Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 40
tónlist 40 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ S vo vill til að blaðamaður þarf að fara í annað við- tal eftir viðtalið við Óla, þar sem hann er að fara að ræða við ungan tón- listarmann sem hefur dvalið lang- dvölum erlendis, m.a. við nám. Ólafur hefur reynslu af slíku en þegar hann varð fimmtugur ákvað hann skella sér í tónlistarnám vestur til Bandaríkjanna. Talið hefst því á vangaveltum um gildi slíks, þar sem við sitjum á skrif- stofu hans í nefndum gítarskóla. „Það er gott að komast út, því þá sér maður hlutina betur og skilur þá betur,“ segir Ólafur. „Við erum 300.000 hér á Íslandi. Okkur finnst við vera 300 milljónir (hlær). Út frá sjónarmiði þess sem reynir að selja plötur væri líklega gott að hafa þrjár milljónir hérna. Þessi ótrúlega virkni í íslensku tónlistarlífi þarf um leið að lúta lögmálum lítils markaðar, eins og við vitum. Tökum djasssenuna hér á landi, hún er svakalega stór mið- að við hversu margir búa hérna. Fjöldi tónleika er með ólíkindum, og jafnast alveg á við þann fjölda sem er í miklu stærri löndum og borgum. Það er einfaldlega stað- reynd að gróskan er mikil hér á landi í tónlist og þá er ég ekki að tala um þessa blessuðu höfðatölu sem útgangspunkt.“ Maður finnur strax að Ólafur er skarplega þenkjandi maður og fylgist vel með tónlistarumhverf- inu hér á landi. Hann hafði á orði í viðtali, sem Ólafur Ormsson átti við hann í Morgunblaðinu árið 1996, að Íslendingar hafi verið sveltir hvað tónlist varðar svo öld- um skipti. Er gróskan tilkomin vegna þessa? Ólafur hlær við. „Ég veit það ekki […] kannski brýst þetta út eins og þegar losað er um stíflu í á, þá rennur vatnið mjög svakalega fyrst í stað. Ég get tekið dæmi: Frá því að ég byrjaði að skrifa tónlist, útsetja, stjórna hljómsveitum og slíkt hef- ur hljóðfæraleikur á landinu batn- að stöðugt. Hann hefur farið úr meðalmennsku upp í mjög góðan. Ungt fólk hefur leitað út fyrir landsteinana til að læra full- komlega á hljóðfærin sín og komið svo aftur heim. Ég set saman strengja- og blásturshljóð- færasveitir í dag og allt gengur eins og eftir bókinni en það var ekki þannig þegar ég var að byrja. Ég hef séð þessa breytingu, í dag er fullt af úrvals hljóðfæraleik- urum hér á landi og maður getur leyft sér þann munað að velja úr. Þetta sýnir ágætlega ástand mála og hvernig hlutirnir hafa þróast. Þegar ég var að byrja þótti einn konsert á viku bara mjög gott.“ Heilög þrenning? Plötur Guðrúnar Gunnars og Friðriks Ómars eru nú orðnar þrjár eins og segir í inngangi. Ég skemmti mér kom út 2005, Ég skemmti mér í sumar kom út 2006 og svo jólaplatan í ár. „Ég veit ekki hvort að þetta á að vera heilög þrenning,“ segir Ólafur sposkur. „Þrenning alla- vega (hlær). Það var hringt í mig einn góðan veðurdag og verkefnið var borið undir mig. Við hittumst á fundi; ég, Guðrún og Friðrik og kom ljómandi vel saman. Við virt- umst hafa svipaðar skoðanir á því hvað þyrfti að gera. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það þurfi að gefa hverju lagi fyrir sig sinn lit. Það er svona starf útsetjarans, finnst mér; og að hans handbragð sé á þessu. Jólaplatan er í fjörugra lagi, það var nú mein- ingin. Enda er þetta undir þeim formerkjum að fólk skemmti sér. Ætlunin var ekki að stæla gamla tíma eða að ná gamaldags hljóm; öllu heldur að ferska lögin upp án þess beinlínis að reyna að vera ný- móðins. Setja svona ljósa liti á þetta.“ Ólafur segist alltaf hafa verið hlynntur menntun, hann sé af þannig fjölskyldu en auk þess ber lífssaga hans öll vitni þar um. „Það var ætlast til þess að ég yrði hámenntaður maður frekar en ég væri að spila djass á búllum (hlær). Þú skilur? Það var nú svo. Það þótti ekki fínt að sonurinn væri að spila djass á búllum og rektornum þótti það ekki heldur og það stóð til að reka mig úr skóla. Ætli það hafi ekki verið þess vegna sem ég féll í latínu, að- alfagi pabba míns. Pabbi var pró- fessor í rómönskum málum.“ Ólafur viðurkennir að þessi staða hafi verið erfið. „Tónlistin togaði mikið í mig. Litli drengurinn varð að hefna sín, þó að hann þyrði aldrei að segja neitt. Rektor sagði við mig að ég yrði ekki auglýstur meir í skól- anum og ég fór til vinar míns sem sá um auglýsingarnar fyrir mig og sagði: „Auglýstu mig oft!“ Þetta var eina andspyrnan mín.“ Faðir hans lagði að honum að sækja tónlistarnám til Kaup- mannahafnar, taka tungumál sem aukafag, en Ólafur tafsaði það fram af sér. „Ég fór í læknisfræði hér heima og sat þar í einhvern tíma […] sem betur fer fyrir heilsu mann- kyns kláraði ég ekki það nám. En ég leit alltaf á tónlistina sem ein- hvers konar hliðarfag. En ég var alla tíð samviskusamur, þó að áhugann hafi vantað. En þetta var mikil togstreita, alla tíð. Manni var ekkert hjálpað í henni og mað- ur var hálfráðvilltur á þessum ár- um, verður að segjast. Ég var með tvær brautir fyrir framan og vissi hreinlega ekki hvora ég ætti að feta. Þar kom að valið gerðist sjálfkrafa. Það var nám í gangi, en svo var ég með konu og barn og þá fer að koma inn peningaspurs- mál. Og þar dugði tónlistin vel. Í henni hafði ég meira en nóg að gera. En námið var ekki hægt að Aldrei upplifað meiri gerjun Hann er jafnan þekktur, á yfir hálfrar aldar feril að baki í tónlistinni og er enn á fullu spani. Rekstur gítarskólans fræga, þar sem margir íslenskir gítaristar hafa rennt fingrum um hljóðfærið í fyrsta skipti, tekur sinn tíma en þá er nýútkominn hljómdiskur sem Ólafur útsetti, Ég skemmti mér um jólin þar sem þau Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar syngja en þetta er þriðja platan sem þau gera ásamt Ólafi. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Ólaf um ástríðu þá sem hann hefur aldrei getað komist undan þótt reynt hafi. Morgunblaðið/Kristinn Ekki hemja tónlistina Ólafur Gaukur kann að meta gerjun í tónlist: „Það á ekki að hemja tónlistina. Það er mjög mikilvægt. Allir þessir útúrdúrar, uppreisn ef þú vilt, eru algerlega nauðsynlegir út af fyrir sig.“ Við kynnum með stolti andlitsbað ársins. Þetta andlitsbað er einstakt í sinni röð. Heitir og kaldir steinar eru notaðir til að auka áhrif meðferðarinnar. Yndislegt andlitsbað þar sem hendur og fætur fá einnig kornakrem og nudd. Þessi meðferð er afslappandi en um leið gefur hún aukna orku. Þetta andlitsbað sigraði í keppni sem haldin var á vegum Samtaka iðnaðarins. ANDLITSBAÐ ÁRSINS! Gefðu góða jólagjöf Gjafakort á snyrtistofu ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.