Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í HERSTÖÐINNI í Hvalfirði eru
sögulegar minjar frá stríðsárunum,
og eru þær til sölu fyrir slikk, og nið-
urrifs. Þarna er um að ræða eina
braggahverfið sem enn er til í land-
inu. Saga þessara hverfa var lengi
feimnismál í Reykjavík, og þó er sú
saga öll hin merkilegasta, og þó
sumum finnist undarlegt, þá mega
Reykvíkingar minnast hennar með
stolti.
Í braggana flutti fólk, sem átti
ekki í annan stað að venda. Harð-
duglegt fólk, sem átti sér draum um
betra líf í betra umhverfi, og það lét
ekki á sér standa við að gera þennan
draum að veruleika. Smám saman
fóru þessi hverfi að minnka, og að
lokum hverfa alveg, þegar íbúarnir
fluttu sig um set, undir nýtt þak,
sem þeir höfðu byggt yfir höfuðið.
Þetta voru fátækrahverfi, rétt
eins og í svo mörgum borgum er-
lendis, sem eru í örum vexti. En ólíkt
því sem gerist alls staðar erlendis,
þá voru þessi hverfi ekki til orðin til
að vera. Í dag heyra þessi svæði sög-
unni til, stoltri sögu um fólk sem
hvorki trúði, að það ætti eftir, né
vildi búa þar með sér og sínum. Þar
sýndu Reykvíkingar að Reykjavík er
ekki eins og aðarar borgir í heim-
inum, og mega vera stoltir af.
Ég var með mörgum krökkum úr
Camp Knox, Tripoli Camp, og hvað
þeir hétu nú allir, sem engin merki
sjást um lengur. Ég þekkti mörg
þeirra vel, og kom oft heim til þeirra,
og aldrei kynntist ég uppgjöf eða
skorti á sjálfsvirðingu hjá þeim.
Stundum, þegar ég hugsa til baka,
þá gæti ég ímyndað mér, að þau hafi
öfundað okkur sem ekki ólumst upp
í bröggum, en hitt veit ég, að ég get
öfundað þau af þeim krafti og dugn-
aði sem þau hafa sýnt gegn um árin,
og hafið upp sögu Reykjavíkur.
Ég skora hér með á landsmenn
alla að friða braggahverfið í Hval-
firði, svo það geti ávallt minnt okkur
á hvað býr í þessari þjóð.
KRISTJÁN HALL,
fyrrum og ávallt Vesturbæingur,
Langholtsvegi 160, Reykjavík.
Eyðing sögulegra minja í Hvalfirði
Frá Kristjáni Hall
HVASSALEITI M/AUKAÍBÚÐ Í LEIGU
GLÆSILEGT PARHÚS - LAUST STRAX
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
M
b
l 9
49
81
3
Til sölu þetta reisulega 336 fm parhús á þessum eftirsótta stað. Um er að ræða tvílyft hús með tvær jafnstórar
hæðir ásamt jarðhæð/kjallara með sér fullbúinni 3ja herb. íbúð með sérinngangi/einnig innangengt. Er í útleigu
með mjög góðum leigutekjum. Vandaðar innréttingar, gólfefni og tæki. Stór herbergi og stofur. Suðursvalir og
suðurgarður með sólpöllum og skjólgirðingum. Hiti í hellulögðu bílaplani. Stutt í alla þjónustu. Húsið er til
afhendingar strax. Uppl. Ólafur B Blöndal í 6-900-811.
Fallegt og vel skipulagt 162 fm. einbýlishús ásamt tvöföldum 49,6 fm
bílskúr. Húsið stendur í rólegri botnlangagötu neðst í flötunum á þessum
eftirsótta stað. Lóðin er um 1160 fm og mjög gróin og falleg. Húsið
stendur á 1152 fm lóð og skv. nýju deiliskipulagi má byggja allt að 200
fm við húsið. Verð 67 millj.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Bakkaflöt - Garðabæ
Mb
l
95
00
23
Til útleigu um 1.850 fm í húsi sem er mjög vel staðsett og þekkt. Um er
að ræða hluta jarðhæðar sem er mjög gott verslunarrými, 6. og 8. hæð
hússins. Á 5.. hæð eru skrifstofur, fundarsalir, snyrtingar og eldhús. Á
8. hæð er stór matsalur, vinnusalir, fundarsalur o.fl. Hæðin gæti einnig
hentað sem skrifstofur. Mjög stórar svalir eru á 8. hæðinni en á 5.hæð
eru einnig góðar svalir. Á jarðhæð er gott verslunarrými. Fjöldi bíla-
stæða er við húsið, m.a. í bílageymslu. Húsnæðið verður laust um
næstu áramót. Allar nánari upplýsingar gefa Þorleifur St. Guðmunds-
son og Hákon Jónsson, löggiltir fasteignasalar á Eignamiðlun.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Holtasmári 1 - til útleigu - vandað
skrifstofu og verslunarhúsnæði
Mb
l
95
01
10
UNDANFARIÐ hefur talsvert
verið fjallað um stjórnunarvanda
Landspítalans þar sem yfirstjórn-
in er sökuð um að ráða fólk í
ábyrgðarstöður án auglýsingar og
hæfnismats. Um þetta hefur einn-
ig verið rætt í ljósvakamiðlunum.
Á spítalanum starfa nálægt 5.000
manns þar sem sennilega vel flest-
ir hafa sína skoðun á
þessum þætti í
stjórnun spítalans.
Þar er ég engin und-
antekning. Ég ætla
hinsvegar ekki að
hætta mér út á þenn-
an ís. Ég er upptek-
inn af öðrum þáttum.
Samtímis þessari
umræðu berast þær
upplýsingar frá
læknaráði spítalans
að starfsemin sé um
það bil að komast í
fjárhagslegt þrot. Allt
hafi verið gert sem hægt er til að
hagræða. Á fjárlögum yfirstand-
andi árs voru spítalanum ætlaðar
rúmlega 32.100 milljónir í rekst-
urinn en samt vantar 1.800 millj-
ónir til að endar nái saman í lok
ársins. Fjáraukalögum ársins 2007
er ætlað að dekka þennan kostn-
aðarauka. Í fjárlögum næsta árs
er gert ráð fyrir aukningu upp á
882 millj. miðað við
yfirstandandi ár.
Þetta segir okkur að
heildarfjárveiting til
spítalans á næsta ári
muni verða nálægt
33.000 milljónir. Eftir
standa 1.000 milljónir
sé miðað við þá upp-
hæð sem spítalinn
kemur til með að eyða
á árinu 2007. Með
öðrum orðum þá er
kostnaður við rekst-
urinn á árinu 2007
34.000 milljónir en
fyrir árið 2008 er honum ætlaðar
33.000 milljónir. Þarna vantar því
1.000 milljónir bara til að hafa
jafn mikið fé í reksturinn á næsta
ári og hann hefur kostað á yf-
irstandandi ári. Ekki lái ég nein-
um sem finnst þetta háar tölur.
Ég er sjálfur í þeim hópi. En það
sem ég hef kannski fram yfir það
fólk sem stendur fyrir utan að ég
er einn af þeim sem vinna á spít-
alanum og hef þar af leiðandi
kannski betri möguleika á að gera
mér grein fyrir í hvað allir þessir
peningar fara. Það er þessi þáttur
sem mig langar að draga fram í
dagsljósið.
Háskammtalyfjameðferð
með stofnfrumustuðningi
Vorið 2003 ákvað þáverandi
heilbrigðisráðherra Jón Krist-
jánsson að bæta við tveimur nýj-
um meðferðarúrræðum á Land-
spítalanum. Annað var
nýrnaflutningur á milli skyldra
einstaklinga þar sem nýra var tek-
ið úr heilbrigðum gjafa og flutt í
sjúkling sem er með ónýt nýru.
Hitt var háskammtalyfja-
meðferð með stofnfrumustuðningi.
Mig langar að fræða þig, lesandi
góður, aðeins nánar um seinni
þáttinn. Um er að ræða verkefni
sem unnið er af blóðlækningadeild
og Blóðbankanum.
Flest vitum við að illkynja
krabbamein eru meðhöndluð með
frumudrepandi lyfjum og/eða
geislum. Þar eru oft þræddir
þröngir stígar, stigin eins konar
línudans. Gefa þarf sjúklingi með-
ferð sem nægir til að eyða mein-
inu en ekki svo mikla að aðrar
hraðvaxandi frumur verði fyrir of
miklum skakkaföllum. Í mörgum
tegundum krabbameina gengur
þetta vel og sjúklingur fær var-
anlegan bata. En því miður geng-
ur dæmið ekki upp í öllum til-
fellum. M.ö.o. þá hefur ekki
tekist að eyða öllum illkynja
frumum og meinið tekur sig upp
að nýju. Það er á þessu stigi sem
gripið er til svonefndrar há-
skammtalyfjameðferðar með
stofnfrumustuðningi. Það skal
tekið fram að ekki er hægt að
beita þessu á allar tegundir
krabbameina. Aðallega er þessu
beitt gegn eitlakrabbameini,
mergfrumuæxli og í einstaka til-
fellum gegn hvítblæði. Meðferðin
felur það í sér að stofnfrumur
fyrir blóðmyndandi vef eru ein-
angraðar úr blóði sjúklings í
sjúkdómshléi, þær frystar og
geymdar í fljótandi köfnunarefni.
Ég segi stundum við sjúklingana.
Ég passa fræin þín eins og sjá-
aldur auga míns.
Síðan þegar læknir sjúklingsins
ákveður fær hann stærri skammt
af lyfjum og/eða geislum en
nokkru sinni í þeim tilgangi að
eyða öllum þeim illkynja frumum
sem kunna að vera eftir. Sam-
tímis krabbameinsfrumunum
eyðist blóðmyndandi vefur. Að
þessari meðferð lokinni fær sjúk-
lingurinn sínar stofnfrumur til
baka. Þeim er ætlað að hjálpa
sjúklingnum yfir þann þröskuld
sem meðferðin bjó til og koma
ónæmiskerfinu í gang að nýju.
Hér er um að ræða meðferð-
arform sem er erfitt, langt og
flókið bæði fyrir fyrir sjúkling-
inn og okkur sem vinnum verk-
in. Þetta hefur verið í gangi í
rétt fjögur ár. Reynslan sýnir
að árangurinn er mjög góður og
fyllilega sambærilegur við það
sem best gerist í löndunum í
kringum okkur. Upphaflega var
gert ráð fyrir þessari meðferð
yrði beitt á sex til átta sjúklinga
á ári. Raunin hefur hinsvegar
orðið allt önnur. Fyrsta árið
voru þeir 14 og í ár verða sjúk-
lingarnir 25 sem hefja meðferð.
Mín vinna felst í því að kanna
hvort frumurnar sem safnað er
rísi undir nafni og þannig leiða
að því líkur, hvort þær muni
verða hæfar til að sinna því
hlutverki sem þeim er ætlað eft-
ir stofnfrumuígræðsluna. En
hvað skyldi þetta kosta? Ekki
veit ég það nákvæmlega en það
eru ábyggilega einhverjar millj-
ónir fyrir hverja meðferð. Og
vera svo hissa á því að spítalinn
fari fram úr fjárheimildum þeg-
ar þróunin er þessi. Sennilega
er þetta ekkert einsdæmi. Þú
sem kannt að lesa þessar línur
og ert vonandi svo lánsamur að
hafa kannski aldrei þurft á
þjónustu spítalans að halda,
hugsaðu aðeins málið. Það er
hollt fyrir okkur öll að velta
þessum þáttum í samneyslunni
fyrir okkur.
Kostnaður við rekstur Landspítalans, hvert viljum við stefna?
Þróun og notkun nýrra lyfja
eykur bata en kosta peninga
segir Leifur Þorsteinsson
» Það er hollt fyrirokkur öll að velta því
fyrir okkur hvað býr að
baki þeim verkum sem
unnin eru á Landspít-
alanum.
Leifur Þorsteinsson
Höfundur er líffræðingur
og starfar í Blóðbankanum.