Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 82
82 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sími 564 0000Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Run fat boy run kl. 3 - 5:50 - 8 - 10:10 Saw IV kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Butterfly on a Wheel kl. 3 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 14 ára Dan in real life kl. 3 - 5:45 La vie en Rose kl. 3 - 6 - 9 B.i. 12 ára Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 Alvin and the Chipmunks m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 -10 Alvin and the Chipmunks m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 -10 LÚXUS Bee Movie m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 Duggholufólkið kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Hitman kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Dan in real life kl. 10 Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 2 - 4 - 6 - 8 Run fatboy run kl. 8 - 10 Duggholufólkið kl. 2 - 4 - 6 B.i. 7 ára Saw IV kl. 10 B.i. 16 ára JÓLAMYNDIN 2007 NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON OG THEÓDÓR SLÁ Í GEGN SEM SYNGJANDI TRÍÓ! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA OG JÓLAMYNDIN Í ÁR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND EFTIR ARA KRISTINSSON SEM GERÐI M.A. STIKKFRÍ. KALLI ER SENDUR Á AFSKEKKTAN SVEITABÆ TIL AÐ EYÐA JÓLUNUM MEÐ PABBA SÍNUM ÞAR SEM HANN VILLIST, LENDIR Í SNJÓBYL OG HITTIR FYRIR BÆÐI ÍSBJÖRN OG DULARFULLAR VERUR OFL! eeee - B.S., FBL „...ein besta fjölskyldu- afþreyingin sem í boði er á aðventunni” eee - S.V., MBL „Duggholufólkið bætir úr brýnni þörf fyrir barnaefni” eeee - Ó.H.T., RÁS 2 Þetta er frumleg, úthugsuð, vönduð og spennandi barna- og fjölskyldumynd, besta íslenska myndin af sínu tagi. eee - V.J.V., TOPP5.IS MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF! JERRY SEINFELD OG CHRIS ROCK SJÁ TIL ÞESS AÐ ALLIR ÆTTU AÐ FARA BROSANDI HEIM EN AUK ÞEIRRA FER OPRAH WINFREY, STING, RAY LIOTTA OG RENÉE ZELLWEGER MEÐ HLUTVERK Í ÞESSARI GAMANSÖMU TEIKNIMYND. ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI eee - H.J. MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. Hvað myndir þú gera til að vernda fjölskyldu þína? Pierce Brosnan heldur hjónunum Gerard Butler (úr 300) og Mariu Bello í heljargreipum! En ekki er allt sem sýnist í þessari mögnuðu spennumynd! - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíó, Smárabíó og Regnboganum ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓISÝND Í REGNBOGANUM OG HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI UM TVEIR áratugir eru síðan Leone Tinganelli yfirgaf ítalska heimahaga og settist að á fimb- ulköldu Fróni. Hann hefur um árabil verið virkur í tónlistarlífinu hérlendis, bæði sem söngvari og lagahöfundur. Það er vitanlega vel, en undarlegt er annars og miður hversu fáir Íslendingar af erlendu bergi brotnir hafa haslað sér völl í íslenskri dægurtónlist. Þeir hafa jafnan verið meira áber- andi í klassíska geiranum og auðg- að íslenskt tónlistarlíf ríkulega. Montagne Azzurre / Bláu fjöllin geymir ellefu smíðar og er sann- lega sólóplata, ólíkt svo mörgum plötum sem þó eru auglýstar sem slíkar, því nær allar tón- og texta- smíðar eru eftir söngvarann sjálf- an. Sú staðreynd gefur plötunni óneitanlega nokkra vigt. Leone er ágætur söngvari – og betri en margir hverjir sem gefa út plötur með útvötnuðum og margnotuðum ellismellum. Leone er þokkalegasti lagahöf- undur. Hann er fráleitt frumlegur en hefur lag á að semja áreynslu- lausar melódíur sem sumar hverj- ar eru nógu sterkar til að sitja eft- ir í huga hlustandans. Gott dæmi um það er hið fallega minning- arlag „Þula“, sem Leone syngur í félagi við Guðrúnu Árnýju Karls- dóttur. Þá er „Il Fondo All‘Anima / Í sólskini ég sá þig“ prýðilegt popplag eftir Þóri Úlfarsson, það eina á plötunni sem ekki er eftir Leone. Þar fer Stefán Hilmarsson á kostum og staðfestir enn einu sinni hversu frábær dægurlaga- söngvari hann er. „Sognatore / Bæn um betri heim“ er líka ágætt lag og hátíðlegt, þar sem Jóhann Friðgeir Valdimarsson þenur röddböndin þekkilega á móti Leone. Fleiri eru þó lögin sem ekkert skilja eftir. Þau eru ekki beinlínis léleg en skortir þó tilfinnanlega melódískar krækjur sem nauðsyn- legar eru í fluguvigt hefðbundinna dægurtónsmíða. Textarnir segja og ósköp lítið, nema ef vera skyldi þeim fáu hérlendis sem skilja ítölsku. Textabrotum á íslensku er að vísu annað veifið lætt inn í lag- línur og er það misráðið; svolítið eins og að vera með drykkfelldum túlki í framandi landi, sem annað veifið vaknar upp af ölvunarsvefni og snýr óforvarindis örfáum setn- ingum yfir á hið ylhýra en skilur mann svo jafnharðan aftur eftir ósjálfbjarga í óvissu. Hljóðfæraleikur, hljómur, út- setningar og upptökustjórn ein- kennast af fágun og fumleysi en ferköntun. Fagmennskan er algjör undir styrkri stjórn Þóris Úlfars- sonar og sjálfsagt er ástæðulaust að standa í einhverjum frum- leikaæfingum þegar fluguvigt- arpopp er annars vegar. Allt er eftir bókinni og hnökralaust. Eflaust kunna einhverjir að kalla þessa tónlist lyftupopp, en það má þó segja Leone Tinganelli til ótvíræðs hróss að lyftan er al- gjörlega hans. Taka ber ofan fyrir fólki sem hefur metnað til að flytja eigið efni, í stað þess að syngja í sífellu eitthvað gamalt sem aðrir hafa áður gert betur. Fumlaus fágun Orri Harðarson TÓNLIST Geisladiskur Leone Tinganelli – Montagne Azzurre / Bláu fjöllin  Morgunblaðið/Golli Frá Napólí til Íslands Leone Tinganelli kom fyrst til Íslands árið 1986, þá 22 ára gamall, og flutti hingað skömmu síðar. KVIKMYNDIN Metropolis var frumsýnd árið 1926, en flestir telja þessa mynd þýska leikstjórans Fritz Lang vera langt á undan sínum samtíma – og kannski er það ástæðan fyrir því að mógúl- um í Holly- wood finnst tími til kominn að endurgera myndina. Myndin gerist í framtíðinni, nán- ar tiltekið árið 2026 sem þýðir að einhver mun finna upp illgjarnt kvenvélmenni á næstu árum ef það er þá ekki búið að því. Það var Thea von Harbou, kona leikstjór- ans, sem skrifaði handritið með honum. Upprunalega var myndin hörð ádeila á kapítalismann en var vita- skuld dýrasta mynd sögunnar þá, kostaði 7 milljón mörk sem fram- reiknað myndi gera eina 13 millj- arða íslenskar. Enn á eftir að ráða leikstjóra fyrir nýju myndina en það er Mario Kassar sem fram- leiðir, en hann er hvað þekktastur fyrir framleiðslu myndanna um Tortímandann. Endurgerð Metropolis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.