Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 79
Ragnar kaus frekar að
höggva af sér höndina
en að opna jólakortin með
tengdafjölskyldunni … 81
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
EINS OG komið hefur fram hér í blaðinu gefa 12 Tónar
minna út af tónlist fyrir þessi jól en á síðasta ári, en það
segir þó ekki nema hálfa söguna því fyrirtækið hefur staðið
í ströngu við að gefa út íslenska tónlist erlendis. Þannig
hafa 12 Tónar gefið út að segja allar sína plötur á hinum
Norðurlöndunum á undanförnum árum, og á þessu ári komu
út fimmtán titlar í Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum.
Lárus Jóhannesson hjá 12 Tónum segir að fyrirtækið hafi
komið sér upp útibúi í Danmörku vorið 2006 til að auðvelda
sókn inn á Norðurlandamarkað.
Tuttugu milljón manna markaður
Alla jafna beina menn sjónum helst til Bretlands og
Bandaríkjanna þegar þeir leita hófanna með útgáfu, en Lár-
us bendir á að eftir ýmsu sé að slægjast á Norðurlanda-
markaði – tuttugu milljón manna markaði. „Þetta hefur
gengið að óskum hjá okkur og við erum búnir að gefa út
alla titla 12 Tóna á hinum Norðurlöndunum. Fyrir vikið höf-
um við gefið meira út á þessu ári en nokkru sinni,“ segir
hann og bætir við að þeim hafi þótt þetta spennandi og eðli-
legt skref.
„Okkur fannst þetta rökrétt leið til að vaxa og ná fyrir
vikið að vinna betur fyrir okkar listamenn. Víst er þetta
stór markaður á íslenskan mælikvarða, en þetta er ekki
stórt skref menningarlega og viðtökur í fjölmiðlum í ná-
grannalöndum okkar sýna að við höfum valið rétta leið,
enda eru 12 Tónar orðið vel þekkt nafn sem plötuútgáfa.
Við höfum nú í auknum mæli farið út í samstarf við sterka
aðila í hverju landi, eins og til dæmis Border í Svíþjóð.“
Ekki bara á Norðurlöndunum
12 Tónar eru þó ekki bara að gefa út plötur á Norð-
urlöndunum heldur hefur fyrirtækið líka tekið til við útgáfu
í Þýskalandi og víðar í Evrópu. Að sögn Lárusar lá beint
við að sækja fyrst inn á þýskan markað, því þar væri mikill
áhugi og almenn þekking á Íslandi, en einnig hyggist þeir
12 Tónamenn hasla sér völl í Frakklandi og Benelux-
löndunum.
„Við erum mjög ánægðir með okkar samstarfsmenn í
þessum löndum og má nefna að þrjú fyrirtæki kepptu um
samstarfið í Benelux-löndunum (Belgíu, Hollandi og Lúx-
emborg). Markmiðið er síðan að þétta vefinn þannig að út-
gáfur okkar fáist um alla Evrópu innan skamms. Við erum
búnir að gefa út 15 titla í Þýskalandi og ýmsum öðrum Evr-
ópulöndum en Norðurlöndunum, en við vinnum útgáfuna í
samvinnu við Cargo dreifingarfyrirtækið. Ef allt gengur eft-
ir verða titlarnir orðnir um 50 í lok næsta árs,“ segir Lárus.
„Útgáfan hefur fengið góðar viðtökur og við erum þegar
farnir að sjá tekjur af útgáfunni, en það er umtalsverð
vinna eftir. Fyrirtækin sem við veljum til samstarfs í hverju
landi veita aðeins grunnþjónustu í sambandi við dreifingu
og kynningu og síðan er það okkar að taka næstu skref,
ákveða hvernig við kynnum viðkomandi plötu frekar, koma
á tónleikum listamannanna og svo má lengi telja. Við erum
með í bígerð tónleikaferð nokkurra af okkar listamönnum á
næsta ári sem við skipuleggjum í samvinnu við Cargo.“
Enn að læra
Lárus segir að 12 Tónar séu ungt fyrirtæki og þar á bæ
séu menn enn að læra hvernig best sé að fara að í útgáfu-
málum og að mörgu sé að hyggja áður en hver plata komi
út. „Það skiptir mestu að sníða sér stakk eftir vexti, en við
erum með ýmsa listamenn á okkar snærum sem við erum
sannfærðir um að eigi eftir að ná árangri ytra, til að mynda
Jakobínurínu sem menn eru spenntir fyrir í Þýskalandi og
eins má nefna Pétur Ben, Gavin Portland, Rökkurró, Ólöfu
Arnalds og fleiri listamenn. Við höfum metnað fyrir okkar
tónlistarmenn og ætlum að finna fólkið sem kann að meta
það sem þeir eru að gera.“
HÖFUM METNAÐ FYRIR
OKKAR TÓNLISTARMENN
Morgunblaðið/Golli
Hrafnavakt Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson í búð 12 Tóna, ásamt hrafni sem vakir yfir tónlistinni með félaga sínum sem svífur á veggspjaldi efst á myndinni.