Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 47 Brot úr viðtali Bjargar Evu Er- lendsdóttur við Fríðu Björnsdóttur: Þegar kemur að lýsingum ástarfsaðstæðum blaða-manna nú til dags erFríða ekki að skafa utan af því. „Blaðamenn í verktöku eru svartir þrælar en blaðamenn á fast- launasamningum hvítir,“ segir Fríða. „Starfskjör blaðamanna árið 2007 eru, að mínu mati, komin á byrjunarreit, á sama stað og þegar ég byrjaði fyrir 46 árum. Nú við- gengst óskilgreindur vinnutími, lágt kaup og lítið starfsöryggi. Blaða- menn fylgja ekki eftir rétti sínum og vita jafnvel ekki hver hann er.“ Fríða hóf fjölmiðlastörf á Rík- isútvarpinu sumarið 1961 eftir eins árs háskólanám í blaðamennsku í Bandaríkjunum. Þar var hún í fjóra mánuði í sumarafleysingum í góð- um félagsskap en með hljóð- nemaskrekk. Árið eftir lá leiðin á Tímann og þar vann Fríða sem al- mennur blaðamaður og vaktstjóri í tuttugu ár. Á ritstjórnartímabili Indriða G. Þorsteinssonar, þann tíma sem þau unnu þar saman, var stundum sagt að Fríða væri hans hægri hönd. „Indriði var frábær samstarfsmaður, hress og kátur en ekki síður ákveðinn. Það var aldrei lognmolla í kringum hann. Hann treysti samstarfsmönnum sínum fyrir þeim verkefnum sem hann fól þeim og leiðbeindi síðan eftir þörf- um. Tíminn varð ekki samur eftir að Indriði hætti en kannski hefur hann komið með sama hressa andblæinn þegar hann kom þangað aftur, löngu eftir að ég var hætt.“ Eftir fyrri áratuginn á Tímanum var Fríða kosin í varastjórn Blaða- mannafélags Íslands, fyrst 1973, en í aðalstjórn 1976. „Þá varð ég gjald- keri og gegndi eftir það hlutverki nirfilsins,“ segir Fríða sem lengi síðan gætti eigna, hagsmuna og fjármuna félagsins sem stjórn- armaður, samningamaður og starfs- maður til margra ára. Upp úr 1980 voru störfin hjá Blaðamannafélag- inu orðin það umfangsmikil að Fríða taldi sig þurfa að velja. Hún hafði verið í hálfu starfi undir það síðasta á Tímanum en hætti þar og fór í fast starf hjá félaginu, í 25% starfshlutfall til að byrja með. Það hlutfall jókst á næstu árum og að lokum var Fríða í 90% starfi á þeim tíma sem hún gætti einnig Lífeyr- issjóðs blaðamanna. „Í þá daga snerist þetta aðallega um að gæta þess að leggja peningana strax í banka. Ég reyndi að vera hin hag- sýna húsmóðir félagsins og passa upp á að ávísanir gleymdust ekki í skúffu og að allt færi sem fyrst inn á bók til ávöxtunar. Nú þarf fjár- málasérfræðinga til starfans.“ Lausamennskan og mjúku málin Störf Fríðu í lausamennsku hóf- ust eftir að hún tók að sér að starfa fyrir Blaðamannafélag Íslands. Sú vinna nægði ekki til framfærslu. „Vikan leigði húsnæði af félaginu á þessum tíma og því var stutt að fara þegar Sigurð Hreiðar ritstjóra vantaði blaðamann. Eitt og eitt við- tal ofan á störfin fyrir félagið dugði mér til lífsviðurværis,“ segir Fríða. „Um áramótin 1981/82 óskuðu eig- endur Samútgáfunnar, Sigurður Fossan, Þórarinn Jón Magnússon Svartir þrælar eða hvítir Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson Fríða Björnsdóttir Handhafi blaðamannaskírteinis númer 8. og Ólafur Hauksson, eftir liðsinni mínu. Fyrir þá útgáfu skrifaði ég í lausamennsku allar götur síðan eða þar til hún fór á hausinn. Eftir gjaldþrotið fylgdi ég með inn í Fróða, sem tók yfir blöð Samútgáf- unnar. Þar skrifaði ég í Hús og hí- býli í rúm tuttugu ár og reyndar líka í önnur blöð útgáfunnar. Segja má að ég, eins og aðrir blaðamenn Fróða, hafi verið fastráðinn lausa- maður, sem er auðvitað ekki hægt, en viðgekkst samt.“ Fríðu líkaði vel í lausamennskunni hjá Fróða og hætti ekki fyrr en árið 2005. Ráðningarsamningum hafði þó nokkru áður verið breytt og rétt- indamálin komin á hreint. Ýmislegt gekk á í rekstri Fróða og hann end- aði að lokum undir hatti Prent- smiðjunar Odda. Fljótlega eftir það sagði Fríða upp og vann í eitt ár að kynningarmálum fyrir verslunina Epal. Hvort lausamennskan var komin í blóðið skal ósagt látið en síðustu tvö ár hefur Fríða haldið áfram að vinna sem verktaki, að- allega hjá Frjálsri verslun, og með- al annars skrifað auglýsingakynn- ingar um allt milli himins og jarðar, allt frá bíldekkjum til banka. „Sum- ir telja þetta ósamboðið blaðamanni en því er ég ósammála. Þetta er ofsalega skemmtilegt og ekki ómerkilegra en hvað annað.“ Blaðamennska eins og Fríða lýsir henni er skráning staðreynda, ná- kvæmni í vinnubrögðum og virðing fyrir viðfangsefninu hvort sem það er smátt eða stórt. Blaðamenn sem telja sig of góða til að skrifa um hversdagslífið eða mjúku málin ættu að hugsa sinn gang, að mati Fríðu. Hún segist oft hafa deilt við kollega sína um þessi mál. Konur hafi til dæmis ekki allar borið sömu virðingu fyrir kvennasíðum og blaðaskrifum um heimilið eins hún hafi sjálf gert. Blóm, dýr og heimili eru helstu áhugamál Fríðu bæði í einkalífinu og vinnunni. Hún stýrði hunda- blaðinu Sámi um tíma og þýddi blómabækur fyrir Vöku Helgafell o.fl. Óskylt áhugamálum sínum skrifaði Fríða líka í blaðið Lyfjatíð- indi frá árinu 1994 til 2001 og blaðið Í apótekinu. Þegar Fríðu er slegið upp á Netinu gæti maður haldið að þar færi einn mesti sérfræðingur landsins í öllum mögulegum sjúk- dómum og lækningu þeirra. Svo er ekki en læknaviðtölin urðu mörg, því hún skrifaði öll viðtöl við lækna sem tekin voru fyrir Lyfjatíðindi í hátt í sex ár! „Þetta er sérstök teg- und blaðamennsku,“ segir Fríða. „Það er alveg sama hvort þú tekur lækninn upp á band og skrifar orð- rétt upp eftir honum eða reynir að hnika til orði. Niðurstaðan verður nær alltaf sú sama. Það er ansi miklu breytt í yfirlestri. Lækn- isfræðin er auðvitað viðkvæm og þar má ekki orðinu halla.“ Fríða lét þessar breytingar ekki slá sig út af laginu eða draga úr sér kjarkinn heldur réðst hiklaust á næsta verk- efni. Bókin Íslenskir blaðamenn er gefin út af Blaðamannafélagi Íslands í tilefni 110 ára afmælis félagsins og er að stofni til viðtalsbók. Í bókinni eru viðtöl við Þorbjörn Guðmundsson, Atla Stein- arsson, Sverri Þórðarson, Elínu Pálma- dóttur, Matthías Johannessen, Gísla Sigurðsson, Jónas Kristjánsson, Fríðu Björnsdóttur, Braga Guðmundsson og Gísla J. Ástþórsson. Auk þess eru í bók- inni fréttaljósmyndir frá seinni hluta 19. aldar og til dagsins í dag, yfirlit yfir fjölmiðlasögu Íslands og stiklur úr sögu Blaðamannafélags Íslands. Ritstjóri er Birgir Guðmundsson. Þor- valdur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók myndir af viðmælendum og valdi myndir í kaflann um fréttaljósmyndir. Halldór Baldursson blaðateiknari teiknaði myndir af viðmælendum á bók- arkápu. þrota. Þetta var mér allt óviðkom- andi.“ Blaðið var síðar endurvakið af fyrirtæki sem núna heitir 365. Hið nýja DV tók upp eindregnari stíl götusölublaða en áður hafði tíðk- ast. DV á tíma Jónasar hafði fyrst og fremst verið áskrifendablað. Það reiddi sig lítið á götusölu, þannig að það var í raun bara út- gáfutíminn sem var annar en á hin- um áskriftarblöðunum. Í millitíð- inni var Jónas orðinn útgáfustjóri Eiðfaxa og var að sinna hrossa- málum. Sestur í helgan stein að segja má. „En svo dró Gunnar Smári mig þarna inn aftur, senni- lega árið 2005, ef mig misminnir ekki. Þá staldraði ég við í eitt ár. Var þarna meðritstjóri Mikka, Mikaels Torfasonar. Við hættum svo þarna snögglega saman. Af því að of mörgum fannst nakinn sann- leikur vera óbærilegur,“ segir Jón- as og vísar þar í mikla umræðu og uppistand í þjóðfélaginu sem varð þegar maður sem blaðið hafði fjallað um svipti sig lífi. „Starf rit- stjórans hefur aldrei stressað mig neitt. Ekki heldur síðasta skeiðið með Mikka. Þótt margir telji að DV hafi þá farið mjög bratt í hlut- ina fannst mér það allt í lagi. Þetta var bara ein tegundin af blaða- mennsku. Okkur vantar blöð sem menn svitna af að opna. Þegar menn voru sem brjálaðastir var ég alveg rólegur.“ Teikning/Halldór Baldursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.