Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 37 ✝ Guðbjörg SvalaSigurðardóttir fæddist í Stekk við Hafnarfjörð 17. september 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi í Garði 7. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Helga Ei- ríksdóttir og Sigurður Magn- ússon bóndi. Systk- ini Svölu voru Ólafía Lilja, Magnús Eirík- ur, Guðmundur Ágúst, Kristín Ingibjörg, Sigurveig Fanney, Andrea Guðrún Ingibjörg, Þor- valdur Axel, Guðbjartur Eðvarð, Guðmundur Diðrik, Elín, Guðrún Anna, Guðjón Stefán, Jón og Hjalti. Þau eru öll látin. Svala giftist árið 1964 Ólafi Há- koni Magnússyni, bónda í Nýlendu við Hvalsnes, f. 5. júní 1919. For- eldrar hans voru Guðrún Hansína Steingrímsdóttir og Magnús Bjarni Hákonarson í Nýlendu. Fóstursonur Svölu og Hákonar er Heiðar Guðjónsson, f. 1. október 1961. Sambýliskona hans er Elaine Harr- is. Dóttir Heiðars og fyrrverandi eig- inkonu hans, Eygló- ar Önnu Þorkels- dóttur, er Hugrún Svala, f. 1982, sam- býlismaður hennar er Birgir Rafnsson, f. 1969. Dóttir þeirra er Sunna Líf, f. 2003. Sonur Birgis er Eyj- ólfur Rafn, f. 1994. Sonur Heiðars frá fyrri sambúð með Láru Matthildi Reynisdóttur er Al- mar Hákon, f. 1985. Synir Heiðars og fyrrverandi eiginkonu hans, Láru Bryndísar Björnsdóttur, eru Sindri, f. 1991, og Andri, f. 1993. Svala fæddist í Stekk við Hafn- arfjörð og ólst þar upp framan af. Hún gegndi ýmsum störfum um ævina, var t.d. ráðskona hjá Jóni bróður sínum í Skollagróf í mörg ár. Lengst af bjó hún þó í Nýlendu við Hvalsnes. Útför Svölu fer fram frá Hvals- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég kom fyrst til Nýlendu var ég smeykur 3 ára snáði. Man ég vel þegar ég settist í neðsta þrepið í stiganum upp á efri hæð- ina og þorði ekki að segja orð. En ég var fljótur að komast að því að ég var kominn á stað þar sem hlýja, umhyggja og þolinmæði voru allsráðandi. Ég kveð þig, elsku fósturmóðir mín, og þakka þér fyrir alla þá ást og þolinmæði sem ég hef fengið frá þér. Engin móðir eða amma gæti fengið hærri einkunn en þú. Hvíl í friði, ég sakna þín. Heiðar Guðjónsson. Elsku besta amma mín. Ég átti heiðurinn af því að hafa langbestu manneskjuna í heimin- um sem ömmu mína. Reyndar var hún miklu meiri mamma mín held- ur en amma, enda ólst ég upp meirihluta ævinnar hjá henni og afa á Nýlendu. Hún var alltaf svo góð, og ég gat alltaf leitað til hennar þegar mér leið illa, eða þegar ég þurfti ein- hvern til að tala við. Sama hvað hún var að gera þá hafði hún alltaf nægan tíma fyrir mig, þegar ég þurfti á því að halda. Hún eldaði bestu fiskibollur í karrísósu, sem ég hef smakkað, og þegar ég flutti í Bursthús, þá kenndi hún mér að elda þær sjálf. En ég var svo lengi að læra að gera karrísósuna, því ég náði aldr- ei að gera hana alveg eins á bragð- ið eins og amma gerði. Á endanum varð ég að sætta mig það að gera bara næstum því jafngóða sósu og hún. Það er reyndar alveg sama hvaða mat hún eldaði, hann var alltaf bestur hjá henni. Ég trúi því varla að hún sé farin, því hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Það er eins og það vanti stóran hluta af lífinu mínu, fyrst hún er farin. Hún var alltaf svo góðhjörtuð og blíð. Hún og afi tóku mig að sér, þegar enginn annar gat það, og verð ég henni ávallt þakklát fyrir það. Það er henni að þakka að ég er eins og ég er í dag, því hún gafst aldrei upp á mér, þótt ég hafi verið mjög erfið á unglingsárun- um, og það eina sem ég sé eftir er að ég náði aldrei að þakka henni fyrir að gefast ekki upp á mér, og mér þykir leitt hvað ég var erfið á tímabili. En hún var búin að vera mjög veik í langan tíma, og hún er ábyggilega fegin að fá loksins hvíldina sína. Þetta var ábyggilega búið að vera mjög erfitt fyrir hana að vera svona veik lengi. En hennar er samt sárt saknað og mun hún alltaf lifa í minning- unni. Við elskum þig, elsku besta amma og langamma, við munum ávallt sakna þín. Svala, Birgir, Sunna Líf og Eyjólfur Rafn. Minning um ömmu. Þegar ég og litli bróðir minn vorum alltaf úti í sveit þegar við vorum yngri þá vöknuðum við allt- af eldsnemma á morgnana til að fylgjast með Hákoni afa slá grasið og fara með honum að sólþurrka saltfisk, og þegar við komum til baka þá var hún amma alltaf komin á fætur og eldaði hafragraut fyrir sig og auka fyrir mig. Andra fannst alltaf betra að fá sér Cheerios. Á meðan við borð- uðum þá spilaði amma við okkur marías, rússa og þess konar spil og sagði sögur um Hvalsnes og Sandgerði. Aldrei hef ég fengið jafngóðan hafragraut og hjá ömmu, svipaða sögu var að segja þegar pabbi og afi fóru út á sjó á trillunni, aldrei mun ég gleyma þessum tímum. Sindri og Andri Heiðarssynir. Gengin er góð og mæt kona. Svala var okkur börnunum sem dvöldum í Nýlendu á sumrum í barnæsku mikils virði. Öllum er ljóst hvað bar hana á Suðurnesin. Hún kom til að standa við hlið eig- inmanns síns, Hákonar föðurbróð- ur. Svala var svipfalleg og yfirveguð kona. Hún var ráðagóð og útsjón- arsöm og kom það sér vel þegar mikið lá við. Fiskur breiddur, tún- in slegin, heyjað og hirt. Svo talaði hún ætið við okkur ungviðið eins og fullorðnar manneskjur. Við Svala áttum margar góðar stundir þegar rólegt var og sam- vera okkar í Norðurherberginu er mér ógleymanleg, þar sem hún sýslaði ýmisleg, rullaði eða strauk þvott, og deildi með mér æsku- minningum sínum frá Stekki og síðar úr Hreppunum en þar bjó hennar ættfólk. Hún tók svo sann- arlega þátt í öllum mínum draum- órum og kryddaði með ýmsum sögum, enda stálminnug og hafði einstaklega fallegt málfar. Nú eru þeir orðnir nokkrir ára- tugirnir sem þau Hákon hafa deilt saman í Nýlendu í lífi og starfi. En margt hefur breyst og allir bú- skaparhættir aðrir, sem hefur óhjákvæmilega haft áhrif á líf þeirra sem og annarra af þeirra kynslóð. Þrátt fyrir ýmsar hindr- anir sem að sjálfsögðu verða á vegi okkar á lífsins göngu tókst Svölu með skynsemi sinni og öðru látbragði, ekki síst einstakri kímnigáfu sem þau Hákon deildu, að láta það ganga upp sem þau tóku sér fyrir hendur. Kærleikur og trú á það besta í hverjum og einum voru ríkir þætti í framkomu Svölu. Ekki minnist ég þess að hún hafi nokkurn tíma talað niður til nokkurs manns. En skapföst var hún þó hæglætið hafi verið hennar aðalsmerki. Nú er komið að leiðarlokum og vil ég fyrir hönd okkar í fjölskyld- unni þakka Svölu fyrir samfylgd- ina. Megi hún hvíla í friði, enda hvíldin kærkomin eftir langan ævi- dag, þó sorg sé í hjörtum hinna sem eftir lifa og sakna hennar. Hákoni föðurbróður, Heiðari syni þeirra,börnum hans og öðrum að- standendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guðný Gunnarsdóttir. Svala Sigurðardóttir Í dag 14. desember hefði Ási vinur okkar elst um eitt ár og af því tilefni langar okkur að minnast hans með eftirfarandi orðum. Ósk, hann er með krabbamein, þetta sagði hún vinkona mín hún Linda Björk við mig í símann í lok ágúst. Af hverju er maður á besta aldri tekinn frá eiginkonu og börnum. Af hverju? Hver er tilgangurinn. Þegar Ásgeir Einarsson ✝ Ásgeir Einars-son fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1965. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Laugarnes- kirkju 23. nóvem- ber. stórt er spurt þá er lít- ið um svör. Það er svo ótrúlegt að um miðjan ágúst þá var Ási á fullu að hjálpa okkur hjónun- um að flytja og blés ekki úr nös og tæpum þremur mánuðum síð- ar er hann fallinn frá. Ási vinur var einstak- ur maður. Hann gaf svo mikið af sér, var hjartahlýr og hafði skemmtilegan húmor. Bros hans var stórt og hann hló hátt og mikið. Hann var frá- bær hlustandi og barngóður. Það var alltaf svo gaman að koma með krakkana til Ása og Lindu og hlupu þau alltaf í fangið á honum Ása sín- um þegar inn var komið og var hann alltaf tilbúinn í smástríðni. Það eru svo ótal margar minning- ar sem koma upp í hugann, minn- ingar um frábæra manneskju sem við hjónin erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Við eigum margar góðar minningar um hann Ása okk- ar. Okkur er þó minnisstæðust hjálp- semi hans og greiðvikni þegar við hjónin komum í heimsókn til þeirra Lindu og Ása í Sönderborg fyrir 3 árum með barnaskarann okkar. Við áttum yndislegar stundir hjá og með þeim í fjórar vikur af sumrinu og þegar að heimferð kom þá kom ekki annað til greina hjá Ása en að taka með okkur lestina til Köben, hjálpa okkur með farangurinn og börnin og taka svo lestina heim aftur til Sön- derborgar sama dag. Hann vílaði það ekki fyrir sér að eyða heilum degi í að hjálpa okkur, svona var Ási. Við viljum votta þeim Lindu Björk, Kristófer, Viktoríu, Þorsteini Rúnari, Einari, Hávarði, Fríði Hlín og öllum hinum fjölskyldumeðlimun- um okkar dýpstu samúð. Megi guð styrkja okkur í sorginni. Elsku Ási, megir þú hvíla í friði. Ósk Laufey, Hafþór, Alex- ander Þór, Andrea Marín, Fannar Elí og Sara Mist. ✝ Systir okkar og frænka, ELSA INGVARSDÓTTIR, Balaskarði, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blöndósi þriðjudaginn 11. desember. Jarðarförin fer fram frá Höskuldsstaðakirkju mánudaginn 17. desember kl. 14.00. Fyrir hönd systkinabarna og annarra aðstandenda, Björg Ingvarsdóttir, Geirlaug Ingvarsdóttir, Signý Gunnlaugsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR (GÓGÓ) frá Oddsflöt í Grunnavík, Túngötu 18, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 15. desember kl. 14.00. Ingi Einar Jóhannesson, Jóhannes Bekk Ingason, Alda Svanhildur Gísladóttir, Elvar Guðmundur Ingason, Dagný Selma Geirsdóttir, Brynjar Ingason, Guðbjörg Ragnheiður Jónsdóttir og ömmubörn. Það var mikið áfall að fá fréttirnar að Birgir hefði dáið. Ég hringdi strax í fólk á Íslandi og spilaði Creedence. Ég sá Bigga síðast í sumar á Vesturgötunni, líka á opn- unum hér og þar og hann sýndi mér nýju vinnustofuna sína á Granda. Eins og margir aðrir hafði ég áhyggjur af honum en ég bjóst ekki við þessu. Bigga hitti ég fyrst hér í Hollandi í apríl ’76. Hann var þá í skólaferða- lagi með MHÍ og heimsótti okkur í Haarlem þar sem ég deildi húsi með Óla Lár. Ég flæktist um með hópn- um meðan þau dvöldu í Hollandi og kynntist fjölda íslenskra listamanna svo sem Rúnu Þorkelsdóttur að sjálfsögðu. Biggi bar af með kímni- gáfu sinni. Hann talaði stanslaust um hugmyndir sínar og verk. Eitt af fyrstu verkunum sem ég man eftir hann var „Náttúruspjall“ þar sem hann lá á maganum og blés undir moldarbarð. Í öðru verki var hann með spælt egg framan í sér, ég man ekki titilinn á því. Um sumarið þetta ár kom ég í fyrsta skipti til Íslands. Ég fór þá strax og heimsótti Bigga og Siggu. Það vakti undrun mína hve íslensk myndlist var ljóðræn og orkumögnuð. Mér fannst Biggi vera ein sjóðandi hugmynd. Ári seinna bjó ég heilan vetur á Íslandi. Ég var í sveitinni en heimsótti Bigga þegar ég kom í bæinn. Við eyddum mörg- um kvöldum saman, oft með Óla Lár, Níelsi Hafstein og Þór Vigfús- syni. Þetta var minn fyrsti vinahóp- ur á Íslandi. Síðar kom Biggi til náms í Hollandi. Eitt kvöldið hreif hann mömmu mína með því að fara Birgir Andrésson ✝ Birgir Andr-ésson myndlist- armaður fæddist í Vestmannaeyjum 6. febrúar 1955. Hann lést í Reykjavík 25. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 6. nóvember. með ljóð eftir Maya- kovsky á rússnesku. „Mikið er þetta frá- bær maður“ sagði mamma, „Hann kann ljóð á rússnesku“. Biggi talaði fjölda tungumála, mér þótti gaman að heyra hann tala færeysku. Á þess- um árum rak ég ásamt fleirum Gallerí Lóa í Amsterdam og Biggi sýndi þar. Við vorum saman á karnival í Maastricht og svo var oft farið að dansa á Kwien diskótek- inu á landamærum Hollands og Belgíu. Þá vildi hann alltaf heyra Meat-Loaf. En þegar hann heyrði Creedence kipptist hann við, hann og tónlistin urðu eitt. Á næturrölt- inu þurftum við líka að borða sjov- arma, eða kjúkling með miklu af frönskum. Ég varð alltaf að panta stóran skammt eins og hann, svo hann gæti klárað afganginn af mín- um. Við þekktum Amsterdam, Ma- astricht og Reykjavík af börum og galleríum, en ekki síður af snakk- börum og pylsuvögnum. Þegar við bjuggum í París kom hann í heim- sókn til okkar. Það er til flott mynd af honum að labba með krökkunum. Þessi risi með litlum börnum, kubb- unum eins og hann kallaði Hreggvið og Kötlu. Hann elskaði krakka, var alltaf að tala um Arnald sinn og líka Ásdísi og Svövu hans Óla Lár. Þekk- ing Bigga á Íslandi speglaðist í list hans; þjóðin, arkitektúr, náttúra og öll sagan. Við Lilja Björk og krakk- arnir hlustuðum á netinu á Víðsjá þar sem Bigga var minnst og vorum hrærð þegar við heyrðum hann tala og syngja. Á sumrin þegar ég kom til Íslands hitti ég Bigga alltaf fyrst- an manna, enda vorum við nágrann- ar. Það verður allt öðruvísi að koma næst og geta ekki komið við á Vest- urgötunni. Vertu blessaður, Biggi, við munum sakna þín. Kees Visser, Lilja Björk Egilsdóttir, Hrafnkatla, Hreggviður. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.