Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.12.2007, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 49 Það verður skrítið að vera á Vest- urvangnum á jóladag þar sem eng- inn afi Stenni verður. Við munum reyna eftir bestu getu að halda fast í þá hefð og ekki má gleyma bin- góinu fræga. Það mun alltaf minna okkur á þig. Á þessum erfiðu tímum finnst mér gott að hugsa um þessi ágætu orð: „Lífið verður aldrei svo illt að ekki sé vert að lifa því og aldrei svo gott að auðvelt sé að lifa því.“ Með söknuði kveð ég þig, elsku afi Stenni. Þóra. Sjá vindurinn þýtur og veröldin snýst já vegurinn styttist við dauða þú býst og fyrr en þú veist af þá blæs um þín bein og bárurnar gutla við stein Það tekur því ekki að tryllast og þreytast tímarnir líða og breytast. Sjá tíminn er liðinn sem tórði í gær og tíminn á morgun nú færist oss nær já einn er að fæðast er annar burt fer því að eilíf nýjungin er. Það tekur því ekki að tryllast og þreytast tímarnir líða og breytast. (Hörður Zophaniasson.) Þessar ljóðlínur sem við í „Lítið eitt“ sungum svo oft, fyrir um þrjá- tíu og fimm árum síðan, við lag Bob Dylans koma upp í hugann þegar ég hugsa til kærs frænda sem við nú kveðjum hinsta sinni. Það er merki- legt hve dauði vina og frændfólks kemur manni alltaf í opna skjöldu. Farsíminn gellur í fjarlægri heims- álfu, góður frændi kynnir sig og segist hafa fréttir að færa úr fjöl- skyldunni. „Pabbi lést í svefni í nótt.“ Kanski átti maður að vera betur undirbúinn, hjartað hans var orðið veikt og langvarandi veikindi að baki. En hugurinn var alltaf svo sterkur þegar við hittumst. Leiðir okkar lágu saman fyrir rúmum fimmtíu árum. Systkinasyn- ir í stórri föðurfjölskyldu. Samferða á yngri árum í stórum söngelskum og hláturmildum fjölskylduboðum þar sem söngur, sögur og brandarar flugu. Tekið í spil og barið í borðið svo undir tók í húsinu. Árin liðu og Stenni frændi varð endurskoðandi og það var einhvern veginn svo sjálfsagt og eðlilegt fyrir okkur hjónin að leita til skrifstofunnar hans og barna hans, þegar þurfti ráðgjöf og ráðleggingar í sambandi við ákvarðanatöku um rekstur, bók- hald og fjármál. Hann gaf okkur góð ráð og var heiðarlegur fram í fingurgóma. Við- ræðugóður, með hárfínan, dillandi húmor og glettni í augum. Nú er þessari samfylgd okkar lokið og eftir lifa góðar minningar og mikið þakklæti fyrir öll árin sem við áttum saman. Þau eru góður og dýrmætur fjársjóður til þess að leita í og miðla áfram til þeirra sem á eftir koma. Steinþór Einarsson og Sylvie Primel. Hann Stenni frændi lést í svefni aðfaranótt miðvikudagsins 12. des. síðastliðinn án nokkurs fyrirvara, aðeins tæplega 69 ára að aldri. Við slík tíðindi setur mann hljóðan, en síðan sest söknuðurinn að og minn- ingar leita á hugann. Móðurbróðir minn, Þorsteinn Kristinsson, var yngstur fjögurra systkina. Þau þrjú eldri, Ásta, Lilja og Hörður eru öll látin, Stenni var langyngstur og skildu 10 ár milli hans og Harðar. Móðir mín Lilja hafði mikla ást á litla bróður sínum. Amma sagði mér oft að fólk vissi ekki alltaf hvað væri því til heilla. Tók hún þá sem dæmi, að hún hefði talið sig vera of fullorðna til barn- eigna þegar hún varð ófrísk af Stenna. En Stenni varð henni sann- kallaður gleðigjafi og reyndist hennar stoð og stytta á efri árum. Ég er fædd á heimili afa og ömmu í húsinu Bergen við Lækinn í Hafnarfirði og þá er Stenni átta ára. Honum hefur áreiðanlega þótt það sértök upplifun að fylgjast með lít- illi frænku sinni á fyrstu dögum hennar. Frá uppvaxtarárum á ég margar góðar minningar frá sam- verustundum fjölskyldunnar á Langeyrarvegi. Ein skemmtileg minning kemur í hugann þegar jóla- sveinninn kom til mín í hús afa og ömmu færandi hendi en hafði tekið gúmmískóna hans Stenna trausta- taki mér til mikillar undrunar. Stenni hélt ætíð góðu sambandi við móður mína eftir að við fluttum til Reykjavikur og pabbi og hann voru góðir félagar. Mikill samgangur var á milli heimila allra systkinanna og við stórfjölskylduna. Eftir að pabbi dó langt um aldur fram, var Stenni mömmu innan handar um margt, gerði alltaf fyrir hana skattaskýrslu og fylgdist ætíð vel með hennar högum allt þar til hún lést síðast- liðið vor. Fyrir það vil ég færa hon- um bestu þakkir. Það er undarlegt til þess að hugsa að svo stutt skyldi milli kveðjustunda þeirra, einungis átta mánuðir þó hann væri 12 árum yngri. Þau kveðja með sama hætti systkinin, í svefni án nokkurs fyr- irboða og í fullri þátttöku daglegs lífs. Stenni var hlýr persónuleik, kankvís og glettinn og einnig um- hyggjusamur og traustur. Hann var góður eiginmaður, faðir og afi og hann var góður frændi. Þar er góðs manns sárt saknað. Ég sendi Döggu og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur María Jóna Gunnarsdóttir. Vinur minn, Þorsteinn Kristins- son eða Stenni í Bergen, er látinn langt um aldur fram. Hann átti heima á efri hæð húss á horni Brekkugötu og Lækjargötu. Þetta hús hét Bergen. Ég var alinn upp við Brekkugötuna, fyrir neðan Flensborgarskólann. Í næsta húsi fyrir ofan Bergen bjó frændi minn, Eyfi, nú Eyjólfur Haraldsson lækn- ir. Eyfi var einu ári yngri en við Stenni. Leikvöllur okkar var gjarn- an Hamarskotshamarinn. Við byrjuðum 6 ára í barnaskóla, einu ári fyrr en skyldan kallaði. Kennari okkar var Hákon J. Helga- son. Þarna kynntumst við heilum bekk af krökkum, sem við höfum haldið nánu sambandi við fram að þessum tíma, þ.e. í tæp 65 ár. Gunn- ar Markússon var aðalkennari okk- ar í nokkur ár. Jóhann Þorsteins- son, faðir Kjartans, skólabróður okkar, kenndi okkur stærðfræði á tímabili. Jóhann sagði mér ein- hverju sinni, að hann teldi Stenna hafa alla burði til þess að verða mik- ill stærðfræðingur. Ýmislegt minnisstætt er frá þess- um árum. Við vorum í landafræði- prófi. Yfir okkur sat kennarinn Há- kon J. Ég var að fara yfir spurningarnar og sé eina þar sem spurt er um höfuðborg Búlgaríu. Ég veit ekki fyrr en ég segi yfir bekkinn: „Stenni, hvað heitir hún mamma þín.“ Hann svarar djúpri röddu: „Soffía.“ Hákon sussaði á okkur, en svarið var komið. Hall- steinn Hinriksson var íþróttakenn- ari okkar og leysti oft aðra kennara af í veikindum. Er dró að vori, spil- uðum við oft í frímínútum badmin- ton á svæði bak við barnaskólann. Í næsta tíma benti Hallsteinn okkur á, að við ættum heldur að spila handbolta eða fótbolta. Badminton væri aðeins fyrir kvenfólk og gam- almenni. Stenni þroskaðist snemma líkam- lega. Það þótti gott að hafa hann í liði. Hann var sterkur í bændaglímu og öðrum íþróttum. Ég vann með Soffíu, móður Þor- steins, hjá Bæjarútgerðinni á mín- um yngri árum. Hún vaskaði salt- fisk, umstaflaði honum, vann við skreið o.fl. Hún var dugleg og vin- sæl af samstarfsfólki. Kristinn var sjómaður, á togurum, m.a. hjá Bæj- arútgerðinni og var formaður á fiskibátum. En sjórinn tók sinn toll hjá þessari fjölskyldu. Eldri bróðir Þorsteins, Hörður, var loftskeyta- maður og fórst með togaranum Júlí á Nýfundnalandsmiðum árið 1959. Hópurinn fór áfram og í Flens- borg en tvístraðist síðan. Þorsteinn endaði í Samvinnuskólanum og síð- an tók brauðstritið við. Hann lærði endurskoðun og vann m.a. á skrif- stofu tengdaföður míns, Ragnars Ólafssonar hrl. og löggilts endur- skoðanda. Síðan stofnaði hann sína eigin endurskoðunarskrifstofu. Sambandið varð minna eftir því sem árin færðust yfir, fólk var kom- ið með fjölskyldur, en það var samt alltaf sterkt. Skólabróðir okkar, Helgi Maríasson, bjó í áratugi í Noregi. Hann var primus motor í að kalla hópinn saman. Hann hringdi oft með 2ja vikna fyrirvara og til- kynnti bekkjarkvöld ákveðið kvöld og skipaði fólk í nefnd til þess að sjá um þau. Helgi lést fyrir nokkrum árum og hafa þessi kvöld dottið nið- ur. Nú er Þorsteinn horfinn. Við minnumst góðs og trausts vinar. Við Oddný vottum fjölskyldunni samúð okkar. Hrafnkell Ásgeirsson. Við vissum að hann gekk ekki heill til skógar. En skapið var létt sem fyrr og fögnuður yfir góðum fé- lagsskap á glöðum degi, gleði yfir lífinu og því sem það hafði fært hon- um. Birtan í augunum þegar göml- um félaga var heilsað var ósvikin og ógleymanleg, handtakið þétt og hlýtt. Í okkar huga hét hann ekki Þor- steinn nema í einhvers konar nafna- kalli og utan á umslög. Annars var hann Stenni. Þetta var eitt það fyrsta sem árgangur 1959 lærði þegar nýr bekkur kom saman til náms í Samvinnuskólanum í Bifröst haustið 1957. Fyrir hálfri öld. Stenni lét aldrei mikið yfir sér. Samt var oftast hópur í kring um hann og létt yfir hópnum. Hann var liðtækur spilamaður og kannski hef- ur hann líka teflt, ég man það ekki. En ég veit að hann hafði gaman af að stilla upp í orðaskák, hafði af- dráttarlausar skoðanir á þjóðmálum og gaman af að fá tækifæri til að reyna að snúa öðrum til þeirra sömu skoðana – því meira gaman sem hann mat andmælandann meira. Nákvæmur, rökvís og fastur fyrir en um leið sveigjanlegur og sanngjarn – eiginleikar sem nýttust honum vel í starfi endurskoðanda. Samvinnuskólinn var á þriðja starfsári í Bifröst þegar við sett- umst þar inn. Hefðir og venjur að byrja að mótast; tækifæri til að hafa áhrif á þær. Þetta með öðru treysti hópinn og kjarni hans hefur alltaf staðið þétt saman, hist reglulega og farið saman í ferðir, sumar langar, aðrar styttri. Stenni lét þar ekki sitt eftir liggja eftir því sem hann hafði krafta til. Þótt hjartaáfall takmark- aði að nokkru hvað hægt var í þeim efnum hélt hann samt áfram að vera með eftir því sem mögulegt var. Fyrir fáum vikum hélt hópurinn upp á að 50 ár voru liðin frá því hann hittist fyrst. Við fórum í góða reisu um Grikkland og eyjarnar. Sumt var of strembið fyrir Stenna en hann breytti því sér í hag. Hann fékk gjarnan húsnæði nærri inn- gangi gististaðanna og þá mátti með góðra manna hjálp stofna Stennab- ar þar sem húsráðendur dvöldu dyr- um utar og stöðvuðu félagana jafn- óðum og þeir tíndust aftur til aðseturs og svo var hlegið og skraf- að yfir glitrandi glasi og staldrað við meðan sól seig til hins gríska viðar. Glaðastir allra gestgjafarnir Stenni og Dagga (Dagbjört), hjálparandi hans, lífsförunautur og hægri hönd allar götur síðan í Bifröst þar sem leiðir okkar allra lágu saman. Nú er sól Stenna endanlega gengin til viðar. Samkvæmt lögmáli lífsins fækkar vinum hérna megin en fjölgar að sama skapi hinum megin. Sjö af þrjátíu manna hópn- um sem hóf nám saman í Bifröst 1957 eru horfin sjónum okkar um sinn. Það er sárt að sakna vinar en gott að minnast góðs drengs og fé- laga. Og hver veit, þegar hvert eitt okkar sem eftir erum stígur að lok- um á lífsins land – hver veit nema þar verði fyrir maður ekki hávaxinn en þéttur á velli með bros í augum og biðji okkur að staldra ögn við á Stennabar? Hafi Þorsteinn A. Kristinsson heila þökk fyrir samfylgdina. Döggu og fjölskyldu þeirra biðjum við blessunar. Fyrir hönd bekkjarfélaga í SVS, árgangs ’59, Sigurður Hreiðar. ✝ Elskulegur vinur og frændi, FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON, bóndi og veðurathugunarmaður frá Sandi í Aðaldal, lést í Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík aðfaranótt sunnudagsins 16. desember. Aðstandendur ✝ Móðir mín, tengdamóðir og amma, BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR frá Litla-Dal, Lönguhlíð 5 C, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli aðfaranótt fimmtu- dags 13. desember. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 21. desember kl. 13:30. Þórdís Ingvadóttir, Torben Kinch Anna Þóra Kinch, Jesper Lillelund Fisker, Jakob Kinch. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, JÓNA HALLFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Árbakka, Dalvík, sem lést á Dalbæ 13. desember verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 21. desember kl. 13:30. Jarðsett verður í Upsakirkjugarði. Kristinn Antonsson, Elínborg Elísdóttir, Áslaug Sigurjónsdóttir, Flóra Antonsdóttir, Felix Antonsson, Monika Sveinsdóttir, Ingvi Antonsson, Elín Guðjónsdóttir, Ragnhildur Antonsdóttir, Guðbjartur Björnsson, Sesselja Antonsdóttir, Bergur Höskuldsson, Jónas Antonsson, Anna Stella Marinósdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir, barnabörn og langömmubörnin. ✝ Elskuleg systir mín og mágkona, GUÐBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, sem lést 14. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 28. desember kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Soffía Stefánsdóttir, Páll Gíslason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞRÁINN VALDIMARSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Álftamýri 56, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 18. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elise Valdimarsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SÍMON WAAGFJÖRÐ frá Garðhúsum í Vestmannaeyjum, til heimilis að Boðahlein 8 í Garðabæ, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 13. desem- ber. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 21. desember kl. 13:00. Elín Jóna Jóhannsdóttir, Símon Þór Waagfjörð, Kolbrún Hjörleifsdóttir, Kristín Sigríður Vogfjörð, Jóhanna Waagfjörð, Jónína Waagfjörð, Gunnar S. Sigurðsson, og afabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.