Morgunblaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
18. desember 1977: „Sú vel-
megun, sem hér ríkir nú og
þau peningaráð, sem fólk hef-
ur og hafa komið vel í ljós í
jólaverzluninni, byggist ekki
á því að peningum hafi verið
dreift út um þjóðfélagið með
því að reka ríkissjóð með
greiðsluhalla. Þvert á móti er
þessi velmegun til staðar á
sama tíma og ríkissjóður er
annað árið í röð rekinn án
greiðsluhalla og stefnt að
fjárlagaafgreiðslu í næstu
viku á sama grundvelli. Þessi
velmegun byggist heldur
ekki á því, að við rekum þjóð-
arbúskap okkar með stór-
kostlegum viðskiptahalla við
útlönd, sem svo er jafnaður
með erlendum lántökum.
Þvert á móti hefur við-
skiptahallinn farið minnkandi
á sama tíma og velmegunin
hefur vaxið. Þessi miklu
penningaráð fólks stafa held-
ur ekki af því, að bankakerfið
og fjárfestingarlánasjóðir
veiti peningum í stríðum
straumum út í samfélagið.
Þvert á móti er bankakerfið í
raun rekið með jöfnuði gagn-
vart Seðlabanka.“
. . . . . . . . . .
20. desember 1987: „Jólin eru
menningarlegur aflvaki í
mörgu tilliti. Í tónlist, leiklist
og bókmenntum eru unnin
stórvirki í tilefni jólanna eins
og dæmin sanna. Kvik-
myndahús, sjónvarps- og út-
varpsstöðvar fara í sparifötin.
Í kirkjunum er efnt til fjöl-
sóttra aðventukvölda og um
land allt koma tugir þúsunda
skólabarna saman og gera
sér dagamun.
Sá kraftur sem fæðing jóla-
barnsins leysir úr læðingi
setur þannig magnaðan svip
á allt, sem við tökum okkur
fyrir hendur þessa síðustu
daga, áður en dag tekur að
lengja að nýju. Ef við látum
boðskapinn, sem tengdur er
nafni jólabarnsins, lífi þess og
dauða, móta dagfar okkar all-
ar stundir, farnast okkur
sjálfum ekki aðeins vel held-
ur einnig þjóð okkar, hvernig
svo sem viðrar í náttúrunni
eða við stjórn landsmála.“
. . . . . . . . . .
21. desember 1997: „Vega-
kerfið, sem byggt hefur verið
upp síðasta aldarfjórðung,
hefur haft grundvallarþýð-
ingu fyrir atvinnulífið og
þjóðlífið allt. Þeir miklu fisk-
flutningar, sem nú fara fram
á milli byggðarlaga og eru
þáttur í þeirri hagræðingu,
sem orðið hefur í sjávar-
útvegi, væru ekki mögulegir
nema vegna þess, að bundið
slitlag hefur verið lagt á
helztu samgönguleiðir.
Þá hefur vegakerfið valdið
því, að stór byggðasvæði,
sem áður voru aðskilin eru að
renna saman í eina heild. Þar
má nefna Eyjafjarðarsvæðið,
en segja má, að 25 þúsund
manna allt að því samfelld
byggð sé við Eyjafjörð. Á
suðvesturhorni landsins
verður það sífellt algengara
að fólk, sem býr fyrir austan
fjall eða á Suðurnesjum sæki
vinnu á höfuðborgarsvæðinu
eða öfugt.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VAXANDI VERÐBÓLGA
Verðbólga er vaxandi beggjavegna Atlantshafsins. Á evru-svæðinu hefur hún ekki verið
hærri en nú á síðustu sex árum og nýj-
ar verðbólgutölur í Bandaríkjunum í
fyrradag áttu þátt í lækkandi hluta-
bréfaverði á mörkuðum vestanhafs.
Það liggur í augum uppi, að vaxandi
verðbólga í helztu viðskiptalöndum
okkar mun eiga þátt í að ýta undir
verðbólgu hér fremur en að draga úr
henni. Og þótt vísbendingar hafi verið
um að dregið hafi úr verðbólguþrýst-
ingi hér getur það breytzt vegna þró-
unar í nálægum löndum. Þessi fram-
vinda mála er vísbending um að
Seðlabanki Íslands hafi haft rétt fyrir
sér í þeirri umdeildu vaxtapólitík, sem
bankinn hefur rekið að undanförnu.
Á sama tíma og verðbólga fer vax-
andi beggja vegna Atlantshafs eru
vísbendingar um, sérstaklega í
Bandaríkjunum, að það sé að draga úr
hagvexti og sumir sérfræðingar hafa
um skeið spáð því, að beinn samdrátt-
ur sé framundan í bandarísku efna-
hagslífi.
Yfirleitt hefur slík þróun í Banda-
ríkjunum ekki boðað neitt gott í öðr-
um löndum. Litið hefur verið á Banda-
ríkin sem forystuaflið í efnahagslífi
umheimsins og að vöxtur þar mundi
ýta undir vöxt annars staðar en sam-
dráttur þar mundi leiða af sér sam-
drátt annars staðar.
Nú eru menn ekki á einu máli um
hvort hugsanlegur samdráttur í
Bandaríkjunum sé vísbending um al-
mennan samdrátt í efnahagsmálum á
heimsvísu. Þvert á móti telja sumir að
öflugt efnahagslíf Asíu-ríkjanna muni
breyta þessu mynztri og að samdrátt-
ur vestanhafs hafi ekki endilega sömu
áhrif í öðrum löndum og áður. Þetta á
eftir að koma í ljós en í því sambandi
má heldur ekki gleyma því, að spurn-
ingarmerki eru sett við hagvöxtinn í
Kína. Jafnvel er talið að hann hafi
ekki verið eins mikill og opinberar töl-
ur þar í landi hafi bent til og að mikil
hækkun hlutabréfa þar kunni að vera
bóla, sem eigi eftir að springa með
miklum látum. Það eitt er víst, að
efnahagslíf heimsins er nú svo inn-
byrðis tengt að vandamál á einum stað
koma fram með margvíslegum hætti
út um allt eins og húsnæðislánakrepp-
an í Bandaríkjunum hefur sýnt.
Það eru augljóslega ýmiss konar
fyrirboðar á ferð víða um heim. Okkar
litla efnahagskerfi getur orðið fyrir
verulegum óþægindum af þeim sök-
um.
Þess vegna er nokkuð ljóst, að það
er ekkert vit í að slaka á í efnahags-
stjórn hér, heldur miklu fremur
ástæða til að herða tökin og taka upp
aðhaldssamari efnahagspólitík. Það á
við um allt atvinnulífið, sem þarf að
búa sig undir erfiðari tíma. Það á líka
við um fjármálastjórn bæði ríkis og
sveitarfélaga. Að baki eru mikil fram-
kvæmdaár og fólk hefur vanizt því að
hægt væri að leggja í allar þær fram-
kvæmdir, sem taldar hafa verið nauð-
synlegar. Nú kunna breyttir tímar að
vera framundan og vel má vera að
nauðsynlegt sé að beita meira aðhaldi
í ríkisfjármálum en gert er ráð fyrir í
fjárlögum næsta árs. Sveitarfélögin
eru um þessar mundir að afgreiða
fjárhagsáætlanir sínar fyrir næsta ár
og það er ekki fráleitt að ætla, að þau
leyfi sér meira en skynsamlegt er
miðað við þær efnahagshorfur, sem
sýnast blasa við á næstu misserum.
Það er athyglisvert hvað stjórn-
málamennirnir, hvort sem er á lands-
vísu eða í sveitarstjórnum, hafa gert
lítið af því að setja opinber fjármál
bæði ríkis og sveitarfélaga í þetta al-
þjóðlega samhengi. Eru þeir raun-
verulega þeirrar skoðunar, að það,
sem gerist í öðrum löndum, hafi engin
áhrif hér? Trúa þeir því, að vaxandi
verðbólga í Evrópu og Bandaríkjun-
um hafi engin áhrif hér? Trúa þeir því,
að efnahagslegur samdráttur í Banda-
ríkjunum hafi engin áhrif hér? Ef svo
er má segja, að mikil er þeirra trú.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Á
gagnrýnendaþingi Morgunblaðsins
síðastliðinn miðvikudag vitnaði
Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður,
sem stýrði umræðum á þinginu, í
grein í þýska blaðinu Die Zeit.
Greinin fjallaði um gagnrýni og var
fyrirsögn hennar eitthvað á þá leið að markaðurinn
mundi alltaf komast af án gagnrýnenda. Í greininni
kom fram að þetta væri m.a. niðurstaða gagnrýn-
enda víðsvegar að úr Evrópu er hittust til að þinga
um hlutverk sitt. Hjálmar benti einnig á að þótt
gagnrýni væri töluverð í Morgunblaðinu um þessar
mundir, ekki síst vegna hefðbundinnar jólabóka-
umræðu, væru auglýsingar bókaútgefenda þó alltaf
meira áberandi. Hann varpaði fram þeirri spurn-
ingu hvort ekki mætti því draga þá ályktun að
markaðurinn spjaraði sig sem sagt án gagnrýn-
enda, hér á landi sem annars staðar.
Undirliggjandi spurning á málþinginu – undir yf-
irskriftinni „Rýnt til gagns“ – var hvert hlutverk
gagnrýnenda væri í slíku samfélagi? Og hvort
gagnrýni væri hugsanlega orðin úrelt? Eða hvort
blogg kæmi kannski í staðinn fyrir gagnrýni? Aug-
lýsendur eru farnir að nota tilvitnanir úr blogg-
síðum samhliða vísunum í gagnrýni í auglýsingum
um útgáfu. Niðurstaða fundarins var í meginatrið-
um sú að gagnrýni væri bráðnauðsynleg, hana
mætti alls ekki leggja niður heldur ætti að efla
hana. Ekki einungis í Morgunblaðinu heldur fyrst
og fremst í öðrum fjölmiðlum þar sem hún mætti
vera meiri.
Til fundarins voru boðaðir gagnrýnendur blaðs-
ins auk talsmanna allra þeirra menningarstofnana
sem blaðið á í reglubundnum samskiptum við. Að
þessu sinni voru allir þeir sem áhuga hafa á um-
ræðu um gagnrýni og menningu einnig boðnir vel-
komnir og var aðsókn að þinginu vonum framar.
Þau Pétur Gunnarsson rithöfundur, sem einnig fer
fyrir Rithöfundasambandi Íslands um þessar
mundir, Margrét Bóasdóttir frá Félagi íslenskra
tónlistarmanna, Steinunn Knútsdóttir, leikstjóri og
dramatúrg við Borgarleikhúsið, og Unnar Örn Jón-
asson Auðarson, myndlistarmaður og kennari við
Listaháskóla Íslands, tóku að sér að viðra sjónar-
mið ólíkra listgreina í stuttum framsöguerindum
auk Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur, yfirmanns menn-
ingarritstjórnar Morgunblaðsins.
Gagnrýni Morgunblaðinu
verðmæt
M
arkmið menningarritstjórnar
Morgunblaðsins er að endur-
spegla, bregðast við og varpa
ljósi á það samfélag sem blaðið
sprettur úr – standa vörð um
menningarlífið og íslenska
tungu. Þetta er leiðarljósið í daglegri menningar-
umfjöllun blaðsins. Reynsla blaðsins er sú að menn-
ingarviðburðum fjölgar stöðugt og til marks um það
er til að mynda sú staðreynd að dómum eða um-
sögnum í blaðinu fækkar ekki á milli ára þótt sá
rammi er gagnrýni er markaður hafi verið þrengd-
ur umtalsvert. Hann hefur á síðustu árum takmark-
ast við viðburði atvinnufólks í faglegu umhverfi. Af
og til eru þó gerðar undantekningar gerist þess
þörf því listin þrífst að sjálfsögðu víðar en innan
hefðbundinna ramma og þá staðreynd verður blað-
ið að sjálfsögðu endurspegla eftir mætti. Á síðast-
liðnum tveimur árum hefur blaðið látið vinna um 20
til 25 dóma á viku að jafnaði allan ársins hring eða
um 1.200 til 1.300 dóma á ári. Gagnrýni hefur því
töluvert vægi á síðum Morgunblaðsins og er að
sama skapi verðmætt efni sem skapar því sérstöðu
á menningarsviðinu.
Eins og lesendur Morgunblaðsins hafa ugglaust
veitt eftirtekt hefur einnig verið unnið að því und-
anfarin misseri að stytta dóma nokkuð. Forsendan
fyrir þeirri vinnu er viðleitni til að bregðast við
gróskunni í menningarlífinu og jafnfram sú stað-
reynd að mun auðveldara að er flétta dóma inn með
annarri umfjöllun með þeim hætti. Það er einnig
mat blaðsins að með þessum aðgerðum sé hægt að
draga úr birtingu dóma sem eru einna helst end-
ursögn af viðburði eða útgáfu, en hafa að sama
skapi lítið fagurfræðilegt eða hugmyndafræðilegt
fram að færa umfram það. Markmiðið er að skerpa
á gæðum umsagna, hvetja gagnrýnendur til að vera
skorinorðir og hnitmiðaðir í skrifum sínum.
Eins og fram kom á málþinginu var þó aldrei ætl-
unin að að koma í veg fyrir að langir og ítarlegir
dómar yrðu skrifaðir – öðru nær. Markmiðið er að
breyta vettvangi dómanna þannig að bæði sé hægt
að skrifa mjög stutta dóma ef ekki er ástæða til ann-
ars en auka á móti svigrúm fyrir lengri og dýpri
umsagnir eftir því sem blaðinu eða gagnrýnendum
þykir ástæða til. Það er m.ö.o. verið að draga úr
þeim dómum sem skilgreina mætti sem einskonar
miðjumoð; draga úr því sem ekki hefur mikið vægi
eða þýðingu þegar til lengdar lætur. Með þessum
hætti telur Morgunblaðið sig hafa skapað sveigj-
anleika sem ætti að þjóna listgreinunum betur og
vera lesendum til hægðarauka.
Því sem hæst ber á að hampa
Í
þessu samhengi er vert að geta þess að
jafnvel þótt íslenskt menningarlíf sé
gróskumikið og framleiðsla þess mikil má
ekki gleyma því að ekki heyrir allt sem
fyrir landsmenn er borið til stórviðburða.
Íslenskir listamenn eru komnir í hóp at-
vinnumanna líkt og kollegar þeirra í nágrannalönd-
unum. Þeir eru vel menntaðir, vel upplýstir um
samhengi sinnar listsköpunar bæði hér heima og
erlendis. Um leið er óhætt að gera meiri kröfur til
þeirra en áður var gert. Þegar atvinnufólk – til að
mynda á tónleikum – vinnur vinnuna sína af fag-
mennsku heyrir það ekki til tíðinda lengur á Íslandi.
Það er einungis ánægjuleg staðfesting á framþróun
tónlistarinnar og þeim trausta grunni sem tekist
hefur að byggja listgreininni í menningunni. En í
þau tiltölulega fátíðu skipti er tónleikar afhjúpa
óvenjulegt listfengi í túlkun og hljóðfæraleik, eða
myndlistarmaður kemur fram á sjónarsviðið með
framúrskarandi frumlega og vandlega ígrundaða
sýningu, er mikilvægt að koma auga á það og gera
því skil í gagnrýni með verðskulduðum og vegleg-
um hætti. Sú annars ágæta jafnaðarmennska er
verið hefur við lýði í hagsmunagæslu íslensks
menningarsviðs, er byggist á því að ávallt skuli eitt
yfir alla ganga, er ekki vænleg til að geta af sér til-
þrifamikla list. Það er ástæða til að hampa því sem
hæst ber, jafnvel á tímum hugmyndafræðilegra
strauma er gera slíkt mat iðulega erfitt. Að öðrum
kosti er hætt við að einungis meðalmennska sem
auðvelt er að græða á nái fótfestu í huga fólks.
Í þessu samhengi má geta þess að Jakob Frí-
mann Magnússon tónlistarmaður gerði mismun-
andi forsendur listsköpunar að umtalsefni á mál-
þinginu og benti á að gagnrýni hlyti að þurfa að
taka mið af því hverjir stæðu að henni. Hans skoðun
er sú að gera eigi meiri kröfur ef verið er að eyða al-
mannafé, svo sem í þjóðarleikhúsi, hjá sinfóníu-
hljómsveit, opinberum söfnum o.s.frv. Þessi krafa
er ekki nema sanngjörn, upplýstur gagnrýnandi
hlýtur að taka tilliti til þeirra þátta er skapa listinni
umgjörð og miða afstöðu sína við það.
Til þess að dagblað geti endurspeglað umhverfi
sitt þarf stöðug samræða að eiga sér stað. Á hverj-
um degi á fjöldi fólks samskipti við menningarrit-
stjórn Morgunblaðsins, í flestum tilfellum til að
óska eftir kynningu á viðburðum. Margir ræða
einnig gagnrýni, enda hefur hún töluvert vægi á síð-
um blaðsins. Ljóst er að ekki eru allir þeirra skoð-
unar að gagnrýni eigi fyrst og fremst að þjóna list-
greinunum, þróun þeirra og framvindu á hverjum
tíma. Margir líta svo á gagnrýni sé fyrst og fremst
þjónusta við þá einstaklinga eða stofnanir er fremja
list. Aðrir líta svo á að gagnrýni eigi að þjóna mark-
aðssjónarmiðum og auðvelda þeim er stunda list-
sköpun að lifa af list sinni. Þessi viðhorf eiga auðvit-
að rétt á sér líkt og hver önnur en það breytir ekki
þeirri staðreynd að gagnrýni sú er birtist í Morg-
unblaðinu er fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta
við listgreinarnar. Markmiðið er að þannig veiti
gagnrýni það uppbyggilega aðhald er að lokum
þjónar einnig einstaklingum og markaðinum.
Áhorfendur, lesendur og
hlustendur horfnir?
Í
pistli Péturs Gunnarssonar rithöfundar,
sem birtist í fyrsta sinn í Morgunblaðinu í
gær, föstudag, skrifar hann á áþekkum
nótum og hann gerði á málþingi blaðsins
á miðvikudag.
„Það verður ekki af íslenskum bók-
menntum skafið að upphaf þeirra er glæsilegt“,
segir Pétur. „Af hverju urðu þær til? Af hverju liðu
þær undir lok? […] Þjóð sem reiðir fram slík lista-
verk samfara stjórnarháttum sem að frumleika telj-
ast til nokkurrar nýlundu á miðöldum, hún er að
sönnu innblásin. En til að sá innblástur fái búning
þarf hinn gríðarlega auð kirkju og klaustra sem hef-
ur staðið undir allri þessari listiðju og listsköpun.
En af hverju hættir það? Því það hættir. Líkt og
farartæki sem verður eldsneytislaust, skip sem
missir byr. Með afsali sjálfstæðis á 13. öld verða
hvörf, auðvitað ekki við undirritun samningsins,
það má jafnvel færa rök fyrir því að endalokin sem
voru í augsýn hafi hert enn á sköpuninni.“
Pétur lítur síðan til samtímans og spyr: „Andi
tímans, hver er hann á okkar tíð? Þetta gríðarlega
magn verka sem framleidd eru, þessi ríkulega tján-
ing, hvaða andi býr þar að baki?“ Hann vísar til
hamslauss magns auglýsinga er fylgja neyslu og só-
un tíðarandans og segir síðan: „Magnið er aðals-
Laugardagur 15. desember
Reykjavíkur