Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Davíð Loga Sigurðsson og Örlyg Stein Sigurjónsson INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra mun mótmæla formlega við bandarísk stjórnvöld því harðræði, sem Erla Ósk Arnar- dóttir var beitt við komuna til New York fyrir nokkrum dögum. Eins og kunnugt er var Erla Ósk handjárnuð og hlekkjuð ásamt því að vera yf- irheyrð og er þá fátt eitt nefnt. Utanríkisráðherra kallaði á sinn fund í gær Carol van Voorst, sendi- herra Bandaríkjanna, vegna máls Erlu Óskar. Van Voorst sagði Ingi- björgu Sólrúnu, að hún hefði sent fyrirspurn til JFK flugvallarins og stjórnvalda í Washington vegna málsins. Ingibjörg Sólrún sagði við Morg- unblaðið að hún hefði óskað eftir þessum fundi til að gera sendiherr- anum grein fyrir því að Íslendingar litu þetta mál mjög alvarlegum aug- um. „Að við teldum að sú meðferð, sem Erla Ósk fékk þarna á flugvell- inum, hefði verið mjög niðurlægj- andi fyrir hana og að það hefði í raun verið vegið að hennar mannhelgi,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hún sagðist hafa sagt við sendi- herrann að þótt það kynni að hafa verið réttmætt að vísa Erlu Ósk úr landi vegna vegabréfsmála hefði framkoman við hana verið út úr öllu korti og einskis meðalhófs gætt. Hefði hún sagt við van Voorst, að hún teldi að bandarísk stjórnvöld skulduðu Erlu Ósk afsökunarbeiðni. Utanríkisráðherra sagði að van Voorst hefði sagt henni að hún liti málið einnig mjög alvarlegum aug- un. Væri sendiherrann búin að hafa samband við flugvöllinn og ráðuneyti heimavarnarmála í Washington til að afla frekari upplýsinga og myndi láta Ingibjörgu Sólrúnu vita um nið- urstöðuna. Í gærkvöldi sendi sendiráðið frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að viðtökur þær sem Erla Ósk hlaut séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. Þá líti bandarísk stjórnvöld málið mjög alvarlegum augum. Til að draga úr hættu á misskiln- ingi varðandi tímabundið landvistar- leyfi ferðamanna í Bandaríkjunum án sérstakrar vegabréfsáritunar mun bandaríska sendiráðið bæta upplýsingum á vef sinn til að útskýra nánar þær reglur sem um slíkt land- vistarleyfi gilda. Erla Ósk sagðist sjálf í samtali við Morgunblaðið í gær vera ánægð með viðtökur utanríkisráðherra sem hún fundaði með í gær. Sagðist hún enn- fremur ánægð með viðbrögð amer- íska sendiherrans vegna málsins. Meðferðin á Erlu Ósk var „mjög niðurlægjandi“ Utanríkisráðherra boðar bandaríska sendiherrann á fund og telur með- ferðina kalla á af- sökunarbeiðni Morgunblaðið/Eggert Kölluð á fund Carol van Voorst sendiherra mætir til fundar hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkis- ráðherra. Sendiráðið hefur m.a. brugðist þannig við að auka ferðamannaupplýsingar á sendiráðsvefnum. „ÞETTA fellur alveg inn í þann ramma sem ég hef verið að móta,“ segir Sturla Böðvars- son, forseti Al- þingis, um hug- myndir Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokks, varðandi afgreiðslu fjárlaga sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Illugi leggur m.a. til að við fyrstu umræðu geri ráðherrar grein fyrir því hvaða stefnumótandi áhrif frum- varpið hafi á þeirra málaflokka og að umræðurnar verði snarpari og mark- vissari, t.d. með því að þingmenn geti spurt ráðherra úr sætum sínum. Sturla segir að nú þegar sé unnið að því að afmarka umræður betur og hann hafi jafnframt haft hugmyndir um að skipta umræðu um fjárlög upp þannig að rætt sé um málaflokkana hvern á eftir öðrum. Hann segir þó ekki standa til að þingmenn geti spurt ráðherra úr sætum sínum, a.m.k. ekki eins og er. „Það þyrfti þá að setja upp upptökubúnað í hvert einasta sæti og salurinn er þröngur svo að það gæti verið dálítið flókið.“ Sturla segir að vitanlega væri það „ídealt“ ef fjárlagafrumvarpið þyrfti að taka sem minnstu breytingum. „En við verðum að gera ráð fyrir þeim möguleika að í meðferð þings- ins sé fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar breytt,“ segir Sturla en bætir við að það sé réttmæt athugasemd hjá Illuga að meirihluti breytingartil- lagna komi frá ríkisstjórn. Með þing- skapafrumvarpinu sem nú er til af- greiðslu sé reynt að búa þannig um að fjárlaganefnd hafi nægilegt bol- magn til að geta farið ofan í einstök mál þannig að breytingartillögurnar komi frá henni en ekki frá ríkis- stjórninni. Tæknilega flókið að spyrja úr sætum Sturla Böðvarsson Tillögur Illuga falla inn í rammann ÞÓRDÍS Björnsdóttir lenti í mjög óþægilegri meðferð á JFK flugvelli í nóvember sl. og hefur tilkynnt at- vikið til utanríkisráðuneytisins í kjölfar máls Erlu Óskar Arnardóttur. Þórdís var ekki ein á ferð því hún var með átta ára dóttur sína. Hún var færð í yf- irheyrsluherbergi og segir hún landamæravörðinn hafa æpt á sig með síendurteknum spurningum um hvað hún væri að gera í Bandaríkjunum. „Við vorum þarna í fimm tíma og fengum ekkert að vita,“ segir hún. „Þessi maður var ofboðslegur ruddi og dóni. Ég mátti ekkert hringja og varð að sitja í fimm tíma.“ Um síðir var tilkynnt að mæðgurnar ættu að fara úr landi eftir 20 tíma og vísað á ömurlegan svefnstað í flugstöðinni. „Þetta var lítil skítug kytra með engu svefplássi og matarslettum á stól sem þarna var,“ segir Þórdís. Hún segir að um nóttina hafi sífellt borið á trufl- unum og verðir komið inn til að kíkja á mæðgurnar. „Þetta var ger- samlega út í hött. Framkoma allra var ofboðslega ruddaleg. Menn voru höstugir. Fangamynd og fingraför voru tekin af mér hvað eftir annað og enginn talaði blíðlega eða sagði hvað væri að fara að ger- ast,“ segir Þórdís. „Ofboðslegur ruddi“ Þórdís Björnsdóttir ELLÝ Katrín Guðmundsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, mun taka við starfi sviðsstjóra um- hverfis- og samgöngusviðs Reykja- víkurborgar, samkvæmt ákvörðun borgarráðs í gær. Ellý gegndi starfi sviðsstjóra umhverfissviðs borgarinnar áður en hún var valin úr hópi 39 um- sækjenda um starf forstjóra Um- hverfisstofnunar. Hún tók við for- stjórastarfinu í byrjun apríl síðastliðins. Ellý aftur til borgarinnar HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt dóm yfir þremur erlendum karl- mönnum, sem í byrjun þessa árs voru dæmdir í 5-7 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir líkams- árás, sem framin var árið 2004. Hæstiréttur ómerkti dómana á þeirri forsendu, að þess hafði ekki verið gætt við aðalmeðferð máls- ins að skýrslur vitna á íslensku væru túlkaðar fyrir sakborninga, sem ekki voru mæltir á íslenska tungu. Þótti Hæstarétti þetta vera í andstöðu við lög um meðferð op- inberra mála með hliðsjón af mannréttindasáttmála Evrópu. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sigríður Elsa Kjartansdóttir frá ríkissaksóknara sótti málið en verjendur voru Björn L. Bergsson, Guðjón Ólafur Jónsson og Páll Arnór Pálsson. Málið féll á túlkaskorti Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að Jón Karl Ólafsson hætti sem forstjóri Ice- landair Group en samhliða þeirri stöðu var Jón Karl einnig forstjóri Icelandair, sem er stærst af alls ell- efu dótturfélögum Icelandair Group. Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Icelandic Group, mun taka við af Jón Karli sem forstjóri móður- félagsins, en til stendur að ráða ann- an forstjóra yfir Icelandair-flug- félagið. Tilkynnt í dag Þetta verður væntanlega tilkynnt í kauphöll OMX á Íslandi í dag og þá jafnframt að Björgólfur hætti sem forstjóri Icelandic Group en bæði félögin eru skráð í kauphöllinni. Þessar breytingar á yfirstjórn Icelandair Group, þ.e. að skipta starfi Jón Karls í tvö störf, voru ákveðnar síðsumars en koma til framkvæmda fyrst nú. Ástæðan mun einkum hafa verið sú að ágrein- ingur hefur og getur komið upp milli forstjóra einstakra dóttur- félaga sem forstjóri Icelandair Gro- up þarf þá að skera úr um og því þótti stjórn félagsins ekki heppilegt að forstjóri móðurfélagsins væri einnig forstjóri dótturfélags. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur legið fyrir í allnokkurn tíma að Jón Karl myndi hverfa frá félag- inu enda ekki sáttur við breyting- arnar. Honum mun hafa staðið til boða að gegna áfram starfi forstjóra Icelandair og þá undir nýjum for- stjóra móðurfélagsins, Björgólfi, en Jón Karl hafnaði því og kýs að hverfa frá félaginu. Varð forstjóri 2005 Jón Karl varð forstjóri Icelandair í júní árið 2005 og síðan forstjóri Icelandair Group við stofnun þess félags í október sama ár. Á árunum 1999 til 2005 var hann fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Björgólfur Jóhannsson hefur ver- ið forstjóri Icelandic Group frá því mars í fyrra. Hann er og formaður stjórnar LÍÚ. Jón Karl hættir hjá Icelandair Group Jón Karl Ólafsson Björgólfur Jóhannsson Björgólfur Jóhannsson nýr forstjóri móðurfélagsins HARKALEGUR árekstur tveggja bifreiða varð við Reynisvatn í gærkvöldi klukkan 18.55. Tvennt slasaðist og var flutt á slysadeild Landspítalans að sögn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Ökutækin skemmdust mjög mik- ið og þurfti að kalla á krana- bifreið til að fjarlægja þau af slys- stað. Á fjórða tug árekstra varð á höfuðborgarsvæðinu í gær. Harður árekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.