Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 23
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
Inntakið er auðvitað dálítið fálmút í myrkrið því það eru ekkitil neinar skriflegar samtíma-heimildir um jólahald í heiðn-
um sið. Ég velti hinsvegar upp þeirri
spurningu hvort óhætt sé að treysta
þeirri munnlegu geymd, sem birtist í
Íslendingasögum og skráðar voru tvö
til þrjú hundruð árum eftir að atburð-
ir áttu að eiga sér stað. Ég tel það
ótvírætt að menn hafi haldið jól í
heiðnum sið og kem til með að leiða
rök að því auk þess sem ég velti fyrir
mér tímasetningu hátíðarinnar, jóla-
skreytingum, skemmtunum, hugs-
anlegum helgiathöfnum og síðast en
ekki síst hvað var etið og drukkið,“
segir dr. Árni Björnsson þjóðhátta-
fræðingur, sem ætlar að flytja fyr-
irlestur undir yfirskriftinni „Jól í
heiðnum sið“ á Landnámssýningunni
í Reykjavík.
Orðið jól er í reynd óskiljanlegt
„Aðalrökin fyrir tilveru jóla fyrir
kristnitöku er sjálft orðið „jól“. Hví
skyldu menn annars hafa farið að
kalla fæðingarhátíð Jesú Krists þessu
óskiljanlega nafni nema af því að fyrir
var eldri skammdegishátíð, sem hét
þessu nafni? Annars hefðu menn trú-
lega kallað hátíðina Kristsmessu eins
og Englendingar eða kennt hana við
fæðingu og heilagleika, líkt og Frakk-
ar og Þjóðverjar. Í Heimskringlu er
auk þess getið um tilfærslu hinna
fornu jóla til sama tíma og hinnar
kristnu hátíðar, en rétt er að geta
þess að Heimskringla er skrifuð þrjú
hundruð árum eftir að sá atburður
hafði átt að eiga sér stað,“ segir Árni.
Særingar eða fögnuður
„Það hefur alltaf verið sálræn
nauðsyn fyrir fólk að lyfta sér á kreik
í svartasta skammdeginu og halda
gleðihátíð. Annaðhvort hefur verið
um að ræða særingarathöfn fyrir sól-
hvörf til að hjálpa sólinni yfir örð-
ugasta hjallann eða fagnaðarhátíð
eftir að séð varð að sólin var farin að
hækka á lofti.
Menn virðast einkum hafa sóst eft-
ir kjöti af nýslátruðu enda var slátrun
á fé eitt af því fáa, sem lög þjóðveld-
isins heimiluðu mönnum að vinna við
um jól.
Menn fóðruðu þá valdar sauðkind-
ur fyrir jólamatinn. Ekkert bendir til
þess að hrossakjöt hafi nokkru sinni
verið jólamatur, en hitt er víst að
menn máttu líka hita sér öl því öl-
drykkja mun hafa þótt óhjákvæmileg
eins og nýtt kjöt þó ekki sé vitað
hvaða nútíma bjórtegund öl til forna
beri keim af,“ segir Árni.
Drykkjuveislur og kynsvall
„Það er vitað að efnaðir menn
prýddu veisluskála sína með mynd-
skreyttum tjöldum. Ekki finnast
beinar heimildir um skemmtiatriði í
jólaveislum, en trúlega hefur
skemmtanahaldið verið með líkum
hætti og í öðrum veislum. Líklegt er
að menn hafi stigið einhvers konar
dans og troðið upp með sögum og
kvæðasöng. Í elstu vísu um jólahald
frá níundu öld er talað um að „drekka
jól“ og „heyja Freys leik“. Menn hafa
ekki verið á eitt sáttir um hvernig
bæri að túlka þetta, en þar sem að
Freyr var frjósemisguð, liggur bein-
ast við að skilja þetta sem drykkju-
veislu og kynsvall,“ segir Árni að lok-
um.
Svartasta skammdegið hefur allt-
af kallað á sálræna upplyftingu
Morgunblaðið/Kristinn
Þjóðháttafræðingurinn Árni Björnsson telur ótvírætt að jól hafi verið haldin í heiðnum sið.
Matarmenning Kannski hefur geirfuglinn verið rjúpa fornmanna, en hér
má sjá bæði geirfuglsbein og rostungstönn.
Fyrirlesturinn flytur Árni Björns-
son á Landnámssýningunni í land-
námsskálanum við Aðalstræti 16
kl. 15 á morgun, en þar hafa vænt-
anlega verið haldin heiðin jól frá
því að hann var reistur nálægt
miðri 10. öld og fram að kristni-
töku.
Líklegt er að menn hafi
stigið einhvers konar dans
og troðið upp með sögum
og kvæðasöng.
|föstudagur|14. 12. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Margir njóta þess að borða góða
villibráð um jólin. Friðrik Þór
Erlingsson er einn þeirra. »24
matur
Í mörgum tilfellum var krónu-
munur á verðlagi jólamatarins í
Bónus og Krónunni. »26
verðkönnun
ÞAÐ er óneitanlega
fallega upplýst þetta
jólatré sem stendur í
Sankti Pétursborg og
ljóst að mikið hefur
verið lagt í skreyt-
inguna. Hlýleg jóla-
ljósin lýsa upp um-
hverfi sitt með
skemmtilegum hætti
og efalítið kunna borg-
arbúar vel að meta
þessa ljósprýði í myrk-
asta skammdeginu.
Kveikj-
um ljós á
greinum
grænum
Reuters
Best að borða: Það er mjög erf-
itt að velja, en eitt af því er
plokkfiskur.
Besti göngutúrinn: Skálafell
við Hellisheiði.
Besta sundlaugin: Vesturbæj-
arlaugin.
Fallegasti staður á landinu: Því
er ómögulegt að svara, en ég
nefni Kverkfjöll.
Uppáhalds jólasveinninn: Ég vil
ekki gera upp á milli þessara
vina minna, en nefni þó Ket-
krók af því að hann er mér
minnisstæðastur úr bernsku.
Árni mælir með...
VÍSNAHORNIÐ
Af aðventu
og afmæli
Séra Skírnir Garðarsson yrkir íléttum dúr í tilefni aðventunnar:
Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt,
í það minnsta tölvuspil.
Hvort það virkar veit nú enginn
vandi er um slíkt að spá.
Eitt er víst að alltaf verður
ákaflegur hasar þá.
Jólasveinar einn og átta
ofan koma af fjöllunum.
Ofbeldi og erjur magnast,
er við hringjum bjöllunum.
Jón Ingvar Jónsson gerist væminn
og viðurkennir að jólaljósin séu
„kærkomin týra í skammdeginu“.
En er fljótur að sjá að sér:
Allt er nú með illum brag,
aumt er líf á Fróni.
Geislar sólar góðan dag
gleymdu að bjóða Jóni.
Guðmundur B. Guðmundsson
rifjar upp vísu sem nafni hans
Sigurðsson mun hafa ort í
stórafmælisveislu:
Þótt lífið bæti tug og tug
við tímann sem það gaf okkur,
hefjum glös og hugarflug,
á himnum rennur af okkur.
pebl@mbl.is