Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 61 HUGVEKJA K æru lesendur. Skæð veira hefur skotið sér niður í samfélaginu. Hún smitast með lofti og snertingu og á ýmsan hátt annan og breiðist nú óðfluga á milli fólks, leitar einkum á hjartað og tung- una, en getur þó einnig ráðist á sálina. Þessi aðskotahlutur, sem kallaður er „Veira aðventu og jóla“, er af þeim sem gerst þekkja til álitinn mikill vágestur sem sam- félaginu stafar veruleg ógn af. Gangi verstu spár eftir gæti hún grafið undan stoðum mannlegs lífs eins og við þekkjum það. Það er því nauðsynlegt að ráða nið- urlögum hennar hið allra fyrsta. Til þess að svo megi verða þurfa allir að taka höndum saman í bar- áttunni. Veiran hefur ekki síst látið á sér kræla í opinberum stofnunum. Í þessum töluðu orðum er verið að setja leikskóla í sóttkví til verndar yngstu kynslóðunum, enda er hún talin þeim afar skeinuhætt, og jafnframt er verið að rannsaka aðrar stofnanir samfélagsins, m.a. grunnskóla, því allur er jú varinn góður. Sumstaðar er þegar búið að hreinsa út, þar sem hún hafði náð að stinga inn fæti. Annað eins hefur ekki sést lengi og kannski aldrei. Að vísu eru spor hennar um Íslandssöguna þvera og endilanga, en núna er hún víst svæsnari og voðalegri ásýndum en fram til þessa, alveg ægilega ljót, að sögn áðurnefndra greinenda. Því ríður á að uppræta hana, og helst í eitt skipti fyrir öll, ef við eigum að geta lifað sem heilbrigð þjóð á komandi öldum. Raunar er mesta furða – og eiginlega óskilj- anlegt með öllu – að okkur skuli hafa tekist að þreyja hingað til, en einhverra hluta vegna er það svo, og út af fyrir sig verðugt rann- sóknarefni, og mun eflaust verða skoðað, auðnist okkur að sleppa undan þessum skaðræðisklóm, hramminum sem yfir vofir. Allir eru beðnir um að vera á varðbergi fyrir einkennum téðrar veiru. Kenni fólks sér einhvers meins er það hvatt til að leita sér undir eins hjálpar á viðeigandi stofnunum. Einkennin og fylgikvillarnir geta verið eftirfarandi:  Von, gleði og kærleikur taka að gera vart við sig, og almenn til- hlökkun og eftirvænting.  Bros kviknar á vörum, jafnvel hlátur í brjósti og eitthvað enn verra eftir því sem á líður.  Almenn bjartsýni festir rætur og tekur að blómstra og dafna. Myrkrið er ekki lengur svart eða neitt til að óttast.  Augljós geta er til að njóta líð- andi stundar.  Fólk kann að fara að sjá tilgang og markmið með lífinu.  Áhyggjur fara minnkandi (þetta er mjög alvarlegt einkenni).  Alltumfaðmandi væntumþykja brýst fram, eins og sól gegnum skýin.  Vaxandi tilhneiging er til að rétta öðrum hjálparhönd og láta gott af sér leiða.  Dvínandi áhugi er á að dæma fólk og hæðast að því. Hrokinn og fyrirlitningin láta m.ö.o. und- an síga og hverfa algjörlega að lokum, sé ekkert að gert.  Fólk kann að finna fyrir ánægjulegri þörf til að setja sig í samband við annað fólk, jafn- vel fólk sem það hefur ekki séð lengi.  Fjölskyldutengsl kunna að styrkjast.  Sú tilhneiging að setja aðra en sjálfan sig í fyrirrúm kann að aukast.  Fólk hættir að bölva og ragna, gætir sín á því hvað það lætur út úr sér.  Áhugi vaknar hjá ólíklegustu einstaklingum á andlegum verðmætum, og m.a. því að sækja kirkju (þetta er samt ekki algilt, en er ein af skemmd- um eða meinvörpum hæsta stigs veirunnar, einkum ef menn fara jafnframt að raula sálma og taka á annan hátt þátt í guðsþjónustum eða öðru helgi- haldi).  Félagsleg truflun er mikil. Að sjá þetta allt, þ.e.a.s. breyting- arnar, getur nefnilega auðveld- lega smitað annað fólk.  Yfirþyrmandi einkenni þakk- lætis. Sumir missa sig meira að segja alveg og falla á kné í auð- mýkt og lotningu fyrir almætt- inu. Varla þarf að taka fram að þá er fátt til bjargar. Besta meðalið gegn þessum ósköpum er að reyna að halda sig eins fjarri Guði kristinna manna og hægt er, sem og orði hans og öllu því öðru sem hann tengist. Annað ráð er að leggja einfaldlega ekki inn á braut aðventunnar með jákvæða, fallega og góða hugsun í farteskinu, hvað þá meira, og að forðast öll ljós, einkum ef þau kunna að varpa frá sér trúarlegum geislum, eins og t.a.m. Betlehem- stjarnan. Annars mun illa fara. Vinsamlegast komið þessum skilaboðum áleiðis til sem allra flestra. Púff, maður! Aðvörun sigurdur.aegisson@kirkjan.is Ekki er það gott, og því rétt að láta vita af þessu strax, enda er heill íslensku þjóð- arinnar í veði. Sig- urður Ægisson aflaði sér frétta um málið og eftirfarandi er skýrsla hans, unnin fyrir örfá- um dögum. Atvinnuhús ehf • Atli Vagnsson hdl., lögg. fasteignasali Hverfisgata 4 • 101 Reykjavík • Sími: 561 4433 / 698 4611 atli@atvinnuhus.is Mi›hraun 172 fm. og 177 fm. Tveir samliggjandi eignarhlutar seljast hvor í sínu lagi, e›a saman. 1. I›na›arhúsnæ›i á götuhæ› 172,8 fm. nota› fyrir vörulager. 2. I›na›arhúsnæ›i á götuhæ› 177,6 fm. nota› fyrir vörulager. Eignarhlutanum fylgir skrifstofuhúsnæ›i á 2. hæ› 112 fm. Sundaborg 1.320 fm. Til sölu I. flokks lager- verslunar- og skrifstofuhúsnæ›i. Um er a› ræ›a 6 eignarhluta, sem má nota hvern í sínu lagi e›a alla saman, eins og gert er í dag. Nor›lingabraut 3.100 fm. N‡bygging á hönnunarstigi, sem selst fullbúin til afhendingar innan eins árs. Gert er rá› fyrir a› u.fl.b. 2/3 hlutar hússins ver›i lagerr‡mi me› 8-10 metra lofthæ› og 1/3 hluti ver›i fyrir skrifstofur og fljónustu, en flessum hlutföllum má breyta. Framhli› hússins ver›ur bogadregin og ríkulega klædd gleri. Bílastæ›akjallari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.