Morgunblaðið - 14.12.2007, Page 55

Morgunblaðið - 14.12.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 55 OLIVER TWIST (Sjónvarpið kl. 21.10) Þrátt fyrir óaðfinnanlegt útlit og sannfærandi lýsingu á himinhróp- andi óréttlæti og örbirgð er hún samt sem áður blóðlítil. Hvetur þó vonandi ungt fólk til að lesa bókina, en slíkar athafnir eru reyndar lítið inni í dag. Oliver eftir Polanski er ekki það stórvirki sem maður vonaðist eftir en engu að síður á ýmsan hátt áhugaverð og vönduð.  THE MUMMY RETURNS (Sjónvarpið kl. 00.55) Söguhetjan er ein af endalausum Indíana-Jónösum kvikmyndasög- unnar í mynd sem er lengst af prýði- leg skemmtun, en fjarar smám sam- an út í rútínulega og langdregna brellusýningu. Snotur afþreying.  KARROL’S CHRISTMAS (Stöð 2 kl. 21.50) Enn ein sjónvarpsútgáfa af Jólasögu Dickens. Nú er Karroll (Skröggur) skapstyggur en geðþekkur náungi sem hefur haft óbeit á jólunum síðan kærastan lét hann róa. Jólaandarnir koma við sögu en ég mæli með gömlu, góðu teiknimyndinni sem Sjónvarpið hefur sýnt frá því á tím- um sauðalitanna. THE LONELY GUY (Stöð 2 Bíó kl. 18.05) Þunglyndisleg gamanmynd segir frá einmana mönnum sem grípa til ör- þrifaráða í leit að félagsskap kvenna. Leikur Martins og sérstaklega hins heillum horfna Grodins gerir heil- mikið.  BIRTH (Stöð 2 Bíó kl. 20.00) Fjallar á raunsæjan máta um ástina og hversu misjafna þýðingu hún hef- ur fyrir fólk. Hún spyr spurninga um líf eftir dauðann, ást eftir dauðann og sorgina. Hún fjallar um fólk í erfiðri aðstöðu og viðbrögð þess, þau eru ótrúlega raunsæ og eðlileg. DIE HARD (Stöð 2 kl. 23.25) Tímamóta- spennuklassík sem gerist um jólaleytið í skýja- kljúfi þar sem hryðjuverka- menn hafa brot- ist inn og hóta að drepa alla sem í honum eru. Eitt ljón er í veg- inum: John „Jibbíkæjei mother …“, McClane. Hver hasarsenan tekur við af annarri þegar myndin er komin á skrið og æsilegur elt- ingaleikurinn berst um alla bygginguna með skothríð, sprengingum og lygilegum áhættuatriðum. Willis er fæddur í hlut- verkið en Rickman stelur senunni sem foringi hryðjuverkamannanna.  Föstudagsbíó Sæbjörn Valdimarsson BRESKA kvikmyndin Atonement fékk sjö tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna sem tilkynnt voru í gær, fleiri en nokkur önnur mynd. Myndin er byggð á skáld- sögu Ian McEwan, sem Rúnar Helgi Vignisson þýddi á íslensku undir nafninu Friðþæging, og skartar James McAvoy og Keiru Knightley í aðalhlutverkum, en leikstjórinn er Joe Wright sem áð- ur leikstýrði Knightley í Pride & Prejudice. Næstar henni komu Charlie Wilson’s War með fimm tilnefn- ingar á meðan Michael Clayton, mynd Coen-bræðra No Country For Old Men og söngleikurinn Sweeney Todd lönduðu fjórum til- nefningum. Þá vekur óneitanlega athygli að Clint Eastwood fær tvær tilnefn- ingar fyrir Grace is Gone – mynd sem hann leikstýrir hvorki né leik- ur í, en gamli skröggur er fjölhæf- ur og fær tilnefningar fyrir tónlist og lag í þetta skiptið. Eftirtaldar myndir eru hins vegar tilnefndar til aðalverðlaunanna: Besta mynd – drama American Gangster Atonement Eastern Promises The Great Debaters Michael Clayton No Country For Old Men There Will Be Blood Besta mynd – gamanmynd/ söngleikur Across The Universe Charlie Wilson’s War Hairspray Juno Sweeney Todd Blómleg Keira Knightley fékk tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Atonement rétt eins og meðleikararnir James McAvoy og hin þrettán ára Saoirse Ronan. Friðþæg- ing Gullna hnattarins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.