Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Dansk julegudstjeneste
holdes i Domkirken, mandag den 24. december 2007 kl. 15.00
ved pastor
Þórhallur Heimisson.
Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavík.
TM. Annar þáttur verða fjárfest-
ingar í óskráðum félögum, t.d.
drykkjarvörunni, Geysi og ferða-
þjónustu í gegnum NTH. Og þriðji
þátturinn verður stöðutaka í eigin
reikning og kaup og sala verðbréfa.“
Dregin lína í sandinn
– Svo eru það flugfélögin?
„Innan FL Group var þekking á
fluggeiranum og í heildina hafa þær
fjárfestingar heppnast mjög vel.
Easyjet, Sterling og Icelandair skil-
uðu öll hagnaði og hluthöfum FL
Group miklum arði. Menn töldu sig
sjá tækifæri í bandarískum félögum
haustið 2006, en þá hafði olíuverð
lækkað frá miðju ári og til loka árs
2006, var 50 til 60 dollarar um ára-
mótin. Einnig var umræða um sam-
þjöppun í geiranum og m.a. alvar-
legar viðræður í gangi milli US
Airways og Delta. Menn töldu sig
geta hagnast á þessum undirliggj-
andi straumum og það var grundvöll-
ur fjárfestingarinnar í AMR.
Síðan gerðist það, sem ekki var
fyrirséð, að olíuverð hækkaði mikið á
árinu 2007, fór úr 60 dollurum og upp
undir 90 dollara. Og í febrúar kom í
ljós að hugmyndir manna um sam-
runa gengu ekki eftir með þeim
hraða sem við höfðum vonast eftir.
Þannig að þá byrjar smáágjöf miðað
við okkar upprunalegu áætlanir. Í
sjálfu sér hef ég velt því fyrir mér
hvort við hefðum átt að taka ákvarð-
anir þá, sem voru ekki teknar, en í
stað þess lögðum við vinnu í að móta
stefnu fyrir AMR um hvernig fyr-
irtækið gæti siglt í gegnum þetta
óhagstæða ytra umhverfi, sem
byggðist m.a. á háu olíuverði.
Sú vinna stóð í nokkra mánuði og
út úr því kom hugmynd um að skipta
fyrirtækinu upp í ólíkar einingar, sér
í lagi að kljúfa út vildarklúbbinn. Við
fórum í herferð til að kynna tillög-
urnar fyrir fjölmiðlum, eigendum,
greiningardeildum o.s.frv. Við-
brögðin voru jákvæð við því að nýta
undirliggjandi verðmæti til þess að
hluthafar fengju hækkun á hlutafé og
greiningardeildir mæltu með því,
Morgan Stanley, Credit Suisse og
fleiri. Stjórnendur og hluthafar fóru
að tjá sig um málið, þannig að á
haustmánuðum sýndist okkur ekki
útilokað að aðferðafræðin gæti snúið
dæminu við og að lokum skilað hagn-
aði af fjárfestingunni. En þá gerðist
þrennt í senn, í fyrsta lagi hækkar ol-
ían enn meira, skríður upp í 95 og
nálgast 100. Í öðru lagi verður hávær
umræða um eftirspurnarsamdrátt í
framhaldi af kreppu á fast-
eignamarkaði vestra og í þriðja lagi
kemur í ljós að AMR bregst ekki við
með nógu afgerandi hætti við okkar
tillögum. Við höfðum lagt áherslu á
að unnið yrði hratt í þessu máli og
það urðu okkur talsverð vonbrigði að
sjá þessa fínu hugmynd, sem fjöl-
mörg önnur flugfélög hafa reyndar
gripið á lofti og fjallað mikið um,
missa flugið ef svo má segja. Þegar
svona var í pottinn búið og ekki útlit
fyrir annað en að aðstæður færu
versnandi var tími til kominn að
draga línu í sandinn og horfa til ann-
arra fjárfestinga. Þetta er stutta út-
gáfan.“
Hann staldrar við.
„Eða langa eftir því hvernig á það
er litið.“
– Var ekki áhætta tekin með kaup-
um á stórum eignarhlut í Finnair og
viðbúið að FL Group læstist inni með
hlutinn?
„Okkur eignarhlutur var ekki allt-
af svona stór,“ segir Hannes með
áherslu. „Við kaupum til að byrja
með í kringum 10% hlut og á sama
tíma kaupir Straumur 10%. Síðan
gerist það um mitt ár 2006 að upp-
hlaup verður í Straumi, Þórður Már
Jóhannesson hættir sem forstjóri og
fleira í þeim dúr. Þá kaupum við
Kristin Björnsson og Magnús Krist-
insson út úr Straumi og greiðum
þeim með hlutabréfum í FL Group.
Síðan gerist það á haustmánuðum að
við reynum að losa þann hlut frá fé-
laginu. Það tekst hinsvegar ekki fyrr
en í ársbyrjun með samkomulagi við
Straum sem kaupir ákveðinn hluta af
bréfum af FL Group og notar sem
gjaldmiðil stöðuna sem Straumur var
kominn með í Finnair. Það var því
ekki meðvituð stefna að eignast
fjórðungshlut í Finnair, við slys-
uðumst í það í tengslum við þessi við-
skipti, og þannig fór hluturinn upp í
rúm 22%. Þetta er mikilvægt í sögu-
legu samhengi.“
– En af hverju fóruð þið inn til að
byrja með?
„Okkur fannst félagið spennandi,
ekkert ósvipað félag og Icelandair
var árið 2004, fjárhagslega vel stætt,
vel rekið og vaxtarmöguleikar inn í
Asíu. Eina vandamálið, sem síðan
hefur komði í ljós, er hvernig ríkið fer
með 50% hlut sinn og er ekkert
spennt fyrir því að deila sviðsljósinu
með öðrum. Það kom berlega í ljós í
fyrra. Þá lögðum við áherslu á að
komast í stjórn félagsins, en fengum
hörð viðbrögð á móti því. Það endaði
að vísu með því að við sömdum um
það að inn kæmi þriðji aðili, óháður,
og Sigurður Helgason settist í stjórn
félagsins. Ríkið er því ekki eins opið
fyrir breytingum og við höfðum von-
ast til. Það breytir því ekki að félagið
er vel rekið og var um daginn að
kynna bætta afkomuspá fyrir árið,
sem fór úr 70 milljónum evra í 90
milljónir.“
– Mátti ekki sjá það fyrir að ríkið
hygðist ekki missa stjórn á félaginu?
„Ég hreinlega átta mig ekki á því.
Það hefur aldrei komið fram nein yf-
irlýsing um það. Það er í sjálfu sér
ekki slæm fjárfesting að vera með
fjórðungshlut þarna inni, ekki nema
að því leyti til að ef stór hluthafi á
borð við ríkið vill ekki vinna með öðr-
um hluthöfum að breytingum, þá
verður fjárfestingin ekki eins spenn-
andi og hluturinn áhrifalítill. En við
höfum samt áhrif!
Þegar við lentum í stappi í stjórn-
arkjörinu stigu fram áhrifamiklir
menn okkur til stuðnings. Og þú sérð
stappið sem Novator er í núna í Elisu
um ákveðnar breytingar þar. Það er
ekkert eðlilegt að félög hunsi vilja
hluthafa. Og það er nokkuð sem við
höfum þrýst á að breytist í þessu fé-
lagi. Það er náttúrlega ljóst að slík
bréf eru ekki eins auðseljanleg og
mörg önnur, en ekki hefur verið
neinn skortur á áhugasömum kaup-
endum upp á síðkastið. Þannig að ég
tel víst að vilji FL Group losa sig út,
þá sé það hægt.“
Valkostur að minnka félagið
– Hefði ekki verið eðlilegra að inn-
leysa fé með sölu eigna í stað þess að
veita afslátt á gengi bréfa í FL Gro-
up?
„Menn eru um þessar mundir að
athafna sig á einum erfiðasta fjár-
málamarkaði sem sést hefur í tvo til
þrjá áratugi með tilliti til aðgangs að
lánsfé í framhaldi af fasteignalána-
kreppunni í Bandaríkjunum. FL
Group var og er mjög sterkt félag en
til þess að komast í gegnum lengri
niðursveiflu þurfti annaðhvort að
minnka félagið og draga úr markaðs-
áhættu eða finna leið til að auka eigið
fé.
Vissulega var það valkostur að
minnka félagið. Það var ekkert
vandamál að selja hlutina í AMR eða
Commerzbank. Við hefðum getað
selt þær eignir á nokkrum klukku-
tímum, sem stóðu í 80 til 100 millj-
örðum. En hinsvegar má spyrja sig
hvað situr þá eftir. Þeirri spurningu
stóðu stjórnendur, stjórn og hlut-
hafar frammi fyrir. Okkur fannst
meira spennandi fyrir hluthafa, og þá
skil ég á milli hagsmuna okkar allra
sem hluthafa og hagsmuna einhverra
sem stjórnenda, að auka eigið fé í fé-
laginu frekar en að minnka það.
Svo snýst þetta um erfðaefnið eða
dna-ið í fólkinu sem er fyrirtækið,
hvort sem það eru starfsmenn, stjórn
eða hluthafar, að þeir hafa meiri
áhuga á að styrkja, efla og stækka
heldur en að draga saman seglin. Á
endanum var þetta því tiltölulega
einföld ákvörðun. Nú er félagið fjár-
hagslega sterkara, búið að skjóta
nýjum stoðum undir það með fast-
eignarekstri, samhliða öðrum að-
gerðum, minnka markaðsáhættu, og
það er betur í stakk búið til að takast
á við langa niðursveiflu. Þess vegna
var þessi leið farin.“
– Varð þetta að gerast svona
hratt?
„Í sjálfu sér þurfa menn tíma til að
vinna sig í gegnum stöðuna. En mikl-
ar hreyfingar voru á mörkuðum og
nokkrar vikur afar þungar, síðasta
vikan í október og framundir þakk-
argjörðarhátíðina í nóvember. Við
sáum að rétt væri að bregðast við
stöðunni þá þegar og á okkar eigin
forsendum, frekar en að halda áfram
og þurfa þá e.t.v. að bregðast við
henni á forsendum annarra. Ef
ástandið hefði versnað hefði atburða-
rásin stýrt því meira hvernig við
seldum eignir. Þess vegna gengum
við í þetta strax af þeim krafti sem
raun bar vitni. Í kjölfarið batnaði
reyndar markaðurinn,“ segir Hannes
og brosir, „þannig að allt er sveiflum
háð. En við tókum ábyrga afstöðu
sem stjórnendur, völdum ákveðna
leið til að efla fyrirtækið og höfðum
fullt vald yfir því hvaða leið var farin.
Kannski vorum við fyrst af þessum
stóru íslensku fyrirtækjum til að
gera okkur almennilega klár fyrir
ágjöf í efnahagsmálum í einhvern
tíma, sérstaklega á fjármálamörk-
uðum. Ekki er ólíklegt að fleiri þurfi
að fylgja í kjölfarið, ekki síst í sam-
bandi við verðmæti félaga, sem hefur
verið hátt miðað við verðmæti und-
irliggjandi eigna. Við tókum þessa
ákvörðun og þó að hún sé vissulega
ekki sársaukalaus þá held ég að hún
reynist happadrjúg þegar horft er
fram á veginn fyrir hluthafa.“
Ekki gert án afsláttar
– Hvert er verðmæti félagsins?
„Verðmætið er ekkert annað en
það sem markaðurinn vill greiða fyrir
bréfin.“
– Samkvæmt því hefði gengið átt
að vera 19, en samið var við Baug
Group um að koma inn á genginu
14,7?
„Ef ráðist er í hlutafjáraukningu
við þessar markaðsaðstæður er eðli-
legt að veita afslátt af skráðum eign-
um. Það er sá afsláttur sem lækkar
gengið úr 19 niður í 14,7. Þar erum
við að fara að fjölmörgum fordæmum
í kringum okkur. Sem dæmi má
nefna að gengið á Finnair var 10 þeg-
ar ráðist var í hlutafjáraukningu á
genginu 6,5 og Storebrand veitti
einnig 30-40% afslátt í hlutafjáraukn-
ingu.
Það er í sjálfu sér eðlileg aðgerð að
veita afslátt í ljósi aðstæðna. Ef ráð-
ist verður í aukningu á öðrum fé-
lögum hér á landi af þessari stærð-
argráðu, þá verður það ekki gert án
afsláttar. Nú er verðið hóflegt miðað
við innra virði og viðtökurnar við
hlutafjáraukningunni í FL Group á
föstudag, þar sem var umframeft-
irspurn, sýna bæði ánægju með verð-
ið og trú manna á framtíð félagsins.“
– Hvernig varð gengið 14,7 til?
„Það varð einfaldlega þannig til að
menn settust niður og mættust á því
gengi sem hluthafar vildu nota í
aukningu og seljendur sættu sig við.
Þetta voru engin önnur vísindi. Síðan
voru fengnir óháðir ráðgjafar,
KPMG og Kaupþing, til að meta við-
skiptin, annarsvegar hlutaféð sem
greitt var út og hinsvegar fasteignir
sem komu inn. Þeir komust að þeirri
niðurstöðu að þetta væru sanngjörn
viðskipti á báða bóga og úr varð að
samið var með þessum hætti.“
– Voru fasteignafélögin sem Baug-
ur leggur inn í FL Group of hátt met-
in miðað við markaðsaðstæður, eins
og haldið er fram í Børsen?
„Það held ég að sé kolrangt,“ svar-
ar Hannes ákveðið. „Þú heyrðir um-
ræðurnar sem fóru fram á hluthafa-
fundinum áðan, mat óháðra aðila á
þessum eignum og sérfræðiskýrslur.
Allt slíkt tal er þvættingur og í anda
rógsherferðar sem danskir fjölmiðlar
standa fyrir í garð Íslendinga. Ég
heyrði um daginn að einn ágætur
maður hefði sagt að umræðan í okkar
garð í Danmörku jaðraði við rasisma.
Við værum á margan hátt í sömu
stöðu og blökkumennirnir í Banda-
ríkjunum og eftir að Danirnir hættu
að geta selt okkur myglað mjöl hefðu
þeir verulegt horn í síðu okkar þegar
við værum loksins farin að standa al-
mennilega í lappirnar. Ég man ekki
eftir að Íslendingar hafi að mati
heimamanna gert nokkurn skapaðan
hlut rétt í Danmörku síðastliðin tvö
til þrjú ár. Og kann engar skýringar
á því. Staðreynd málsins eru sú að
það liggja fyrir verðmöt og skýrslur,
sem tala sínu máli. Ef menn eru með
aðrar skoðanir er eins gott að þeir
rökstyðji það með einhverjum
hætti.“
– Liggur fyrir sundurliðun á því á
hvaða verði fasteignafélögin voru
keypt, þannig að hluthafar geti
glöggvað sig á því?
„Sérfræðiskýrslan fyrir viðskipt-
Morgunblaðið/Golli
AUÐVITAÐ ÞYKIR MÖNNUM ÞETTA
EKKI SKEMMTILEGT, ÞEIR ERU Í ÞESSUM
LEIK TIL AÐ SJÁ BRÉFIN HÆKKA, EN
ÉG TEL MIG EKKI FINNA FYRIR NEINNI
ÓEÐLILEGRI GAGNRÝNI. TIL ÞESS ÞYRFTI
ÉG AÐ HAFA GERT EINHVER SÉRSTÖK
AFGLÖP, SEM VÆRU ÞESS VALDANDI
AÐ BRÉF LÆKKUÐU.
Erfiðleikar „Menn eru um þessar mundir að athafna sig á einum erfiðasta
fjármálamarkaði sem sést hefur í tvo til þrjá áratugi,“ að sögn Hannesar.
FJÁRFESTINGAR OG FJÁRMÁLAMARKAÐIR