Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 25 innst í hugskotinu. Og má vera að kjarninn í hugmyndafræði Hróksins, eins og hann varð, hafi orðið til undir álfaborginni. Mér hefur orðið betur ljóst með ár- unum hvað bernskan er dýrmæt og að heilög skylda okkar er að gera eins vel við það fólk sem er að byrja lífið og kostur er. Og koma fram við börn af virðingu og líta á þau sem jafn- ingja. Þar fyrir utan á þetta að vera skemmtilegasta tímabil ævinnar. Enda er mín reynsla sú, eftir að hafa komið í hartnær alla skóla landsins og hitt þúsundir barna, að það eru öll börn undrabörn og það er sláandi hversu miklu hærra hlutfall af börn- um er húmoristar heldur en fullorðið fólk. Ég veit ekki hvað gerist, því þetta hlutfall snillinga og húmorista hrynur einhvers staðar, svo úr verður þessi sérkennilega dýrategund, full- orðið fólk.“ – Eftir að þú komst heim um síð- ustu áramót fórstu að blogga af full- um krafti, varðst einn vinsælasti bloggari landsins og svo kvaddir þú bloggheima 12. febrúar eftir að ástin hafði framið „valdarán“ í lífi þínu. Þetta gerðist snöggt. „Líf mitt hefur stundum haft til- hneigingu til að vera þannig í hnot- skurn,“ segir Hrafn. „Það gerist mik- ið á stuttum tíma. Ef til vill urðu mestu og mikilvægustu jarðhrær- ingar lífs míns á þessu ári. Sem virtist kannski frekar óspennandi í jan- úargrámanum í Reykjavík, ekkert sérstakt að hlakka til og ekkert mjög spennandi framundan. Það gjör- breyttist. Sem kennir okkur það að möguleikinn á hinu mikilfenglega er alltaf til staðar.“ – Þú varst kominn að endimörkum síðasta haust þegar þú fórst til Kan- ada í meðferð. En nú ertu sestur að „þar sem vegurinn endar“ og nýtt upphaf blasir við. „Það fer auðvitað enginn annar í meðferð í aðra heimsálfu, nema við- komandi, í þessu tilviki ég, sé kominn í þrot með lífið,“ segir Hrafn alvar- legur, en þannig endist hann ekki nema augnablik. „Það þýðir hins- vegar ekki að maður þurfi að gefast upp. Eins og Dan Hansson vinur minn, sem átti hugmyndina að stofn- un Hróksins á sínum tíma, þreyttist ekki á að benda á: „Það vinnur eng- inn skák með því að gefa hana.“ Þá vorum við á Grandrokk og tefldum við skákborðið þarna,“ segir hann og bendir á stofuprýðina. „Einföld heil- ræði á borð við þetta hafa oft reynst mér vel á erfiðum stundum.“ – Annað heilræði hangir í eldhús- inu: „Be realistic, demand the imp- ossible!“ Þú færð hinar ótrúlegustu hugdettur, sem verða mun trúlegri eftir að þú hefur hrint þeim í fram- kvæmd. „Ég hef oft lent á afskriftarreikn- ingi hjá sumum, jafnvel vinum mín- um, og ekki er ég að halda því fram að allt sem ég hef gert hafi verið þaul- hugsað frá upphafi til enda, því það er nú eitthvað annað.“ – En þú hrindir hugdettum þínum í framkvæmd. „Maður á að gera það. Það er það sem gerir lífið skemmtilegt og auðgar það. Ég hef ekki lagt mig sérstaklega eftir því að fást við ómögulega hluti. En sumt hefur kannski komið þannig út.“ – Það hefur haft mótandi áhrif á strákpjakk að sunnan að upplifa þennan sagnaheim í Stóru-Ávík? „Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa náð í endann á gamla Íslandi, sem nú er að líða undir lok, ef það er ekki alveg horfið. Að kynnast heimi Strandanna og lyndiseinkunnum Strandamanna, sem eru þrautseigja, nægjusemi og hæfileikinn að njóta augnabliksins. Og við það að vera hér kemst maður ekki hjá því að fyllast aðdáun á því fólki sem lifði hér öldum saman við aðstæður sem á ekki að vera hægt að lifa af við, þegar haf- ísinn, hungrið og harðstjórnin lágu hér öldum saman yfir.“ Hrafn kveður fast að orði: „Þessum eiginleikum erum við að tapa, Íslendingar. Og ef við töpum þeim einu sinni þá náum við þeim aldrei aftur; ef við breytumst í tein- ótta offituþjóð, eins og er að gerast. Þegar við montum okkur af hinum hugdjörfu útrásarvíkingum skulum við ekki láta okkur detta í hug að þeir eiginleikar verði fyrir hendi ef við höldum áfram á sömu braut, þar sem græðgin er aðaldrifkrafturinn, ham- ingjuvog íslensku þjóðarinnar er úr- valsvísitalan og mesti háski sem þjóð- in lendir í eru dýfur hjá einhverjum grúppum á hlutabréfamörkuðum. Ég veit ekki hvernig okkur gengi að komast í gegnum einn tíunda af því sem fólk gerði hér áður fyrr.“ Sprek á annarlegri strönd Þegar Hrafn horfir yfir rekann í Kolgrafarvík fer hann með stef úr Áföngum Jóns Helgasonar og segir það hvergi eiga betur við: Á meðan brimið þvær hin skreipu sker og skýjaflotar sigla yfir lönd, þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? Morgunblaðið/RAX Kistuvogur Hrafn sýnir gjána þar sem galdramenn voru brenndir lifandi Grænlandssteinninn Hrafn Jökulsson hreykir sér á steini sem er eldri en Ísland og Stóra-Ávík í baksýn. Skólastofan Elín Agla með nemendunum Júlíönu Lind og Ástu Þorbjörgu. með því að gefa hana Sú stefna sem rekin er gagnvart alltof mörgum ís- lenskum börnum, að koma fram við þau eins og fang- ana á Litla-Hrauni, loka þau inni í herbergi með tölvu og sjónvarp, er ekki til þess fallin að undirbúa þau fyrir lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.