Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 29
matur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 29 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Bestu matreiðslubækurnar eru þærsem eru ekki bara matreiðslubækurheldur gefa líka innsýn í annanheim, segja sögu af mannlífi og menningu. Stundum er nóg ef andlit bókar- innar er sterkur og áberandi persónuleiki, til að mynda Nigella Lawson sem sló í gegn í sjónvarpi. Í bókinni Nigella með hraði ber ekki á fjörlegum persónuleika hennar því þótt hún riti inngang að hverri uppskrift þá er það alla jafna óttalega innantómt hjal. Að því sögðu þá eru uppskriftirnar þrælfínar, hæfilega ein- faldar og jarðbundnar. Eins og heiti bókar- innar ber með sér eru þetta uppskriftir sem fljótlegt er að elda og sumum tekur ekki nema nokkrar mínútur að skella saman. Myndirnar eru fínar, en eiginlega fullmikið af portrettmyndum af Nigellu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er líka sjón- varpskokkur, eða þar um bil; hún er frétta- kona hjá Sjónvarpinu og hefur sent frá sér vinsæla matreiðslubók sem hét Í matinn er þetta helst. Jóhann Vigdís lætur ekki þar við sitja því fyrir stuttu kom út bókin Seinni réttir. Úti í heimi dugir það vel til að verða lands- þekktur að komast í sjónvarp og vel má vera að það sama sé upp á teningnum hér heima. Hugsanlega finnst og fjölmörgum það eftir- sóknarvert og fréttnæmt að fræðast um einkahagi Jóhönnu Vigdísar, en mér fannst það frekar óspennandi og allt of mikið rými fór í konfektkassamyndir og almennt hjal um fjölskylduna framan af bókinni. Þegar kom að uppskriftunum er ekki yfir neinu að kvarta, þær eru greinargóðar og skemmtilegar og margar spennandi. Myndir í bókinni eru líka frábærar og hönnun þægileg. Hefði kannski mátt raða myndum betur (sama litasamsetning á nokkrum myndum í röð í kjötréttunum) og eins hafa orðið mistök í vinnslu bókarinnar (kaflaheiti). Vel heppnuð bók að öðru leyti. Framhlið bókarinnar Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur er stofn- analeg eins og heiti bókarinnar. Uppskrift- irnar eru þó traustar, blátt áfram og vel fram settar. Ekki er mikið verið að fást við fram- andleg kydd eða ævintýralega samsetningu og kemur reyndar fram í bókinni að markmið Stefaníu Valdísar sé að viðhalda dansk- íslenskri matarmenningu. Eldað í dagsins önn hentar vel fyrir þá sem eru að byrja að búa þykist ég vita – þarna eru komnar á eina bók uppskriftir sem dugað geta fjölskyldunni býsna lengi. Við það bætist síðan ágætis almenn ráðgjöf aftast í bókinni sem ýtir undir þá tilfinningu að hún sé öðrum þræði hugsuð sem kennslubók. Eldaðu maður! er sprottin upp úr nám- skeiði hjá Námsflokkum Reykjavíkur þar sem menn á miðjum aldri uppgötvuðu hversu skemmtilegt það er að elda mat. Nokkrir af námskeiðinu hafa haldið hópinn og mér sýnist þeir komi fimm að bókinni þótt Tómas Möller sé höfundur hennar. Framan af er bókin prýðileg kennslubók, vel farið yfir helstu atriði, til að mynda er góður græjulisti og farið yfir hvernig best sé að bera sig að við öðlast færni í matseldinni. Uppsetningin á þessum hluta er mjög lífleg og skemmtileg og reyndar er frágangur á bókinni allri til fyrirmyndar og myndir góðar. Uppskriftirnar eru nánast grunnuppskriftir, það sem flestir ættu að hafa á takteinum og allir ættu að ráða við, og vel heppnaðar sem slíkar; engin ævintýramennska, enda væri það á skjön við tilgang bókarinnar. Markhópur Eldaðu maður! les líklega ekki Gestgjafann (en fer væntanlega að gera það). Í Gestgjafanum hafa nefnilega oft birst upp- skriftir sem kalla má ævintýralegar þótt þær séu ekki úr hófi framandlegar. Þetta má vel sjá í bókinni Allt svo gott, sem er stútfull af uppskriftum úr eldhúsi Gestgjafans. Í bókinni eru ríflega hundrað uppskriftir að öllu frá kryddlegi í eftirrétti; misflóknar upp- skriftir sem sumar kalla á talsverða handa- vinnu og undirbúning en aðrar fljótunnar og einfaldar. Víða eru skýringarmyndir þar sem handbragð er sýnt á greinargóðan hátt. Frá- gangur á bókinni er góður og myndir fyrirtak, sumar frábærar. Slow Food-hreyfingin kom fram fyrir tveimur áratugum eða svo og var hugsuð sem svar við skyndibitafæði eða Fast Food. Í bók- inni Eldað í hægum takti eftir Joanne Glynn er talað um að elda Slow, sem fer ekki vel í munni svo ekki sé meira sagt. Uppskriftirnar í bókinni eru aftur á móti þesslegar að fara vel í munni og maga. Eins og nafn bókarinnar ber með sér tekur alla jafna drjúgan tíma að matreiða sam- kvæmt uppskriftunum, jafnvel fjóra til fimm tíma, og að því leyti er bókin algjör andstæða bókar Nigellu sem getið er hér að ofan, en þess má og geta að margar uppskriftirnar eru mun fljótlegri, iðulega ekki nema hálftíma eldun eða svo. Lykilatriði er þó að vera ekkert að flýta sér, að gefa sér tíma til að elda og njóta tímans. Það er býsna algengt að ungt fólk borði ekkert kjöt nema kjúklingakjöt. Þá kemur sér vel bók eins og Kjúklingaréttir í ritstjórn Lindu Fraser – yfirgripsmikil handbók um kjúklinga og matreiðslu þeirra. Fremst í bók- inni er handbragð við matreiðslu á kjúkling- um sýnt í mörgum skýringarmyndum og farið vel yfir allt það helsta. Að kennslunni lokinni byrjar fjörið á súpum og síðan rekur hver rétturinn annan. Ekki hef ég tölu á uppskrift- unum en þær eru örugglega vel á annað hundraðið. Uppskriftirnar eru traustar og sumar ný- stárlegar, en mesta fjörið fannst mér í síðasta kaflanum, Bragðsterkt og kryddað. Hversdagsmatur og fleiri sögur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Matarskrif Fjöldi matreiðslubóka tilheyra jólabókaflóðinu í ár. Gleðileg jól Glæsilegar jólagjafir M b l 9 26 36 2 Undirföt • náttföt • náttkjólar • sloppar Frábært úrval (í sama húsi og Bílaapótek og NC Næs Connection) Hæðasmára 4 · Kópavogur · 555 7355 Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Ný ver slun Opið til kl. 21 alla daga til jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.