Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ að verður ekki af íslensk- um bókmenntum skafið að upphaf þeirra er glæsi- legt. Af hverju urðu þær til? Af hverju liðu þær undir lok? Byrjun á svari er áreið- anlega þeir stórbrotnu atburðir sem forfeður okkar höfðu nýverið upp- lifað: fundur nýrra landa, landnám og tilurð þjóðar með allri þeirri nýsköp- un sem þessu er samfara. Og bókmenntirnar eru bara eitt af kennileitum í því landslagi, hin óblíðu náttúruöfl Íslands hafa tekið höndum saman um tortímingu bygging- arfræðilegra afreka á borð við dóm- kirkjurnar í Skálholti og á Hólum sem munu vera einhver stærstu timb- urverk á Norðurlöndum á sinni tíð, hlaðnar listaverkum. Rytjur úr einu þeirra má sjá um þessar mundir á sýningu í Þjóðminjasafninu, svokölluð dómsdagsmynd í býsönskum stíl á fjölum kenndum við Flatartungu í Skagafirði. Þjóð sem reiðir fram slík listaverk samfara stjórnarháttum sem að frum- leika teljast til nokkurrar nýlundu á miðöldum, hún er að sönnu innblásin. En til að sá innblástur fái búning þarf hinn gríðarlega auð kirkju og klaustra sem hefur staðið undir allri þessari listiðju og listsköpun. En af hverju hættir það? Því það hættir. Líkt og farartæki sem verður eldsneytislaust, skip sem missir byr. Með afsali sjálfstæðis á 13. öld verða hvörf, auðvitað ekki við undirritun samningsins, það má jafnvel færa rök fyrir því að endalokin sem voru í augsýn hafi hert enn á sköpuninni. En staðreynd að lokapunktur aftan við hina tröllvöxnu sagnaritun er sagan af Lárentíusi Kálfssyni bisk- upi, eftir klerkinn Einar Hafliðason um miðja 14. öld. Eftir hans dag eru biskupar yfirleitt erlendir, en biskup á miðöldum er vel að merkja áhrifa- mesti valdamaður landsins, að við- bættri helginni sem af embættinu stafaði. Áfram er kirkjan auðug og voldug í tvær aldir eða þar til siðaskiptin ganga í garð með sinni einkavæð- ingu. Samt lofta íslenskir höfundar ekki fjöðurstafnum til að tjá anda tímans. Andinn er farinn. Og héðan, góðir lesendur, ætla ég líkt og í tímavél að skjótast fram til okkar tíma (ef þetta væri bíómynd myndi allt leika á reiðiskjálfi og þið taka bakföll). Andi tímans, hver er hann á okkar tíð? Þetta gríðarlega magn verka sem framleidd eru, þessi ríkulega tjáning, hvaða andi býr þar að baki? Í fljótu bragði virðist manni að það sé hið hamslausa magn af auglýs- ingum sem þarf að koma á framfæri. Sem aftur er fylgifiskur kappneyslu- og sóunarsamfélagsins, en það er lokastig neyslusamfélagsins góð- kunna. Og birtist m.a. í því að ótrú- legustu hlutir eru orðnir einnota, nú síðast hin heilaga kýr þessa sam- félags – bíllinn. Magnið er aðalsmerki þessa ástands og þess gætir vissulega í bókmenntunum líka. Um 800 bóka- titlar líta dagsins ljós þetta árið og gefur auga leið að bróðurparturinn muni fara forgörðum í því flóði. Þeir sem standa menningarvaktina eru einskonar björgunarsveit í stórslysa- mynd – að gera lýðum ljóst hvað sé nýtilegast á ferðinni – en líka að freista þess að halda á floti því sem út kom í fyrra og hitteðfyrra og þar áður. Ég minntist á dómsdagsmyndina býsönsku í upphafi og talið er að hafi skreytt miðaldadómkirkjuna á Hól- um og mun vera eitthvert mesta myndverk Íslandssögunnar, þótt ein- ungis nokkrar upplitaðar fúaspýtur hafi skilað sér til eftirtímans. Í dag eru dómsdagsmyndir í öllum áttum, maður opnar ekki svo fjölmiðil að ein slík sé ekki á boðstólum. Og nú sem þá eru það gjörðir mannannna sem dómsdaginn orsaka. Við höfum gengið fram af náttúrunni með þeim afleiðingum að hinn þægi drátt- arklár er á góðri leið með að breyt- ast í ótemju með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir höndum eru af- gerandi breytingar á lifnaðarháttum okkar og væntanlega sam- skiptaháttum líka. Hvort við tekur sælutíð í eilífðinni eins og dóms- dagur miðaldakristninnar lofaði skal ósagt látið. En vonandi verður þá bæði skrifað og spilað og leikið og málað og ort. Dómsdagar og aðrir dagar »Um 800 bókatitlar lítadagsins ljós þetta árið og gefur auga leið að bróð- urparturinn muni fara for- görðum í því flóði. Þeir sem standa menning- arvaktina eru einskonar björgunarsveit í stórslysa- mynd – að gera lýðum ljóst hvað sé nýtilegast á ferðinni. Pétur Gunnars- son PISTILL Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÞAÐ KOM að því: Hækkun á heims- markaðsverði á hveiti og sykri er far- in að skila sér í hærra verði á korn- vörum hér á landi eins og við var að búast. Það sama á við um verð á ákveðnum kjötvörum sem skýrist af verðhækkunum á fóðri þar sem uppi- staðan er fyrst og fremst korn. Matvara almennt hækkaði um 1,5% á milli nóvember og desember, brauð, kornvörur og ávextir um 2,4%, kjöt um 3% og grænmeti um 1,6%. Fiskur, mjólk og ostur lækkaði hins vegar um 0,2%, samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu Íslands. Sætabrauðið tekur undir sig stökk Sé vísitala neysluverðs skoðuð ofan í kjölinn kemur í ljós að undirvísitala brauðs hefur hækkað um 8,5 stig frá því í apríl á þessu ári er hún var lægst. Á sama tímabili hefur vísitala sætabrauðs og kakna hækkað um 13,3 stig. Það sama á einnig við um t.d. undirvísitölu svínakjöts (hækkað um 11 stig frá því í apríl) og fuglakjöts (hækkað um 8,4 stig), en á þessu ári hefur kjúklingafóður hækkað um a.m.k. 30%. Þá hefur nautakjöt hækk- að um 9,3 stig í vísitölunni frá því í apríl. Vísitala kjöts almennt hefur hækkað um níu stig á þessu tímabili. Vísitölur allra þessara matvæla lækkuðu í mars sl. er virðisaukaskatt- ur á matvöru var lækkaður niður í 7%. Verðhækkanirnar stafa fyrst og fremst af miklum verðhækkunum hrávöru á heimsmarkaði en ekki auk- inni álagningu framleiðenda, sam- kvæmt upplýsingum Bjarna Más Gylfasonar, hagfræðings hjá Samtök- um iðnaðarins. Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur hækkað um a.m.k. 60% frá því í maí. Þá hefur sykurverð einnig hækkað. Kostnaður hækkað talsvert meira en tekjur „Framleiðendur og innflytjendur þessara vara eiga engra annarra kosta völ en hækka verð til samræm- is,“ bendir Bjarni á í grein sem hann skrifaði nýverið á vef SI. Sterk staða krónunnar undanfarna mánuði hefur hins vegar að einhverju leyti haldið aftur af frekari verðhækkunum. Samkvæmt framleiðsluverðsvísi- tölu Hagstofunnar, sem mælir verð til framleiðenda matvara, hefur verð til þeirra lækkað um 1,5% það sem af er þessu ári. Svo virðist því sem fram- leiðendur séu að taka á sig nokkuð af þeirri hækkun sem orðið hefur á að- föngum. Á sama tíma hafa laun í land- inu hækkað um 6%. „Hagur innlendra matvælafram- leiðenda er því verri en áður enda hefur kostnaður þeirra hækkað tals- vert meira en tekjur,“ segir Bjarni. Þróun úti í heimi veldur hækkunum  Matvara hækkaði um 1,5% milli nóvember og desember  Sterk staða krónunnar hefur haldið aftur af verðhækkunum                                  ! !! !" ! #" # $" % & ' ( ' % % ) * + , -.  /*0  1 Morgunblaðið/G.Rúnar Dýrara sætabrauð Heimsmarkaðsverð á hveiti og sykri hefur hækkað mikið. Í HNOTSKURN »Margir þættir valda því aðheimsmarkaðsverð á hveiti og sykri hefur hækkað. »Verulegur uppskerubresturvarð á hveitiökrum vegna ótíðar, auk þess sem akrar eru nú oft nýttir til að framleiða ann- að korn en hveiti. »Vegna ótta um skort á hveitihafa mörg ríki aukið birgðir sínar. »Þá selja framleiðendur af-urðir sínar í auknum mæli til framleiðslu á bio-dísil en síður til matvælaframleiðslu. ÞRETTÁN hreindýr drápust eftir að pallbíll ók á þau á Kárahnjúkavegi í gærmorgun. Tíu dýranna drápust strax við ákeyrsluna en þrjú voru af- lífuð. Í fyrrakvöld var ekið á hrein- tarf við Svínhóla í Lóni og stutt er síðan ekið var á hreindýr í Nesjum. Ákeyrslan á hreindýrahópinn í gær varð við Norðastafell í nánd við Aðgöng 1. Myrkur var og hálka þeg- ar slysið varð en veður gott, að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði. Dýrin munu hafa stokkið beint fyrir bílinn og ökumaður ekki orðið þeirra var fyrr en þau urðu fyrir bílnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í um- dæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði. Skarphéðinn G. Þórisson, hrein- dýrasérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, sagði að ákeyrslum á hreindýr hefði fjölgað mjög frá 2003. Nú eru komnir greiðfærir vegir um hefðbundnar hreindýralendur, t.d. þjóðvegur 1 á Háreksstaðaleið og Kárahnjúkavegur. Aðrir staðir sem reynst hafa hættulegir eru svonefnd- ur Heiðarendi norðan Egilsstaða, Fagridalur þar sem dýrum hefur fjölgað mjög, Álftafjörður og Lón. Samkvæmt upplýsingum Skarp- héðins var fátítt að ekið væri á hrein- dýr hér áður fyrr, 1-4 tilvik á ári. Ár- ið 2003 varð stökk og keyrt á 15 dýr, 6 dýr 2004, 13 dýr hvort ár 2005 og 2006 og þau eru orðin 32 í ár. Af 83 dýrum sem hafa orðið fyrir bíl frá árinu 2000 voru 30 dýr á Kára- hnjúkavegi. Skarphéðinn kvaðst hafa óskað eftir því að Vegagerðin setti upp viðvörunarskilti þar sem helst væri hætta á að aka á hreindýr. Við því var orðið á Kárahnjúkavegi og Háreksstaðaleið, en eitt skiltanna er nú horfið. Þá yrðu menn að aka varlega, ekki síst í myrkri, þar sem hreindýra væri von. Ljósmynd/Hjalti Stefánsson Í hættu Keyrt var á 13 hreindýr á Kárahnjúkavegi í gær. Hreindýr fyrir bíl SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins (SHS) er að und- irbúa byggingu nýrrar slökkvistöðar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Einnig hefur verið óskað eftir viðræðum við borgaryfirvöld um lóð undir nýja slökkvistöð við Stekkjarbakka. Gangi þau áform eftir verður slökkvi- stöðinni við Tunguháls lokað. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS, sagði að Mosfellsbær hefði boðið fram lóð undir slökkvistöð við Skarhólabraut undir Úlfarsfelli. Jón Viðar sagði að til grundvallar staðarvali nýju slökkvistöðvanna lægi mjög viðamikil greining á útkalls- tíma SHS á öllu höfuðborgarsvæðinu. „Þetta eru þær staðsetningar sem við teljum að bæti þjónustuna einna mest, miðað við nú- verandi skipulag,“ sagði Jón Viðar. Hann sagði að þjónustusvæði SHS hefðistækkað töluvert vegna þróunar byggðarinnar. Útkallstíminn hefði ekki verið nægilega góður á tilteknum svæðum. Jón Viðar kvaðst vona að yfirvöld tækju ákvörðun fljótlega svo hægt yrði að hefjast handa. „Við stefnum á að þetta sé komið í gagnið árið 2009,“ sagði Jón Viðar. Nýjar slökkvistöðvar Jón Viðar Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.