Brunnstígnum var t.d.
geymdur gúmmíbátur, við litla hrifn-
ingu ömmu. Bræðurnir og vinir
þeirra laumuðust svo niður í fjöru
með bátinn og eflaust hafa þetta oft á
tíðum verið miklar svaðilfarir. Geir
fetaði í fótspor föður síns og lærði í
smiðjunni á Þingeyri, fór í Vélskól-
ann og starfaði síðan hjá Eimskipa-
félaginu alla tíð.
Geir kynnist svo henni Helgu, sem
strax varð eins og hún hefði alltaf til-
heyrt fjölskyldunni. Geir og Helga
giftu sig, byggðu sér hús í Mosfells-
bænum og gerðu að heimili. Það var
ánægjulegt að fylgjast með hversu
ástfangin Geir og Helga voru alla tíð
og ánægð hvort með annað, heimilið
og börnin fjögur. Saman hafa þau
ræktað garðinn sinn, í tvennum
skilningi, bæði stóra og fallega garð-
inn í kringum húsið í Leirutangan-
um, sem veitti þeim báðum ómælda
ánægju. En ekki síður hafa þau
ræktað frændgarðinn. Alltaf hefur
verið tekið vel á móti gestum í Leiru-
tanganum og Geir og Helga verið
ákaflega notaleg heim að sækja. Geir
var líka duglegur að kíkja í kaffi til
okkar á Ægisíðunni, fyrst og fremst
auðvitað til að heimsækja ömmu, en
heimsóknirnar héldu áfram eftir að
hún var öll. Þetta voru skemmtilegar
stundir þar sem rifjaðar voru upp
gamlar minningar af Brunnstígnum
eða sagðar sögur af afrekum
barnanna og í seinni tíð var afastrák-
urinn Alexander oftar en ekki í aðal-
hlutverki.
Geir var greiðvikinn og fljótur að
rétta hjálparhönd ef á þurfti að
halda. Hann var hæglátur maður og
hógvær en með ákveðnar skoðanir
þótt hann væri ekki að þröngva þeim
upp á einn eða neinn. Geir var húm-
oristi, en ekki af þeirri gerðinni sem
er sífellt að segja brandara, heldur
sá hann spaugilegu hliðar lífsins og
tilverunnar og kom skoðunum sínum
á framfæri með skemmtilegum og
skondnum athugasemdum við at-
burði líðandi stundar svo allir gátu
hlegið með. Það var stutt í brosið,
sem náði svo fallega til augnanna.
Geir átti góða ævi. En svo kom
höggið, því var tekið af æðruleysi.
Helga stóð við hlið eiginmanns síns
eins og klettur og studdi hann af öll-
um mætti. Síðustu stundirnar var
Geir umvafinn elsku móður sinnar,
eiginkonu, barna og systkina. Við
vitum að missir ykkar er mikill.
Genginn er góður drengur. Við vott-
um ykkur öllum okkar dýpstu sam-
úð.
Guðríður, Lovísa og Unnur.
Við komum til að kveðja hann í dag,
sem kvaddi löngu fyrir sólarlag.
Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut,
hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut,
sem börnum átti að búa vernd og skjól
er burtu kippt af lífsins sjónarhól.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þessi orð koma upp í hugann þeg-
ar við nú kveðjum vin okkar Geir
Helga. Þrautagöngu þinni er lokið.
Það var gaman að fá að kynnast
þér, elsku Geir. Þegar Helga frænka
mín og vinkona kynnti þig fyrir okk-
ur Smára var hún kindarleg á svip.
Hún hafði sagt Jóna, hvernig getur
þú gifst Smára, hann er sjómaður og
aldrei heima. En svo sá hún þig og
kolféll fyrir þér, svona háum og
myndarlegum og þrátt fyrir að þú
værir vélstjóri á millilandaskipum.
Við hlógum oft og mikið að þessu en
svona var það bara. Þú varst lang-
dvölum að heiman og Helga sá um
heimilið og börnin ykkar af miklum
myndarbrag, hún er húsmóðir af
Guðs náð.
Ég hefði viljað að samverustund-
irnar hefðu verið fleiri en lífið er svo
stutt. Þegar þú varst í landi var fjöl-
skyldan í fyrirrúmi hjá þér, en það
var sama hvenær við þreyttir ferða-
langar komum til ykkar í Leirutang-
ann hvort heldur við værum að koma
suður eða að fara vestur þá tókuð þið
Helga alltaf vel á móti okkur. Helga
töfraði fram veisluborð og við sátum
svo og spjölluðum.
Það gladdi okkur mikið þegar þú
lagðir land undir fót mikið veikur til
að kveðja Rósu mömmu í okt. sl. Ég
veit að hún hefur tekið þér opnum
örmum með hlýju faðmlagi. Einnig
þökkum við Smári fyrir góðar stund-
ir sunnudaginn 25. nóv. sl.. Elsku
Helga, Guðjón, Eybjörg, Nína, Geir
Jóhann, tengdasynir og afabarnið
Alexander, sorg ykkar er mikil. Okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Jóna Ragnarsdóttir og fjölsk.
Feður okkar Geirs byggðu saman
Hagamel 30 með eigin höndum og
var það viðtekin venja að skála við
lok uppsteypu hverrar hæðar enda
báðir sjómenn og vélstjórar að auki.
Líklega hefur hvorugur rennt í grun
að fjölskyldna þeirra biði það lán að
deila húsinu á Hagamel næstu 50 ár-
in, hvað þá að aldrei bæri þar skugga
á. Það voru sannkölluð forréttindi að
vera heimagangur hjá foreldrum
Geirs, enda var viðmótið þvílíkt að
við systkinin litum á neðri hæðina
sem okkar annað heimili. Man ég
ekki til þess að nokkurt styggðaryrði
félli þar á milli þótt við krakkarnir
höfum svo sannarlega átt skammir
Geir Helgi Geirsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR SIGFÚSSON,
Stafholtsey,
Borgarfirði,
sem lést á sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
5. desember, verður jarðsunginn frá Reykholts-
kirkju í Borgarfirði laugardaginn 15. desember
kl. 14.00.
Sigríður Blöndal,
Sigfús Blöndal,
Jóhanna Sigurðardóttir, Knút P. í Gong
Jón Páll Blöndal,
Pálfríður Sigurðardóttir,
Sigríður Huld Blöndal,
Kári Blöndal í Gong,
Sigurður Aron Blöndal.