Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
EKKI hefur það farið framhjá
bókamönnum að út er komin end-
urminningabók eða ævisaga Guðna
Ágústssonar þingmanns Sunnlend-
inga og áður ráðherra. Titill hennar
er einfaldlega Guðni og á þá öllum að
vera ljóst hver maðurinn er; ekki sízt
vegna þess að mynd er á forsíðunni af
vel kunnu andliti hans.
Annar landskunnur
maður, Sigmundur
Ernir Rúnarsson, skáld
og sjónvarpsmaður,
hefur skráð bókina.
Eftir nýjustu sölutölum
að dæma hefur vel tek-
izt, því bókin hefur ver-
ið í öðru sæti á met-
sölulistum. Hún er
„stórskemmtileg lesn-
ing“ segir Hrafn Jök-
ulsson rithöfundur og
annar úr skáldahópi,
Pétur Gunnarsson, seg-
ir bókina „heiðarlega og hreinskilna.“
Ég trúði því vel og kom raunar
ekki til hugar að bókin væri neitt
öðruvísi eftir kynnum mínum af
Guðna. Því rak mig í rogastanz þegar
ég las ritdóm í Morgunblaðinu 6. des-
ember síðastliðinn undir fyrirsögn-
inni „Ný biskupasaga“. Þarna hafði
Jón Þ. Þór lesið og krufið bókina til
mergjar og hann þekki ég frá gamalli
tíð á Lesbók og einungis sem vand-
aðan öndvegismann og ágætan sagn-
fræðing.
Það kann vel að vera réttur skiln-
ingur hjá Jóni Þ. Þór að ekki sé hægt
að kalla þessa bók ævisögu í eig-
inlegri merkingu þar sem söguhetjan
er enn á bezta aldri og í fullu fjöri.
Hún sé nær því að teljast minn-
ingabók. Ég get ekki séð að það
skipti máli hvorn merkimiðann við
setjum á bókina; margoft hafa slíkar
bækur verið skrifaðar í útlöndum eft-
ir mönnum á bezta aldri.
„Verst er þó að bókin er ein sam-
felld lofrolla, í ætt við biskupa- og
heilagra manna sögur miðalda, og
lesandinn hlýtur að fá þá hugmynd
að Guðni Ágústsson hafi aldrei mis-
stigið sig,“ segir þar einnig. Rétt er
það að vísu að Guðni notar ekki þetta
tækifæri til að úthúða neinum, enda
væri það ekki líkt honum. Guðni er
afar jákvæður maður og talar ekki
einu sinni illa um andstæðinga sína,
hvað þá aðra.
Gagnrýnandinn telur bókina bera
þess merki að hún sé unnin á of
skömmum tíma, en hún er rúmar 400
síður. Hann telur einnig að bókin sé
„ekki vel skrifuð, textinn ýmist mar-
flatur blaðamannatexti eða tilgerð-
arlegur og uppskrúfaður.“ Ekki get
ég heldur fallizt á það og læt mér
helzt koma til hugar að gagnrýnand-
inn hafi farið öfugum
megin framúr daginn
sem hann skrifaði þetta.
Hér hafa tveir röskir
menn unnið saman og
ekki þurft lengri tíma.
Sigmundur Ernir er
meðal þeirra fjölmiðla-
manna sem hvað skí-
rasta íslenzku tala og að
auki er hann ljóðskáld.
Viðmælandi hans er
einfaldlega meðal mál-
snjöllustu manna á Al-
þingi og þótt víðar væri
leitað.
Ekki er mér málið skylt á nokkurn
hátt, nema hvað við Guðni erum góðir
kunningjar, báðir Árnesingar og báð-
ir sjötti liður frá Jóni bónda Eiríks-
syni, sem bjó í Stóru-Mástungu í
Eystrihrepp snemma á 18. öld. Rétt
er einnig að taka fram að ég hef enga
sérstaka samúð með Framsókn-
arflokknum og hef aldrei stutt hann.
Mér er hinsvegar ekki sama hvað
birtist í mínum gamla Mogga og mér
leiðist þegar ég rekst á eitthvað þar
sem betur mætti fara.
Þeir sem hafa mestan áhuga á póli-
tík munu telja að hnýsilegast sé að
lesa um margháttuð vandræði innan
Framsóknarflokksins um það leyti
sem Halldór Ásgrímsson var að láta
af formennsku. og allt til þess að
Guðni var kjörinn formaður flokks-
ins. Gætu andstæðingar flokksins
jafnvel haft nokkra Þórðargleði af
þeim lestri. Minnisstæður er kafli um
kynni Guðna og Davíðs Oddssonar,
svo og um kynni hans og langt sam-
starf við Halldór Ásgrímsson, sem
fékk ekki farsælan endi. En mesta
ánægju hafði ég af því að lesa kaflana
um lífsbaráttu foreldra Guðna,
Ágústs Þorvaldssonar og Ingveldar
Ástgeirsdóttur, bænda á Brúnastöð-
um í Hraungerðishreppi. Auk þess
sat Ágúst á Alþingi fyrir Framsókn-
arflokkinn á Suðurlandi um tíma.
Ágúst mátti heita óþekktur maður
þegar hann komst á þing og sigraði
óvænt þungaviktarmenn úr flokkn-
um eins og Bjarna skólastjóra á
Laugarvatni og Þorstein bónda á
Vatnsleysu, sem þá var formaður
Bændasamtakanna.
Mér er Ágúst á Brúnastöðum
minnisstæður þótt ég þekkti hann
ekki persónulega. Eins og Guðni lýsir
í bókinni var faðir hans uppalinn við
slíka fátækt á unglingsárum sínum á
Eyrarbakka að stundum svalt hann
heilu hungri. En ekki var að sjá að
það hefði bitnað á honum því mað-
urinn var stór og glæsilegur. Hann
hafði ekki síður en sonur hans magn-
aða útgeislun og djúpa rödd og var
orðlagður ræðumaður.
Þeim Brúnastaðahjónum varð auð-
ið sextán barna, enda samsvaraði
Ingveldur bónda sínum að mann-
kostum og þreki. Þau bjuggu við
þrengsli sem nú þættu óbærileg, en
fyrir utan innanbæjarstörf er svo að
sjá að hún hafi að mestu leyti annast
mjaltir, að minnsta kosti framan af.
Það var í upphafi sjötta áratug-
arins að sonur þeirra, stubburinn
Guðni, byrjaði að sjá út yfir víðáttur
Flóans. Hann verður nokkurnveginn
samferða vélaöldinni inn í búskap-
arsöguna og mér fannst eftirtekt-
arvert að lesa um margt sem var ná-
kvæmlega eins í mínum uppvexti í
Tungunum. En eins og samgöngum
var þá háttað í Árnessýslu var óraleið
niður í Flóa og við vissum lítið um
fólkið á bæjunum þar.
Ég er Guðna og Sigmundi Erni
þakklátur fyrir að hafa gefið sér tíma
til að rifja upp og skrá þessa löngu
liðnu daga.
Orð í belg um Guðna
Gísli Sigurðsson skrifar í tilefni
af gagnrýni um ævisögu Guðna
Ágústssonar
»Hér hafa tveir röskirmenn unnið saman
og ekki þurft lengri
tíma. Sigmundur Ernir
er meðal þeirra fjöl-
miðlamanna sem hvað
skírasta íslenzku tala og
að auki er hann ljóð-
skáld.
Gísli Sigurðsson
Höfundur er blaðamaður, rithöfundur
og listamaður og er frá Úthlíð.
Í NÆSTUM hvert skipti sem
rætt er um sjávarútvegsmál á Ís-
landi fylgja því gjarnan miklar til-
finningar. Einhverra hluta vegna
telja allir sig hafa
ástæðu til að hafa
skoðun á málinu. Lík-
ast til má rekja það til
þess að frá því að við
vorum börn var okkur
kennt að fiskurinn
væri sameign allrar
þjóðarinnar – það eiga
s.s. allir í landinu fisk-
inn í sjónum.
Engu að síður eru
mjög fáir tilbúnir að
leggja fram fjármagn
sitt og tíma til að veiða
fiskinn, verka hann og
koma í sölu, þannig að
hægt sé að fá eitthvað
fyrir þessa ,,sameign“
okkar allra. Þetta er
auðvitað alveg frá-
bært, þ.e. að það skuli
vera silfur í hafinu,
enginn nennir að ná í
það en allir fá verð-
mætið – eða telja sig
eiga að fá verðmætið.
Auðvitað ætti þetta
ekki að vera hug-
arfarið. Það er eðlileg-
ast að myndaður sé
sem raunhæfastur eignarréttur á
fiskinum í sjónum (líkt og gert hefur
verið með kvótakerfinu) og að þeir
sem leggja út tíma og fjármagn til að
ná í þessa auðlind fái að njóta af-
raksturs erfiðis síns.
Einu sinni var fiskurinn nokkurs
konar sameign þjóðarinnar. Það var
þannig að hver sem var gat farið og
veitt hvað sem var, hvenær sem var.
Þetta kerfi reyndist ekki vel eins og
flestir menn vita. Til að leysa úr
þeim vanda og stjórnleysi sem ríkti
var sett á kerfi sem við daglega
þekkjum sem kvótakerfi. Kerfið hef-
ur reynst vel en eins og alltaf er með
frjáls viðskipti eru sumir óánægðir.
Ég hef alltaf sagt að fólk hafi auð-
vitað frelsi til að hafa skoðun á hlut-
unum. Kvótakerfið er ekki heilagt
og það er sjálfsagt að fólk hafi skoð-
un á því. En kvótakerfið er ein-
hverra hluta vegna eitt mesta til-
finningamál sem um getur hér á
landi. Oftar en ekki er umræða um
það byggð að mestu leyti af tilfinn-
ingum – bæði góðum og slæmum –
en ekki raunsæi eða rökhyggju.
Um leið og við fáum fréttir af því
að bátur eða kvóti hafi verið ,,seldur
úr bænum“ eða fiskvinnslustöð lok-
að verður allt vitlaust. Upp sprettur
umræða um hið óréttláta kvótakerfi
sem er að eyðileggja heilu bæj-
arfélögin og fleira í þeim dúr. Alveg
er látið liggja milli hluta hvert ,,kvót-
inn fer“ og hvað það gerir fyrir það
bæjarfélag sem ,,fær kvótann.“
En við skulum spyrja okkur; er
fiskur í saltvatninu kringum landið
meiri sameign þjóðarinnar en fisk-
urinn í íslensku ferskvatni? Er fisk-
urinn í sjónum meiri sameign þjóð-
arinnar en sú þekking sem menn
flytja úr landi daglega
dýru verði? Er fisk-
urinn í sjónum meiri
sameign þjóðarinnar
en jarðir og lönd sem
ganga kaupum og söl-
um? Hvað er það sem
fær menn til að halda
að ,,allir“ eigi fiskinn í
sjónum? Hvar eru all-
ar tilfinningarnar
gagnvart öllum hinum
auðlindunum?
Það er eðlilegt að
lögmál hins frjálsa
markaðar fái að njóta
sín í fiskveiðistjórnun.
Þannig næst hag-
kvæm nýting á auð-
lindinni. Við þurfum
að leggja tilfinning-
arnar til hliðar. Sjáv-
arútvegur er aðeins
ein margra starfs-
greina í landinu. Gall-
inn er auðvitað sá að
mörg sveitafélög hafa
sett öll eggin í sömu
körfu, ef svo má að
orði komast, með því
að treysta jafnvel á að-
eins eitt fyrirtæki í bænum og þá
gjarnan útvegsfyrirtæki. Þess
vegna fer gjarnan mikið fyrir lokun
slíkra fyrirtækja og skal ekki gert
lítið úr því hér.
Skiljanlega er það mikið áfall
fyrir lítil þorp þegar fyrirtæki
leggja niður starfsemi. Það er alltaf
erfitt, hvort sem það er verslunin,
dekkjaverkstæðið eða útgerðin
sem hættir eða færir sig um set.
Óréttlátt er að refsa útgerðinni í
hvert sinn sem breytingar verða en
telja allar aðrar breytingar eðlileg-
ar. Óþarfi er að stjórnmálamenn
haldi heilu ræðurnar í kjölfarið til
að segjast ætla að endurskoða kerf-
ið án þess að ætla sér það í raun.
Aldrei heyrir maður stjórnmála-
mann halda ræðu til að komast í
fréttirnar þegar verslun eða öðru
fyrirtæki er lokað. Þá koma engar
raddir um að endurskoða atvinnu-
starfsemina. Hins vegar þarf sjáv-
arútvegurinn ávallt að fá að kenna
á þessum skoðunum þegar ein-
hverjar breytingar verða.
Frelsi til breytinga og aðlögunar
styrkir fyrirtækin sem starfa á
markaði og eykur til muna öryggi
starfsfólks og þeirra þorpa þar sem
fyrirtækin starfa. Styðja á því við
frelsi útgerðarfyrirtækja frekar en
að reyna að setja því hömlur.
Tilfinningar
í sjávarútvegi
Gísli Freyr Valdórsson skrifar
um sjávarútvegsmál
Gísli Freyr Valdórsson
» Það er eðli-legt að lög-
mál hins frjálsa
markaðar fái að
njóta sín í fisk-
veiðistjórnun.
Þannig næst
hagkvæm nýt-
ing á auðlind-
inni.
Höfundur situr í stjórn Félag ungs
fólks í sjávarútvegi.
FJALLALIND 141 - 201 KÓPAVOGUR
Glæsilegt 235,1 fm. 7 herbergja einbýlishús með innbyggðum bílskúr á besta stað í
Lindahverfinu í Kópavogi. Húsið er á tveimur hæðum og er allt hið
vandaðasta. Möguleiki er á að nota hluta af neðrihæð sem aukaíbúð með sér-
inngangi. Parket og flísar á gólfum, eikarinnréttingar frá Brúnás.
Svalir útfrá stofu á efrihæð. Glæsilegt útsýni. Stutt í skóla,
leikskóla svo og alla almenna þjónustu. Verð 74,9 millj
Halldór Jensson
Viðskiptastjóri
halldor@domus.is
s. 840 2100/440 6014
m
bl
.9
49
51
1
www.atvinnueignir.is
534 1020
Stærðir: 110 fm ti l 5.000 fm - Til leigu og sölu
Til leigu. 175 fm fyrir léttan iðanað eða lager. Innkeyrsludyr. Snyrtilegt húsnæði.
Til afhendingar strax. Uppl. gefa Helgi 663-2411 og Ólafur 824-6703
Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA,
löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali
Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur,
löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali
Skútuvogur, 104 Rvk
Erum með mörg iðnaðar- og lagerhúsnæði á skrá. Ræddu við okkur um hvaða þarfir þú
hefur. Upplýsingar gefa Helgi 663-2411 og Ólafur 824-6703
Iðnaðar- / lagerhúsnæði
mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar