Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 34
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Hf. Eimskipafélag Íslands um
eftirlitið að félagið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, annars vega
markaðnum og hins vegar með gerð einkakaupasamninga við viðskiptavi
keppnislaga. Eftirlitið telur brot Eimskips alvarleg og til þess fallin að va
34 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN
MÁ EKKI GLEYMAST
Það er af einhverjum ástæðumótrúlega auðvelt að gleymaFrjálslynda flokknum á Al-
þingi. Það varð Morgunblaðinu á í
umfjöllun um lækkun veiðigjalds og
eru þingmenn Frjálslynda flokksins
hér með beðnir velvirðingar á því.
Þingmenn Frjálslynda flokksins
greiddu allir sem einn atkvæði gegn
tímabundinni niðurfellingu og lækk-
un veiðigjalds og ber að fagna því.
Hins vegar er það staðreynd, að
áhugi Frjálslynda flokksins á veiði-
gjaldi er nýtilkominn. Frá stofnun
flokksins og til þessa dags hefur
Frjálslyndi flokkurinn lagt áherzlu á
aðra þætti í fiskveiðistjórnarkerfi
okkar og að sjálfsögðu ekkert við því
að segja. En vonandi er atkvæða-
greiðslan í þinginu nú til marks um að
þingmenn Frjálslynda flokksins sýni
auðlindagjaldinu meiri áhuga.
Auðlindagjald var eitt af helztu
baráttumálum Alþýðuflokksins
snemma á tíunda áratug síðustu ald-
ar. Í því ljósi er áhugaleysi Samfylk-
ingarinnar um málið athyglisvert en
ástæðan er væntanlega sú, að það er
búið að ýta gömlum Alþýðuflokks-
mönnum til hliðar í Samfylkingunni
og nú hefur Samfylkingin aðrar
áherzlur.
Hins vegar vekur það óneitanlega
meiri athygli, að ýmsir af helztu
stuðningsmönnum auðlindagjalds á
miðju stjórnmálanna, sem höfðu sig
mjög í frammi í þessum umræðum
fyrir áratug, láta nú ekkert til sín
heyra og sýnast vera sáttir við að sér-
hagsmunasamtökin LÍÚ beiti hvern
þingmanninn á fætur öðrum þrýst-
ingi til þess að tryggja að lögum
landsins verði ekki framfylgt. Sjálf-
sagt er skýringin sú, að formaður
Samfylkingarinnar heimsótti aðal-
fund sérhagsmunasamtakanna og
baðaði sig í lófataki útgerðarmanna.
Það þarf oft lítið til að breyta afstöðu
ístöðulausra stjórnmálamanna!
Í ljósi þess að útgerðarmenn eru
svo illa staddir með rekstur sinn
vegna niðurskurðar á þorskveiðum,
að yfirgnæfandi meirihluti alþingis-
manna telur nauðsynlegt að koma
þeim til hjálpar er tímabært að gera
rannsókn á því, hvað útgerðarfyrir-
tæki landsmanna hafa lagt mikla fjár-
muni í kvótakaup frá því að slík við-
skipti voru leyfð.
Það er nauðsynlegt að draga þær
upplýsingar fram í dagsljósið til þess
að landsmenn fái yfirsýn yfir stöðu
undirstöðuatvinnuvegar þjóðarinnar.
Þingmenn Frjálslynda flokksins
eiga auðvelt með að fá þær upplýs-
ingar með því að bera fram fyrir-
spurn til sjávarútvegsráðherra á Al-
þingi. Það mun áreiðanlega ekki
standa á honum að leggja slíkar upp-
lýsingar fyrir þingið.
Þá kemur í ljós hvað þeir hafa haft
bolmagn til að kaupa mikinn kvóta á
síðasta einum og hálfum áratug og
staða þeirra nú þá skýrari.
VANDI SUÐUR-AFRÍKU
Valdaskipti hafa orðið í Afrískaþjóðarráðinu. Jacob Zuma sigr-
aði Thabo Mbeki, forseta Suður-Afr-
íku, með afgerandi hætti í leiðtoga-
kjöri flokksins. Zuma hefur nú öll
völd í þjóðarráðinu því að fylgismenn
hans sitja eftir leiðtogakjörið í öllum
helstu valdastöðum flokksins. Telja
margir að þetta sé slíkt áfall fyrir
Mbeki að hann neyðist til að segja af
sér áður en kjörtímabili hans lýkur
árið 2009.
Afríska þjóðarráðið er langstærsti
flokkur Suður-Afríku, en flokkurinn
nýtur þó ekki sömu virðingar nú og
hann gerði þegar aðskilnaðarstefnan
leið undir lok og hvíti minnihlutinn
fór frá völdum. Að mörgu leyti hefur
ástandið versnað í landinu síðan þá.
Um 40% vinnufærra manna eru at-
vinnulaus. Undir stjórn Mbekis hefur
verið hagvöxtur í landinu, en hann
hefur ekki skilað sér í aukinni at-
vinnu. Árið 2005 höfðu 4,2 milljónir
íbúa í Suður-Afríku minna en einn
dollara á dag sér til lífsviðurværis.
Árið 1996 var sú tala 1,9 milljónir
manna og hefur því rúmlega tvöfald-
ast á áratug. Alda glæpa gengur yfir
landið og víða er fólk hrætt við að
vera á almannafæri eftir myrkur. 50
morð eru framin í landinu á dag.
Vandræði Suður-Afríku má rekja
til þess hvernig var gefið þegar hvíti
minnihlutinn fór frá völdum. Samn-
ingarnir um valdaskiptin snerust um
tvennt, pólitísk réttindi og efnahags-
mál. Afríska þjóðarráðið fékk nánast
öllum sínum pólitískum kröfum fram-
gengt, en samningamenn þess voru
ekki jafnvel á verði í viðræðunum um
efnahagsmálin. Þeir féllust á ríflegar
lífeyrisgreiðslur til embættismanna
aðskilnaðarstjórnarinnar. Þeir létu
einnig undan kröfum um að greiða af
lánum, sem stjórn hvíta minnihlutans
hafði stofnað til, en hefðu getað sagt
að þeim bæri ekki skylda til þess af
því að þau væru veitt á ógeðfelldum
forsendum og hefðu átt þátt í að við-
halda stjórnarfari, sem byggt var á
mismunun og kúgun. Vegna þessara
skuldbindinga var lítið svigrúm fyrir
ný stjórnvöld til að rétta hlut fátæk-
ustu íbúa landsins, hjálpa þeim að
komast úr hreysunum og tryggja
þeim loks mannsæmandi lífskjör. Nú
heyrast raddir um að leiðtogarnir lifi
í höllum, en kjósendur þeirra í hreys-
um og enn eitt óligarkaveldið sé
sprottið upp í Afríku.
Á þingi Afríska þjóðarráðsins
heyrðust nú ásakanir um að Mbeki
hefði mistekist að halda uppi arfleifð
Nelsons Mandela, frelsishetju lands-
ins. Zuma er sagður baráttumaður
þeirra, sem minnst mega sín. Yfir
honum hvílir ský spillingar, sem hon-
um hefur ekki tekist að hreinsa sig af
og gætu leitt til málaferla. Líklegt er
þó að hann verði næsti forseti lands-
ins. Hans bíður það erfiða verkefni að
sameina flokk sinn og síðan að glíma
við þau djúpstæðu vandamál, sem eru
að ríða suður-afrísku þjóðfélagi á
slig, sem verður enn erfiðara.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
Íákvörðun Samkeppniseftirlitsins erutekin dæmi um fjölmarga samningasem Eimskip gerði við viðskiptavini sínaog fólu í sér einkakaup. Slíkir samn-
ingar eru ólögmætir ef um er að ræða fyr-
irtæki með markaðsráðandi stöðu. Alls eru
þrjátíu samningar reifaðir sem eiga það sam-
eiginlegt að innihalda ákvæði um einkakaup og
tryggðarákvæði, s.s. eftirágreidd og fyrirfram-
greidd afsláttarkjör. Þá er jafnframt birt tafla
yfir aðra sextíu samninga sem Eimskip gerði
við viðskiptavini, sem eingöngu fólu í sér
ákvæði um einkakaup.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir samn-
ingum Eimskips við þrjá viðskiptavini.
Hekla skuldbatt sig til að
skipta eingöngu við Eimskip
Í erindi Samskipa til Samkeppniseftirlitsins
var meðal annars vísað í ákvæði flutninga-
samnings milli Eimskips og Heklu. Bent var á
að Hekla fengi mun betri viðskiptakjör en
t.a.m. P. Samúelsson auk þess sem Eimskip
hefði greitt fyrir „aðlaganir á tölvukerfum“ hjá
Heklu.
Samningurinn var gerður 10. maí 2001 og
samdi Hekla skilmála og hafði forræði við gerð
samningsins. Í honum sagði að gert væri ráð
fyrir að Eimskip annaðist alla flutninga, þ.e.
innflutning, útflutning og framhaldsflutning á
vörum innanlands. Svo sagði: „Hekla skuld-
bindur sig til að skipta eingöngu við Eimskip
um þessa flutninga en þó séu undanþegnir
flutningar á stærri aflvélum í virkjanir og þeim
vörum sem Hekla stýrir ekki flutningum á.“
Gildistíminn var þrjú ár.
Hvað varðar tölvukerfið þá sagði í samn-
ingnum að í samskiptum sínum við Heklu
myndi Eimskip auka verulega rafræna þjón-
ustu, s.s. með því að samþætta upplýs-
ingakerfi.
Í athugasemdum Eimskips kom fram að
þrátt fyrir að samningurinn hefði falið í sér
sérstakt ákvæði um einkakaup teldi fyrirtækið
að hann hefði verið fullkomlega lögmætur,
hann hefði verið gerður í kjölfar verðkönnunar
Heklu og í verkskilmálum kom fram að verk-
taki tæki að sér að annast alla vöruflutninga.
Samkeppniseftirlitið féllst ekki á þá máls-
ástæðu Eimskips að samningurinn hefði verið
lögmætur, en einkakaupasamningur markaðs-
ráðandi fyrirtækis felur í sér misnotkun jafn-
vel þó hann sé gerður að beiðni kaupandans.
Telur eftirlitið að ákvæði í samningnum hafi
verið til þess fallin að hindra keppinauta Eim-
skips í því að eiga viðskipti við Heklu. Með því
hafi Eimskip farið gegn 11. gr. samkeppn-
islaga.
Hvað varðar upplýsingakerfið þótti Sam-
keppniseftirlitinu ekki nægjanleg rök fyrir að
það ákvæði hafi brotið gegn 11. gr. laganna.
Eimskip gerði í maí 2001 samninga við Sölu-
félag garðyrkjumanna, Banana og Grænan
markað. Samningarnir voru efnislega sam-
hljóða og um var að ræða heildarsamning um
flutningsþjónustu sem tók til allra flutninga
viðskiptavinar og flutningstengdrar þjónustu.
Gildistíminn var tvö ár en að loknum gildistíma
skyldi samningurinn framlengjast ótímabund-
ið, nema honum yrði sagt upp.
Í samningnum var m.a. kveðið á um eft-
irágreiddan afslátt af FOB sjóflutnings-
gjöldum og uppskipun allra sendinga frá Evr-
ópu og Ameríku. Í tölvupóstum sem skoðaðir
voru við rannsókn málsins kom í ljós að í júlí
árið 2001 hefðu eftirágreiddir afslættir við um-
rædd fyrirtæki numið alls 11 milljónum kr.
Í máli Eimskips kom m.a. fram að þar sem
gildistíminn hefði aðeins verið tvö ár hefðu
keppinautar ekki verið útilokaðir frá við-
skiptum við Sölufélag garðyrkjumanna. Af-
slættirnir hefðu þá ekki verið háðir því skilyrði
að umræddir viðskiptavinir flyttu eingöngu
með Eimskipi. Þar hefði verið um að ræða
hefðbundna magnafslætti.
Á þetta féllst Samkeppniseftirlitið ekki og
taldi ótvírætt að með samningunum hefðu fyr-
irtæki
flutnin
Eftirá
þess f
„[A]fs
ast] lö
við ein
af þeim
fram á
aðarle
Ekki e
hér um
segir m
Heild
Fleiri
afslæt
samni
honum
sentu
gjöldu
Evróp
mánað
Ein
ingasa
að sér
ustu. S
Fjölmargir einkaka
Miklar breytingar
á eignarhaldi
UM MITT síðasta ár bentu forsvarsmenn Eimskips
Samkeppniseftirlitinu á að þeim þætti óeðlilegt að
ábyrgð á meintum brotum fyrirtækisins lægi hjá nú-
verandi félagi en miklar breytingar höfðu orðið á eign
arhaldinu síðan árið 2001-02, þegar brotin áttu sér
stað. Þrátt fyrir þessar ábendingar var sekt Sam-
keppniseftirlitsins beint að Hf. Eimskipafélagi Íslands
hinu yngra og skýringar eftirlitsins þær að félagið haf
tekið við ábyrgð á brotum Hf. Eimskipafélags Íslands
hins eldra.
Samkeppniseftirlitið rekur breytingarnar á eign-
arhaldi Eimskips í úrskurði sínum. Þar segir: „Hf. Eim
skipafélag Íslands stofnaði einkahlutafélagið Eimskip
ehf. sem tók við flutningastarfsemi móðurfélags síns í
ársbyrjun 2003.
Á aðalfundi Hf. Eimskipafélags Íslands 19. mars
2004 var ákveðið að breyta heiti beggja félaganna. Va
heiti móðurfélagsins, Hf. Eimskipafélags Íslands,
breytt í Burðarás hf. og heiti dótturfélagsins, Eimskip
ehf., breytt í Eimskipafélag Íslands ehf.
Þann 24. júní 2005 urðu síðan eigendaskipti að Eim-
skipafélagi Íslands ehf. þegar Burðarás seldi Avion
Group hf. allt hlutafé sitt í félaginu. Í kjölfarið var
Burðarási hf. á árinu 2005 skipt upp og félagið sam-
einað annars vegar Landsbanka Íslands hf. og hins
vegar Straumi fjárfestingabanka hf. sem tóku við eign
um og skuldum Burðaráss hf.
Þann 21. nóvember 2006 var heiti Avion Group hf.
síðan breytt í Hf. Eimskipafélag Íslands og þann 26.
febrúar 2007 ákvað stjórn þess félags að það yrði sam-
einað dótturfélagi sínu, Eimskipafélagi Íslands ehf.“