Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is MÓÐIR stúlkunnar, sem missti fing- ur eftir að hafa krækt honum fyrir slysni í vír á bakka Laugardalslaug- ar sl. helgi, segir rangt sem komið hafi fram í máli forsvarsmanna laug- arinnar í fjölmiðlum að á vírnum hafi hangið viðvörunarskilti. Ekkert slíkt skilti hafi verið á vírnum. Þetta stað- festa vitni að atburðinum sem og stúlkan sjálf. Í gærmorgun varð ljóst að stúlkan mun missa fingurinn. Ragnar Karl Ingason, sem var í sundi ásamt unnustu sinni og stjúp- dóttur og var ábyrgðarmaður stúlk- unnar sem slasaðist, sendi í gær borgarstjóra bréf þar sem hann m.a. óskaði eftir fundi vegna málsins. Var hann í kjölfarið boðaður á fund í dag. Segir hann að slysið megi rekja til þess að skilin var eftir vírfesting fyr- ir skilti á handriði við laugina. Vírinn hafi verið mjór og sterklegur, en skiltið hafi verið fjarlægt. Dapurlegar útskýringar „Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með útskýringum forsvars- manns Laugardalslaugar í fjölmiðl- um um hvað varð þess valdandi að stúlkan missti fingur,“ segir hann m.a. í bréfinu sem má lesa í heild á mbl.is. Útséð er um að stúlkan haldi vísi- fingrinum sem flæktist í vírnum og mun hún gangast undir aðgerð nk. föstudag þar sem hann verður fjar- lægður við hönd. Stúlkan fór í átta klukkutíma aðgerð á Landspítala sl. laugardag en allt kom fyrir ekki, enda áverkarnir mjög slæmir, bæði taugar og æðar í sundur. Fingurinn hékk á hendinni á einni taug eftir slysið. „Þetta var verulega ljótt,“ segir móðir stúlkunnar. „Vírinn reif og tætti fingurinn í sundur í orðsins fyllstu merkingu.“ Móðirin segir stúlkuna hafa það ágætt miðað við aðstæður. „En hún er enn í hálfgerðu losti og gerir sér ef til vill ekki alveg grein fyrir alvör- unni. Hún fékk taugaáfall eftir slysið og talaði nánast ekkert í tvo daga.“ Hélt í handrið í hálku Stúlkan, sem er átta ára, hefur út- skýrt fyrir móður sinni hvað gerðist, en móðirin var ekki á staðnum er slysið varð. „Hún segist hafa verið að fara upp úr lauginni og að það hafi verið mikil hálka. Hún hélt í hand- riðið og svo allt í einu lenti hún á vírnum, sem hún sá ekki, en hélt áfram að ganga.“ Fingur stúlkunnar flæktist hins vegar í vírnum við þetta, án þess að hún gerði sér grein fyrir því, og hún datt aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að vírinn skar fingurinn í sundur. „Hún hefur sagt mér þessa sögu hvað eftir annað,“ segir móðirin. Athygli starfsmanna laugarinnar var vakin á vírnum strax í kjölfarið og þeir sóttu klippur og fjarlægðu hann. „Klippurnar voru til á staðn- um, það hefði algjörlega verið hægt að koma í veg fyrir þetta slys hefði vírinn verið klipptur í burtu fyrr,“ segir móðirin. Móðirin segir að eftir aðgerðina nk. föstudag taki endurhæfing við hjá stúlkunni. Hún þurfi t.d. að læra að skrifa án fingursins. Rannsókn málsins hjá lögreglunni er ekki lokið en m.a. hafa verið tekn- ar skýrslur af vitnum að atburðinum. Rangt að viðvörunar- skilti hafi verið á vírnum Stúlkan sem slasaðist á vír í sundi mun missa fingurinn Í HNOTSKURN »„Í dagblöðunum undanfarnadaga var mynd af skilti og viðtal við forstöðumann Laug- ardalslaugar þar sem hann gefur í skyn að fingur barnsins hafi krækst í lykkju sem á var viðvör- unarskilti,“ segir í bréfi ábyrgð- armanns stúlkunnar til borgaryf- irvalda. „Það sem kemur þar fram er rangt, það var ekkert skilti … Það eru nokkur vitni sem geta sannað mitt mál og einnig er stúlkan meðvituð um hvað orsakaði slysið.“ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að skýra þurfi betur til- gang og verkefni Suðurlinda en komi í ljós að starfsemi félags- ins gangi gegn hagsmunum Hitaveitu Suðurnesja (HS), sé ljóst að viljayfirlýsing um samstarf helstu hluthafa í HS frá því í sumar sé marklaust plagg. Í viljayfirlýsingunni var kveðið á um að hvorki Reykjanesbær né GGE myndu nýta sér forkaupsrétt að hlut Hafnarfjarðar í HS sem yrði seldur Orkuveitu Reykjavíkur, líkt og nú hefur verið ákveðið (þ.e. allt að 95% hlutur Hafnarfjarðar í HS verði seldur til OR). Árni sagði að misvísandi upplýsingar hefðu komið fram um tilgang og fyrirhugaða starfsemi Suðurlinda og vísaði m.a. til viðtals við Gunnar Svavarsson, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem birtist í 24 stund- um í gær en þar var m.a. haft eftir honum að HS hefði hingað til geng- ið að því vísu að virkjun á auðlind- um innan sveitarfélaganna væri al- farið hennar. Stofnun Suðurlinda sýndi að sveitarfélögin horfðu á málið í öðru samhengi. Árni sagði að þessa afstöðu yrði að skýra betur og málið yrði rætt meðal hluthafa HS. Hann benti á að grundvöllur viljayfirlýsingarinnar frá því sumar væri að áfram yrði unnið að hags- munum HS, sbr. eftirfarandi ákvæði í yfirlýsingunni. „Aðilar eru sammála um að tryggja áfram framtíð Hitaveitu Suðurnesja hf. sem sjálfstæðs og öflugs orkufyr- irtækis og vinna að vexti þess og viðgangi á öllu starfssvæðinu og eft- ir atvikum víðar.“ Aðspurður sagði Árni ljóst að starfssvæði HS næði til sveitarfélaganna þriggja sem standa að Suðurlindum. Gætu nýtt forkaupsrétt Falli viljayfirlýsingin úr gildi geti Reykjanesbær nýtt sér forkaups- réttinn. „Viljayfirlýsingin byggist á því að menn standi við það sem í henni stendur. Ef það er ekki gert er hún marklaust plagg og þá gilda samþykktir Hitaveitunnar, sem eru að menn geta nýtt sér forkaups- rétt,“ sagði Árni. Hann væri þó ekki á því að þessi staða væri komin upp, en skýra yrði málið betur. Aðspurður hvort til greina kæmi að Reykjanesbær nýtti sér for- kaupsréttinn en seldi síðan hlutinn áfram til GGE, sagði Árni að ekkert hefði verið rætt um það og hann hefði ekki fundið fyrir áhuga hjá GGE á að eignast ráðandi hlut í HS. Viljayfirlýsing um HS marklaus? Suðurlindir mega ekki ganga gegn hagsmunum Hitaveitu Suðurnesja Árni Sigfússon Í HNOTSKURN » Suðurlind er félag Hafnar-fjarðar, Voga og Grindavíkur um náttúruauðlindir innan sveit- arfélaganna. Stofnfund félagsins á að halda í dag. »Árni Sigfússon segir að efSuðurlindir ganga gegn hagsmunum HS sé viljayfirlýsing um samstarf helstu hluthafa HS frá því í sumar marklaust plagg. » Viljayfirlýsingin var und-irrituð af hálfu stærstu hlut- hafanna í HS, þ.e. Reykjanes- bæjar, Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Geysis Green Energy (GGE) og Hafnarfjarðarbæjar. ÁSGEIR Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy (GGE), segir ekki útilokað að fyrirtækið geri kröfu til forkaupsréttar á hlut Hafn- arfjarðarbæjar í Hitaveitu Suður- nesja, þar sem vafi leiki á að vilja- yfirlýsing frá í sumar, þar sem fyrirtækið féll frá forkaupsrétti sín- um, sé í fullu gildi. Þar að auki gætu Grindavík, Sandgerði, Garður eða Vogar nýtt forkaupsrétt sinn í Hita- veitunni, sem þau hafi fulla heimild til, sem hluthafar í henni. Mörgum spurningum ósvarað Hafnarfjörður á nú rúmlega 15,4% í Hitaveitu Suðurnesja en á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í fyrra- dag var samþykkt að selja OR allt að 95% af þeim hluta. Þar með yrði hlutur OR um 32%. Reykjanesbær á nú tæplega 35% og GGE á 32%. Ásgeir vildi ekki tilgreina hvaða ákvæði í yf- irlýsingunni það væru sem hann teldi að hefðu hugsanlega ekki verið uppfyllt og gætu gert það að verkum að ákvæði um for- kaupsrétt GGE og annarra sem að henni stóðu, gæti orðið virkt. Þar fyrir utan væri mörgum spurningum varðandi varð- andi fyrirhugaða sölu Hafnarfjarð- arbæjar til Orkuveitu Reykjavíkur ósvarað. „Það er ýmislegt í þessu máli sem á eftir að skoða og á eftir að koma í ljós. Það er ekkert sjálfgefið að Orkuveitan geti eignast þennan hlut,“ sagði hann. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Orka „Það er ýmislegt í þessu máli sem á eftir að skoða,“ segir forstjóri GGE. Yfirlýsingin hefur ekki verið uppfyllt Ásgeir Margeirsson MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu í Strassborg hefur komist að þeirri niðurstöðu, að brotin hafi verið mannréttindi íslenskrar konu þegar hún fékk ekki að koma með munnlega greinargerð fyrir Hæsta- rétt í skaðabótamáli. Konan seldi hús í Reykjavík árið 1999 en kaupandinn fór síðar í skaðabótamál vegna þess að þak hússins lak. Konan var dæmd bóta- skyld í héraðsdómi og þann dóm staðfesti Hæstiréttur. Fram kemur í tilkynningu frá Mannréttindadómstólnum, að kon- an hafi kvartað til dómstólsins vegna þess að hún fékk ekki að leggja skriflegar eða munnlegar greinargerðir fyrir Hæstarétt þar sem kaupandinn lét málið ekki til sín taka fyrir Hæstarétti. Þetta taldi dómstóllinn brjóta gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evr- ópu sem kveður á um réttláta máls- meðferð fyrir dómstólum og dæmdi að íslenska ríkið skyldi greiða kon- unni 2500 evrur auk 18 þúsund evra í málskostnað. Vann mál í Strassborg Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins var kallað út vegna elds sem kom upp í timburhúsi við Hverfis- götu í Reykjavík í gærmorgun. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og var komið í veg fyrir að mikið tjón yrði á húsinu. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í húsinu, en rann- sókn á eldsupptökum er ekki lokið. Morgunblaðið/Kristinn Grunur um íkveikju í timburhúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.