Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 75
GUÐLAUG Þórsdóttir læknir
varði doktorsritgerð sína frá lækna-
deild Háskóla Íslands föstudaginn
23. nóvember sl.
Ritgerðin ber
heitið „Cerúló-
plasmín og súper-
oxíð dismútasi í
hrörnunar-
sjúkdómum í
miðtaugakerfi“.
Leiðbeinandi
var Magnús Jó-
hannsson pró-
fessor.
Þeirri tilgátu hefur verið varpað
fram að veiklaðar oxavarnir séu
sameiginlegur þáttur í meingerð
margra hæggengra hrörn-
unarsjúkdóma í miðtaugakerfi. Um
þátt oxavarna í meingerð með-
fæddra þroskafrávika er hins vegar
minna vitað. Cerúlóplasmín (CP) og
súperoxíð dismútasi (SOD1) eru
mikilvæg oxavarnaensím bæði í
blóði og í miðtaugakerfi. Gerðar
voru paraðar rannsóknir þar sem
blóðstyrkur, virkni og sérvirkni CP í
sermi og virkni SOD1 í rauðum blóð-
kornum var mælt í sjúklingum með
Parkinson sjúkdóm (PS), hreyfi-
taugungahrörnun (ALS) og ein-
staklingum með Downs-heilkenni
(DH). Einnig í einhverfum og heil-
brigðum einstaklingum með arf-
blendni fyrir Wilson-sjúkdóm. Að
lokum voru mælingar á CP og SOD1
endurteknar í sjúklingunum með PS
fimm árum seinna. Sömu mælingar
voru framkvæmdar í viðmið-
unarhópi af sama kyni og aldri og
sjúklingarnir. Niðurstöður rann-
sóknanna sýna að í PS og öldruðum
einstaklingum með DH eru breyt-
ingar með tilliti til CP og SOD1 sam-
eiginlegar, þrátt fyrir ólík klínísk
einkenni. Engar breytingar greind-
ust með tilliti til CP og/eða SOD1 í
ALS, einhverfu eða í einstaklingum
með arfblendni fyrir Wilson-
sjúkdóm.
Niðurstöður rannsóknanna hafa
verið birtar í ritrýndum vísinda-
tímaritum. Meðhöfundar eru: Grét-
ar Guðmundsson læknir, Jakob
Kristinsson dósent, Jón Snædal
læknir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir
læknir, Stefán Hreiðarsson læknir
og dr. Þorkell Jóhannesson læknir
og prófessor emerítus. Í dokt-
orsnefnd sátu dr. Ingunn Þorsteins-
dóttir læknir, Jón Snædal læknir,
prófessor Magnús Jóhannsson
læknir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir
læknir og dr. Þorkell Jóhannesson
læknir og prófessor emerítus.
Guðlaug er fædd árið 1959. Hún
lauk stúdentsprófi árið 1979 frá
Menntaskólanum við Sund. Kandí-
datsprófi við Háskóla Íslands lauk
hún 1987 og stundaði síðan sér-
fræðinám í lyf- og öldrunarlækn-
ingum við Háskólasjúkrahúsið í Lin-
köping í Svíþjóð og lauk því námið
árið 1996. Sama ár hóf Guðlaug störf
við öldrunarsvið LSH sem og við
heimahlynningu og líknardeild LSH
í Kópavogi. Frá árinu 2003 hefur
Guðlaug starfað hjá Rannsókn-
arstofu í lyfja- og eiturefnafræði.
Guðlaug er dóttir Þórs Halldórs-
sonar læknis og Auðar Ingólfs-
dóttur húsmóður. Eiginmaður Guð-
laugar er Ingólfur Kjartansson,
börn þeirra eru Auður og Kristján.
Doktor í læknisfræði
Guðlaug Þórsdóttir
FRÉTTIR
GÓÐI hirðirinn, nytjamarkaður
Sorpu og líknarfélaga, veitti á
föstudag fjórum aðilum styrki.
„Samstarf almennings, endur-
vinnslustöðva og Góða hirðisins
gefur af sér enn eina ferðina,“ seg-
ir í tilkynningu frá Góða hirðinum.
Við styrkveitinguna var lagt upp
með að styrkja fólk til sjálfshjálp-
ar. Að þessu sinni var heildarupp-
hæðin 7 milljónir króna og skiptist
hún á eftirtalda aðila: Átak, Systk-
inasmiðjan, Félag einstæðra for-
eldra vegna starfsmenntasjóðs og
Bandalag kvenna vegna starfs-
menntasjóðs. Styrkveitingin fór
fram í verslun Góða hirðisins að
Fellsmúla 28 að viðstöddum að-
standendum félaganna og starfs-
mönnum SORPU og Góða hirðis-
ins.
Stuðlað að endurnotkun
„Markmið Góða hirðisins er að
stuðla að endurnotkun, minnka só-
un og láta gott af sér leiða, því
ágóði af sölu í Góða hirðinum renn-
ur til ýmissa góðgerðarmála. Gott
samstarf starfsmanna endur-
vinnslustöðva og Góða hirðisins við
viðskiptavini okkar, sem bæði gefa
notaða húsmuni til Góða hirðisins
og versla í versluninni, gerir það að
verkum að á hverju ári er hægt er
að styrkja góð málefni.
Á endurvinnslustöðvum SORPU
eru sérstakir nytjagámar þar sem
fólk getur losað sig við gamla hluti
sem enn hafa óskert notagildi.
Þannig má forða hlutum með
reynslu og sögu, frá endanlegri
förgun og finna þeim nýtt hlutverk
í nýju umhverfi hjá nýjum eigend-
um. Þessir hlutir fara svo í sölu hjá
Góða hirðinum og stefnir í að árið
2007 fari rúmlega 800 tonn af mun-
um í endurnotkun með þessum
hætti.
Í Góða hirðinum má finna allt
milli himins og jarðar. T.d. sófa,
stóla, borð, skápa, þvottavélar, ís-
skápa og ýmis önnur raftæki.
Einnig eru þar smærri hlutir á
boðstólnum eins og bækur, plötur,
leikföng, leirtau og ýmsir skraut-
munir,“ segir í tilkynningu Góða
hirðisins.
Styrkir Góða hirðisins
ALLT of algengt er að vörur í glugg-
um verslana séu ekki verðmerktar,
samkvæmt niðurstöðu könnunar
Neytendasamtakanna um miðjan
nóvember síðastliðinn. Þá voru
kannaðar verðmerkingar í búðar-
gluggum í Smáralind, Kringlunni,
Laugavegi, Skólavörðustíg og í
miðbæ Akureyrar.
Best var ástandið á Skólavörðu-
stíg, en þar voru vörur í meira en
helmingi búðarglugga vel merktar.
Ástandið reyndist vera verst í
Kringlunni þar sem vörur í aðeins
fjórðungi búðarglugga voru vel
merktar. Miðbær Akureyrar kom
næstverst út en þar höfðu einungis
36% verslana sinnt verðmerkingum í
gluggum vel. Samkvæmt reglum um
verðmerkingar skal verðmerkja
vörur hvar sem þær eru til sýnis og
eru búðargluggar engin undantekn-
ing, að því er fram kemur í frétt
Neytendasamtakanna.
Síðast voru verðmerkingar í búð-
argluggum kannaðar árið 2003 af
Samkeppnisstofnun. Þá kom Kringl-
an best út með vel merkta glugga í
72% tilfella. Engin könnun hefur
verið gerð í Reykjavík í 4 ár eða síð-
an Samkeppnisstofnun sá um þenn-
an málaflokk.
Illa verðmerkt
í búðargluggum
ÍSLENSKI
meistarakokkur-
inn Völundur
Snær Völundar-
son hefur verið
valinn besti mat-
reiðslumaður
eyjunnar Grand
Bahama sem er
ein stærsta
eyjan í Bahama-
eyjaklasanum
auk þess sem veitingastaður hans,
Sabor, var valinn besti veitinga-
staður eyjunnar. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá Sölku-forlagi.
Þar segir að verðlaunin séu mik-
ill heiður fyrir Völund og ekki síst
fyrir veitingastaðinn Sabor sem
hefur einungis verið opinn síðan í
mars. „Völundur á og rekur þessa
stundina veitingastaðinn Sabor en í
lok janúar verður opnaður næsti
staður sem hlotið hefur nafnið
Oceano. Er hann á ströndinni og
verður bæði háklassa veitingastað-
ur og strandklúbbur í senn. Ein-
stök staðsetning býður upp á ótal
möguleika auk þess sem húsnæðið
hýsti áður einn sögufrægasta stað
eyjunnar. Mun staðurinn taka yfir
300 manns í sæti og sólbekki.
Verður staðurinn einn sá stærsti
sem Íslendingur hefur opnað á er-
lendri grund,“ segir í tilkynning-
unni.
Valinn besti matreiðslu-
maður Grand Bahama
Völundur Snær
Völundarson
JAFNRÉTTISSTOFA í samstarfi
við ,,Evrópuár jafnra tækifæra“ og
félagsmálaráðuneytið efnir til mál-
þingsins um kynbundinn launamun
og aðferðir til úrbóta. Málþingið fer
fram mánudaginn 17. desember á
Hótel KEA á Akureyri og stendur
frá 12.00-13.15.
Kristín Ástgeirsdóttir, fram-
kvæmdastýra Jafnréttisstofu, setur
málþingið. Að loknum erindum
verður gerð samantekt á þeim og
þá munu fara fram umræður.
Léttar hádegisveitingar verða í
boði. Ráðstefnan er öllum opin og
aðgangur er ókeypis
Málþing um
kynbundinn
launamun
♦♦♦