Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Sigurborgu Ólafsdóttur
F
jölskylduheimilið að
Kumbaravogi hefur
verið nokkuð til um-
fjöllunar á þessu ári,
einkum á síðum DV.
Blaðið hefur ítrekað sett á borð
minningar og túlkanir aðallega
tveggja einstaklinga sem ólust upp
með mér á Kumbaravogi en þar er
einungis dregin upp neikvæð og
röng mynd af þessum árum. Hluti
af þessari neikvæðu umræðu hefur
nú ratað inn á síður Morgunblaðs-
ins í formi aðsendrar greinar sem
birtist hinn 2. desember sl. Ég vil
ekki fara út í deilur við þessi upp-
eldissystkini á síðum blaðanna, en
mig langar að draga fram gerólíka
og réttari hlið málsins, en mikill
meirihluti þeirra einstaklinga sem
dvöldu á Kumbaravogi hefur stað-
fest að þar hafi þeim verið búið
öruggt og gott heimili.
Ég var tekin kornung af heimili
foreldra minna og í fyrstu þvældist
ég á milli ópersónulegra stofnana í
Reykjavík en var komið til dvalar á
Kumbaravogi í febrúar 1972, þá
þriggja og hálfs árs gömul. Þar
dvaldi ég til ársins 1990 en þá lá
leið mín til Reykjavíkur þar sem ég
stundaði háskólanám og hóf að
stofna mitt eigið heimili.
Þegar ég lít til baka á uppeldis-
árin á Kumbaravogi, fer um mig
notaleg tilfinning. Þar eignaðist ég
ekki einungis pabba og mömmu,
heldur fullt af systkinum, frænkum
og frændum, og
einnig ömmur
og afa sem
komu úr fjöl-
skyldum Krist-
jáns og Hönnu.
Frændfólkið var
duglegt að
sækja okkur
heim og gisti oft
nokkra daga,
þar sem það var
oft komið langt að. Þá var farið út
á tún í leiki með gestunum og
höfðu allir gaman af. Enn í dag hef
ég gott samband við þetta fólk sem
ávallt tekur mér opnum örmum líkt
og einni af fjölskyldunni. Ég er og
hef alltaf verið í góðu og nánu sam-
bandi við Kristján, eða pabba, eins
og ég hef ætíð kallað hann. Það var
alltaf líf og fjör á Kumbaravogi og
margar hefðir sem sköpuðust. Á
hverjum jólum fengu allir ný föt,
pakka og nóg að borða af öllu því
sem maður gat hugsað sér. Um
páska fengu allir páskaegg. Á
haustin fengu allir ný „skólaföt“
sem ætíð átti að hengja upp að
loknum skóladegi. Haldið var upp á
afmæli allra krakkanna, hvert fyrir
sig, með tilheyrandi pylsuveislu eða
kökuáti, eftir vali hvers og eins. Og
svo mætti lengi telja.
Það var margt sem þessi stóri og
fjörlegi barnahópur hafði fyrir
stafni og gat beint orku sinni að.
Við fengum að hafa dýr okkur til
skemmtunar, hænur, kanínur,
ketti, kindur og hesta. Við höfðum
gamla ónýta bíla til að hamast í
bak við bílskúr, við fengum timbur,
nagla og verkfæri til að smíða okk-
ur kofa, reiðhjól, skauta, sleða,
skíði og í raun allt sem okkur datt í
hug að hafa eða gera. Fyrir því var
öllu séð með tilheyrandi kostnaði
og fyrirhöfn. Sundferðir voru vin-
sælar og ferðalög af ýmsu tagi.
Fjöruferðir voru oft farnar, ann-
aðhvort til að svamla í sjónum,
safna rekadóti eða veiða hornsíli.
Við tókum þátt í heyskap á sumrin
og uppskeru garðávaxta á haustin.
Allt kenndi þetta okkur hvernig
hægt væri að skapa sér tækifæri í
lífinu. Við vorum flest okkar dug-
legir krakkar, og ærslagangurinn
mikill, en reynt var eftir bestu getu
að kenna okkur að nýta krafta okk-
ar til einhvers nýtilegs.
Þegar við urðum unglingar feng-
um við tækifæri til að stunda
vinnu, hvort sem var við léttan iðn-
rekstur á hlaðinu heima, eða í fisk-
vinnslu í þorpinu. Iðnrekstur fóst-
urföður okkar hófst í ágúst 1974 en
þá voru mörg eldri krakkanna orð-
in hálffullorðin og farin frá Kumb-
aravogi. Að sjálfsögðu fengum við
laun fyrir okkar vinnu og hver og
einn hafði tök á að spara á sinn
hátt til að kaupa sér eitthvað fyrir
sumarlaunin. Við þurftum ekki að
vinna meira en þá tíðkaðist. Ef ég
lít til þeirra sem voru á næstu bæj-
um við okkur var vinnan svipuð á
flestum heimilum. Þá voru börn í
þorpinu jafnvel látin sleppa skóla
til að taka þátt í fiskvertíð, slát-
urtíð, sauðburði og fleiru og þótti
ekkert athugavert við það. Við
lærðum að vinna og er það okkar
veganesti í dag.
Við fóstursystkinin höfum flest
haft gott samband í gegnum árin.
Við höfum hist reglulega í veislum
en hápunktur hvers árs hefur verið
þegar allur hópurinn hefur komið
saman á annan í jólum heima á
Kumbaravogi en sú hefð hefur ver-
ið til margra ára.
Við fóstursystkinin eigum margs
góðs að minnast. Um það vorum
við öll sammála þegar við hittumst
til þess að skrifa minningargrein
um fósturmóður okkar, Hönnu, við
fráfall hennar 1992. Þar sögðum við
m.a.: „Hanna, sem við fórum mjög
fljótt að kalla mömmu, var þeim
einstaka hæfileika búin að geta
gengið í móðurstað stórum hópi
ólíkra barna og gat veitt hverju og
einu þeirra þá um hyggju og ástúð
sem nauðsynlegt er öllum sem eru
að vaxa úr grasi. […] Mikla fórn-
fýsi, kærleika, vinnu og natni þarf
til að ala upp svo stóran og ósam-
stæðan barnahóp. Það þarf stórt
hjarta til að rúma öll þau stóru og
smáu vandamál sem koma upp hjá
svona fjörlegum barnahópi og það
eru ekki margir sem geta skilið til
fulls alla þá miklu fórnfýsi sem
liggur að baki lífsstarfi hennar. […]
Eftir því sem við eldumst gerum
við okkur sífellt betur grein fyrir
því hversu mikil gæfa það var fyrir
okkur að eignast Hönnu og Krist-
ján fyrir foreldra og Kumbaravog
fyrir heimili. Við munum búa alla
ævi að því kristilega uppeldi sem
við fengum þar og lagt hefur
traustan og varanlegar grunn að
lífi okkar.“ Þetta sömdum við öll
fóstursystkinin sem stödd vorum á
landinu á þeim tíma.
Kristján og Hanna lögðu ætíð
mikla áherslu á að við menntuðum
okkur og studdu okkur eindregið
til náms á allan þann hátt sem þau
gátu. Reynt var að greiða götur
okkar með húsnæði, fæði, bóka-
kaupum og hverju því sem stuðlaði
að menntun okkar. Auðvitað fengu
ekki allir allt sem þeir fóru fram á.
Góð ár á Kumbaravogi
» Þegar ég lít til baka á uppeldisárin á
Kumbaravogi, fer um mig notaleg tilfinn-
ing. Þar eignaðist ég ekki einungis pabba og
mömmu, heldur fullt af systkinum, frænkum
og frændum, og einnig ömmur og afa sem
komu úr fjölskyldum Kristjáns og Hönnu.
Sigurborg
Ólafsdóttir
JÓLAGJÖFIN FYRIR ÞÁ SEM ELSKA PIPAR• S
ÍA
•
7
2
4
6
3
Þú ætlar að horfa á sjónvarpið - einn takki
Með aðeins einum takka á fjarstýringunni kveikir
þú í senn á sjónvarpinu, myndlyklinum og heimabíó-
magnaranum. Sjónvarpið stillist sjálfkrafa inn
á réttu rásina.
Þú ætlar að horfa á DVD - einn takki
Sjónvarpið stillist sjálkrafa inn á réttu rásina,
það kviknar á DVD-tækinu og þú stjórnar
öllum aðgerðum með Logitech fjarstýringunni.
Opnunartími: virka daga 9-18 | laugardaga 12-17 | sunnudaga 12-17
Jólamánuðurinn er fjarri því heppilegurtil krassandi skrifa og slakur til sýn-ingahalds hér á norðurhjaranum, fólk áferð og flugi, kaffihúsin ósjaldan betur
sótt og dagblöð minna lesin. Breytist allt með
hækkandi sól á nýju ári og þá er lag að sletta
úr klaufunum, óvenju margt mikilvægt of-
arlega á baugi um þessar mundir sem hrista
þarf upp í og mun farsælla að setja allt slíkt í
salt en að orðræðan lendi í glatkistunni. Eins
Enn
spjall
Faldir fjársjóðir Olíumálverk Eyjólfs Eyfells (1886-1979) af Vorsabæjarhjáleigu frá 1906 er hiklaust ein af perlum íslenskrar myndlistar.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson