Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
PRÓFESSOR Baldur Þórhalls-
son ritar „Álit“ í 24 stundir á
Ambrosíusmessu síðastliðinni. Þar
fjallar hann um trúboð og skólastarf
og rekur áhrif upplýsingarstefn-
unnar í þessu sambandi til þeirrar
niðurstöðu, að kirkjan hafi að mestu
dregið sig út úr skólastarfi. Að áliti
prófessorsins linnti þá
„bábiljum“ kirkju-
legrar innrætingar í
skólum og „áróðri
gegn skapandi og
gagnrýnni hugsun“.
„Farið var í vaxandi
mæli að greina á milli
veraldlegs og andlegs
valds“, segir þar.
Prófessor í stjórn-
málafræði hefði vel
mátt geta þess í svona
yfirliti, að aðskilnaður
andlegs og veraldlegs
valds, er ein helzta
krafa og ávöxtur Lúthersku siðbót-
arinnar og að upplýsingarstefnan á
þangað sjálf rætur að rekja. Hitt er
þó alvarlegra, að hann getur þess
alls ekki í greininni, að það voru
einmitt prestar kirkjunnar, sem
nær einir sinntu allri uppfræðslu
hjerlendis um aldir. Þeir bjuggu
pilta undir skóla og á 19. og um
framanverða 20. öld sinntu þeir
barna- og unglingafræðslunni um
land allt. Þeir kenndu á heimilum
sínum og stofnuðu sjálfir og ráku
skóla. Helztu frumkvöðlar að allri
alþýðumenntun og almennings-
skólum voru einmitt þeir hinir sömu
þjónar Þjóðkirkjunnar, sem í grein
prófessorsins fá þá einkunn, að vera
„engan veginn best til þess fallnir
að kenna trúarbragðafræði og túlka
þar með önnur trúarbrögð á sínum
forsendum“.
Ætli prófessor Sigurbjörn Ein-
arsson hafi ekki einna fyrstur kynnt
Íslendingum önnur trúarbrögð,
þegar hann tók saman rit sitt um
helztu trúarbrögð heimsins. Engan
hefi eg heyrt halda því fram, að þar
hafi hann hallað á önnur trúar-
brögð, þrátt fyrir það að vera vígð-
ur Þjóðkirkjunnar þjónn. Á sama
hátt hygg eg það vera nýmæli, þeg-
ar því er nú haldið fram, að alþýðu-
uppfræðsla prestanna og forganga
um alþýðumenntun hafi ekki verið
annað en bábiljuinnræting og áróð-
ur gegn skapandi og gagnrýnni
hugsun.
Prófessor Baldur fullyrðir að ekki
sje langt síðan að „mikið þurfti til
að yfirmenn kirkjunnar féllust á að
konur stæðu körlum
jafnfætis innan kirkj-
unnar og í samfélag-
inu“. Ekki kannast eg
við nein veruleg átök
um það, að konur
tækju vígslu til prests-
embættisins í Þjóð-
kirkjunni. Það gjörðist
raunar áður en eg varð
sjálfur kirkjunnar
þjónn, held eg, en
varla hefðu slík átök
farið fram hjá mjer,
hefðu þau orðið. Konur
hafa mjög lengi setið í
sóknarnefndum, oft sem oddvitar
þeirra. Oft hafa þær líka verið þar í
meirihluta. Aldrei hefi eg heyrt um
átök í þessu sambandi. Aldrei hefi
eg heyrt klerk tala gegn þátttöku
kvenna á opinberum vettvangi.
Öðru nær. Mjer er því öldungis hul-
ið, hvað prófessorinn á við með til-
vitnaðri fullyrðingu.
Loks ritar prófessor Baldur;
„Einnig hafa nokkrir forvígismenn
kirkjunnar, með biskupinn í broddi
fylkingar, ráðist með skömmum og
fyrirlitningu á samkynhneigða og
fjölskyldur þeirra“. Alveg hefur
þetta farið fram hjá mjer. Hefi eg
þó reynt að fylgjast með þessari
umræðu. Um hitt er mjer kunnugt,
að Þjóðkirkjan var skömmuð fyrir
það af hálfu ýmissa sjertrúarhópa
að leggja þessa kynhneigð að jöfnu
á við gagnkynhneigð, þegar Synod-
an samþykkti það í Borgarnesi á 9.
áratug síðustu aldar, „að skora á
alla menn jafnt samkynhneigða sem
gagnkynhneigða að sýna ábyrgð í
kynlífi“. Hvatinn að samþykktinni
var eyðnin, sem þá var einkum talin
ógna samkynhneigðum. Með sam-
þykktinni var kirkjan talin veita
„öðruvísi“ kynlífi viðurkenningu. Eg
talaði fyrir þessari samþykkt á sín-
um tíma og man ekki til þess að
hart væri talað gegn henni annars
staðar en hjá sumum sjer-
trúarhópum, sem voru einir um
framangreinda túlkun. Eg fagnaði
líka þeirri rjettarbót, sem felst í lög-
unum um staðfesta samvist og var
ekki einn presta um það. Engan
man eg, er í móti mælti. Engan
prest hefi eg heyrt veitast að heim-
ilum og fjölskyldum samkyn-
hneigðra, allra sízt biskupinn. Hitt
kannast eg við , að vörn okkar fyrir
sjerstakri stöðu hjúskapar karls og
konu sje afflutt. Það virðist mjer
prófessorinn gjöra hjer, hafi hann
yfirhöfuð eitthvað fyrir sjer í ofan-
greindri fullyrðingu annað en and-
úðina gegn kirkjunni, sem hvar-
vetna lýsir af málflutningi hans.
Hún kemur ljóst fram í því að kalla
það trúboð í skólum, þegar kirkjan
tók upp vinaleiðina, til að koma ung-
mennum til liðs í skólunum og vinna
gegn einsemd, einelti, freistingum
skaðnautna og öðru því, sem íþyngir
og skaðar fólk á viðkvæmu þroska-
skeiði.
Málflutningur prófessors Baldurs
Þórhallssonar í grein sinni um trú-
boð og skólastarf er ósæmilegur
þeirri akademiu, sem hann þjónar.
Sjálfum er hann honum til minnk-
unar. Loks er hann allri alþýðu
manna til áminningar um að bera
ekki ljúgvitni gegn náunganum.
Reykholti á Maríumessu á Að-
ventu 2007.
Sitt sýnist hverjum
Geir Waage gerir athugasemd
við grein Baldurs Þórhalls-
sonar sem birtist í 24 stundum.
»Málflutningur pró-fessors Baldurs Þór-
hallssonar í grein sinni
um trúboð og skólastarf
er ósæmilegur þeirri
akademiu, sem hann
þjónar. Sjálfum er hann
honum til minnkunar.
Geir Waage
Höfundur er sóknarprestur.
SÚ kredda að fylling Hálslóns
valdi jarðhræringum,
sem endi með eldgosi,
er orðin átrúnaðarspá
líkt og heimsendaspá
bókstafstrúaðra.
Kennifaðir spádóms-
ins er Páll Einarsson.
Virtasti og lærðasti
jarðeðlisfræðingur
landsins segja áhang-
endur kreddunnar.
Páll birti þjóðinni
spádóm sinn í sjón-
varpsviðtali í haust.
Nokkru fyrir spá-
dóm Páls í sjónvarp-
inu heyrði ég viðtal
Sigurðar Tómassonar
við hann á útvarpi
Sögu. Þá sagði Páll að
upptök jarðskjálft-
anna væru á 20–30
km. dýpi í 20 km. fjar-
lægð frá Hálslóni.
Hann sagði að ef jarð-
hræringar yrðu vegna
fargs í Hálslóni ættu
þær að eiga upptök í
jarðflekanum, sem
væri 6–8 km. þykkur
á þessu svæði.
Að lokum upplýsti
hann að engin vís-
indaleg þekking
styddi þá tilgátu að farg í Hálslóni
ylli jarðhræringum á 20–30 km.
dýpi og síst í 20 km. fjarlægð.
Hann fullyrti þó að fylgni væri
þarna á milli! En nefndi ekki að
það var líka fylgni við gengi krón-
unnar.
Einn og hálfur
millimetri
Þessar kílómetratöl-
ur verða skiljanlegri
ef þær eru settar í
hlutfallakvarða, og svo
vel vill til að vinstri
síða Morgunblaðsins
er tilvalin fyrir þann
hlutfallakvarða.
Efst á vinstri síð-
unni er blaðsíðutal,
vikudagur og mán-
uður. Þar undir er
lína þvert yfir síðuna.
Þá línu má hafa
sem yfirborðslínu
jarðar og nota þann
kvarða að einn senti-
metri jafngildi einum
kílómetra.
Við byrjum á að
teikna Hálslónið. Það
gerum við með því að
teikna v-myndað hak
undir línuna neðan við
R-ið í mánaðarheitinu
desember. Hakið má
bara ná 1,5 millimetra
niður. Það samsvarar
150 metra dýpi. Næst
merkjum við upptök
skjálftanna (20–30 km. dýpi) með
því að teikna depil við kjölinn á
blaðinu rúma dálkbreidd neðan við
miðja síðu.
Páll upplýsti að skjálftar af fargi
í Hálslóni ættu að eiga upptök í
jarðskorpunni, sem væri um 6–8
km. þykk á þessum stað. Því teikn-
um við þykkt jarðskorpunnar. Það
gerum við með því að draga línu
þvert yfir blaðið rúma dálkbreidd
neðan við yfirlínuna á síðunni, þá
sjáum við þykkt jarðflekans í hlut-
falli við lónið og upptök skjálft-
anna.
Þegar málið er þannig skoðað í
réttum hlutföllum, þarf engan að
undra þó Páll Einarsson segði að
vísindin gætu ekki tengt saman
vatnshæð í Hálslóni og jarðhrær-
ingar minnst 12 km neðar en jarð-
flekinn er við Upptyppinga.
Stórir möskvar
Síðar heyrði ég og sá Pál Ein-
arsson í sjónvarpi þegar hann birti
þau „vísindi“, að það væri greini-
leg fylgni milli hækkunar í Háls-
lóni og jarðhræringanna við Upp-
typpinga, sem örugglega enduðu
með eldgosi. Páll sleppti þá að
segja sem áður, að engin vís-
indaleg þekking styddi fylgni þar á
milli.
Ég efast ekki um prófgráður
Páls Einarssonar, en þykir miður
hvað vísindamaðurinn leyfir sér
stóra möskva þegar hann velur ná-
kvæmni fyrir vísindi sín.
Hálslón, jarð-
hræringar og eldgos
Birgir Dýrfjörð skrifar um
jarðhræringar við Hálslón
»Ég efast ekkium próf-
gráður Páls
Einarssonar, en
þykir miður
hvað vísinda-
maðurinn leyfir
sér stóra
möskva þegar
hann velur ná-
kvæmni fyrir
vísindi sín.
Birgir Dýrfjörð
Höfundur er í flokksstjórn
Samfylkingarinnar.
FRÓÐENGI - MEÐ VERÖND
Sérstaklega glæsileg, 4-5 herbergja íbúð á 1. hæð við Fróðengi 14. Íbúðin skiptist
þannig: stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, þrjú herbergi, þvottahús, geymsla og
forstofa. Sérgeymsla fylgir í kjallara. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara. Bílskúr fylgir
íbúðinni (24 fm). Sólpallur út frá stofu fylgir íbúðinni. 7237
ÁRMÚLI - TIL LEIGU 2. HÆÐIN
Um er að ræða glæsilegt, 455 fm skrifstofuhúsnæði sem skiptist í 20 skrifstofur, eitt
fundaherbergi, tölvuherbergi, eldhús, starfsmannaaðstöðu, snyrtingar og móttöku.
Húsnæðið er innréttað með léttum innréttingum og auðvelt er að breyta skipulagi.
Stigi er upp á hæðina sem er björt og eru gluggar á allar hliðar. Næg bílastæði eru við
húsið. Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. 7233
BÚSTAÐAVEGUR
4ra herb. falleg og björt, 95,2 fm íbúð á 2. hæð. Íbúðin skiptist í tvær samliggjandi
stofur, 2 herbergi, eldhús og bað auk geymslna Yfir íbúðinni er manngengt ris sem
möguleiki er á að lyfta og stækka íbúðina verulega. Þessi íbúð býður því upp á mikla
möguleika. V. 27,0 m. 7240
VÍÐIMELUR - RÉTT VIÐ HÁSKÓLAN
Falleg ca 50 fm, 2ja herberja íbúð í þríbýli. Íbúðin er í kjallara og hefur verið mikið
endurnýjuð og skiptist í anddyri, stofu, eldhús, baðherbergi og svefnherbergi. 7238
HAGAMELUR - SÉRHÆÐ
5 herbergja, vel skipulögð, 117,2 fm, neðri sérhæð í fallegu húsi sem nýlega er búið
að standsetja. Hæðin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, hol, tvær samliggjandi stofur,
eldhús, barnaherbergi, hjónaherbergi og baðherbergi. Tilboð 7241