Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 69 ég Sveinbjörn sem sat þar við borð og hann kallar til mín og segir: „Sestu hérna hjá mér vinur, þá verður þú ekki fyrir ónæði.“ Fórum við síðan að spjalla saman og upp frá þessu má segja að hann hafi tek- ið mig undir sinn vendarvæng og ef einhver kom að borðinu hjá okkur, þá bað hann viðkomandi kurteislega að fara. Þrátt fyrir baráttu sína við Bakkus var Sveinbjörn alltaf mjög snyrtilegur til fara og bar höfuðið hátt og vakti athygli margra fyrir glæsileik. Hann var traustur maður og sannur vinur vina sinna. Það eru komnir nokkrir mánuðir síðan ég hitti hann síðast og þá sagði hann mér að nú hefði líf sitt heldur betur breyst. Hann væri hættur allri drykkju og ætlaði sér að leggja rækt við sína edrú- mennsku og hafði ég aldrei séð hann jafn hamingjusaman og ánægðan. Ég gat þá einnig sagt honum að ég væri líka hættur allri drykkju og þá tók hann utan um mig og faðmaði og sagði: „Við stöndum saman félagi og höfum samband.“ Nokkrum sínum töluð- um við saman í síma og alltaf lá jafnvel á mínum manni. Hann sagði mér að nú færi hann brátt að flytja í sína eigin íbúð og eignast loksins sitt eigið heimili og þá gæti hann farið að eyða meiri tíma með börn- um sínum, sem honum þótti greini- lega mjög vænt um. Ég fékk af og til fréttir af Sveinbirni og vissi að hann stóð sig eins og hetja í barátt- unni við Bakkus. Hann tók á því verkefni eins og öllu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Allt varð að gera á sem bestan og fullkominn hátt. Ég sakna þess mikið að hafa ekki átt þess kost að hitta hann áð- ur en yfir lauk en úr því verður ekki bætt úr þessu. En í minningunni mun ávallt lifa myndin af þessum stóra, myndarlega og hrausta manni. Jafnvel í óreglunni var hann stór og mikill og höfðingi. Hann bauð ávallt af sér góðan þokka og var alltaf mjög snyrtilega klæddur. Í okkar síðasta samtali fann ég að þessi góði vinur minn hafði fundið hamingjuna og framtíðin birtist björt. En svo allt í einu er þessi góði drengur kallaður brott á besta aldri. Eftir sitja ótal spurningar. Af hverju? Hvað skeði? Hvers vegna? Þeim spurningum verður seint svarað, ef eitthvert svar er þá til. Ég ætla að enda þessar fátæklegu línur með því að votta börnum Sveinbjörns og öðrum ættingjum samúð mína. Guð styrki ykkur í sorginni. Hvíl í friði minn kæri vin- ur. Við eigum kannski eftir að hitt- ast á öðrum og betri stað. Við áttum eftir að ræða svo margt. Minn- inguna um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mér. Hún fer ekki. Jakob Kristinsson. Ég kynntist Ólafi fyrst á 8. ára- tugnum, þá í gegnum foreldra mína. Hann var í góðu sambandi við þau meðan þau lifðu og engum treystu þau betur en Óla ef kaupa þurfti heimilistæki eða gera við, og var Ólafur Sigurðsson ✝ Ólafur Sigurðs-son fæddist á Saursstöðum í Haukadal í Dala- sýslu 14. maí 1923. Hann lést á hjúkr- unarheimili Hrafn- istu á Vífilsstöðum 4. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helga Ólafsdóttir, f. 18.1. 1896, d. 28.1. 1929 og Sig- urður Ásgeirsson, f. 22.9. 1892, d. 31.7. 1971. Bræður Ólafs eru Ásgeir múrari, f. 1919 og Þorsteinn, f. 12.6. 1927, d. 28.11. 2007. Ólafur starfaði hjá Eimskip hf. í yfir 40 ár, en áður starfaði hann m.a. hjá Símanum og H. Ben. Útför Ólafs fór fram frá Foss- vogskapellu 22. nóvember í kyrr- þey. hann því tíður gestur á mínu heimili. Eftir að þau létust var Óli ennþá í sam- bandi við þau og þá í gegnum drauma og hafði hann oft sam- band við mig til að koma skilaboðum frá þeim til mín og sagði að þau fylgdust vel með mér. Mér til undrunar pössuðu þessi skilaboð oftar en ekki við það sem ég var að gera þá stund- ina, en Óli tjáði mér að hann haft haft skyggnigáfu allt frá barnsaldri. Óli var viðkvæmur og þurfti mað- ur að umgangast hann af nærgætni. En erfið bernska og móðurmissir strax á barnsaldri hefur eflaust sett sitt mark á hann. Hann mátti ekkert aumt sjá og var ávallt tilbúinn að hjálpa. Þegar faðir minn lést fyrir 6 árum tjáði ég Óla að ég ætti í miklum vandræðum með að fara í gegnum allt það dót sem hann lét eftir sig, ekki síst full- an bílskúr á 2 hæðum, af munum ýmiss konar í mismunandi ástandi, og ég kannski ekki í standi til mik- illa stórræða. Óli sagði að ég skyldi ekki hafa áhyggjur af þessu og bað hann mig að sækja sig daginn eftir. Þar var hann mættur í bláum vinnu- galla tæplega áttræður maðurinn og var þarna á hverjum degi og stjórn- aði framkvæmdum þangað til verki var lokið og jafnvel ofn settur upp. Ekki vildi Óli taka greiðslu fyrir þetta en hann fann þarna hefilbekk o.fl. sem hann gat notað. Ekkert fannst Óla skemmtilegra en að gramsa í raftækjum og að- gerðaleysi var honum ekki að skapi. Ég kom oft við hjá honum með magnara og aðrar græjur og áttum við margar góðar stundir við að koma þessum tækjum í lag í kjall- aranum að Bergstaðastræti 34 B, og oftast urðu þessi tæki sem ný í höndum Óla, jafnvel þau sem höfðu verið dæmd ónýt – ekki hafði Óli neina menntun á þessu sviði. Við vorum ávallt í góðu sambandi en í haust hafði ég ekki heyrt í Óla í langan tíma en sá að stór norskur skógarköttur, góður vinur Óla, lá ekki lengur fyrir framan hurðina hjá honum. Hann var þá kominn á spítala og lést stuttu síðar. Óli var með gott hjartalag og þrátt fyrir mótlæti, eins og bilaðan fót eftir vinnslys fyrir allmörgum árum og slæma heyrn síðustu ár, var alltaf stutt í húmorinn hjá hon- um. Blessuð sé minning hans. Guðjón Ingi. Bak við heiðríkan himinblámann, einhvers staðar í upphæðum, bíða englar með útrétt- ar hendur og bjóða faðminn. Til þess albúnir að fylgja næstu sálarveru til skapara síns. Lillý, eins og hún var alltaf kölluð, hefur nú kvatt sitt jarð- neska tilverustig og haldið til fundar við hinn háa herra. Það er vitað mál að hún þarf ekki að kvíða þeim fundi, með sitt sálarregistur fullt af ein- tómum plúsum. Manngæska og góð- semi var hennar aðal, ósérhlífni og dugnaður hennar sterkasti eðlis- þáttur og ræktarsemi hvers konar var henni eins og í blóð borin. Og það er ekki ofsögum sagt að þessara mannkosta hennar fengum við, frændsystkinin á Sleitu, að njóta ríkulega gegnum tíðina. Hún hélt góðu sambandi og kappkostaði að vitja æskustöðvanna með reglu- bundnum hætti. Í minningunni keyrir hún í hlaðið á hvítum farar- skjóta og með vorið í augum sér, eins og segir í ljóðinu. „Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor.“ Alltaf var það takmarkið að koma í öll húsin og heilsa fólkinu. Þetta gat tekið heilan dag og ekki var aftur snúið fyrr en því verkefni var lokið. Þarna átti hún sínar ræt- ur, hafði att kappi við forlögin með þeim hætti að það líf sem henni hafði verið gefið var næstum frá henni tekið aftur þegar henni var bjargað sem ungbarni á síðustu stundu út úr brennandi íbúðarhúsinu. Þar ólst hún upp í faðmi ástríkra foreldra, steytti á þúfnakollum og eltist við ljámýs þegar heyannir vóru og hjálpaði síðan mömmu að bera kaffið og bakkelsið til vinnufólksins á eng- inu. Dæmigert sveitalíf fyrir unga heimasætu. Þegar fram liðu stundir átti það síðan fyrir henni að liggja að taka við búsforráðum og húsmóður- hlutverki á Framnesi í Blönduhlíð, því hlutverki sem hún skilaði með fullri sæmd. Þau hjónin eignuðust fimm mannvænleg börn og stóran Arndís Guðrún Óskarsdóttir ✝ Arndís GuðrúnÓskarsdóttir (Lillý) fæddist á Sleitustöðum í Kol- beinsdal 28. júlí 1941. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laug- ardaginn 1. desem- ber síðastliðinn og var jarðsungin frá Miklabæjarkirkju í Akrahreppi 8. des- ember. hóp barnabarna sem öll halda sæmdar- merki þeirra á lofti. Og það fór ekkert á milli mála hvað hún var stolt af þeim. Þannig bauð hún okk- ur og mörgum fleiri sem til þekktu að koma og hlusta á glæsilegan flautu- konsert dótturdóttur sinnar í Salnum í Kópavogi í fyrra. Eða á ættarmótinu síðasta heima á Sleitustöðum þar sem sonarbörnin komu fram með skemmtilegt atriði. Gleðin og stoltið leyndi sér ekki í svipnum. Það var sú stund sem lengdi líf hennar, án nokkurs vafa. Samt var hún þá orðin illa haldin af þeim veikindum sem að lokum báru hana svo ofurliði. Við, fjölskylda Jóns á Sleitustöð- um, eigum fyrir svo margt að þakka. Nefni sem dæmi allar jólagjafirnar sem okkur börnunum bárust frá Framnesi um hver einustu jól. Við sendum Brodda og börnunum og fjölskyldunni allri, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð gefi þeim gleðileg jól þrátt fyrir þessar sorg- arstundir. F.h. fjölskyldu Jóns Sigurðssonar, Reynir Þór Jónsson. Í dag kveðjum við Arndísi Guð- rúnu Óskarsdóttur, Lillý. Minning- arnar hafa hrannast upp undanfarna daga. Vorið sextíu og fjögur fór ég, þá nýorðinn tíu ára, í sveit á Fram- nes. Lillý og Broddi höfðu hafið bú- skap á Framnesi fyrir tæpum tveim- ur árum, í sambýli við foreldra Brodda. Það var mikið um að vera og nóg að gera fyrir ungan mann sem var ákveðinn í að standa sig. En þetta voru líka mikil viðbrigði frá því heima í Bústaðahverfinu, viðmiðin öðruvísi, væntingarnar aðrar, í raun- inni var sveitin allt annar heimur. Lillý þekkti aðstæður á báðum stöð- um og átti svo gott með að útskýra, og að hlusta, sem er og var svo mik- ilvægt. Hún var góð við okkur far- fuglana sem komum að vori og fór- um að hausti svo miklu reyndari. Fimm næstu vor kom ég á Fram- nes daginn eftir síðasta skóladag og fékk að vera fram yfir réttir. Eftir sumrin fimm tóku önnur verkefni við en ég hélt uppteknum hætti að mæta á Framnes á vorin með nýjar hugmyndir eftir veturinn og ræða þær við Brodda og njóta kræsing- anna hjá Lillý, en fátt fannst henni skemmtilegra en að taka á móti fólki. Eitt vorið kom ég svo með Ásu mína en við höfðum byrjað að vera saman um veturinn. Síðan höfum við komið tvö og iðulega með krakkana með okkur. Eldhúsið var Lillý, þar voru málin rædd og mikið hlegið, þar var hjart- að í húsinu. Alltaf var ljós, sama hvað klukkan var. „Ég verð með eitthvað smávegis“ þýddi í raun að veisla var í vændum. Alltaf var pláss til að gista, svona hefur þetta bara verið síðan sextíu og fjögur. Og við erum búin að koma oft og stoppa bæði stutt og lengi. Í seinni tíð var Lillý farin að láta það oftar eftir sér að koma suður og líta á börnin og barnabörnin. Hún hafði gaman af því að ferðast og tók vel eftir því sem á vegi hennar varð. Eitt skiptið er hún var í bænum skrapp hún með okkur Ásu smá út- úrdúr frá bænum. Við fórum austur í Vík og komum við á safninu að Skóg- um. Hún vissi ótrúlega mikið um sveitirnar á Suðurlandi. Hún var skemmtilegur ferðafélagi sem naut þess að vera á ferðalagi. Erfiðum veikindum síðustu ára tók Lillý af miklu æðruleysi, „var bara svo ómöguleg“ eins og hún vildi stundum afgreiða málið. Við rædd- um oft lengi saman og alltaf var Lillý að spyrja um fólkið mitt, hvernig því liði og að koma með gjaf- ir fyrir bæði stóra og smáa. Þannig var Lillý og ég mun alltaf minnast hennar með miklu þakklæti og hlýju. Það er mikill missir að Lillý fyrir samfélagið hennar, og mestur er missirinn fyrir Brodda að sjá á bak lífsförunaut sínum svona allt of snemma og missir fyrir börnin þeirra og barnabörn. Ég votta þeim mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa þau og styrkja í sorginni. Þröstur Einarsson. Skólasystir mín og vinkona Arn- dís Guðrún Óskarsdóttir, Lillý er nú horfin á braut. Leiðir okkar lágu saman í Hús- mæðraskólanum Ósk á Ísafirði vet- urinn 1959-1960. Lillý var sveitastúlka úr Skaga- firði og komst ekki heim til sín um jólin en dvaldi hjá góðum hjónum Freyju og Ólafi í góðu yfirlæti yfir hátíðarnar. Hún kom líka út í Hnífs- dal að heimsækja mig. Dvölin á Ísa- firði reyndist henni sem ævintýri og hún heillaðist mjög af bænum og langaði alltaf að koma þangað aftur. Mér þykir leitt að hún gat ekki þegið boð okkar hjóna í fyrrahaust þegar við ætIuðum að fara með hana vest- ur. Hún var orðin svo lasin að hún treysti sér ekki að sitja í bíl svona langa leið. Lillý hélt mikilli tryggð við skólasystur sínar og hringdi oft- ast þegar hún kom suður og spurði „hvort það væri ekki saumaklúbb- ur“. Stelpurnar í Reykjavík hafa haldið saumaklúbb í öll þessi ár og við, ég frá Akranesi og skólasyst- urnar frá Keflavík stundum komið líka. Svo höfum við hist á 5 ára fresti þess á milli. Það var líka stundum farið í kaffihús þegar hún var á ferð- inni. Lillý giftist ung honum Brodda sínum og þau fóru að búa á Fram- nesi í Blönduhlíð. Þótt heimilið væri stórt hafði Lillý alltaf tíma til að taka á móti gestum. Ég man sérstaklega eftir að ég ætl- aði bara að kíkja við með fjölskyld- una, að þá var settur upp pottur með hangikjöti og ekki að tala um annað en við gistum þar um nóttina. Ég flyt henni kærar þakkir frá mínu fólki. Skólasysturnar senda líka góð- ar kveðjur og þakkir fyrir allt. Hennar verður sárt saknað. Brodda, börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Jóna Kristrún Sigurðardóttir. Elsku amma mín. Það var fallegt sólarlagið yfir Blönduósi þegar við komum út úr kirkjunni eftir jarðarförina þína á mánudaginn 3. des. sl. Vesturhim- inninn bókstaflega logaði yfir okkur þar sem við stóðum og kvöddum þig í síðasta sinn. Nú ertu horfin burt úr þessari veröld, amma mín, og við sem eftir lifum þurfum að láta okk- ur nægja minningarnar um þig. Aldrei er maður tilbúinn þegar dauðinn kallar. Ég vissi að heils- unni hefði farið hrakandi á þessum síðustu mánuðum, en ekki datt mér í hug þegar ég hringdi í þig síðast, einhvern tíma nú í haust, að við ættum ekki framar eftir að talast við. Þær eru ljúfar, minningarnar um þig sem ég geymi í brjósti mér, þó svo að við höfum kannski ekki eytt svo mörgum stundum saman þegar á allt er litið. Oft voru höf á milli okkar, bæði meðan ég var að alast upp í Svíþjóð og nú þennan síðasta áratug sem ég hef búið vestanhafs. Það var samt alltaf gott að sækja ykkur afa heim, bæði fyrir norðan og eins hér fyrir sunnan á síðari ár- um. Það er merkilegt hvernig lykt- arskynið virðist oft minnugast, þeg- ar ég hugsa til Oddagötunnar á Skagaströnd þá eru það einna helst það sem vaknar: kaffiilmurinn í eld- húsinu (að ekki sé minnst á signa ýsu, nú eða einhverja sæta súpu), lyktin af kyndingarolíu niðri í kjall- ara (og fiskiflugur suðandi í glugga- kistunni) og sjávarseltan og fjöru- lyktin þegar komið var út á tröppur. Helena Ottósdóttir ✝ Helena MarthaOttósdóttir fæddist í Pirna í Saxlandi í austur- hluta Þýskalands 14. september 1923. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 22. nóv- ember síðastliðinn. Útför Helenu var gerð frá Blönduós- kirkju 3. desember sl. Það sem mér mun þó alltaf verða minn- isstæðast er ferðin sem við fórum nokkur saman á æskustöðvar þínar í Austur-Þýska- landi sumarið 1989. Það var ógleymanleg reynsla að fá að kynn- ast þessum slóðum með þinni leiðsögn. Við Suzanne fórum svo aftur til Pirna og Dresden sumarið 2004 og eflaust eiga þær eftir að verða fleiri „pílagrímsferðirnar". Ekki var síður dýrmætt að kynnast þarna ákveðinni hlið á þér sem hafði verið mér nánast sem lokuð bók fram að því. Eftir ferðina 1989 áttaði ég mig fyrst á því hvílík afrekssaga líf þitt hefur í raun verið og hve mikinn styrk, hugrekki, þrautseigju og áræði þú hefur sýnt um ævina. Saga þín er lærdómsríkt fordæmi sem ég mun ávallt reyna halda að stelpunum mínum; kannski er það besta leiðin til að halda lifandi minningunni um þig. Á þessum síðustu árum, þegar MND-sjúkdómurinn var farinn að segja til sín, dáðist ég alltaf jafn- mikið að lífskraftinum og ákveðninni í þér og eins því hve allt- af var stutt í glettnina. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart sem eitthvað þekkti til þín. Þeir eru nú sjálfsagt heldur ekki margir sem taka upp á því að fá sér fartölvu og fara að fikta við tölvupóst og ver- aldarvefinn á níræðisaldri! Eins þótti mér vænt um hve innilega þú tókst á móti Suzanne allt frá þeirri stundu er ég kynnti ykkur fyrst, þið náðuð einhvern veginn saman og þar virtist litlu skipta þótt þú tal- aðir litla ensku og hún litla ís- lensku. Elsku amma mín, ég þakka þér innilega fyrir allar þær stundir sem ég hef verið svo lánsamur að eiga með þér um ævina. Við Suzanne, Elísabet og Yrsa Kristín eigum eft- ir að sakna þín. Þinn ömmustrákur, Gunnar Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.