Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 55 ÞRIÐJUNGS munur er á tíðni eyrnabólgu barna á Íslandi eftir bú- setu og þrefaldur munur á notkun sýklalyfja. Vísbendingar eru um að sýklalyfjameðferð við vægum eyrnabólgum geti aukið hættu á endurteknum sýk- ingum og þörf á hljóð- himnurörum síðar og vitneskja foreldra um skynsamlega notkun sýklalyfja skiptir höf- uðmáli ef árangur á að nást til að draga úr óþarfa notkun sýkla- lyfja og frekari þróun sýklalyfjaónæmis. Þetta er m.a. hluti af niðurstöðum dokt- orsritgerðar undirrit- aðs sem nýlega hefur verið til ítarlegrar um- fjöllunar erlendis. Vakin er athygli á hvað aðrar þjóðir geti lært af reynslu Íslendinga en í dag leggur Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) áherslu á að ekki þurfi allt- af að meðhöndla vægar sýkingar sem lagast af sjálfu sér með sýkla- lyfjum, svo sem vægar mið- eyrnabólgur, til að sporna gegn vaxandi þróun sýklalyfjaónæmis sem er ein af mestu heilbrigð- isógnum framtíðar. Almennt hefur verið talið að ís- lensk börn séu mjög heilbrigð í samanburði við börn í öðrum lönd- um, og að íslenska heilbrigðiskerfið sé með því besta sem þekkist. Eins er talið að almenn lífskjör séu hvergi betri í heiminum að mati Sameinuðu þjóðanna. Samt hefur sýklalyfjanotkunin verið meiri á Ís- landi en annars staðar á Norð- urlöndum og hvergi fá börn jafn oft hljóðhimnurör og hér á landi. Sama á við um sýklalyfjaónæmið sem vex stöðugt og í dag þurfa börn stund- um að leggjast inn á sjúkrahús til sértækrar sýklalyfjameðferðar í æð, þegar venjuleg sýklalyf virka ekki, til að ráða niðurlögum sýk- inga. Mikið hefur verið rætt um slæma heilsu tengda þjóðfélagsbreyt- ingum, t.d. lélega tannheilsu ísl. barna og því ekki fjarri lagi að leita skýringa þar einnig á algengasta heilsuvanda ísl. barna sem eru eyrnabólg- urnar, með því að bera saman ólíka búsetu á landinu, fjölskylduhagi svo og ólík viðhorf for- eldranna sjálfra til ávísana á sýklalyf. Gæðaþróunarverk- efnið sem dokt- orsritgerðin byggist á um notkun sýklalyfja hjá börnum var fram- kvæmt innan heilsu- gæslunnar í samstarfi við Sýklafræðideild LSH í þremur áföngum á 10 ára tímabili á höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum, á Egilsstöðum og í Bolungarvík með það að markmiði að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun og til að sjá hvaða afleiðingar notk- unin hefði á sýklalyfjaónæmi helstu sýkingarvalda (baktería). Helstu niðurstöður rannsókn- arinnar voru þær að miðeyrnabólga er algengasti heilsuvandi íslenskra barna sem leitað er með til læknis og skýrir megnið af sýkla- lyfjanotkun barna. Þriðja hvert barn fær hljóðhimnurör hér á landi og um þriðjungur barna ber sýkla- lyfjaónæmar bakteríur eftir hverja sýklalyfjameðferð sem geta smitast auðveldlega milli barna, t.d. í leik- skólunum. Mikill breytileiki virðist vera á heilbrigðisúrlausnum eftir búsetu hér á landi samkvæmt niðurstöð- unum. Á Egilsstöðum var skiln- ingur foreldra á skynsamlegri notk- un sýklalyfja áberandi bestur í lok rannsóknatímabilsins og þar dró úr sýklalyfjanotkun barna um 2/3 á rannsóknartímabilinu jafnframt því sem börnum fækkaði sem þurftu að fá hljóðhimnurör. Á öðrum stöðum, þar sem skilningur var lítill, var jafnvel um aukningu á notkun sýklalyfja og hljóðhimnuröra að ræða. Mikilvægi skilnings foreldra á úrlausnum þessa algengasta heilsuvanda barna er því augljós og skiptir þjóðfélagið allt miklu máli, sérstaklega þegar afleiðingarnar geta verið alvarlegar, svo sem auk- in tíðni sýkinga og aukið sýkla- lyfjaónæmi. Sýklalyfjanotkunin hefur samt aukist hér á landi um 18% að með- altali á hvert mannsbarn á aðeins þriggja ára tímabili sem síðustu sölutölur ná yfir til ársins 2006 á sama tíma og verulega hefur dregið úr sýklalyfjanotkun í flestum öðrum löndum. Mikilvægar ályktanir til úrbóta sem dregnar eru af niðurstöðum er að gefa þarf foreldrum veikra barna góðan aðgang að heilsu- gæslu, jafnvel samdægurs, þar sem áhersla er lögð á fræðslu og eft- irfylgni af sama aðila í stað sýkla- lyfjaávísunar af minnsta tilefni. Tímaskortur foreldra vegna vinnuá- lags og takmarkaður réttur til að geta verið heima hjá veiku barni á daginn ræður þó sennilega miklu um hvernig staðan á þessum málum er í dag enda mikið sótt eftir skyndilausnum. Skyndilausnir og heilsa ungra barna á Íslandi Vilhjálmur Ari Arason skrifar um sýklalyfjaónæmi barna » Tímaskortur for-eldra vegna vinnuá- lags og takmarkaður réttur til að geta verið heima hjá veiku barni leiðir til skyndilausna í heilbrigðisþjónustunni. Vilhjálmur Ari Arason Höfundur er heilsugæslulæknir. SÚ umræða sem farið hefur fram að undanförnu um trúarbragða- fræðslu barna hefur sýnt svo ekki verður um villst hversu veikum fótum trúar- bragðafræðin, sem sjálfstæð fræðigrein, stendur hér á landi. Þetta hafa ýmsir nefnt á undanförnum árum, meðal annars hér á síð- um Morgunblaðsins, en við litlar undirtektir. Þó má færa rök fyrir því að sjaldan eða aldrei hafi verið eins mikilvægt og nú að halda uppi öflugri kennslu í trúar- bragðafræðum. Trúar- bragðafræðin er mjög yfirgripsmikil fræði- grein og lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi. Hún hefur orðið æ mik- ilvægari á síðustu árum þar sem flutningar fólks á milli menning- arsvæða gerast algeng- ari og þar með hættan á árekstrum og misskiln- ingi manna í milli. Fræðsla um trú, menn- ingu og siði jarðarbúa hefur mikið forvarnargildi og er besta vörnin gegn fordómum og átökum. Um þetta er ekki deilt. Á Norðurlöndum eru trúarbragðafræðin og kristin fræði kjarnafög. Í grunnskólum og framhaldsskólum í þessum löndum er skylda að lesa trúarbragðafræði til lokaprófs og á háskólastigi eru starf- andi stórar og öflugar deildir í trúar- bragðafræðum, sem útskrifa kennara til starfa fyrir öll stig skólakerfisins. Þar eru stundaðar rannsóknir á forn- um og nýjum trúarbrögðum og tekið á deilum milli trúarhópa í samtím- anum. Staðan er allt önnur hér á landi. Trúarbragðafræði og kristin fræði eiga undir högg að sækja í grunnskól- anum og eru lítið sem ekkert kennd í framhaldsskólum. Lítið fé rennur til kennslu í trúarbragðafræðum á há- skólastigi, enda lítill vettvangur fyrir trúarbragðafræðinga til að fást við fræðigrein sína hér á landi. Flestir virðast á einu máli um að úr þessu þurfi að bæta. En hvað er til ráða? Í fyrsta lagi þarf að taka nám í trúar- bragðafræðum og kristnum fræðum með inn í samræmdu prófin, þannig að grunnskólar freistist ekki til að láta þessar greinar mæta af- gangi. Í öðru lagi ætti trúarbragðafræði að verða skyldunám í fram- haldsskólum landsins. Í þriðja lagi þarf að stór- efla nám á háskólastigi í trúarbragðafræðum, bæði sem hluta af kenn- aranámi og sem sjálf- stætt nám, enda kallar aukin kennsla í fræði- greininni á fleiri sér- menntaða kennara. Með þessum aðgerð- um yrði trúar- bragðafræði loksins raunverulegur hluti af því námi sem skólakerfið okk- ar býður upp á. Ef af þeim yrði myndu íslenskir nemendur standa jafnfætis jafnöldrum sínum í nágrannalönd- unum í þessum málaflokki. Fræðslan myndi skila sér í auknu víðsýni og skilningi milli ólíkra menningarhópa sem búa hér á landi. Og þannig myndi án efa skapast sátt um þessa mik- ilvægu námsgrein sem svo mikið hef- ur verið deilt um að undanförnu. Eflum trúar- bragðafræðina Auka þarf nám í trúar- bragðafræðum, segir Þórhallur Heimisson Þórhallur Heimisson »Með þessumaðgerðum yrði trúar- bragðafræði loksins raun- verulegur hluti af því námi sem skólakerfið okk- ar býður upp á. Höfundur er prestur og hefur stund- að framhaldsnám í trúarbragðafræði við Árósa- og Uppsalaháskóla. FASTEIGNAMI‹STÖ‹IN Stofnsett 1958 jardir.is 550 3000 Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali Um er að ræða stálgrindarhús alls 2.954 fm. Skipting hússins er þannig að um er að ræða 1.775 fm aðalsal /vörulager á jarðhæð með fernum stórum innkeyrsludyrum. Lofthæð við útveggi er 10,7 m og 12,7m í mæni. Auk þess er á jarðhæð 514 fm sýningar- salur, skrifstofu og lagerhúsnæði með tæplega 5 m. lofthæð þar sem hún er mest. Á 2. hæð er 521 fm sem skiptist í opið rými /lager, skrifstofur, fundarherbergi, og starfsmannaaðstöðu. Yfir 2. hæð er 137 fm skrif- stofa með útsýni yfir aðalsal. Góð aðkoma að húsinu með nægum bílastæðum og góðu athafnasvæði. Húsið er sérlega vel staðsett við athafnasvæði skipafé- laganna við Sundahöfn. HÚSIÐ ER LAUST TIL AFHENDINGAR STRAX. Allar nánari upplýsingar veita Ólafur B Blöndal í 6-900-811 eða Sveinn Eyland í 6-900-820. TIL SÖLU/LEIGU KLETTAGARÐAR 6, AUSTURHLUTI Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. M b l 9 49 52 8 5 900 800 Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is HVENÆR verður sú manneskja við völd á Íslandi, sem sér skólakerfið í grunnskólum landsins í réttu ljósi og hefur getu og vilja til að leiðrétta það? Það er ekki mögulegt að hafa grunnskólann fyrir alla með þeim mannafla sem „fæst“ til starfa. Grunnskólinn er hugsaður fyrir alla, það er með einstaklingsmið- uðu námi en er það framkvæmanlegt? Hvernig ætli sá/sú sem átti hugmyndina að þessu einstaklingsmið- aða námi hafi séð það í framkvæmd? Var þessi hugsun kannski aldrei hugsuð til enda? Ætli hugmyndin hafi verið sú að í þessum bekkjardeildum væru rúmlega þrjá- tíu börn á ólíkum stað í þroska og námi? Hvernig á einn kennari að geta sinnt einstaklingsmiðuðu námi þegar hann hefur um eina mínútu á nem- anda í kennslustund? Hvar eru foreldrarnir? Það er alveg ótrúlegt að þeir rísi ekki upp og mótmæli þessari „bónus- stefnu“ sem er „Mikið fyrir lítið“. Í hverri bekkjardeild eru um þrjá- tíu börn, þar af geta verið um einn þriðji með „einhverskonar grein- ingu“. Hvað verður um nemandann sem þarf litla aðstoð og vill læra meira? Hann þarf oft að sitja og bíða eftir fyrirmælum, vegna þess að kennarinn hefur ekki nægan tíma til að sinna öllum, þar af leiðandi tek- ur hann ekki þeim fram- förum sem hann gæti. Ég þekki töluvert til kennslu í heimilisfræð- um og þar eru dæmi um að 16 börn séu í kennslu- stund, en í flestum skól- um er gert ráð fyrir 12 nemum í eldhúsið í einu. Það eru 6 eldavélar í kennslueldhúsum al- mennt. Það eru einnig tilvik þar sem sex nemendur af fjór- tán eru með „greiningu“. Það er deg- inum ljósara að erfitt er að skila kennslu við slíkar aðstæður. Það er ekki gott þegar menntaðir kennarar geta ekki lengur sinnt kennslu eins og þeir best kunna vegna þess hve illa er búið að þeim og nemendum. Það eru trúlega fleiri kennarar en ég sem fara dauðþreyttir heim eftir strangan dag og finnst þeir ekki hafa skilað góðri kennslu eftir mikið agaleysi sem ríkir í allt of mörgum kennslu- stofum á Íslandi í dag. Er kennslan ekki á undarlega lágu verði? Mikið fyrir lítið Guðrún Þóra Hjaltadóttir fjallar um aðbúnað nemenda í grunnskólum Guðrún Þóra Hjaltadóttir » Það er ekki gott þeg-ar menntaðir kenn- arar geta ekki lengur sinnt kennslu eins og þeir best kunna vegna þess hve illa er búið að þeim og nemendum. Höfundur er næringarráðgjafi / kennari og form. félags hússtjórnar- og heimilisfræðikennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.