Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 37

Morgunblaðið - 16.12.2007, Page 37
un á laxinum og fylgdi honum hvert sporðmál sem var allt annað en auðvelt í ströngum strengjum og flúðum. Þetta var erfiður lax, sem gaf sig ekki, og brátt fór leik- urinn að berast að brúnni og þeim hættum, sem þar lágu í leyni. Allt- af óð Ásgeir á eftir laxinum og beið færis að koma háfnum undir laxinn, en allt kom fyrir ekki. Loks var svo komið að laxinn lá djúpt í rennu rétt fyrir ofan nyrsta bilið. Ásgeir stóð í ánni upp í mitti í stríðum straumi og gerði sér ljóst að næst myndi lax- inn æða niður, fram hjá sér, undir brúna. Hann væri þá tapaður. Það var því komið að úrslitastundu, laxinum varð að ná og því dró Ás- geir andann djúpt, hélt honum og fór á kaf, alveg upp að öxlum og andlitið ofaní löðrandi strauminn. Hann taldi sig koma háfnum undir laxinn og nú var að hrökkva eða stökkva, hann reif háfinn uppúr ánni og allt hafði gengið upp. Silf- urblikandi laxinn barðist gífurlega um í háfnum, en þessu var lokið fyrir hann. Hann myndi ekki sleppa úr þessu. Það næsta sem gerðist var að Ásgeir kom aftur niður á jörðina smátt og smátt og hann heyrði loks dynjandi lófatak og fagn- aðaróp af brúnni. Hann leit upp og áttaði sig á því, að fjöldi áhorf- enda hafði safnast saman, án þess að hann yrði þess nokkru sinni var. M.a. stóð tóm rúta við annan enda brúarinnar. Ásgeir brosti útí eitt, hristi háfinn sigri hrósandi og meðtók fögnuðinn. Hann leit síðan aftur á aðstæðurnar og ætlaði að kortleggja leiðina í land þegar hann hrökk eilítið við. Var ekki kunnuglegt andlit í hópnum á brúnni. Hann leit aftur upp í fagn- andi áhorfendaskarann og jú, þarna var sá bandaríski. Við- skiptavinur hans. Sá, sem hann hélt vera að þreyta laxinn! Þegar þeir náðu augnsambandi kallaði sá bandaríski glaðlega til Ásgeirs: „Thank’s a lot Ásgeir, but you rea- lize that I lost him fifteen minutes ago,“ sem útleggst, „bestu þakkir Ásgeir, en þú gerir þér grein fyrir að ég missti laxinn fyrir kortéri.“ Sumarið 1988 voru gríðarlegar laxagöngur í Laxá í Kjós, ekki hvað síst í Höklunum. Þar gerðist ekki ósvipað atvik. Ásgeir var þá að veiða í Höklunum og honum til aðstoðar var Sigurður Hall, sem þá starfaði sem kokkur í veiðihús- inu. Ásgeir setti í vænan lax, sem reif út línu og fór mikinn um grynningarnar. Þá hljóp Sigurði kapp í kinn, hann reif upp háfinn og hljóp af stað og gengu gus- urnar í allar áttir. Þarna elti Sig- urður lax um allt og náði honum að lokum í háfinn, eftir að laxinn hafði eiginlega strandað sér sjálfur á svo grunnu vatni, að það vatnaði bara um hann miðjan. Þetta reyndist hins vegar vera allt annar lax heldur en Ásgeir var að þreyta og þegar Sigurður leit hróðugur til Ásgeirs, var Ásgeir að losa úr sín- um laxi nokkrum metrum neðar. Í lygnum straumi Þórður Ingi Júlísson togast á við lax á Móeyri í Bugðu. Það var því komið að úr- slitastundu, laxinum varð að ná og því dró Ásgeir andann djúpt, hélt honum og fór á kaf, alveg upp að öxlum og andlitið ofaní löðrandi strauminn Klöngurveiðar Kanadísk veiðikona prílar ofan af kletti við Neðri-Spegil eftir að lax tók hjá henni. Laxá í Kjós og Bugða kemur út hjá Litrófi-Hagprenti og er eftir Guð- mund Guðjónsson og ljósmyndir eftir Einar Fal Ingólfsson. Bókin er 156 blaðsíður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2007 37

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.