Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðbjörg Sig-urðardóttir
fæddist á Setbergi
í Skógarstrandar-
hreppi í Snæfells-
nessýslu 16. ágúst
1914. Hún lést á
Hrafnistu við
Brúnaveg 2. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Ingi-
björg Daðadóttir, f.
á Dröngum í Skóg-
arstrandarhreppi
19.5. 1884, d. í
Stykkishólmi 30.12. 1987, og
Sigurður Magnússon, bóndi á
Kársstöðum í Helgafellssveit á
Snæfeelsnesi og síðar hrepp-
stjóri í Stykkishólmi, f. á Ísafirði
3.4. 1880 (rangl. skráð í þjóð-
skrá 20.4. 1880), d. í Stykk-
ishólmi 7.5. 1984. Ingibjörg og
Sigurður áttu fimm dætur. 1)
María f. 20.9. 1909, d. í bílslysi
20.4. 1977, maður hennar Sig-
urður Tómasson f. 19.12. 1897,
d. 20.4. 1977. Þau bjuggu á
Barkarstöðum í Fljótshlíð. Börn
þeirra Tómas Börkur, Daði,
Margrét, Inga Sigrún og Helga.
2) Aðalheiður, f. 10.7. 1912. Hún
býr nú á Skólastíg 14a, Stykk-
ishólmi, maður hennar Stefán
Siggeirsson, f. 24.7. 1907, d.
13.10.1973. Þau bjuggu í Stykk-
ishólmi. Fósturdóttir þeirra
Birna Bjarnadóttir. 3) Fríða
Guðbjörg, sem hér
er minnst. 4) Jó-
fríður, f. 13.12.
1916, d. í eldsvoða í
Stykkishólmi.
Hennar maður
Bjarni Breiðfjörð
Sveinbjörnsson, fv.
hafnarvörður í
Stykkishólmi, f .
20.3. 1916. Þeirra
dóttir Birna 21.4.
1943. Seinni kona
Bjarna. Anna
Kristjánsdóttir, f.
10.7. 1924. Þau búa
á Skólastíg 14a, Stykkishólmi. 5)
Ágústa, f. 3.8. 1925, d. 27.8.
2003, maður hennar Baldvin
Ringsted, f. 23.10. 1914, d.
27.12. 1988. Þau bjuggu á Akur-
eyri. Börn þeirra Gunnur, Sig-
urður, Gunnar, Ingibjörg, Guð-
björg og Baldvin. Fósturdóttir
Gerður Antonsdóttir.
Guðbjörg ólst upp á Kárs-
stöðum í Helgafellssveit. Hún
fluttist til Reykjavíkur og vann
þar ýmis störf, alltaf við umönn-
un og aðhlynningu barna. Hún
lærði ljósmóðurfræði og tók
ljósmæðrapróf LMSÍ 30.9. 1952.
Ljósmóðir á Landspítala, fæð-
ingardeild, 18.6. 1956 til 30.9.
1982. Deildarljósmóðir þar frá
1969 til 1982.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Látin er í hárri elli kær móð-
ursystir mín og nafna, Guðbjörg
Sigurðardóttir ljósmóðir. Mér er
það bæði ljúft og skylt að minnast
hennar á þessari stundu. Í
bernskuminningunni var Guðbjörg
góða, gjafmilda frænkan í Reykja-
vík sem tók vel á móti öllum. Þeg-
ar ég heimsótti hana sem barn var
það ævintýri líkast. Að fara til
Reykjavíkur á þeim árum var lík-
lega eins og nú á tímum er fyrir
börn að fara til útlanda. Guðbjörg
tók á móti okkur fjölskyldunni að
norðan með kostum og kynjum.
Það voru uppbúin rúm með ilm-
andi sængurfötum, veislumatur og
svo átti hún það til að fara með
okkur systurnar í leikhús eða í bíó.
Við áttum að njóta þess að vera í
höfuðborginni.
Guðbjörg fór einu sinni sem oft-
ar til Flórída að heimsækja vin-
konu sína, Hermínu, sem þar bjó,
og kom aldeilis færandi hendi til
baka. Við Inga systir fengum eins
dragtir og dúkkur frá henni og
mikið vorum við flottar í drögt-
unum og ekki leiðinlegt að geta
státað af því að eiga dúkku frá
Ameríku. Ég man eftir að hafa
hugsað: ,,Af hverju er hún svona
góð við okkur?“ Það var ef til vill
vegna þess að hún var barnlaus og
vildi gleðja okkur, dætur hennar
Gústu systur.
Mér er líka minnisstætt þegar
við systurnar, Inga og ég, fórum
til Reykjavíkur með flugvél og
fengum að gista á Flókagötunni
hjá Guðbjörgu. Við höfum þá verið
13 og 15 ára og hún stjanaði við
okkur og var svo skemmtileg. Hún
gerði svo góða ribsberjasultu og
vorum við ævinlega sendar heim
með nokkrar krukkur.
Löngu seinna, þegar ég var
komin í nám til Reykjavíkur bjó ég
hjá Guðbjörgu á Flókagötunni og
er það dýrmætur tími í minning-
unni. Þetta var góður tími hjá okk-
ur báðum og það var afskaplega
notalegt að búa hjá henni.
Seinna kom svo Kristján og við
fengum helminginn af íbúðinni fyr-
ir okkur. Svona var hún; örlát og
tilbúin að gefa af sér.
Við Kristján áttum góð og eft-
irminnileg ár með Guðbjörgu í
Reykjavík. Þegar kom að því að
við flyttum norður til Dalvíkur ár-
ið 1983 vorum við staðráðin í að
halda góðu sambandi við hana.
Guðbjörg kom norður til okkar á
hverju hausti í ber og tíndi manna
mest. Þá gisti hún hjá okkur og
fékk aðvitað sérherbergi. Það her-
bergi kölluðu börnin okkar ávallt
Guðbjargarherbergi. Ég veit að
hún hafði gaman af því að hitta og
vera með börnunum okkar og var
það gagnkvæmt. Alveg þangað til
hún fór að tapa minni fylgdist hún
með þeim og óskaði þeim ávallt
alls hins besta.
Mig langar að þakka frænku
minni Margréti Sigurðardóttur af
alhug fyrir alla umhyggjuna sem
hún hefur sýnt Guðbjörgu, móð-
ursystur okkar, í gegnum árin.
Margrét hefur verið vakin og sofin
að aðstoða Guðbjörgu undanfarin
ár og ég veit að ég tala fyrir munn
okkar systkinanna þegar henni eru
færðar alúðarþakkir fyrir allan
þann tíma sem hún gaf frænku
okkar.
Aðalheiði, eftirlifandi systur
Guðbjargar, eru færðar innilegar
samúðarkveðjur.
Að leiðarlokum færum við hjón-
in og börnin okkar Guðbjörgu
hjartans þakkir fyrir samfylgdina.
Megi hún hvíla í Guðs friði.
Guðbjörg Ringsted.
Bókin „Ljóðmæli Herdísar og
Ólínu“ hefur að geyma ljóð eftir
þær systur Herdísi og Ólínu
Andrésdætur, ömmusystur Guð-
bjargar. Eftirfarandi ljóð er bæði
táknrænt fyrir það viðmót sem
Guðbjörg sýndi okkur systurbörn-
um sínum og einnig táknrænt fyrir
þá blessun sem Guðbjörg varð að-
njótandi með ævistarfi sínu sem
ljósmóðir.
Hinn litli dropi
Við dagsins dýrðarljóma
ég daggarperlur sá
í bikar ungra blóma,
þá brosti lífsins þrá,
sem speglar margar myndir
á móti sólarbrá,
hve djúpar lífsins lindir
hinn litli dropi á.
(Ólína Andrésdóttir)
Við systkinin og fjölskyldur fær-
um Guðbjörgu móðursystur okkar
hinstu kveðju með hljóðri þökk.
Ingibjörg Ringsted.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’ og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
Þessi sálmur Herdísar Andrés-
dóttur, ömmusystur Guðbjargar,
kom í huga minn er ég fékk hring-
ingu frá Hrafnistu við Brúnaveg
og mér var tilkynnt látið hennar.
Ég hugsaði með hlýhug til starfs-
fólksins þar, fyrir alla þá góðu
umönnun sem það veitti henni.
Guðbjörg móðursystir mín var
meira en frænka, hún var náin vin-
kona mín og félagi. Heimsóknir til
hennar voru ekki farnar af skyldu-
rækni, heldur af því að við Einar
vildum hitta hana og hafa hana
með okkur. Hún var alltaf tilbúin
og þakklát. Framkoma Guðbjargar
einkenndist af mildri hlýju, um-
hyggjusemi og fórnfýsi. Hún hafði
fallegt hár, var alltaf vel og viðeig-
andi klædd og glæsileg í hreyf-
ingum. Reglusemi og snyrti-
mennska í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur. Þótt minnið væri
tapað hélt hún sálarstyrk og geð-
prýði til hinstu stundar. En ljóðin
gleymdust ekki. Oft héldum við
frænkur okkar eigin söngskemmt-
anir í stofunni hjá mér. Hún var
lagviss, hafði fallega söngrödd og
allt kunni hún, þjóðlög, sálma og
slagara. Við nutum þess báðar.
Alla starfsævi sína vann hún við
umönnun barna. Aðalstarf hennar
var ljósmóðurstarf á fæðingardeild
Landspítalans. Þar var rétt kona á
réttum stað. Hún elskaði börn, átti
auðvelt með að umgangast þau og
einhvern veginn var það þannig að
manni fannst hún ekki þurfa að
hafa mikið fyrir því, að láta þau
vera til friðs. Á níræðisaldri fékk
hún reit í skólagörðunum og rækt-
aði sitt eigið grænmeti í góðri
samvinnu við ungviðið sem átti þar
reiti. Skyldir og vandalausir
dvöldu í lengri eða skemmri tíma á
heimili hennar. Mörg af systra-
börnum hennar áttu heimili hjá
henni, er þau voru í Reykjavík við
nám og störf. Þau eru þakklát fyr-
ir þann tíma, þar sem umgengn-
isreglur voru skýrar og þau fengu
að njóta umhyggju hennar og virð-
ingar. Hún var líka alltaf með hug-
ann við hvernig hún gæti aðstoðað
og létt undir með Aðalheiði systur
sinni í Stykkishólmi, sem hafði alla
tíð á heimili sínu foreldra sína og
ömmu, sem öll urðu á annað
hundrað ára gömul. Hún fór í
Hólminn hvenær sem tækifæri
gafst. Þær systur voru samtaka
um að hlúa að þeim eins vel og
mögulegt var á allan hátt. Það var
líka virt og þakkað.
Guðbjörg var útivistarkona. Hún
fór til margra ára með ljósmæðr-
unum vinkonum sínum í Þórsmörk
nokkra daga á hverju sumri. Þar
áttu þær vísan samastað í Skag-
fjörðsskálanum. Í berjaferðunum á
æskuslóðir sínar í Stórgrýtið á
Kársstöðum við Álftafjörð fór hún
upp snarbratta og grýtta brekk-
una upp að klettabeltinu, fram
undir nírætt. Í sumar fór hún í
kvennahlaupið, þó í hjólastól væri.
Návist hennar var okkur Einari
gleðiefni, og minningin um frænku
mína er okkur dýrmæt. Við Einar
vottum Aðalheiði systur hennar,
sem nú dvelur á Dvalarheimili
aldraðra í Stykkishólmi, og öðrum
ættingjum og vinum hennar okkar
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Guðbjargar
frænku minnar.
Margrét Sigurðardóttir.
Í dag kveðjum við Guðbjörgu
frænku.
Ég vil við það tækifæri fá að
þakka henni allar þær stundir sem
ég og fjölskylda mín áttum hjá
henni á heimili hennar á ferðum
okkar til Reykjavíkur, hvort sem
um gistingu var að ræða eða stutt
innlit. Alltaf voru móttökurnar
eins, óendanleg umhyggja og hlýja
og séð til þess að maginn væri
ekki tómur.
Við kveðjustund er mér ofarlega
í huga þegar ég eignaðist mitt
fyrsta barn og Guðbjörg var ljós-
móðir mín. Þá stóð heimili hennar
mér opið, ég dvaldi hjá henni áður
en ég fór á fæðingardeildina. Hún
annaðist mig og fylgdi mér svo alla
leið. Það var mér, ungri stúlkunni,
ómetanlegt og því fæ ég henni
seint fullþakkað. Það var skemmti-
legur tími sem ég átti með þeim
nöfnum, en á þeim tíma stundaði
Guðbjörg mágkona mín nám í
Reykjavík og bjó hjá frænku sinni
á Flókagötunni.
Við þessi tímamót viljum við
þakka sérstaklega Margréti syst-
urdóttur Guðbjargar fyrir að að-
stoða hana á ævikvöldi sl. ár
Gunnar (Gúi), Guðríður (Dúdda),
Jóhann og ég minnumst þín með
virðingu. Hvíl þú í friði, ljósmóðir
góð.
Jenný Lind.
Mig langar með örfáum orðum
og minningabrotum að tjá þakk-
læti mitt fyrir að hafa átt hana
Guðbjörgu móðursystur mína að.
Guðbjörg var höfðingi heim að
sækja. Nokkrum sinnum þurfti ég
að dvelja um lengri eða skemmri
tíma í Reykjavík og þá átti ég víst
athvarf hjá Guðbjörgu. Hún gerði
sér far um að taka vel á móti mér
og minnist ég leikhús- og bíóferða
og ferðar í Tívolí. Alltaf fannst
mér góður maturinn hjá henni
frænku minni og oft var hún með
rétti sem mér fundust framandi og
nýstárlegir.
Þegar ég þurfti að dvelja einn
vetur í Reykjavík vegna náms stóð
heimili Guðbjargar á Flókagötunni
mér opið. Þá voru þar líka leigj-
endur í tveimur herbergjum, ljós-
móðurnemar leigðu oft herbergi
hjá henni, og var oft glatt á hjalla.
Það er vafalaust Guðbjörgu að
þakka að stórum hluta að ég
kynntist ýmsum ættingjum mínum
sem ég annars hefði kannski ekki
kynnst. Hún bæði fór með mig í
heimsóknir til þeirra og eins hitti
ég marga á hennar heimili.
Þegar ég bjó svo sjálf í nokkur
ár í Reykjavík með manni og barni
voru heimsóknir til Guðbjargar
tíðar. Hún lét sér annt um son
minn og leyfði honum til dæmis að
leika sér með eldhúsáhöldin sem
hann hafði mikið yndi af á fyrsta
og öðru ári. Hún kippti sér ekki
mikið upp við það þótt hann tæki
pott eða kökuform og berði í það
með sleif af öllu afli með öllum
þeim hávaða sem fylgdi. Nei,
„leyfum barninu að leika sér með
það sem því finnst skemmtilegt,“
var hennar viðhorf.
Ég veit að systkini mín og önnur
systrabörn Guðbjargar hafa svip-
aða sögu að segja. Þar sem hún
átti ekki börn sjálf fékk hún hlut-
deild í systrabörnum sínum og var
þeim sem önnur móðir.
Nú, á kveðjustund, er þakklæti
efst í huga og minning um hlýja og
umhyggjusama frænku mun ylja
um ókomna tíð.
Gunnur Ringsted.
Guðbjörg Sigurðardóttir, vel-
gjörðarmaður minn og vinkona,
lést þriðjudaginn 4. des. sl. Með
henni er gengin ein sú fallegasta
sál sem ég hef kynnst um ævina.
Vinátta hennar og mín nær allt til
unglingsára minna, hún var vin-
kona móður minnar, þannig kynnt-
umst við fyrst. Síðar þegar ég
flutti til Reykjavíkur bjó ég undir
hennar verndarvæng á Flókagöt-
unni. Árin á nr. 11 eru mér
ógleymanleg og eru björt í minn-
ingunni. Guðbjörg var á þessum
árum á fullu í krefjandi starfi ljós-
móður en alltaf hafði hún tíma áð-
ur en hún fór á kvöldvakt til að
elda eitthvað ofan í svangan ungan
mann. Þegar ég svo gifti mig og
eignaðist börn færðist elska henn-
ar og vinátta yfir á konu mína og
börnin okkar þrjú, enda tók hún á
móti þeim öllum í heiminn og bar
hag þeirra ávallt fyrir brjósti. Þeg-
ar yngsta barnið mitt fæddist var
Guðbjörg hætt að vinna en fékk
leyfi til þess að vera viðstödd sem
ljósmóðir barnsins, enda vildum
við enga frekar hafa en hana.
Aldrei heyrði maður neitt annað
en gott eitt af störfum Guðbjargar
ljósmóður, hún vann lengst af á
fæðingardeild Landspítalans og ég
held að öllum sem henni kynntust
hafi þótt vænt um hana, það var
ekki hægt annað. Hún hafði svo
fallega nærveru var svo hlý og
góð. Húmorinn var líka í góðu lagi.
Oft var hlegið að frásögnum henn-
ar af ýmsum atvikum sem gerðust
í kringum hana sjálfa eins og þeg-
ar kviknaði í kartöflum sem hún
var að brúna eitt sinn – þá fleygði
hún bara pönnunni með öllu sem í
henni var út um gluggann, ofan í
snjóskafl. Pönnuna sótti hún svo
um vorið þegar snjóa leysti. Hún
kunni nú aldeilis að bjarga mál-
unum, hún Guðbjörg ljósa. Aldrei
lagði þessi grandvara kona illt orð
til nokkurs manns – var frekar
manneskja sátta og umburðarlynd-
is.
Við fjölskyldan fórum ásamt
Guðbjörgu í ógleymanlega ferð til
Bandaríkjanna vorið 1978, þar vor-
um við mánuð í sólinni á Palm
Beach í Flórída. Guðbjörg var frá-
bær ferðafélagi og við nutum öll
samverunnar sem styrkti böndin
enn frekar. Hún reyndist mér og
fjölskyldu minni alla tíð vel og var
traustur vinur sem gott var að
leita til þegar þess þurfti, alltaf
tilbúin að hlusta en aldrei að
dæma, aðeins gefa góð ráð. Hún
var aufúsugestur á heimili okkar
Systu og barna okkar.
Hin síðari ár bjó Guðbjörg á
Hrafnistu í Reykjavík en frænka
hennar Margrét reyndist henni
mjög vel og hugsaði um hana af
mikilli alúð. Þetta voru samt erfið
ár sökum veikinda hennar, ég tók
það nærri mér að horfa upp á
þessa yndislegu manneskju hverfa
smátt og smátt inn í þokuna og
hætta að þekkja mig. Ég vil bara
muna hana eins og hún var, hina
glöðu traustu Guðbjörgu mína,
trúnaðarvininn sem aldrei dó ráða-
laus. Hún reyndist móður minni og
systrum einlægur vinur sem þær
þakka fyrir nú á kveðjustund og
minnast hennar með hlýju.
Við Systa og börnin okkar þökk-
um Guðbjörgu fyrir ógleymanleg
kynni, vináttu og traust sem aldrei
bar skugga á og sendum fjölskyldu
hennar samúð okkar.
Guð blessi minningu þína, elsku
Guðbjörg ljósa, hún mun lifa með-
al okkar sem þekktum þig og átt-
um þig sem vin.
Sigurjón Finnsson.
Það er þakkarvert að kynnast
fólki sem með tilveru sinni gefur
gullkorn í minningasjóðinn. Þannig
er hugur minn til Guðbjargar.
Ég var svo lánsöm að leigja með
henni í 2 ár og þar leið mér vel.
Aldursmunur okkar var 25 ár
sem kom ekki að sök þó að ég væri
á byrjandi þrítugsaldri með ung-
lingshugsun en hún þroskuð og
lífsreynd kona. Guðbjörg var til-
litssöm, var ekki að skipta sér af
hvað samleigjandi hafðist að en
var til ,,selskaps“ þegar það hent-
aði. Kímni og gamansemi var aldr-
ei langt undan. Kvartanir heyrði
ég ekki né aðfinnslur.
Þó að við værum báðar ljós-
mæður og störfuðum á fæðingar-
deild Landspítalans, vorum við
sjaldan saman á vöktum. Starfs-
kynni því lítil.
Guðbjörg var afar vinnusöm,
fann sér alltaf eitthvað að gera ef
hlé varð. Hún gerði hvað hún gat
til að virkja aðra með sér í þau
verk. Ekki voru allt hefðbundin
ljósmóðurstörf. Á vinnustað eru
mörg smáverk sem þarf að gera og
sumir hafa næmara auga fyrir
þeirri þörf heldur en aðrir. Hún
fékk því orð á sig fyrir að vera
,,tutlsöm“,titill sem margar góðar
og gegnar konur fengu áður fyrr.
Heima fyrir tók Guðbjörg lífinu
með ró.
Guðbjörg var einhleyp alla tíð.
Varla hefur hana samt skort tæki-
færi til að bindast. Yfir henni var
reisn sem vakti athygli. Hún leit
vel út, glaðvær kona, nokkuð há-
vaxin og fremur grönn. Svolítið
sérstök í hreyfingum, vaggaði
smávegis í göngulagi með höfuð
örlítið á hreyfingu þegar hún tal-
aði. Mér fannst hún hafa yfirbragð
hinnar forvitnilegu konu. Frændi
minn einn sem kom oft í heimsókn
Guðbjörg
Sigurðardóttir