Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
PÉTUR Bürcher var settur í embætti Reykjavík-
urbiskups við hátíðarmessu í Kristskirkju,
Landakoti, í gær. Bürcher var áður aðstoð-
arbiskup í Lausanne, Genf og Fríborg.
Fyrir messuna tók séra Jürgen Jamin dóm-
kirkjuprestur í Landakoti á móti nýja bisk-
upnum í anddyri kirkjunnar. Innsetningin hófst
síðan með því að fráfarandi Reykjavíkurbiskup,
Jóhannes Gijsen, las frumtexta páfabréfs á lat-
ínu. Svo flutti Anders Arborelius, Stokkhólms-
biskup og formaður biskuparáðs Norðurlanda,
ávarp. Hann leiddi síðan Pétur biskup að bisk-
upsstólnum og fyrirrennari hans fékk nýja bisk-
upnum bagal Reykjavíkurbiskupsdæmis.
Viðstaddir innsetningu Reykjavíkurbiskups
voru m.a. tólf biskupar, tveir svissneskir varð-
menn og Mölturiddarar í skrúðum sínum. Fjöl-
menni var við athöfnina.
Morgunblaðið/Frikki
Nýr Reykjavíkurbiskup settur í embætti
MILLILANDA-
og innanlandsflug
var óðum að kom-
ast í samt lag í
gærmorgun eftir
mikla röskun á
föstudag vegna
óveðurs.
Hjá Flugfélagi
Íslands var orðið
fært á alla staði í
gærmorgun og
var unnið að því að hreinsa upp bið-
lista með 3-400 farþegum. Flugfélag-
ið bjóst við að mál yrðu komin í jafn-
vægi um hádegisbil í gær. Bætt var
við ferðum og unnið að því að fá þotu
til að eyða biðlistum vegna Egils-
staðaflugs. Þrjár vélar höfðu verið
sendar til Akureyrar fyrir hádegi
með farþega sem áttu bókað far á
föstudeginum og jafnframt unnið að
því að senda aukavél til Ísafjarðar.
Í millilandafluginu var allt komið á
fullan skrið í gærmorgun, þrátt fyrir
nokkrar seinkanir vegna umbókana
og fyrirhöfn við að koma farþegum
að sem biðu eftir flugi. Að sögn Guð-
jóns Arngrímssonar upplýsingafull-
trúa tókst að hreinsa upp biðlista
vegna tafanna á föstudag. Búist var
við 1-2 klst. seinkun á vélum Ice-
landair til landsins í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofu Íslands er djúp og kröpp
lægð á leið inn á Grænlandshaf, sem
þó er ekki líkleg til að valda viðlíka
usla á Íslandi og óveðrið í undan-
genginni viku. Fjarlægð hennar frá
landinu mun valda því að ekki var
ástæða í gær til að gefa út storm-
viðvörun fyrir daginn í dag, sunnu-
dag. Óveðurskaflinn virðist því á
enda runninn þótt búast megi við
roki og rigningu á næstunni.
Flugið
komið í
rétt horf
Hlýtt Sunnanáttum
er spáð á næstunni.
Óveðurskafli á enda
þrátt fyrir rok í spám
TÖLUVERÐAN eitraðan reyk lagði
yfir svæðið í Krossanesi nyrst á Ak-
ureyri í gærmorgun eftir að eldur
kom upp í gömlum togara sem verið
er að skera niður í brotajárn.
Tveir menn á vegum fyrirtækisins
JPP voru við vinnu í lest gamla
Hegranessins þegar neisti komst í
pólýúretan-einangrun. Þeir forðuðu
sér strax upp úr lestinni og voru
aldrei í hættu.
Að sögn Þorbjarnar Haraldsson-
ar, slökkviliðsstjóra á Akureyri, not-
uðu mennirnir slípirokka við vinnu
sína en ekki logsuðutæki, einmitt til
þess að draga úr eldhættu, en engu
að síður komst neisti í einangrunina
með þessum afleiðingum.
Slökkviliðinu var tilkynnt um eld-
inn laust fyrir kl. níu og slökkvistarfi
var að mestu lokið einni og hálfri
klukkustund síðar. Sunnanátt var í
gærmorgun þannig að reyk lagði
ekki yfir bæinn heldur dreifðist hann
út fjörðinn. Fólki stafaði því aldrei
hætta af reyknum.
JPP fékk nýlega aðstöðu í Krossa-
nesi til brotajárnsvinnslu.
Eitraður reykur
yfir Krossanesi
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Eitur Reykkafari á leið niður í lest
Hegranessins í gærmorgun.
Eldurinn slökktur
á skömmum tíma
og enginn í hættu
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÞAÐ er greinileg aukning á tófu í nágrenni
Reykjavíkur, ég lá á 7 grenjum í sumar og
veiddi um 70 dýr í landi Mosfellsbæjar og
hluta af Þingvallasveitinni. Fyrir 10 árum var
vaninn að finna eitt greni á ári og ekki nema
10-15 dýr,“ segir Guðni Bjarnason sem veiðir
tófu að beiðni bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ.
Tófa hefur sést í auknum mæli í nágrenni
Reykjavíkur og virðist voga sér sífellt nær
þéttbýli.
Ágúst H. Bjarnason sagði í vefskrifum sín-
um fyrir skömmu frá spakri tófu sem hann sá í
grennd við Ikea verslunina og Guðmundur
Björnsson, meindýraeyðir hjá Reykjavík-
urborg, segir ekki óalgengt að sjáist til tófu við
Rauðhóla, undir Úlfarsfelli og jafnvel hafi sést
til hennar í Húsahverfinu í Grafarvogi.
Reykjavíkurborg sé þó aðeins með skipulagða
grenjavinnslu undir Esjunni og ekki sé leitað
víðar.
Guðni Bjarnason segir aukningu tófunnar
áhyggjuefni því hún leggist á fugl. „Hún étur
mikið af fugli og leggst þar næst á lömb,“ segir
Guðni sem veit af bæ í Þingvallasveit sem
missti um 70 lömb í tófu fyrir nokkrum árum.
Guðni rekur slaka rjúpnaveiði í ár að miklu
leyti til tófunnar og segir rjúpnaveiðimenn
hafa séð tófuspor út um allt en lítið af fugli.
„Ég bý á Hraðastöðum í Mosfellsdal og rjúpan
hefur verið friðuð hér frá árinu 1999. Fyrir
þann tíma var meira af rjúpu hér en nú, þrátt
fyrir að þá hafi mátt veiða,“ segir Guðni.
Hann segist jafnvel hafa þurft að skjóta tófu
að næturlagi í húsagörðum Mosfellsbænum.
Guðni telur að ef markviss grenjavinnsla væri í
öllum hreppum myndi það bæta ástandið tölu-
vert, yfirvöld þurfi að styðja við veiðina og
ráða til þess atvinnumenn.
Talsmaður heilbrigðiseftirlits Hafn-
arfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs segir að
ekki hafi orðið teljandi aukning á tófu í grennd
við bæjarfélögin þó erfitt sé að segja til um það
þar sem markviss grenjavinnsla fari ekki
fram. Engin ógn stafi þar af dýrunum þar sem
ekki sé um landbúnaðarhéruð að ræða.
Tófa vogar sér sífellt nær þéttbýli
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
♦♦♦
TÖLUVERÐUR erill var hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu í
fyrrinótt og var nokkuð um minni-
háttar árásir í skemmtanalífinu í
miðbænum. Þá reyndi einn maður að
hlaupa af sér lögreglumenn eftir að
unnusta hans hafði reynt að hindra
ölvunarakstur hans. Lögreglan segir
að maðurinn hafi reynt að keyra af
stað en við það dróst konan með bíln-
um og hruflaðist við það. Því næst
reyndi maðurinn að hlaupa í burtu
en var tekinn og færður í fangaklefa.
Eitt innbrot var tilkynnt á heimili í
miðbænum þar sem stolið var tveim
fartölvum og þremur ljósmyndavél-
um. Lögreglan hefur aflað vísbend-
inga og rannsakar málið.
Dróst með
bílnum
FORSTJÓRI innheimtufyrirtæk-
isins Intrum Justitia, Sigurður Arn-
ar Jónsson, segist fylgjandi því að
sett verði lög um innheimtu-
starfsemi, en athugandi sé hvort rétt
sé að ráðherra sé veitt jafn umfangs-
mikið vald til reglugerðasetningar
og gert er ráð fyrir í frumvarpi við-
skiptaráðherra til laga um inn-
heimtustarfsemi.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær er gert ráð fyrir því
að ráðherra geti í reglugerð ákveðið
að setja þak á ýmsar tegundir inn-
heimtukostnaðar. „Það er afar mik-
ilvægt að í lögunum, og reglugerðum
settum með stoð í þeim, sé þeirri
meginreglu viðhaldið að skuldari
beri raunkostnað vegna vanskila,“
segir Sigurður.
„Í frumvarpinu segir að lögunum
sé ætlað að vernda neytendur, sem
er gott og gilt markmið, en gæta
verður þess að nýjar reglur snúist
ekki um of um skuldaravernd á
kostnað neytendaverndar.“
Segir Sigurður að við vanskil
verði til ýmis kostnaður og eigi að
breyta áðurnefndri meginreglu um
að skuldari beri þann kostnað lendi
hann á öðrum aðilum, kröfuhöfum
og neytendum.
Lagasetning í stað reglugerðar
„Kostnaðurinn verður ekki til við
það að innheimtufyrirtæki komi til
sögunnar, en hann verður sýnilegri á
þeim tímapunkti að krafa fer í inn-
heimtu. Verði sett reglugerð um þak
á innheimtukostnað, og það þak
verði of lágt, er óumflýjanlegt að
kröfuhafar taki á sig kostnað tengd-
an vanskilunum og að á endanum
verði þeim kostnaði velt út í almennt
verðlag. Neytendur muni því al-
mennt bera kostnað af vanskilum í
stað skuldaranna sjálfra.“
Í ljósi þessa segir Sigurður athug-
andi hvort ekki sé rétt að taka á
þessu máli með lagasetningu í stað
reglugerðarsetningar ráðherra,
enda geti reglugerðin eftir atvikum
breytt innheimtustarfsemi í grund-
vallaratriðum.
Skuldari beri
raunkostnað