Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 55 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin 9-16.30, jóga kl. 9, boccia kl. 10, hádegismatur kl. 12, útskurður kl. 13, myndlist og vídeó- stund kl. 13.30, kaffi kl. 15. Jólabingó verður í Félagsmiðstöðinni 21. desember. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, jóga, myndlist, almenn handavinna, morg- unkaffi/dagblöð, fótaaðgerðir, hádegis- verður, bókband, kaffi. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, bingó kl. 13.45. Skráningu í skötuveisluna í Gjábakka á Þorláksmessu kl. 12 lýkur á hádegi á morgun. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinnustofan opin, kl. 11.40 hádegisverður, kaffi. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Op- ið í Jónshúsi kl. 10-16, heitur matur frá Skútunni seldur kl. 12-13, verð 710 kr. virka daga, þarf að panta með sólarhringsfyr- irvara. Matseðil er að finna á heimsíðu Skútunnar. Pöntunarsímar: Hulda, s. 512 1501/617 1501 – Jónína, s. 512 1502/ 617 1502. Félagsstarf Gerðubergs | Opið virka daga kl. 9-16.30. Í dag frá hádegi eru vinnustof- ur opnar, m.a. myndlist, umsj. Nanna S. kl. 13, kóræfing kl. 13, leikfimi kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, upplestur kl. 12.30, handavinnustofan opin eftir hádegi, frjáls spilamennska. Hár- greiðslu- og fótaaðgerðastofan opnar alla daga. Kirkjustarf Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. 20- 22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum og hægt er að kveikja á bænarkerti. Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Fræðandi samverustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Kaffi, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára kl. 15-16 í Vík- urskóla. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund á að- ventu kl. 12. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu. Aðventuhátíð kl. 14.30, í fé- lagsaðstöðunni á Dalbraut 18-20. Sr. Bjarni talar, barnakór Laugarness syngur. Gospelkvöld kl. 20 í Hátúni 10, 9. hæð. Guðrún K. Þórsdóttir og Þorvaldur Hall- dórsson leiða. Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 21. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi. Baldursd. Á morgun kl. 14.20 leggur Gerðubergskór af stað í heimsókn á Hjúkr- unarheimilið Víðines. Uppl. í s. 575 7720. Hraunbær 105 | Jólabingó 21. des. kl. 14, heitt súkkulaði og smákökur. Hvassaleiti 56-58 | Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30, félagsvist kl. 13.30, kaffi og meðlæti í hléi. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Leikskólinn Jörvi kem- ur í heimsókn kl. 14, til sönghóps Hjördísar Geirs. Dansað í kringum jólatréð og jóla- sveinninn kemur í heimsókn. Á föstud. kl. 12 syngur kór Bústaðakirkju. Uppl. í s. 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl. 9.45, boccia karlaklúbbur kl. 10.30, handverks- og bókastofa kl. 13, postulínsmálun kl. 13, boccia kvennaklúbb- ur kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, vinnustofa í handmennt opin kl. 9-12, m. leiðb. (Halldóra), myndlistarnámskeið kl. 9-12, m. leiðb. (Hafdís), boccia kl. 10, eiðis- kransagerð kl. 13-16. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9, boccia kl. 9.15, aðstoð v. böð- un, kl. 9.15-15.30, handavinna kl. 10, spænska framh. kl. 11.45, hádegisverður 50ára afmæli. GuðmundurÞóroddsson, forstjóri REI, verður fimmtugur í dag, fimmtudaginn 20. desember. Af því tilefni býður hann vinum og vandamönnum að fagna með sér áfanganum í Gullhömrum Graf- arholti í dag milli kl. 17 og 19. dagbók Í dag er fimmtudagur 20. desember, 354. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lk. 8, 17.) Haldinn verður Jólafögnuður íHinu húsinu á morgun, 21.desember. Arna Ýr Sævarsdóttir er umsjónarmaður viðburðarins og segir margt skemmtilegt á dagskrá: „Þunga- miðja Jólafagnaðarins er jólamarkaður, þar sem ungir og upprennandi lista- menn bjóða verk sín til sölu,“ segir Arna Ýr. „Þar verður meðal annars hægt að finna málverk, skúlptúra, skartgripi og skraut, fatnað og jólakort, og jafnvel að festa megi kaup á fallegu ljóði til að lauma í jólapakkann.“ Vöfflur, kakó og tónlist Jólafögnuður Hins hússins er nú haldinn í fyrsta skipti og er aðgangur ókeypis: „Boðið verður upp á heitt kakó og kökur og gómsætar vöfflur með rjóma,“ segir Arna Ýr. „Auk þess að geta fest kaup á skemmtilegri gjöf, og um leið stutt við unga listamenn, fá gestir að njóta ferskra skemmtiatriða. Húsið verður opnað kl. 17 og þá strax ætlar Tríóið AHH, sem samanstendur af þremur fræknum söngskólanemum, að taka lagið fyrir gesti. Hljómsveitin Ministry of artificial intelligence stígur á svið kl. 18, og kl. 20 mun Tepokinn troða upp. Loks kl. 21 ætlar hljóm- sveitin Hjaltalín að mæta á svæðið og leika lög af nýrri plötu hljómsveitar- innar.“ Arna lofar því að jólastemningin verður allsráðandi en Jólafögnuðurinn stendur til kl 22. Hitt húsið er til húsa í gamla póst- húsinu, Pósthússtræti 3-5: „Hitt húsið er upplýsinga- og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Fjölbreytt starfsemi fer fram undir merkjum Hins hússins. Meðal annars starfrækjum við gallerí, Gallerý Tukt, þar sem opnuð er ný sýning á þriggja vikna fresti, en í galleríinu stendur nú yfir mjög skemmtileg sýning á verkum listnemenda við Fjölbrautaskólann í Breiðholti,“ segir Arna. „Hvern fimmtudag eru svo haldnir tónleikar þar sem ungar hljómveitir leika frum- lega og grípandi tónlist og á þriðju- dagskvöldum er opið hús þar sem ungt fólk getur komið og troðið upp eða haldið viðburði hvers konar.“ Finna má nánari upplýsingar um starfsemi Hins hússins og hópa sem þar starfa á heimasíðunni www.hitthus- id.is. Hátíð | Margt að sjá á Jólafögnuði Hins hússins á föstudag kl. 17 til 22 Jólafjör í Pósthússtræti  Arna Ýr Sævars- dóttir fæddist í Reykjavík 1986. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum 2006 og diplóma í nútímadansi frá Listdansskóla Ís- lands 2005. Arna Ýr hefur starfað hjá Hinu húsinu frá því í september 2007. Foreldrar hennar eru Sævar Guð- björnsson, sjálfstætt starfandi blaða- maður, og Hrönn Pálmadóttir, lektor við KHÍ. Söfnun |Þessi duglegi sjö ára strákur, Sindri Gunnar Þórð- arson, ákvað að safna fyrir fá- tæk börn. Hann setti hvern eyri í baukinn sinn og færði Rauða krossinum ágóðann, 3.422 krón- ur. ÓRANGÚTANINN Charly fagnaði fimmtugsafmæli sínu fyrr í mánuðinum og fékk vita- skuld dýrindis tertu. Charly er frjósamur api og á að minnsta kosti átján afkvæmi í dýragörðum víðs vegar um heiminn. Ekki fylgdi sögunni hver þeirra komust í veisluna. Hálfrar aldar órangútan í dýragarðinum í Frankfurt Fimmtugsafmæli AP Tónlist Iðnó | Jólatónleikar kl. 21, ný og gömul jóla- lög. Sólbjörg Björnsdóttir sópran, Sólveig Unnur Ragnarsdóttir sópran, Helga Laufey Finnbogadóttir píanó, Guðjón Steinar Þor- láksson kontrabassi, Nína Hjördís Þorkels- dóttir þverflauta, Arnar Dan Kristjánsson trommur. Miðverð 1.500 kr. Kópavogskirkja | Mozart við kertaljós kl. 21. Camerarctica hefur leikið tónlist eftir Mozart á kertaljósatónleikum í Kópavogs- kirkju í fimmtán ár. Verð 2.000/1.000 kr., frítt fyrir börn. NASA | Nick Warren plötusnúður kemur fram í dansveislu Flex Music 28. desember ásamt Danna Bigroom. Forsala í Mohawks og Skór.is. Húsið opnar á miðnætti. Seljakirkja | Jólatónleikar Kammerkórs Seljakirkju eru kl. 20. Hátíðlegir tónar Johanns Sebastians Bachs. Einsöngur Hallveig Rúnarsdóttir, trompet Einar St. Jónsson, selló Örnólfur Kristjánsson, orgel/stjórnandi Jón Bjarnason. Myndlist Þorpið | Sýning á myndum Alexanders Ingasonar opnar í Veitingastaðnum Þorp- inu Patreksfirði. Alexander er fæddur og uppalinn í Reykjavík og er þetta í fyrsta sinn sem hann sýnir á landsbyggðinni. Sýn- ingin stendur frá 20. des til 31. janúar nk. Fyrirlestrar og fundir Aflagrandi 40 | Súpa og brauð í félagsmið- stöðinni kl. 12.15, Guðrún Ásmundsdóttir leikari og borgarfulltrúi flytur erindi sem hún nefnir: Timburhúsaaðallinn í Vesturbæ. Geðhjálp | Geðhvarfahópur Geðhjálpar kemur saman kl. 21-22.30. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtak- anna er 895 1050. Tískuverslunin Smart, Grímsbæ/Bústaðavegi Nýkomið, Jakkar St.42 – 56. Litur; Bleikur, svart, beis. Verð kr. 6.990,- Sími 588 8050. Ýmislegt      Jólagjafir Mikið úrval af Hello Kitty húfum kr. 1290, húfa, trefill og vettlingar saman á kr. 2290, eyrnaskjól og vett- lingar kr. 1890. Mikið úrval af Hello Kitty töskum og bakpokum Skarthúsið, Laugavegi 12 sími 562 2466 HÚFUR, TREFLAR OG VETTLINGAR Skarthúsið, Laugavegi 12 sími 562 2466 Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 19 87 - 2007 M b l 9 47 99 5 Pipar og salt 20 ára Granit - 15 cm Kr. 3.700 Smíðajárn - str. 6 cm Kr. 995 Steinleir - str. 12 cm Kr. 2.800 MORTÉL Mótorhjól Til sölu: X Motos Super Pit Mótorcrosshjól, 250 cc, 5 gíra dirt bike, hæð sætis 90 cm, hæð undir pönnu 32 cm, upside down, demparar stillanlegir. Verð 267.000, nú 198.000 Ítölsk hönnun af vespum, 50 cc. Fjórir litir, Abs-bremsur, fjarstart, þjófavörn, álplata í gólfi, 12 tommu breið dekk. Kr. 188.000 með götuskráningu og hjálmi. Mjög vandaður kassi fylgir. Hippar 250 cc. Þjófavörn og fjarstart, hliðar- töskur, veltigrind, aukaluktir,allir mælar, tveir standarar. Kr. 398.000. Nú 298.000. Mótor og sport ehf., Síðumúla 34, 108 Reykjavík. Sölusímar 567 1040, www.motorog sport.is Smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.