Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 55 OLIVER TWIST (Sjónvarpið kl. 21.10) Þrátt fyrir óaðfinnanlegt útlit og sannfærandi lýsingu á himinhróp- andi óréttlæti og örbirgð er hún samt sem áður blóðlítil. Hvetur þó vonandi ungt fólk til að lesa bókina, en slíkar athafnir eru reyndar lítið inni í dag. Oliver eftir Polanski er ekki það stórvirki sem maður vonaðist eftir en engu að síður á ýmsan hátt áhugaverð og vönduð.  THE MUMMY RETURNS (Sjónvarpið kl. 00.55) Söguhetjan er ein af endalausum Indíana-Jónösum kvikmyndasög- unnar í mynd sem er lengst af prýði- leg skemmtun, en fjarar smám sam- an út í rútínulega og langdregna brellusýningu. Snotur afþreying.  KARROL’S CHRISTMAS (Stöð 2 kl. 21.50) Enn ein sjónvarpsútgáfa af Jólasögu Dickens. Nú er Karroll (Skröggur) skapstyggur en geðþekkur náungi sem hefur haft óbeit á jólunum síðan kærastan lét hann róa. Jólaandarnir koma við sögu en ég mæli með gömlu, góðu teiknimyndinni sem Sjónvarpið hefur sýnt frá því á tím- um sauðalitanna. THE LONELY GUY (Stöð 2 Bíó kl. 18.05) Þunglyndisleg gamanmynd segir frá einmana mönnum sem grípa til ör- þrifaráða í leit að félagsskap kvenna. Leikur Martins og sérstaklega hins heillum horfna Grodins gerir heil- mikið.  BIRTH (Stöð 2 Bíó kl. 20.00) Fjallar á raunsæjan máta um ástina og hversu misjafna þýðingu hún hef- ur fyrir fólk. Hún spyr spurninga um líf eftir dauðann, ást eftir dauðann og sorgina. Hún fjallar um fólk í erfiðri aðstöðu og viðbrögð þess, þau eru ótrúlega raunsæ og eðlileg. DIE HARD (Stöð 2 kl. 23.25) Tímamóta- spennuklassík sem gerist um jólaleytið í skýja- kljúfi þar sem hryðjuverka- menn hafa brot- ist inn og hóta að drepa alla sem í honum eru. Eitt ljón er í veg- inum: John „Jibbíkæjei mother …“, McClane. Hver hasarsenan tekur við af annarri þegar myndin er komin á skrið og æsilegur elt- ingaleikurinn berst um alla bygginguna með skothríð, sprengingum og lygilegum áhættuatriðum. Willis er fæddur í hlut- verkið en Rickman stelur senunni sem foringi hryðjuverkamannanna.  Föstudagsbíó Sæbjörn Valdimarsson BRESKA kvikmyndin Atonement fékk sjö tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna sem tilkynnt voru í gær, fleiri en nokkur önnur mynd. Myndin er byggð á skáld- sögu Ian McEwan, sem Rúnar Helgi Vignisson þýddi á íslensku undir nafninu Friðþæging, og skartar James McAvoy og Keiru Knightley í aðalhlutverkum, en leikstjórinn er Joe Wright sem áð- ur leikstýrði Knightley í Pride & Prejudice. Næstar henni komu Charlie Wilson’s War með fimm tilnefn- ingar á meðan Michael Clayton, mynd Coen-bræðra No Country For Old Men og söngleikurinn Sweeney Todd lönduðu fjórum til- nefningum. Þá vekur óneitanlega athygli að Clint Eastwood fær tvær tilnefn- ingar fyrir Grace is Gone – mynd sem hann leikstýrir hvorki né leik- ur í, en gamli skröggur er fjölhæf- ur og fær tilnefningar fyrir tónlist og lag í þetta skiptið. Eftirtaldar myndir eru hins vegar tilnefndar til aðalverðlaunanna: Besta mynd – drama American Gangster Atonement Eastern Promises The Great Debaters Michael Clayton No Country For Old Men There Will Be Blood Besta mynd – gamanmynd/ söngleikur Across The Universe Charlie Wilson’s War Hairspray Juno Sweeney Todd Blómleg Keira Knightley fékk tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Atonement rétt eins og meðleikararnir James McAvoy og hin þrettán ára Saoirse Ronan. Friðþæg- ing Gullna hnattarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.