Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
etta hefur verið svipt-
ingasamt ár í lífi Hann-
esar Smárasonar, fráfar-
andi forstjóra FL Group.
Eftirað harðna tók á
dalnum á fjármálamörk-
uðum lækkaði verðmæti á bréfum í
FL Group umtalsvert. Mikið hafði
áunnist misserin þar á undan og
þegar best lét stóð gengi félagsins í
yfir 300 milljörðum króna. Fyrir
hlutafjárhækkunina sl. föstudag
hafði gengið lækkað um rúman
helming og var svipað og í ágúst á
síðastliðnu ári, eða um 140 millj-
arðar. Gripið var til róttækra að-
gerða og úr varð að Baugur Group
lagði fram viðbótarhlutafé upp á 54
milljarða og varð þar með kjölfestu-
fjárfestir í FL Group, en jafnframt
er lagt upp með 13 milljarða hluta-
fjáraukningu þar til viðbótar.
Eftir hlutafjáraukninguna síðast-
liðinn föstudag er Hannes með í
beinum eignarhlut tæplega 11% eða
1,5 milljarða hluta af rúmlega 14
milljörðum. Hann hafði þó meira á
bakvið sig á fundinum, því gert hafði
verið samkomulag um meðferð at-
kvæðaréttar, þannig að Oddaflug,
Primus og Materia Invest, sem er
hlutafélag í eigu Magnúsar Ármann,
Þorsteins M. Jónssonar og Kevin
Stanford, fóru samanlagt með um
17% atkvæðamagns. Hannes segir
nýtt hlutverk sitt í FL Group felast í
því að vera stór hluthafi og eiga sæti
í stjórn.
„Ég mun styðja við bakið á félag-
inu, bara á öðrum vettvangi,“ segir
hann. „Ég er kominn hringinn, því
ég hef áður komið að því sem fjár-
festir, stjórnarmaður, stjórn-
arformaður og nú síðast sem for-
stjóri. Nú er ég aftur fjárfestir og
stjórnarmaður.“
Kveður við nýjan tón
– Þú hefur gefið til kynna að þú
munir beina orku þinni að Geysir
Green Energy.
„Ég hef mikinn áhuga á orku-
málum og hef leitt þetta verkefni
undanfarið ár. Uppbyggingin hefur
gengið afar vel og Geysir Green
Energy er orðið leiðandi fyrirtæki,
að minnsta kosti í jarðvarma, í
tengslum við útflutning á þeirri
þekkingu sem skapast hefur á Ís-
landi. Ég mun auðvitað fylgja þessu
eftir af fullum krafti enda mikil tæki-
færi í vistvænum orkugeira víða um
heim.“
– Frá því samruni REI og Geysis
gekk til baka í október hefur málið
verið í biðstöðu. Ertu bjartsýnn á að
lausn sé í sjónmáli?
„Ég á ekki von á öðru en að nýr
meirihluti lendi þeim málum. Það
kveður við nýjan tón eftir að hann
tók við. Menn hægðu aðeins á ferð-
inni, en engu að síður er fullur hugur
í Orkuveitunni og þeim sem þar ráða
för að halda áfram á þessari leið þó
að það verði undir breyttum for-
merkjum. Á þessari stundu liggur
ekki fyrir nákvæmlega í hverju þau
formerki felast. En hvernig sem fer
skiptir það ekki öllu máli fyrir okkur,
eins og ég sagði í haust. Vissulega
skiptir máli að menn nái lendingu, en
ekki öllu máli fyrir Geysi. Við getum
vaxið áfram út frá þeim verkefnum
sem liggja þegar í félaginu.“
– Það kom fram á hluthafafund-
inum að kaupum þínum á 23% hlut
FL Group í Geysi hefur verið frestað
til næsta árs.
„Við gengum frá viljayfirlýsingu
um málið milli mín og félagsins, sem
síðan er unnið eftir,“ segir Hannes.
„Í raun var þetta gert til þess að
hægt væri að klára afgreiðslu á því
máli endanlega. Eins og við höfum
sagt eru þetta viðskipti tengdra aðila
og við viljum standa að þeim með
sama hætti og viðskiptunum sem
kynnt voru á hluthafafundinum. Það
er eðlilegt að menn fái tíma til að
meta eignirnar og ganga frá lausum
endum. En sú fyrirætlan hefur ekki
breyst að menn ætla að klára málið.“
Fjölbreyttar fjárfestingar
– Lagðir þú upp með það, þegar þú
fórst inn í Icelandair, að umbreyta
félaginu í fjárfestingarfélag?
„Það var tækifærið sem fólst í
upphaflegu viðskiptunum. Félaginu
hafði gengið þokkalega í kjölfar 11.
september, það hafði byggt upp
sterka sjóðsstöðu, og kostirnir sem
menn stóðu frammi fyrir árið 2004
voru þeir að fjárfesta meira í rekstr-
inum sem félagið var í og skila arði til
hluthafa eða ráðast í frekari fjárfest-
ingastarfsemi. Það var tækifærið
sem menn sáu. Síðan má segja að
það hafi undið upp á sig og leitt til
þess að á endanum var fjárfestinga-
starfsemin orðin miklu stærri þáttur
en reksturinn. Þá var eðlilegt að
kljúfa hana frá, sem endaði með því
að menn skráðu FL Group á mark-
að.“
– Í hverju felst fjárfestingarstefna
FL Group?
„Felst eða fólst?“ segir Hannes og
hlær innilega. „Hún hefur breyst og
þróast eftir því sem félagið hefur
vaxið og dafnað. Í fyrstu var hún ná-
tengd fluginu og þá voru keypt
hlutabréf í Easyjet og flugvélar bæði
keyptar og seldar. Í umbreyting-
unum haustið 2005 var lagt upp með
að fá breiðari sýn. Sú stefna var
mörkuð að geta fjárfest mjög víða,
þ.e. að einskorða ekki fjárfestingar
við rekstur tengdan flugi eða ferða-
þjónustu.
Grundvöllurinn varð breiðari og
sú stefna var mörkuð snemma að
búa til A og B flokka fyrir fjárfest-
ingar og fókus FL Group hefur síð-
astliðin tvö ár verið á fjármálageir-
anum. Það hófst á árinu 2005, hélt
áfram árið 2006 þegar félagið styrkti
sig innan Glitnis og enn styrktu
menn sig innan Glitnis árið 2007, auk
þess að kaupa hlut í Commerzbank
og TM. Hornsteinninn í fjárfest-
ingum félagsins hefur verið í fjár-
málageiranum, en á undanförnum
tveim árum hafa 65% af öllum fjár-
munum félagsins verið bundin í
starfsemi tengdri honum.
Síðan var lagt upp með að menn
myndu í auknum mæli nýta önnur
tækifæri með fjárfestingum í
óskráðum félögum. Eðli slíkrar
starfsemi er að menn grípa gæsina
þegar hún gefst og eru ekkert að
einskorða sig við tiltekin svið, heldur
fara vítt og breitt.“
– Eru fjárfestingar í drykkjar-
vörufyrirtækjum til marks um það?
„Já, við fórum inn í Refresco og
Royal Unibrew árið 2006 af því að
þar voru skemmtileg tækifæri fyrir
hendi. Undir lok síðasta árs má svo
segja að menn hafi leitað að tæki-
færum, þar sem hægt væri að
byggja upp frá grunni. Þannig kom
orkan inn. Við horfðum til þess að ol-
íuverð hafði hækkað mikið und-
anfarin ár og áhugi aukist mikið á
vistvænni orku. Íslendingar búa yfir
mikilli og ákaflega dýrmætri þekk-
ingu á því sviði og það var rótin að
stofnun Geysir Green Energy.
Á þessu tímabili má því segja að
FL Group hafi fikrað sig yfir í fjöl-
breyttari fjárfestingar en þó með
sérstaka áherslu á fjármálageirann.
Sú áhersla verður áfram við lýði. Í
framhaldi af því sem við kynntum 4.
október sl. verður fjármálageirinn
hornsteinn í fjárfestingum FL Gro-
up, þ.e. Glitnir, Commerzbank og
Morgunblaðið/Golli
Myglað mjöl Hannes gefur lítið fyrir umfjöllun í Danmörku um íslenskan fjármálamarkað, eftir að Danir hættu að geta selt okkur myglað mjöl hefðu þeir
haft verulegt horn í síðu okkar „þegar við værum loksins farin að standa almennilega í lappirnar.“
ÞETTA ERU ENGIN
GEIMVÍSINDI
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Mikið hefur mætt á
Hannesi Smárasyni að
undanförnu í miklum
öldugangi á fjármála-
mörkuðum. Hér rekur
hann sögu FL Group,
hæðir og lægðir,
skýrir sitt sjónarhorn,
rýnir í orkumálin og
Geysi Green og
horfir fram á veginn.
FJÁRFESTINGAR OG FJÁRMÁLAMARKAÐIR