Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 39
skildar fyrir öll prakkarastrikin. Íkveikjur, framleiðsla sprengibún- aðar, þjófnaður á grænmeti úr görð- um nágranna; allt tilheyrði þetta daglegum rekstri okkar ormanna. Geir valdi sér sömu iðn og feður okkar og starfaði sem slíkur í ára- raðir. Mér fannst merkilegt ungum að heyra af ævintýrahöfnum sem á vegi Geirs urðu á siglingum hans um heiminn og líklega hefur mitt eigið sjómannsblóð látið á sér kræla við frásagnir hans. Mesta gæfa Geirs var þó að kynnast Helgu og með henni byggði hann sér fallegt heimili og blómlega fjölskyldu. Nú er honum komið í opna skjöldu og blaðinu bregður illvígur sjúkdóm- ur og óviðráðanlegur. Hér hefur ver- ið lagður að velli, langt fyrir aldur fram, Hagmelingur af bestu gerð. Fjölskyldu Geirs sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Stefán Bjarnason. Það var oft mikill atgangur á Hagamel 30 og 32 upp úr 1957. Hagamelur 30 og 32 voru byggðir af fjórum félögum, vélstjórum hjá Eim- skip. Í þessum átta íbúðum voru tuttugu og tveir krakkar, hlaupandi inn og út allan daginn, vor, sumar, vetur og haust. Leikirnir breyttust eftir veðurfari. París, fallin spýtan, bílaleikur, bófahasar og skylmingar á vorin og sumrin. Vasaljósaleikur þegar hausta tók, snjókast, snjókall- ar og snjóhús á veturna. Rauða svip- an og svarti hanskinn, leynifélög sem skutu upp kollinum eftir því hvaða mynd var sýnd í Gamla bíói þann sunnudaginn. Roy Rogers var samt klassískur og leikaramyndir með honum alltaf gjaldgengar. Stundum skall þó á ófriður milli gatna og menn gengu saman í hóp- um og ávallt vopnaðir sverðum, svip- um, skjöldum og helst spjótum sem menn tímdu þó ekki að henda í and- stæðinginn að ótta við að fá ekki spjótið aftur. Svona var lífið á Melunum í þá daga. Margbreytilegt, skemmtilegt og fullt af ævintýrum. Ég man ekki lífið án systkinanna Geirs, Þorvaldar og Lúllu á fyrstu hæð á Hagamel 30. Foreldrar þeirra Eybjörg Sigurðar- dóttir og Geir Jóhann Geirsson, sem er látinn, voru ótrúlega þolinmóð yf- ir gauraganginum í okkur og aldrei man ég eftir að Eybí hafi byrst sig við okkur. Fjölskyldan á fyrstu hæð er svo samtvinnuð tilveru minni að ég á ekki minningar án þeirra. Geir Helgi Geirsson var þremur árum eldri en ég og við urðum strax vinir og leikfélagar. Eins og drengir í þá daga vorum við uppátækjasamir og Vesturbærinn ásamt höfninni var leikvangur okkar. Ég man að við sóttum mikið í höfnina og slippinn en afi og amma Geirs áttu heima við Brunnstíg, neðan við Mýrargötuna. Slippurinn og höfnin voru ævintýra- heimur út af fyrir sig. Það var hægt að kaupa færi í Ellingsen og veiða kola og marhnút úti á bryggju. Skemmtilegast var að stelast í slipp- bátana, sem voru þungir eikarbátar, og róa út á ytri bryggju. Yfirleitt endaði það með að löggan kallaði okkur í land og sagði okkur að þetta væri bannað. Annað var nú ekki gert í málinu og maður hafði það á tilfinn- ingunni að löggan hefði gert þetta sjálf þegar hún var ung. Geir var einnig lagtækur í hönd- unum sem kom sér vel þegar kassa- bílar voru smíðaðir og seinna þegar hann gerði upp Willys-jeppann í skúrnum á Hagamel. Geir ákvað snemma að fara til sjós og fór eftir Hagaskóla í Vélskólann og þaðan til Þingeyrar í frægustu vélsmiðju landsins, Vélsmiðju Þingeyrar. Geir réð sig síðan til Eimskips sem vél- stjóri hvar hann vann síðan. Öll þau ár sem við Geir ólumst upp saman man ég ekki að kastast hafi í kekki á milli okkar enda Geir með af- brigðum skapgóður og bónljúfur. Þó svo að leiðir okkar hafi skilið bæði sökum aldursmunar og þegar hann fór í Vélskólann var alltaf eins og við hefðum hist í gær og einlægur vin- skapur okkar var óskertur. Geir var minn fyrsti vinur og ég er stoltur yfir því að geta sagt það. Ég votta fjölskyldu Geirs mínar dýpstu samúð, skarð er fyrir skildi. Júlíus Bjarnason. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 39 ✝ RagnhildurStefánsdóttir fæddist á Brunngili í Bitru hinn 18. apríl 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Hvamms- tanga að morgni 6. desember síðastlið- ins, eftir stutta legu þar. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Gísladóttir, f. 8. maí 1906, d. 4. apríl 1993 og Stef- án Davíðsson, f. 6. júní 1902, d. 29. mars 1997. Ragnhildur var elst af 11 systk- inum, næstur var Jón, f. 1932, d. 2001. Eftirlifandi systkini Ragn- hildar eru Davíð, f. 1933, Gunnar Hermann, f. 1934, Elsa, f. 1936, Jensína, f. 1937, Arndís Jenný, f. 1938, Bryndís, f. 1940, Haukur, f. 1941, Gísli Björgvin, f. 1942 og Fanney Svana, f. 1949. Ragnhild- ur ólst upp á Brunngili til 9 ára aldurs, fluttist fjölskyldan þá að Börn þeirra eru Davíð, Ragnar og Guðný Elísabet. Dóttir Stefáns er Guðrún Arna, sambýlismaður Bjarni R. Guðmundsson. Sonur Önnu er Magnús Einarsson. Börn hans eru Sóley Sara og Hlynur Freyr. 3) Sigríður sjúkraliði, f. 1.júní 1960. Börn hennar eru Sig- rún Birna Gunnarsdóttir og Sverrir Jónsson. Sigrún er gift Benedikt Guðna Benediktssyni. Börn þeirra eru Rakel Jana, Arn- heiður Diljá og Ástvaldur Máni. 4) Halldór Líndal bóndi, f. 12.mars 1968, sambýliskona Kat- arina Fatima Borg. Börn þeirra eru Freyja Ebba og Tryggvi Nils. Árið 1955 hófu Ragnhildur og Jósafat búskap á Vatnshóli í Kirkjuhvammshreppi. Eftir um 40 ár við búskap tók Halldór son- ur þeirra við búinu og fluttu þau þá til Hvammstanga. Ragnhildur starfaði í nokkur ár í eldhúsi Sjúkrahússins á Hvammstanga. Ragnhildur verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Geithóli og síðar að Reykjum í Hrúta- firði. Þegar Ragn- hildur var 16 ára fluttu þau að Haugi í Miðfirði. Veturinn 1950–1951 stundaði hún nám í Kvenna- skólanum á Blöndu- ósi. Ragnhildur giftist hinn 19. febrúar 1956 Jósafat Tryggva Jósafats- syni, f. 28. nóvember 1930. Foreldrar hans voru Guðrún Ebenesers- dóttir og Jósafat Hansson. Ragn- hildur og Jósafat eiga fjögur börn, þau eru: 1) Guðrún sölu- maður, f. 20. júlí 1956, gift Magn- úsi Benediktssyni. Börn þeirra eru a) Benedikt Steinar, kvæntur Hrafnhildi Körlu Jónsdóttur, son- ur þeirra er Magnús Indriði og b) Helga Dóra. 2) Stefán Gunnar húsasmíðameistari, f. 2. febrúar 1959, kvæntur Önnu I. Hjaltalín. Lífsgöngu hjartkærrar móður minnar er nú lokið, eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það var okkur mikið áfall þegar hún veiktist fyrir rúmum tveimur árum, hún sem alla tíð hafði verið svo hraust. Hún hélt sinni skýru hugsun til síðasta dags. Pabbi stóð eins og klettur við hlið hennar í veikindunum. Samband þeirra einkenndist alla tíð af virð- ingu og kærleik. Hugurinn leitar til baka þegar ég var að alast upp í sveitinni og hvað mamma var ósérhlífin og vinnusöm, það var aðdáunarvert. Hafi hún þökk fyrir alla þolinmæðina við mig sem barn, alla ástúðina og umhyggjuna fyrir mér og mínum. Ég kveð hana með ljóðinu sem við völdum til að kveðja móður hennar með. Vertu sæl, mér svífur yfir, sífellt blessuð minning þín. Vertu sæl, ég veit þú lifir, veit þú hugsar enn til mín. (Ólína Andrésdóttir) Hvíli hún í Guðs friði. Guðrún. Elsku mamma og amma. Kveðjum þig með þessu fallega ljóði sem á svo vel við þig. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín, elskulega mamma góða, um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir, okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín eins og geisli á okkar brautum, mamma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér, ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Minning um þig verður alltaf ljós í lífi okkar. Hvíldu í friði, elsku mamma og amma. Þín dóttir og dóttursonur Sigríður og Sverrir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Í dag verður til moldar borin tengdamóðir mín, hún Ragnhildur Stefánsdóttir, fyrrum húsfrú og bóndakona á Vatnshóli í V-Húna- vatnssýslu. Ragnhildur var mjög hjálpsöm tengdamamma og var hún boðin og búin að hjálpa til ef eitthvað stóð til. Það þurfti ekki að biðja hana. Hún var mætt á staðinn. Ragnhildur átti við veikindi að stríða undarfarin ár. Tók hún þeim af æðruleysi. Þegar þau hjónin hættu búskap fluttu þau til Hvammstanga þar sem hún fór að vinna á sjúkrahúsinu, í eldhúsinu, þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Tengdaföður, börnum og öðrum ættingjum sendi ég innilegar sam- úðaróskir. Hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Anna Hjaltalín. Amma var góð kona. Alltaf þegar ég og fjölskyldan fórum til hennar gaf hún okkur kökur og mjólk. Hún var góð og prjónaði oft sokka og vettlinga á okkur og það var gam- an hjá okkur. Alltaf þegar ég var hjá henni þá lánaði hún okkur litabækur og liti og svo stundum gaf hún mér litabókina sem ég litaði í. Okkur fannst hún besta amma í heimi og hún var alltaf góð við okkur. Hún var sveitakona og bjó á bæ sem hét Vatnshóll. Hún kom oft í heim- sókn til okkar og gaf okkur gjafir en hún var mjög veik. Hún átti heima í sömu götu og spítalinn sem hún dó á. Þinn sonarsonur, Ragnar. Amma var einstök kona, hún var mér ákaflega kær. Mannkostir ömmu voru miklir, hún var jákvæð, jafnlynd, gamansöm, hörkudugleg og vel gefin. Hún hugsaði fyrir öllu. Amma var sérlega vinnusöm og hún gerði allt svo vel. Það var alltaf svo snyrtilegt og fínt hjá henni og afa, bæði inni og úti. Amma var fyrir- myndar bóndakona, hún og afi bjuggu áður með kindur, kýr, hænur og hesta. Hún sinnti bústörfunum af áhuga og ánægju. Amma var lagin í höndunum, það voru ófáar flíkurnar sem hún saumaði og prjónaði. Hún hugsaði vel um fólkið sitt og hafði gaman af litlu börnunum. Hjónaband ömmu og afa var fal- legt, þau sýndu hvort öðru mikla hlýju og virðingu. Ég var mjög hepp- in að geta dvalið mikið hjá þeim í sveitinni þegar ég var lítil stelpa. Amma kenndi mér að sauma og prjóna. Ég á yndislegar minningar um ömmu. Eftir rúm fjörutíu ár í sveitinni bjuggu amma og afi í nota- legu húsi á Hvammstanga, það hefur alltaf verið gott að koma til þeirra. Fyrir rúmum tveimur árum veiktist amma, hún sýndi mikið æðruleysi og mikinn dugnað í veikindum sínum, með því gaf hún okkur hinum von. Elsku afi hefur staðið eins og klettur við bakið á ömmu í gegnum þetta. Amma hafði alltaf gaman af undir- búningnum fyrir jólin. Áður en hún lést 6. desember síðastliðinn var hún búin að huga að ýmsu fyrir komandi jól. Svona var amma. Nú hefur hún fengið hvíldina. Diljá litla segir að nú sé amma orðin engill hjá Guði. Jana saknar langömmu og minnist alls föndursins sem hún klippti út handa henni. Ég er ákaflega þakklát fyrir stundina sem ég átti með ömmu dag- inn áður en hún lést, þá kvaddi hún mig svo vel og litla drenginn minn. Minningin um einstaka ömmu lif- ir, hún mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Hvíl í friði. Elsku afi, missir þinn er mikill. Guð gefi þér styrk til að takast á við þessa erfiðu þraut lífsins. Sigrún Birna. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð er sál yðar amma mín kæra. Yðar verður ávallt saknað því fáar geta leyst þig af. Ég vona að þú fáir fréttir af ætt þinni þar sem þú ert. Ég vona að þú sért stolt af öllum börnum og barnabörnum þínum. Farðu vel með þig og ég vona að við sjáumst einhvern daginn. Þinn sonarsonur, Davíð Stefánsson. Elsku amma. Ég man svo vel eftir fyrstu skipt- unum sem ég kom í sveitina til þín, þá um 6 ára aldur. Sveitastörfin skiptu þig svo miklu máli og áttu svo vel við þig. Mér er sérstaklega minnisstætt hvernig þér tókst að muna nöfnin á öllum kind- unum, sem voru margar þá, ein- göngu með því að horfa á þær. Þú kenndir mér að umgangast og bera virðingu fyrir dýrunum, en með því gafstu hlut úr þér. Þrátt fyrir að ég væri ekki blóðskyldur þér, þá tókstu mér alltaf með opnum örmum eins og þú ættir mig, aldrei fann ég fyrir öðru. Ég er svo glaður að hafa fengið að hitta þig á síðasta ári, þrátt fyrir að þú ættir við þetta að etja. Þó svo að sú stund hafi verið stutt, þá fann ég fyrir svo mikilli hlýju frá þér og fann að þér þætti þessi heimsókn mín, jafnmikilvæg og mér. Þrátt fyrir allt sem gengið hafði á í mínu lífi, þá varstu svo bjartsýn á framtíðina. Ég minnist þín með söknuði fyrir allt sem þú stóðst fyrir, amma. Magnús. Það hefur alltaf verið sagt að það sé öllum börnum hollt að fara í sveit. Þetta á að minnsta kosti við um okk- ur systkinin, við undum okkur vel í sveitinni hjá afa og ömmu, þetta var ómetanlegur tími og gott veganesti. Frá Vatnshól eigum við minningar sem munu fylgja okkur alla tíð. Síðustu ár höfum við, ásamt lang- ömmubarninu Magnúsi Indriða, fengið hlýjar móttökur í húsinu við Spítalastíg á Hvammstanga. Okkur er það enn í fersku minni þegar þú hélst á Magnúsi Indriða í fyrsta skipti á spítalanum, aðeins nokkurra daga gömlum og agnar- smáum. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, elsku amma, þú skilur eftir þig skarð sem ekki verður fyllt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Helga Dóra, Benedikt, Karla og Magnús Indriði. Ragnhildur Stefánsdóttir ✝ Elskuleg frænka okkar, RAGNHEIÐUR HERMANNSDÓTTIR, fv. deildarstjóri í Landsbanka Íslands, verður jarðsungin frá Hallgrímkirkju í Reykjavík mánudaginn 17. desember næstkomandi kl. 13,30. Systkinabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, STEFANÍA STEFÁNSDÓTTIR, áður til heimilis að Nýbýlavegi 86, Kópavogi, er lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni laugardagsins 8. desember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 17. desember kl.13.00. Dóra Skúladóttir, Þorvarður Brynjólfsson, Bergþóra Skúladóttir, Sigurður Guðmundsson, Magnús Skúlason, Ingunn Jónsdóttir, Jóhanna Skúladóttir, Sigurður Pálsson, Sigríður Þyri Skúladóttir, Úlfar Hróarsson, Árný Skúladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.