Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 36
veiði 36 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ B ókin Laxá í Kjós skipt- ist í fimm meginhluta. Fyrst er að nefna gamlar ljósmyndir sem ná allt aftur til 19 aldar er fyrstu stangaveiðimenn- irnir komu til veiða í Laxá og Bugðu frá Bretlandseyjum. Þá kemur kafli þar sem greint er á al- mennum nótum frá ánum og atriði úr sögu veiða í þeim rifjuð upp. Því næst kemur veiðistaðalýsing þar sem fylgdarmaður lesenda er Ólafur Helgi Ólafsson bóndi, veiði- maður og leiðsögumaður á Valda- stöðum í Kjós. Þá kemur kafli þar sem margir veiðimenn sem veitt hafa um árabil í Laxá og Bugðu eru með frásagnir, veiðisögur og hugleiðingar. Er sumt nýtt efni, annað fundið og skráð úr eldri rit- um. Loks eru nokkrar blaðsíður með ljósmyndum frá síðustu 2-3 áratugum 20 aldarinnar. Þar má meðal annars sjá heimsfrægt fólk að veiðum í ánum. Meginkaflarnir stóru spanna megnið af bókinni og eru þeir skreyttir myndum Einars Fals sem fór margar ferðir í Kjós- ina á nýliðinni veiðivertíð og myndaði árnar við hin ýmsu skil- yrði birtu og vatnshæðar. Hér koma tvær veiðisögur af mörgum sem skráðar eru í bókinni Eftir frásögn Eyþórs Sigmundssonar Einu sinni voru Eyþór Sig- mundsson, Edvard Ólafsson og Halldór Þórðarson að veiðum í Laxá í Kjós sem margoft fyrr og síðar. Þetta var síðsumars og þeir voru á neðsta svæðinu. Lítið var um nýgenginn fisk að þessu sinni, en Halldór setti frekar óvænt í mjög vænan lax í Laxfossi, sem reyndist vera grútleginn hængur. Það er á engan hallað þó að greint sé frá því, að þeir félagar höfðu gaman að því að fá sér í „aðra tána“ þegar þeir voru að veiðum. Eyþór, sá mikli sögumað- ur, hefur aldrei dregið það undan og í þessari frásögn skiptir bein- línis máli að hafa það með. Þegar þessi stóri legni hængur var kominn á land, þótti við hæfi að draga fram veigar og skála fyr- ir laxinum, því hér væri aug- ljóslega kominn verðlaunalax að mati Eyþórs. „Ég skal segja ykkur það strákar, þetta er metlaxinn í ár. Hann nælir sér í verðlaun á árshátíðinni hjá Stangó. Hann er minnst 19 pund. Ég skal segja ykkur það,“ sagði Eyþór. Það var skálað og skálað aftur og Eyþór endurtók, „ég skal segja ykkur það strákar“... osfrv. Nú bar að veiðivörðinn, sem hafði tekið eftir því, að eitthvað var í gangi hjá þeim félögum og ákveðið að athuga málið. Þegar hann renndi upp að, var einmitt komin upp umræða í hópnum um að draga fram pundarann og vega hænginn. „Ég skal segja ykkur það strákar, hér kemur veiðivörð- urinn, alveg tímanlega til að stað- festa vigtina. Þetta er að minnsta kosti 19 punda lax. Kannski 20 pund, ég skal segja ykkur það.“ Það varð samt dálítil töf á því að vega laxinn, því vörðurinn vék sér ekki undan því að þiggja smá vökva og því var aftur skálað fyrir laxinum. Síðan fyrir Laxá og loks fyrir veiðiverðinum og á endanum Halldóri sem veiddi laxinn og aft- ur fyrir laxinum. Mundu menn þá loks eftir því að enn átti eftir að vega laxinn. „Ég skal segja ykkur það strákar, sækiði pundarann, þetta er minnsta kosti 21 punda lax,“ sagði Eyþór og þegar hér var komið sögu þótti öllum það afar líklegt. Og laxinn var hengdur á krók- inn á pundaranum og augu allra beindust að kvarðanum. „Sko, hvað sagði ég, ég skal segja ykkur strákar, hann er 22 pund. Þetta er metlaxinn í ár,“ sagði Eyþór, en enginn tók eftir því að hann var að toga í sporðinn á laxinum. Veiðivörðurinn staðfesti vigtina og sagan segir, að þetta hafi farið svo langt að það hafi verið búið að grafa nafn Halldórs á verðlauna- grip, sem átti að veita honum á næstu árshátíð Stangaveiðifélags- ins. Eyþór hafi þá trúað Halldóri fyrir því, hvað gerst hafði og lax- inn hafi verið 16 pund. Halldór hafi þá farið í leiðréttingarferli sem fór ekki hátt um. Ekki er þó víst að þessi hluti frásagnarinnar eigi við rök að styðjast og líklegast sé að hið sanna í málinu hafi verið leitt fram miklum mun fyrr og enginn eftirmáli hafi orðið af þess- um sérstaka metlaxi úr Laxá í Kjós. Eftir frásögn Ásgeirs Heiðars Þegar Árni Baldursson, Ásgeir Bolli Kristinsson og Skúli Jóhann- esson tóku Laxá í Kjós á leigu árið 1988 réðu þeir Ásgeir Heiðar til að vera staðarleiðsögumaður. Auk þess að hafa yfirumsjón með leið- sögumannamálum, tók hann að sér erlenda og innlenda gesti og sagði þeim til. Það var snemma í júlí og laxinn að hellast inn í ána. Ásgeir var kynntur fyrir Bandaríkja- manni, sem honum leist mjög vel á. Hugsaði hann sér að standa sig vel því það væri eftirsóknarvert að góðir viðskiptavinir óskuðu eftir þjónustu manns að ári. Þeir voru og heppnir með dráttinn og áttu Kvíslarfoss, sem var pakkaður af laxi. Sá bandaríski reyndist vanur veiðimaður og urðu þeir sammála um að Hairy Mary númer tíu yrði fyrir valinu. Ásgeir sagði síðan fé- laga sínum hvernig flugan ætti að fara í Kvíslarfossi. Sá bandaríski kastaði eins og fyrir var lagt og það var vænn hængur hlaupinn á fluguna strax í fyrsta kasti. Þetta voru strax mikil læti, því þetta var um það bil 12 punda fisk- ur, nýgenginn og þarna er allt annað en auðvelt að eiga við stóra laxa, klappir, stórgrýti, harðir strengir og rásir um allt. Og svo brúin með sín þrjú bil ekki hundr- að metrum neðar. Ásgeir eiginlega gleymdi stund og stað, greip háfinn stóra og óð af stað á eftir laxinum. Lokaði sig af frá öllu utanaðkomandi. Festi aug- Ljósmyndir/Einar Falur Ingólfsson Átök í ánni Birgir Snæbjörn Birgisson togast á við stórlax ofan við Laxfoss, þar sem lak úr fiskinum. Gengur ekki lengra Þórufoss til vinstri, en lengra gengur laxinn ekki í Laxá. Þarna eru efstu veiðistaðir árinnar. Lax á í Kjós! Út er komin bókin Laxá í Kjós og Bugða. Ritstjóri hennar er Guð- mundur Guðjónsson ritstjóri www.votnogveidi.is og er bókin ríku- lega skreytt ljósmyndum Einars Fals Ingólfssonar. Bókin er að sögn útgefanda, sem er Litróf-Hagprent, hin fyrsta í ritröð um ís- lenskar laxveiðiár og er markmiðið að gefa út bækur sem eru ann- ars vegar fallegar að fletta og hins vegar skemmtilegar að lesa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.