Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi
lækkaði um 1% í gær og stendur nú í
6.524 stigum. Velta með hlutabréf
nam 11,6 milljörðum en velta með
skuldabréf 5,3 milljörðum króna.
Mest hækkun varð á gengi bréfa
Atorku Group eða um 0,8% og bréfa
Bakkavarar um 0,2. Mest lækkun
varð á gengi bréfa Straums-Burðar-
áss og Icelandair eða um 2,2%.
Íslenska krónan veiktist um
0,55% í gær. Evran kostar nú 89,6
krónur, Bandaríkjadalur 61,4 og
pundið 125 krónur.
Lækkun og veiking
● Í FRUMVARPI sem fjármálaráð-
herra hefur lagt fram á Alþingi er
lagt til að söluhagnaður lögaðila af
hlutabréfum verði skattfrjáls að því
tilskildu að frádráttur vegna þess
kostnaðar sem fellur til við hluta-
bréfaviðskiptin verði takmarkaður
þannig að hvorki verði unnt að
draga hann frá öðrum tekjum né
geti hann myndað yfirfæranlegt tap
hjá félögum.
Samkvæmt núgildandi lögum er
söluhagnaður vegna hlutabréfa
skattskyldur. Félög hafa aftur á
móti getað sótt um frestun á
greiðslu skatta af söluhagnaði og í
reynd getað frestað skattgreiðslu
óendanlega lengi. Eins hefur það
færst mjög í vöxt að íslensk félög
hafi flutt eignarhald á hlutabréfum
til landa sem ekki skattleggja sölu-
hagnaðinn. Í athugasemdum með
frumvarpinu segir að ekki liggi fyrir
hverju skattur á söluhagnað hluta-
bréfa hafi skilað ríkissjóði í tekjur
en lausleg athugun hafi þó sýnt að
þær séu væntanlega hverfandi
vegna frestunarákvæða og flutn-
ings á eignarhaldi.
Söluhagnaður ekki
skattskyldur
● ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR ákvað í gær
að hækka útlánsvexti íbúðalána
sjóðsins um 0,20% í kjölfar útboðs
á íbúðabréfum sjóðsins.
Útlánsvextir íbúðalána sjóðsins
verða því 5,50% á lán með upp-
greiðsluákvæði, en 5,75% á lán án
uppgreiðsluákvæðis. Vextir Íbúða-
lánasjóðs voru síðast hækkaðir
þann 16. nóvember sl. um 0,45% í
5,30% á lánum með uppgreiðslu-
álagi og 5,55% á lánum án upp-
greiðsluálags.
Alls bárust tilboð að nafnverði 31
milljarði króna í útboði Íbúða-
lánssjóðs í gær. Sjóðurinn tók ein-
göngu tilboðum í lengsta flokk
íbúðabréfa HFF44 að nafnverði
8,05 milljarða króna. Vegin heildar-
ávöxtunarkrafa tekinna tilboða í
íbúðabréfin sem í boði voru var
5,16% án þóknunar og 5,17% með
þóknun.
Íbúðalánasjóður
hækkar vexti
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME)
hefur hafnað sameiginlegri umsókn
FL Group og Jötuns Holding frá því
í byrjun júní í sumar um að fá að fara
með allt að 39,9% hlutafjár og at-
kvæðisrétt í Glitni og hafa með sér
samstarf um kjör stjórnarmanna.
„Þar með,“ segir í tilkynningu FME,
„ber aðilum að selja eignarhluti sína
í Glitni banka hf. umfram 32,99%
innan þess tíma sem Fjármálaeftir-
litið ákveður að fengnum sjónarmið-
um þeirra.“
Þessi ákvörðun hefur hins vegar
ekki áhrif á leyfi FL Group til að eiga
og fara með allt af 33% eignarhlut í
Glitni en núverandi hlutur FL Group
í Glitni er 31,79%.
Jötunn Holding, sem er í eigu
Baugs Group, Fons og WCC Ice-
land, á 6,58% hlut í Glitni, að því er
kemur fram í tilkynningu Jötuns til
FL Group. Í henni segir jafnframt að
Jötunn hafi þegar tilkynnt FME að
félagið afsali sér atkvæðisrétti sínum
tengdum eignarhlutnum í Glitni og
hafi án þátttöku FL Group „tekið
upp viðræður við FME um næstu
skref“.
Í tilkynningu FME er haft eftir
Jónasi Fr. Jónssyni forstjóra að
„miðað við fyrirliggjandi forsendur
sé þrengra eignarhald ekki heppi-
legt fyrir bankann“ en FME vildi
ekki tjá sig frekar um hvað átt er við
með orðalaginu „ekki heppilegt“.
FME hafnar umsókn
FL Group og Jötuns
svartsýnisradda þess efnis að að-
gerðir seðlabankanna hafi í reynd
verið viðbrögð við verri lausafjár-
stöðu bankanna en vitað var um.
Markaðirnir í Bandaríkjunum
lækkuðu framan af degi en réttu svo
úr kútnum og hækkuðu bæði Dow
Jones og S & P 500 lítillega en Nas-
daq lækkaði þó örlítið. Í frétt á vef
The Wall Street Journal segir að
ástæða viðsnúningsins hafi verið
birting talna um smásöluverslun í
Bandaríkjunum en hún reyndist
hafa aukist 1,2% í nóvember sem var
langt umfram spár sérfræðinga.
Afhroð á hlutabréfa-
mörkuðum í Evrópu
Fremur tíðindalítið á vesturvígstöðvunum
Reuters
Endalausar sveiflur Áhrifin af ákvörðun seðlabanka í Evrópu og Norður-
Ameríku um að koma bönkum til aðstoðar reyndust afar skammvinn.
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
ENGAN veginn virðist sjá fyrir end-
ann á sveiflum og lækkunum á hluta-
bréfamörkuðum vegna lánsfjár-
kreppunnar enda hafa æ fleiri
vísbendingar komið fram um að ekki
verði ljóst í bráð hversu mikið fjár-
málafyrirtæki þurfa að afskrifa
vegna áhættusamra veðlána. Í fyrra-
dag ákváðu helstu seðlabankar að
létta á lausafjárvandanum með því
að bjóða bönkum lán á sérstökum
kjörum til að draga úr háum skamm-
tímavöxtum en gleði hlutabréfa-
markaða vegna þeirrar fréttar stóð
ansi stutt.
Bréf breskra banka hríðféllu
Þannig féllu allar helstu hluta-
bréfavísitölur í Evrópu umtalsvert í
gær, þær norrænu á bilinu 1%-2,7%,
DAX lækkaði um 1,8%, CAC í París
um 2,7% en FTSE í London féll um
2,9% en það er mesta lækkun frá 16.
ágúst. Þar urðu miklar lækkanir á
gengi bréfa banka og fjármálafyrir-
tækja. Greint var frá því að HBOS
þyrfti að afskrifa meira en 22 millj-
arða vegna ótryggra lána og lækkaði
gengi bréfa félagsins um 8,2% en
bréf Northern Rock lækkuðu enn
meira eða um 13% en tilkynnt var í
gær að forstjórinn, Adam Appleg-
arth, myndi þegar láta af störfum.
Í Vegvísi Landsbankans segir að
rekja megi lækkunina í Evrópu til
Í HNOTSKURN
» Allar helstu hlutabréfa-vísitölur í Evrópu lækkuðu
verulega í gær þrátt fyrir að
helstu seðlabankar hafi greint
frá því í fyrradag að þeir
hefðu ákveðið að veita bönk-
um aðgengi að ódýrum lánum.
» FTSE í London lækkaðium 2,9% í gær en það er
mesta lækkun frá 16. ágúst.
Bréf banka og fjármálafyrir-
tækja lækkuðu mest.
GENGIÐ var á miðvikudag frá sölu
Novators, fjárfestingafélags Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar, á helm-
ingshlut í búlgarska bankanum
Economic and Investment Bank (EI-
Bank) til belgíska bankans KBC Gro-
up.
Við undirritunina í Sofíu í Búlgaríu
átti Björgólfur Thor fund með Andre
Bergen, forstjóra KBC Group, Tzve-
telina Borislavova, stjórnarformanni
EIBank, og Jan Vanhevel, forstjóra
KBC í Mið- og A-Evrópu. Um var að
ræða sölu á 75% hlut en þar af átti
Novator um 48%. Afgangurinn var í
eigu Borislavova en hún heldur eftir
22% hlut í bankanum. Söluandvirði
hlutar Novators er um 195 milljónir
evra, hagnaður af sölunni er um 135
milljónir evra, eða um 12 milljarðar
króna.
Salan á EIBank frágengin
Fundur Björgólfur Thor Björgólfsson fundar með stjórnendum EIBank og
KBC Group í Sofíu í Búlgaríu á miðvikudag þegar salan var frágengin.
FRAM til þessa
hafa eigendur
Nyhedsavisen
lagt blaðinu til
um 4,8 milljarða
íslenskra króna
en Jón Ásgeir Jó-
hannesson,
stjórnarformað-
ur Baugs, fer í
samtali við Berl-
ingske Tidende
varlega í að lofa Nyhedsavisen
meira fé. „Við munum alltaf meta
stöðuna á þeim tíma þegar þeir fara
fram á meira fé. En við erum þegar
búnir að leggja talsvert fé í sjóðinn
þannig að það verður að koma í
ljós,“ er svar Jóns Ásgeirs við þeirri
spurningu hvort Baugur muni
leggja fram meira fé.
Í fréttinni er rifjað upp að Jón
Ásgeir hafi í ágúst í fyrra sagt í
Børsen að sjóðurinn á bak við blað-
ið byrjaði með 4,8 milljarða en
hægt væri að auka þá upphæð í 9,6
milljarða íslenskra króna.
Ennfremur segir að ekki liggi
fyrir hversu mikið er eftir af því fé
sem Nyhedsavisen fékk – enda tjái
stjórnendur blaðsins sig ekki um
það – en ætla megi að það sé nú
nærri upp urið. Tekið er fram að
upplag og lestur Nyhedsavisen hafi
vaxið hratt en um leið er bent á að
það sé kostnaðarsamt að gefa út frí-
blað sem dreift sé heim til fólks. Því
þurfi Nyhedsavisen á mörgum
milljörðum að halda til þess að
standa undir rekstrinum.
Aðspurður hversu þolinmóður
hann sé gagnvart Nyhedsavisen
svarar Jón Ásgeir því til að hann sé
„mjög þolinmóður“ og þegar spurt
var hvað það þýddi svarar hann:
„Við gerum ævinlega það sem við
teljum vera rétt. Og þegar við hætt-
um að trúa á það, þá skiptum við
um skoðun.“
Óljós tal
um Nyheds-
avisen
Jón Ásgeir
Jóhannesson
!""#
(
2 3 45
6
2 3 45
78 45
&- 2 3 45
2
9
45
5 7 3
:
;<
2 3 45
0
3= 6
45
-
9
45
*
>6
? &595 45
@ 45
A 45
BC" 45
(<
45
(
< ( D
(
< E
EF&
7 6
&
2 3 45
&G
6
;<
< 2 3 45
'
45
H4 45
*EI+
@
45
/
45
!" #
J
( J5
6 2
45
3
45
$
%&
!
"
!" !
"
! !
"
!
"
! !
/ 3
@9
0
3 *
#!5KC
!$5BC5$
#C5$"5!"C
!"$5$K
!5BC5"5B$#
>
C5K"5
#5!$5$#5#KK
BK!5K5#"K
#B5K""5#"C
>
>
>
#5K5B
"!5$K#
5$C5C!
K!5CB
>
#5"C#5B"
K"
!5"##5
>
C#5!B"5BKC
>
>
C!5$B5
>
>
!L
"#L
L$"
!"LB"
LC
BCL"
CL"
$$KL
BCLC"
!"LB
"L#C
#$LC
!L#B
CLC
"KL
!$CL
"!#L
!L
!"L
"LB
#$L
BL
!L""
>
>
BK"L
>
>
!L!
"#LC
BL
!"LK"
L$
BCL""
CL"
$#L
BL
!"LB"
CL
##LC
!L#"
CL$!
"L
!$!$L
"BL
!L!
!$BL
"LK
##L"
BL
!LC"
KL
>
BK"L
!!L
>
&
B
C
B
KK
>
C
K
BB
B
>
>
>
!B
>
K
!
C
>
!
>
>
C
>
>
,
5
!B5!5
!B5!5
!B5!5
!B5!5
!B5!5
!5!5
!B5!5
!B5!5
!B5!5
!B5!5
!5!5
!5!5
!!5!5
!B5!5
!B5!5
!B5!5
!B5!5
!5!5
!B5!5
5!5
!B5!5
!#5!!5
!B5!5
C5!5
5$5
!B5!5
5!5
5!!5
+'M +'M "
# $
$
1
1
+'M + 6M
!#!
$
$
1
1
,D %
N
!# #
%!
$
1
1
&@*7
,(M
#!
"#
$!
$
1
1
+'M ,!"
+'M K
#
#"
$
$"
1
1
HEILDARVELTA greiðslukorta
nam um 79 milljörðum króna í nóv-
embermánuði en þar af var innlend
velta um 54 milljarðar króna.
Minnkaði veltan lítillega frá fyrra
mánuði, en aukning heildarveltu
frá sama tíma fyrra árs nam um
7,3% og aukning innlendrar veltu
um 6,7% að raunvirði. Í Morgun-
korni Glitnis kemur fram að
greiðslukortavelta gefur ágæta vís-
bendingu um þróun einkaneysl-
unnar, enda greitt fyrir stóran
hluta neyslunnar með greiðslukort-
um. Á síðustu tveimur mánuðum
hafi greiðslukortavelta innanlands
numið um 110 milljörðum, sem sé
raunaukning um nálægt 8% miðað
við sömu mánuði fyrra árs.
Kortavelta
79 milljarðar
BANKASTJÓRN Seðlabanka Sviss
ákvað á fundi sínum í dag að halda
stýrivöxtum bankans óbreyttum í
2,75%. Er þetta í fyrsta skipti í
langan tíma sem engar breytingar
eru gerðar á stýrivöxtum bankans.
Þá kynnti bankinn verðbólguspá,
þar sem gert er ráð fyrir meiri
verðbólgu en í fyrri spám. Gerir
hann nú ráð fyrir 1,7% verðbólgu á
næsta ári í stað 1,5% verðbólgu.
Bankinn ákvað í gær, ásamt
seðlabönkum Bandaríkjanna,
Evrópu, Bretlands og Kanada, að
veita bankastofnunum ódýr lán.
Óbreyttir
vextir í Sviss