Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 67
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
✝ Snorri Þorláks-son fæddist á
Siglufirði 3. mars
1936. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 29. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Þorlákur Guð-
mundsson, f. í Fljót-
um, 22. júlí 1994, d.
5. júní 1994 og Guð-
rún Jóhannsdóttir
frá Hofsósi, f. 6.
júní 1897, d. 5. apríl
1963. Snorri var næstyngstur 11
systkina. Systkini hans eru, Frið-
geir Gíslason, f. 1923, d. 1991,
sammæðra, b) Ingimar, f. 1924,
Jóhanna, f. 1925, Andrés, f. 1926,
d. 1963, Pálína, f. 1928, Súsanna,
f. 1929, d. 2007, Sveinn, f. 1930,
Pétur, f. 1932, d. 1953, Karl Ás-
mundur, f. 1935, Snorri, f. 1936,
d. 2007, og Skjöldur, f. 1937, d.
2003.
Snorri kvæntist 20. maí 1972
Fjólu Stefánsdóttur frá Fáskrúðs-
firði, f. 17. nóv. 1939. Sonur
þeirra er Snorri Snorrason, f. 14.
júlí 1977, kvæntur Ingu Þóru
Jónsdóttur, f. 20. nóv. 1979. Þau
eiga 3 syni, þá Alexander, f. 10.
júní 1996, og tvíburana Gabríel
og Mikael, f. 11. mars 1998.
Snorri gekk 2 eldri börnum Fjólu
í föðurstað. Þau
eru: 1) Bryndís
Halldóra Jóns-
dóttir, f. 4. mars
1961, gift Birgi
Blomsterberg, f. 8.
nóv. 1960. Börn
þeirra eru Brynjar,
f. 15. sept. 1977,
Arnór Bjarki, f. 11.
nóv. 1981 og Fjóla
Dögg, f. 1. ágúst
1987. Barnabörn
Bryndísar og Birgis
eru 4. 2) Smári
Jónsson, f. 1. júlí
1965, í sambúð með Sólveigu Sig-
urðardóttur, f. 4. júlí 1965. Smári
á Thelmu Lind, f. 16. okt. 1991,
Aron Elí, f. 24. sept. 1993 og Vikt-
oríu Dagmar, f. 1. ágúst 1998.
Snorri lærði húsgagnabólstrun
á Siglufirði en fluttist svo til
Reykjavíkur. Hann vann í Tré-
smiðjunni Víði, hjá Guðmundi
blinda, að Laugavegi 166 til
margra ára. Eftir það vann hann
um tíma hjá Bláskógum en fór
svo að vinna sjálfstætt til nokk-
urra ára eftir það. 1981 breytti
Snorri algerlega til, hætti bólstr-
un og fór að vinna hjá ÁTVR og
vann þar í 25 ár. Hann lét af
störfum árið sem hann varð sjö-
tugur.
Útför Snorra var gerð 6. des-
ember, í kyrrþey að hans ósk.
Við mannfólkið óttumst flest
dauðann og sorgina sem honum
fylgir. Stundum er dauðinn líkn
þeim sem veikur er og þess sem
horfir upp á ástvin þjást, en samt
erum við aldrei viðbúin dauðanum.
Við fengum 7 mánuði í aðlögun
en samt vorum við ekki reiðubúin.
Dauðinn kom, lagðist yfir átak-
anlega hrörlegan líkamann og tók
hann með sér. Við erum að tala um
pabba minn.
Pabba sem ég hef verið svo lán-
söm að eiga í 37 ár.
Árið er 1971.
Brotin,10 ára stúlka hafði gengið
í gegnum skilnað foreldranna.
Fjölskyldan í upplausn, móðirin
ein með börnin sín tvö.
Litla stúlkan alltaf óörugg og
hrædd. Faldi það samt vel, ein með
sjálfri sér. Sífellt hrædd um
mömmu sína.
Skilningur manna á líðan skiln-
aðarbarna þess tíma var ekki eins
og hann er í dag. Börnin máttu
vinna úr sinni sorg ein og óstudd.
Mitt í þessari reynslu breyttust
hlutirnir til hins betra. Móðirin
kynnist góðum manni sem var
tilbúinn að annast hana og börnin
hennar. Þessi maður var Snorri
Þorláksson. Sorg og vanlíðan
breyttist í gleði og öryggi.
Árið er 1977.
Árin hafa liðið í gleði og ham-
ingju. Pabbi hafði annast fjölskyld-
una sína vel. Við fengum allt það
besta.
En þetta ár breytast aðstæður.
Pabba, sem alltaf hafði þráð að
eignast barn varð að ósk sinni.
Ekki það, hann elskaði okkur hin
skilyrðislaust, en hann fékk okkur
fulltennt og talandi. Það var öðru-
vísi.
Nú fékk hann að taka þátt í upp-
eldi frá upphafi.
Hann varð ekki bara pabbi það
árið, heldur líka afi. Dóttirin sá til
þess.
Þessa tvo litlu drengi elskaði
pabbi minn ofar öllu. Það voru líka
þeir tveir sem héldu í hönd hans og
véku ekki frá honum þegar hann
kvaddi þetta líf, ásamt undirritaðri.
Árið er 1985.
Brot er komið í fjölskylduna.
Skilnaður á sér stað og bróðir
minn þá 8 ára. Upp rifjast óöryggi,
hræðsla og vanlíðan. Ég sé hana
speglast í litla bróður mínum sem
annars virtist alltaf svo yfirveg-
aður. Það hefur alla tíð verið hans
sérkenni. Rólegur. En það segir
ekki allt.
Umhyggjan fyrir föðurnum hef-
ur verið óendanleg. Þeir tveir voru
sem einn maður. Missir Snorra
bróður er mestur.
Árið er 2007.
Pabbi er veikur.
Hann fékk samt að lifa það að
sjá son sinn þrítugan. Hann fékk
að lifa það að sjá son sinn giftast
henni Ingu sinni. Það var mikil
gleði.
Þáttur Ingu í lífi pabba var mik-
ill.
Hún veit ekki sjálf hversu mik-
ilvægur hlekkur hún var. Hann
elskaði hana innilega. Alla tíð gerði
hún allt fyrir hann og hann kunni
að meta það. Hún stóð sem klettur
í öllum hans veikindum. Takk fyrir
það, Inga mín.
Ég veit að pabbi var tilbúinn.
Hann var búinn að gera upp hlut-
ina við Guð og það er það sem
skiptir öllu. Pabbi var ekki allra en
hann var okkar svo mikið er víst.
Ég þakka Guði fyrir að hafa leitt
hann inn í líf okkar á sínum tíma.
Hann sagði mér reglulega hvað
hann elskaði okkur öll heitt og við
sögðum honum það líka hvað við
elskuðum hann. Það er gott að
skilja þannig.
Ég vil þakka pabba mínum fyrir
allt sem hann gaf mér með lífi sínu.
Ég kveð hann með þeim orðum
sem hann notaði alltaf þegar hann
kvaddi mig í síma. Bæ,
bæ … heilsa vel.
Guð geymi þig, elsku pabbi
minn, og sofðu rótt.
Þín dóttir,
Bryndís.
Það er þungt í huga mér.
Þúsundir hugsana þjóta um huga
minn og líkt og ég nái ekki einbeit-
ingu til að pára niður minning-
arbrot um þig elsku pabbi.
Hvernig má það líka vera?
Reyna að segja frá öllum fallegu
og góðu stundunum frá því að ég
var 5 ára gamall?
Ég kynntist þér fyrst þegar þú
varst að vinna í Trésmiðjunni Víði
við húsgagnabólstrun og ég að
gríslingast með mömmu í vinnunni
hjá sama fyrirtæki. Skottaðist ég
þar um í leit að manni fyrir
mömmu, og pabba fyrir mig, helst
strax. Úr miklu var að moða en
ekki var ég lengi að finna þann
rétta.
Hvorki þér né mömmu kom við
þegar ég hoppaði á milli hæða og
spurði hvort þú vildir giftast
mömmu minni og öfugt. Oft hafið
þið ábyggilega verið vandræðaleg
fyrst um sinn, en mér fannst þetta
alveg sjálfsagt.
Árinu seinna voruð þið gift. Þið
hljótið að hafa átt einhvern þátt í
þessu líka.
Nú eru liðin 37 ár og margt hef-
ur breyst síðan. Mér er minnis-
stætt hvað þú varst alltaf natinn
við að búa til hluti handa mér, s.s.
bílskúrinn góða.
Viðræðugóður ávallt, blíður og
passasamur á að manni leiddist
ekki. Okkur Binnu systur sagðir
þú ótal framhaldssögur í tjald-
ferðalögum okkar vítt og breitt um
landið. Þú kenndir mér að tefla,
leggja kapal, spilagaldra og þess
háttar. M.ö.o. þá sást þú með góðri
hjálp mömmu um mjög gott upp-
eldi.
Þið mamma pössuðuð ykkur á
því að kenna okkur systkinum um
Jesú Krist, enda var hann ætíð þitt
leiðarljós frá því ég man eftir mér.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið það fræ í hjarta mitt á unga
aldri og bý við þann kærleik enn í
dag.
Ég man hvað þú varst stoltur og
glaður, þakklátur, þegar Snorri
bróðir leit dagsins ljós. Enda ekki
skrítið, gaurinn bara himnesk
perla, send beint að ofan.
Þetta voru yndisleg ár í alla
staði. Vorum við hamingjusöm fjöl-
skylda. En eitthvað brast og leiðir
ykkar mömmu skildu eftir um 14
ára hjónaband.
Við tók skrítinn og ruglingslegur
tími, en alltaf hélst þú áfram að
vera pabbi minn. Eins og þú sagðir
svo oft: Smári, þú ert sonur minn.
Snorri bróðir sá til þess að þú
værir ekki einmana og skipti sér á
milli mömmu og þín. Missir hans
er mestur því þið voruð svo nánir
alla tíð, en missir okkar allra er
mikill. Það er sárt að sjá á eftir
manni eins og þér, elsku pabbi,
sem reyndist manni ávallt vel bæði
í logni og stormum lífsins.
Ég þakka þér pabbi allar sam-
verustundirnar, og uppeldið sem
við fengum. Þú stóðst það próf með
glans. Ég er ríkur að hafa fengið
þig sem föður.
Ég þakka Guði fyrir að hafa
leyst þig undan þjáningum sjúk-
dómsins sem dró úr þér lífið á
skömmum tíma, því trú þín gerir
þig heilan á ný þegar Kristur kem-
ur aftur og vekur þig af svefni
þeim sem þú sefur núna.
Elsku Snorri, Inga og synir,
Binna, Biggi og börn og barna-
börn, ásamt mínum börnum, og öll-
um þeim sem þótti vænt um góðan
mann. Guð geymi ykkur og styrki
á þessari stund og allar stundir.
Vertu sæll pabbi minn. Ég elska
þig.
Þinn sonur,
Smári.
Við andlátsfregn þína allt stöðvast í
tímans ranni.
Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með
sanni,
að ósk mín um bata þinn tjáð var í
bænunum mínum,
en guð vildi fá þig og hafa með englunum
sínum.
Við getum ei breytt því, sem frelsarinn
hefur að segja,
um hver fær að lifa, og hver á svo næstur
að deyja.
Þau örlög, sem við höfum hlotið, það
verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð við lútum að
frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að
una,
við verðum að skilja og alltaf við verðum
að muna,
að guð, hann er góður og veit hvað er
best fyrir sína.
Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina
þína.
Þótt farin þú sért og horfin burt þessum
heimi.
Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér
geymi.
Ástvini þína ég bið síðan guð minn að
styðja,
og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir
þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Elsku besti afi minn.
Guð geymi þig og verndi, þar til
við hittumst á ný.
Ég elska þig.
Þín afastelpa,
Fjóla Dögg.
Snorri Þorláksson
Látin er í Reykjavík
Kristín Halldórsdóttir
frá Bergsstöðum í
Svartárdal í Húnavatnssýslu, eða
Stína hans Gests, eins og við vorum
vön að kalla hana í minni fjölskyldu.
Ég man fyrst eftir Stínu þegar ég
var barn að aldri þegar hún og Gest-
ur frændi minn tóku saman, hún var
stórmyndarleg kona, afburða dugleg
og góð manneskja.
Kristín Halldórsdóttir var víking-
ur til allrar vinnu, og stórhuga sem
sjá mátti þegar hún og Gestur tóku
sig til á fullorðinsaldri og byggðu
upp Bergsstaði í Svartárdal,
bernskuheimili hennar, og byggðu
það upp frá grunni og ráku þar
stórbú um margra ára skeið. Það er
sjónarsviptir að þessum traustu
Kristín Halldórsdóttir
✝ Kristín Hall-dórsdóttir fædd-
ist á Skottastöðum í
Svartárdal í Austur-
Húnavatnssýslu 4.
júlí 1927. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Grund 8. október
síðastliðinn og var
jarðsungin frá
Digraneskirkju 17.
október.
góðu Íslendingum,
sem höfðu manngildi,
heiðarleika og góð-
mennsku að leiðarljósi
í lífi sínu og skiluðu
dagsverki hverju
möglunarlaust sem
hver nútímamaður
myndi kikna undan.
Svo ég tali nú ekki um
ef við þyrftum að berj-
ast við sykursýki á
háu stigi áratugum
saman eins og hún
Stína á Bergsstöðum
gerði og kvartaði
hvergi, bognaði seint en brotnaði
aldei.
Eftir að þau hjónin fluttu suður og
komu sér þar vel fyrir hafa þau haft
það náðugra en á búskaparárunum
og verið í meiri nálægð við börn sín
og barnabörn. Var ánægjulegt sem
áður að sækja þau heim yfir kaffi-
bolla og spjalli.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Stínu, konur eins og hún
gera mannlífið betra og bæta heim-
inn.
Ég votta Gesti frænda mínum,
börnum hans og barnabörnum sam-
úð mína og minnar fjölskyldu.
Baldvin H. Sigurðsson.
Það eru ekki marg-
ir Íslands Hrafnistu-
menn enn á lífi sem
sigldu stríðið á enda
með sjávarfang til handa hungr-
aðri breskri þjóð sem átti í styrjöld
við heri Hitlers. Steinarr Krist-
jánsson föðurbróðir minn, sem lést
nýlega, var ein af þessum hetjum
hafsins. Margir þessara manna
lifðu af hildarleikinn en allt of
margir sneru aldrei heim á ný
heldur hurfu í hafið bláa.
Steinarr sigldi um 100 ferðir til
Bretlands í seinni heimsstyrjöld-
inni án þess að fá „eina einustu
skrámu á fingur“ eins og hann orð-
aði það. En misjafnt er mannanna
lánið. Bróðir hans, Jón Hákon, fór
sína fyrstu ferð sem stýrimaður
með ms. Heklu til Ameríku í júní
1941. Heklunni var sökkt af þýsk-
um kafbáti og nokkrir vaskir
Hrafnistumenn fórust, en fáeinir
sluppu lifandi. Jón Hákon sneri
aldrei heim.
Þetta hafði mikil áhrif á Steinarr
og hann gleymdi þessu aldrei, en
sem skipstjóri bjargaði hann og
áhöfn hans 30 erlendum skipbrots-
mönnum úr yggldu hafi undan
Bretlandsströndum. Skip þeirra
hafði verið skotið í kaf. Hann vildi
aldrei hrósa sér af þessu afreki.
Steinarr var sjómaður af lífi og
sál. Sjórinn átti allt hans líf.
Snemma fór hann til sjós vestur á
Flateyri á litlum fiskibátum en
færði sig yfir á kaupskipaflotann
að loknu prófi í skipstjórnarfræð-
um. Hann var að ætt og uppruna
vestfirskur. Þorbjörg móðir hans
Steinarr Kristjánsson
✝ Steinarr Krist-jánsson fæddist
á Flateyri við Ön-
undarfjörð 28. jan-
úar 1913. Hann lést
á Hrafnistu DAS 4.
nóvember síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Bú-
staðakirkju 9. nóv-
ember.
var frá Höll í Hauka-
dal og faðir hans,
Kristján Ásgeirsson,
faktor, var frá
Skjaldfönn innst í
Ísafjarðardjúpi. Öll
skaphöfn Steinarrs
var rammvestfirsk.
Það voru fáir menn
jafn myndarlegir í
skipstjórajúníform-
inu og Steinarr. Það
var tekið eftir honum
hvar sem hann fór í
þeim skrúða.
Við vorum alla tíð
góðir frændur og var hann mér
ætíð afar góður. Við ræddum mik-
ið saman þegar við hittumst og
enn oftar í síma þegar ellin færðist
yfir hann. Þá var helst rætt um
pólitíkina með sérstaka áherslu á
Sjálfstæðisflokkinn. Steinarri
fannst lítið til hinna flokkanna
koma og því lengra til vinstri sem
þeir voru því harðari var hann í af-
stöðu sinni til þeirra. Steinarr gat
verið stórorður eins og sjómönn-
um er oft tamt þegar rætt er um
menn og málefni. Það má líka
segja að Vestfirðingum sé eðlis-
lægt að tala kjarnmikið og litríkt
mál. Skoðanir þeirra eru meitlaðar
í granít. Oft er ekkert skafið utan
af skoðunum.
Síðustu árin bjó þessi mikli per-
sónuleiki á Hrafnistu í Reykjavík,
sem dregur nafn sitt úr kvæði
Arnar Arnarsonar, Íslands Hrafn-
istumenn, sem hefst á þessum orð-
um: „Íslands Hrafnistumenn lifðu
tímamót tvenn …“ sem eru orð að
sönnu. Ég færi Þórunni einkadótt-
ur Steinarrs, sonum hennar og
fjölskyldu innilegar samúðarkveðj-
ur nú þegar frændi minn og vinur
hefur hafið siglingu sína um víð-
áttu annars heims.
Með Steinarri er genginn
traustur Íslendingur sem skilað
hefur drjúgu sjómannsstarfi þess-
ari eyþjóð til heilla.
Jón Hákon Magnússon
og fjölskylda.